Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 staðráðin I að vinda bráðan bug að því. Núna, svona stuttu seinna, fæ ég símhringingu og mér er sagt að Dóri sé farinn. Gat það virkilega verið satt? Átti ég ekki eftir að heyra hann hlæja og njóta nærveru hans í þeirri heimsókn? Vonin sem búið var að gefa, hvar var hún? Það vakna spumingar, sem engin svör fást við. En minningin um Dóra á eftir að lifa meðal okkar, sem þekktum hann. Ég sendi þér, elsku Lilla mín, Stefáni og Hönnu Siggu, ásamt bamabömum þínum, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, með ósk um styrk ykkur til handa á raunastund. Gréta Óskarsdóttir Vinur er horfínn á braut. í dag, þegar við kveðjum Halldór B. Run- ólfsson, er margt sem kemur upp í hugann eftir rétt tuttugu ára kynni. Halldór var sonur hjónanna Magdalenu Bjamadóttur og Run- ólfs Runólfssonar, steinsmiðs, á Baldursgötu 28. Hann kvæntist Björgu Stefáns- dóttur og eiga þau tvö böm, Stef- án, fæddan 1959 og Jóhönnu Sigríði, fædda 1961, bamabömin eru þijú. Halldór lést á Landspítal- anum 10. þ.m. eftir stutta legu, en á sl. ári hafði hann tvívegis gengist undir aðgerð á Landspítalanum og höfðum við kunningjar hans þá vonað að vel hefði tekist og hann væri sloppinn, en í byijun þessa árs fór hann bæði í lyfja- og geisla- meðferð á Landspítalanum, sem ekki hefur dugað því enn virtist sem hann þyrfti að gangast undir að- gerð sem aldrei varð. Maðurinn með ljáinn náði yfírhöndinni. Eitt er víst, Halldór hefur verið veikari en hann vildi uppi láta, þama hefur hann harkað af sér og ekki látið í ljós hversu þungt hann var haldinn þeg- ar hann fór inn á spítalann nú eftir páskana og var látinn tæpri viku síðar. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rít- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skríf- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Blómastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. Það var í gegnum félagsstarf sem ég kynntist þeim hjónum, Björgu og Halldóri, árið 1968 þegar Björg var kosinn formaður í Kvennadeild SLF og sama ár hafnaði ég þar í basamefnd, fljótlega kynntist ég Halldóri því hann var ávallt skammt undan, það má nánast segja að þau hafí alltaf verið saman, heimili þeirra stóð ávallt opið fyrir okkur til fundahalda, skrafs og ráðagerða eða hvað sem var og sjálfur var hann alltaf reiðubúinn enda sögðum við stundum að hann væri einn úr kvennadeildinni. Hann var ávallt tilbúinn til að leiðbeina, þéttur á velli og traustur í sessi. Þess urðum við hjónin einnig vör þegar við byggðum okkur hús, þá bjuggum við á neðri hæðinni í húsi þeirra hjóna á Baldursgötunni um nokkurt skeið, og ekki stóð á að- stoð ef Dóri var beðinn að rétta hjálparhönd, það var alltaf sjálf- sagt. Þetta eiga aðeins að vera nokkur kveðjuorð fyrir samfylgdina með þakklæti í huga frá okkur hjónun- um. Elsku Björg, ég bið góðan Guð að veita þér styrk við fráfall þíns trausta maka, einnig ykkur Stefáni og Jóhönnu svo og bamabömunum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt Hólmfríður Guðjónsdóttir Við fráfall JC-félaga okkar og vinar, Halldórs Runólfssonar, sen- ators, er rík ástæða til að færa hinstu kveðjur og þakklæti fyrir ánægjulegar stundir og samfylgd í starfí á liðnum ámm. Halldór lést langt um aldur fram, þann 10. apríl sl., tæplega 49 ára gamall. Hann var einn af eldri og traustari félögum JC-hreyfíngar- innar sem í dag kveður hann með eftirsjá og trega. Árið 1972 gekk hann til liðs við hreyfínguna sem einn af stofrifélögum JC-Kópavogs og átti stóran þátt í uppbyggingu og mótun JC-starfs á þeim tíma. Halldór var mjög félagssinnaður maður og lagði mikla rækt við JC en vöxtur og velgengni hreyfíngar- innar var eitt af hans mörgu áhuga- máium á lífsleiðinni. Það lejmdi sér ekki að í JC naut hann sín enda báru öll hans störf þess merki. Fyr- ir frábært framlag sitt í þágu hreyf- ingarinnar var hann útnefndur sen- ator sem þýðir að vera gerður að ævifélaga í íslensku sem og al- þjóðlegu JC-hreyfíngunni. Með þessum fáu kveðjuorðum er ekki ætlunin að rekja lffshlaup Halldórs Runólfssonar. En mörg atvik undanfarinna ára greypast í minninguna um mætan félaga. í minningu minni lifír heilsteyptur félagi, glaðvær og glettin á góðum stundum, í verki trúr skoðunum sínum og eigin sannfæringu. Þegar ég fyrir 11 árum gekk til liðs við hreyfínguna, fyrst kvenna, kynntist ég þessum sterku eiginleikum hans hvað best, og þakka ég honum þá hvatningu og þann stuðning sem hann veitti mér þau fyrstu ár, en Halldór var ákafur stuðningsmaður þess að konur fengju aðgang að hreyfíngunni. Okkur félögum Halldórs var ljóst að hann átti við veikindi að stríða en það bar bráðara að en við hugð- um að hann yrði kallaður til ann- arra starfa. Eftir lifír þó minning um traustan félaga sem skilaði góðu starfí öðrum til heilla og fer á brott með þakklæti og virðingu okkar sem eftir horfum. Eiginkonu hans, Björgu Stefáns- dóttur börnum og öllum aðstand- endum, vottum við dýpstu samúð. Valgerður Sigurðardóttir, Forseti Hins Islenska senats. í valinn er fallinn vaskur drengur langt um aldur fram. Hugurinn reikar til fyrstu kynna. Fyrir rúmum áratug þótti það fár- anlegt að konur gengju í félag þar sem karlmenn réðu ríkjum, eins og f JC-hrejrfingunni. Nokkrir fram- sýnir karlmenn höfðu þá trú að liðs- auki kvenna yrði viðkomandi fé- lagsskap eingöngu til framdráttar, en þessir aðilar voru í æðimiklum minnihluta. Einn þeirra var Halldór Runólfsson. Halldór var sannkölluð félags- vera. Hann var ætíð hress og kát- ur, en fastur fyrir hvað varðar skoð- anir og lét ekki eiga hjá sér. Fyrir málstaðinn var hann sannur bar- áttumaður. JC Vík, fyrsta JC-félag eingöngu skipað konum, var stofnað 6. apríl 1978, eftir langa og stranga fæð- ingu. Kona Halldórs, Björg Stefáns- dóttir, var ritari í fyrstu stjóm þess félags. Félagið naut frá bjnjun alls þess óeigingjama starfs, sem þau hjón lögðu á sig, hvar sem þau tóku til hendinni. Með ráðum og dáð hvatti hann okkur. Ófá námskeið tók hann að sér, sem leiðbeinandi fyrir hönd félagsins, meðan við vor- um enn fátækar af eigin leiðbein- endum. Halldór Runólfsson var einn besti leiðbeinandi í ræðumennsku, sem JC-hrejrfíngin hefur eignast. Þeir eru margir, sem tvíeflst hafa í baráttunni við sjálfan sig og raeðu- stólinn, við markvissa leiðsögn Hall- dórs. Á vori hveiju halda JC-félögin uppskeruhátíð, en þá eru verðlaun- aðir þeir einstaklingar sem skarað hafa fram úr í starfí innan síns félags það starfsár. Fyrsti verð- launagripurinn sem JC Vík eignað- ist, var gjöf frá Halldóri, silfurbik- ar, sem veittur skyldi félaga ársins. Þessi bikar hefur farið um margra hendur á sl. 10 árum og verið einn eftirsóttasti gripur félagsins frá' byijun. Þetta var enn ein hvatning- in til dáða. Ófáum kvöldum varði hann tíma sínum með okkur og var óþreytandi að veita leiðsögn, en sjálfur hafði hann þá gegnt flestum trúnaðar- störfum sem gefast í hreyfíngunni, og m.a. hlotið viðurkenningu sem heiðursfélagi JC íslands og ævifé- laganafnbót, Senator, hjá alþjóða hrejfíngunni. Um leið og við í fyrstu stjóm JC Víkur kveðjum góðan dreng, með hjartans þakklæti fyrir allt, þá sendum við þér elsku Björg, bömum ykkar og bamabömum okkar hjart- ans samúðarkveðjur, og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og styðja. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Stangarholti 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 10.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Lárus Sigurðsson, Jónína Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför systur okkar, SÓLEYJAR JÓNSDÓTTUR, Tendebindervej 4, Kaupmannahöfn, verður gerð frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 20. apríl kl. 15.00. Sigriður Jónsdóttir, Margrét J. Lilliendahl, Halldóra Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Lilja Jónsdóttir. t Bróðir okkar, ÞÓRARINN SIGURÐSSON, Kópavogsbraut 5, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikudaginn 20. apríl kl. 13.30. Steinunn Sigurðardóttir \ og systkini. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- konu minnar, móður og tengdamóður, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Karvel Sigurgeirsson, Sigríður Karvelsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Þór Magnússon, María Heiðdal. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mamrex/Granii Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Fjnrsta stjóra JC Víkur, Reykjavík. t Þakka innUega samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, RAGNARS JÓNSSONAR skipstjóra, Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11 b Land- spítalanum. Guðrún Andrésdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför frænda míns, GUÐMUNDAR VALGEIRSSONAR, Ljósheimum 16A. Fyrir hönd ættingja og vina, Lína Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLBERU HALLSDÓTTUR frá Neskaupstað. Agnar Ármannsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Erla Ármannsdóttir, Kolbrún Ármannsdóttir, Reynir Sigurþórsson, Randver Ármannsson, Kristjana Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem auðsýndu samúð, hlýhug og virðingarvott vegna andláts og útfarar móður okkar, MAGNEU G. MAGNÚSDÓTTUR. Viðkomandi starfsfólki Hrafnistu þökkum við aödáunarverða umönnun og alúö. Fyrir hönd annarra aðstandenda Helgi Helgason, Halldór Helgason, Elfsabet Helgadóttir, Sveina Helgadóttir. Lokað Lokað verður vegna jarðarfarar HALLDÓRS B. RUN- ÓLFSSONAR þriðjudaginn 19. apríl 1988. Vélar og verkfæri hf., Guðmundur Jónsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.