Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 57

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 57 greiðslu söluskatts. Álitið er, að með tilkomu virðisaukaskatts á þennan þátt muni'byggingarkostn- aður íbúðarhúsnæðis geta hækkað um allt að 7%. Með hliðsjón af stöðu húsnæðismála og því, að slík hækk- un myndi hafa veruleg áhrif á vísi- tölu byggingarkostnaðar og þar með lánskjaravísitölu, hefur verið ákveðið, að sá virðisaukaskattur, sem inn kemur vegna vinnu á bygg- ingarstað við íbúðarhúsnæði, verði endurgreiddur húsbyggjendum. Sú endurgreiðsla verður byggð á því, að viðkomandi sýni fram á t.d. í húsbyggingarskýrslu sinni með skattframtali, að hánn hafí raun- verulega greitt skattinn. Hitt tilvikið snertir hitun íbúðar- húsnæðis. í því efni er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur verði endurgreiddur á smásölustiginu, þ.e.hjá orkusölufyrirtækjunum. Slík endurgreiðsla á orkusölustigi hefur sömu áhrif gagnvart neytandanum og niðurfelling skattsins. Verðið, sem hann greiðir, verður því hið sama og án skatts. Eins og fram hefur komið er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að skatthlutfallið verði 22%. Ljóst er, að með því skatthlutfallið kemur til með að vanta 1,2 milljarða upp á, að virðisaukaskattur skili sömu tekjum og 25% söluskattur. Þessu skatthlutfalli verður ekki haldið svo lágu sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir, nema til komi niðurskurður út- gjalda eða aukin tekjuöflun á öðrum sviðum. Vera kann, að endurskoðun þess hluta tekjuöflunarkerfisins sem enn er eftir, gefí auknar tekj- ur, en í öllu falli er hér um að ræða málefni, sem Alþingi verður að taka á í síðasta lagi við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1989. Sú tekjuáætlun, sem hér er vísað til, byggist á áætlun um skattstofn fyrir virðisaukaskatt. Hefur þá einnig verið gert ráð fyrir því, að niður falli jöfnunargjald og að ekki verði lengur þörf á endurgreiðslum á uppsöfnuðum söluskatti. Þá er gert ráð fyrir verulega bættri inn- heimtu, eða að hún skili einum milljarði umfram það sem nú er. í þessu sambandi vil ég einnig minnast á atriði, sem mun hafa veruleg áhrif á fjárhagsstöðu ríkis- sjóðs að minnsta kosti tvö fyrstu árin eftir upptöku virðisaukaskatts- ins. Eins og fram kemur í frum- varpinu er gert ráð fyrir, að al- mennt uppgjörstímabil í virðisauka- skatti verði tveir mánuðir, en það er einn mánuður í söluskatts- kerfínu. Þessi breyting mun hafa þau áhrif, að skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs verða að jafnaði um einum mánuði síðar á ferðinni en skil á söluskatti eru nú. Það þýðir ennfremur að á árinu 1989, mun einungis skattur af 11 mánaða sölu skila sér í ríkissjóð, verði ekkert að gert. í frumvarpinu er hins veg- ar bráðabirgðaákvæði, sem gerir ráð fyrir því, að á fyrsta árinu verði síðasta uppgjörstímabili virðisauka- skatts hagað á þann veg, að þetta tímabundna tekjutap dreifist á tvö ár. þ.e. árin 1989 og 1990. í reynd verður hér ekki aðeins um tímabundið tap að ræða, heldur einnig það að þessi inneign ríkis- sjóðs hjá skilaaðilum virðisauka- skatts verður viðvarandi. Er það í reynd lán úr ríkissjóði. Má gera ráð fyrir, að þetta nemi nálægt 1,5 milljarði króna. Ríkissjóður mun þvi þurfa að fjármagna samsvarandi fjárhæð með öðrum hætti. Kostur- inn við þetta er þó sá, að með þessu mun lausafjárstaða fyrirtækjanna þó batna, þörf þeirra fyrir lánsfé minnka og ætti það að geta leitt til lægra verðlags en ella. Framteljendum fjölgar Eins og mönnum er kunnugt var í fyrstu miðað við að virðisauka- skattskerfíð tæki gildi um næstu áfamót, en nú er gert ráð fyrir því að gildistími verði 1. júlí 1989. Virðisaukaskatt ber að greiða til ríkissjóðs 5. dags þess mánaðar sem hann gjaldfellur og er þar m.a. tek- ið tillit til nýrra viðskiptahátta sem notkun kreditkorta hefur leitt af sér. Hins vegar er eindagi söluskatts 25. hvers mánaðar. Samtök við- skiptalífsins hafa fært að því rök að núverandi eindagi sem er áður en allur innheimtur söluskattur hef- ur í raun skilað sér til söluaðila auki kostnað við verslunarrekstur verulega. Þó fjármálaráðuneytið fallist ekki á ítrustu útreikninga er ljóst að af þessu hlýst vaxtakostn- aður sem væntanlega kemur fram í vöruverði. í lögum um söluskatt eru takmarkaðar heimildir til þess að breyta eindaga skattsins. Þessi ágalli leysist í virðisauka- kerfinu. Vegna þess dráttar sem á upp- töku virðisaukaskatts verður mun ég óska eftir því *að bætt verði inn í frumvarpið ákvæði til bráðabirgða sem gefi fjármálaráðherra heimild til að færa eindaga söluskatts fram yfir mánaðamót þannig að verð- hækkunaráhrifum eindagans verði eytt. Þetta mál verður tekið upp af minni hálfu við þingnefnd. Þó flest atriði, er snerta virðis- aukaskattinn, séu þess eðlis, að þau geri hann eftirsóknarverðan með tilliti til söluskatts má benda á nokkur atriði, sem oft hafa verið talin mæla gegn honum. Ljóst er, að þeim, sem standa ber skil á virð- isaukaskatti, mun fjölga verulega frá því sem er í söluskattinum. Hefur verið áætlað, að framteljend- um fjölgi um 14.000 og verði alls um 26.00. Þessi fjölgun mun að sjálfsögðu gera innheimtukerfið eitthvað þyngra í vöfum, en hins vegar kemur þar á móti, að fram- teljendur munu skila 6 skýrslum á ári í stað 12 nú og sumir, svo sem bændur, aðeins 2 á ári. Þess vegna munu skattaskýrslur síst verða fleiri en þær eru nú. Er því gert ráð fyrir að skýrslur, sem nú eru um 135 þúsund, verði framvegis um 132 þúsund á ári hverju. Meðal itriða á Arshátíð grunnskólans söngvakeppni. Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarsón á Barðaströnd var Barðaströnd: Árshátíð grunnskólans ^ lnnri-MúlaJSarðastrtind. ÁRSHÁTIÐ grunnskóla Barða- strandar var haldin í lok mars í félagsheimilinu Birkimel. Undirbúning að hátíðinni sáu nemendur sjálfír um. Var þar margt til skemmtunar, m.a. söngkeppni, frumsamdir dansar og margt fleira. Var það nemendum til mikils sóma. Fólk skemmti sér konunglega og boðið var upp á kaffi og meðlæti á eftir. - SJÞ Annað atriði, sem oft er nefnt sem ókostur við virðisaukaskatt, meint þörf á fjölgun starfsmanna og stóraukinn kostnaður. Víst er, að þörf verður á auknum mannskap til þess að reka virðisaukaskattkerf- ið. Það hefur verið áætlað, að starfsmenn í því kerfi þurfi að vera 70—80 talsins, eða u.þ.b. helmingi fleiri en nú starfa við söluskatts- álagningu og söluskattsinnheimtu. Við mat á þessum upplýsingum ber þó að hafa eftirfarandi í huga. í fyrsta lagi er samanburður við núverandi söluskattskerfí ekki eðli- legur. Vitað er, að það er mjög undirmannað og þyrfti sjálfsagt að auka starfsmenn í því mjög mikið og myndi þó hvergi nærri duga til að starfrækja það með góðu móti. í öðru lagi ber að hafa í huga, að virðisaukaskattur verður lang- stærsti tekjuþáttur ríkisins. Þótt starfsmenn við virðisaukaskatt verði helmingi fleiri en þeir eru nú við söluskattinn, verður þessi skatt- ur engu að síður ódýrasti skattur hér á Iandi og tilkostnaður við öflun hans minni en nokkurs annars skatts eða tekna, sém eitthvað hafa að segja fyrir afkomu ríkissjóðs. Á hinum Norðurlöndunum liggur fyrir sú reynSla, að virðisauka- skattskerfíð er rekið fyrir innan við 1% af því sem það aflar. Sú áætl- un, sem gerð hefur verið um mann- aflaþörf hér á landi bendir til svip- aðrar niðurstöðu. Með hliðsjón af mikilvægi þessa skatts verður varla annað sagt en, að slíkur kostnaður sé mjög viðunandi og að sá kostnað- ur, sem kann að falla til í atvinnulíf- inu vegna upptöku skattsins, muni fljótt skila sér aftur í bættri sam- keppnisaðstöðu íslenskra fyrir- tækja, lægra vöruverði, skilvirkara skattkerfí, betri innheimtu og rétt- látari niðurstöðu. Herra forseti. Virðisaukaskattur hefur lengi verið á dagskrá hjá stjórnvöldum hér á landi og undirbúningur skýrslu og frumvörp, verið unnin undir stjóm fjármálaráðherra úr flestum stjómmálaflokkum hér á Alþingi. Af þessum ástæðum er mál þetta ekki nýtt og þótt það 'sé lagt fram þetta seint á þingtímanum á löng umfjöllun og kynning að gera Al- þingi mögulegt að ljúka afgreiðslu þess fyrir þinglok. Niðurstaða þeirra, sem kynnt hafa sér málið vegna þessa undir- búnings, allt frá því að hann hófst er nær einróma sú að spumingin sé ekki hvort heldur hvenær virðis- aukaskattur verði tekinn upp og hvemig bmgðist verði við þeim áhrifum af honum, sem ástæða er til að mæta með sérstökum aðgerð- um. Þessum spurningum ber okkur að svara nú. Með aðgerðum í efna- hagsmálum og skattamálum á síðustu mánuðum hafa verið skap- aðar allar forsendur í efnahags- og verðlagsmálum til þess að taka upp virðisaukaskatt. Oðrum nauðsyn- legum aðgerðum er lýst í fmm- varpinu og greinargerð með því. Eg treysti því að þingmenn veiti þessu mikilsverða máli brautar- gengi og leggi þar með sitt af mörk- um til þess að bæta skattkerfi landsins, gera það réttlátara fyrir þegnana, skilvirkara fyrir ríkissjóð og hagkvæmara fyrir atvinnuveg- ina. * ' Frá Tónlistarskóla KOPfNQGS Kópmogs Tónleikar verða haldnir miðvikudaginn 20. apríl kl. 20.30 í sal skólans, Hamraborg 11,3. hæð. Lengra kómnir nemendur leika. SKÓLASTJÓRI. Glæsileg karlmannaföt margir litir. - Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og -- 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 820,- og 895,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Rúllukragabolir kr. 520,- Stuttermabolir kr. 235,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, ______________ sími 18250. HRUNB Hárgreidslustofa áðurHjallabrekku, Kópavogi, hefurflutt starfsemi sína að Hólmgarði2, Keflavík. opnað verður laugardaginn 16. apríl, sími 92-15677. VERIÐ VELKOMIN. Bjarnveig Guðmundsdóttir; hárgreiðslumeistari. Erum fluttir í Skútuvog 13 VÖRULEIÐIR RITVÉLAR ’ REIKNIVÉLAR PRENTARAR T Ö L V UHÚSGÖGN 1 MILUÓN PS/2 HEFUR SELST ÁSÍÐUSTU =w=== 6 MÁNUÐUM -IBM PS/2 ÍMI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.