Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 64

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 64 Guðfinna M. Áma dóttír — Msnrúng Fædd 1. september 1931 Dáin 11. apríl 1988 Æskuvinkona mín, Guðfinna Magnea Amadóttir, Magga, er lát- in. Hún lést á Borgarspítalanum eftir stutta legu. Leiðir okkar lágu saman strax í bemsku, enda frænk- ur á líkum aldri, góðar vinkonur og öllum stundum saman. Mæður okkar voru systur og mikill sam- gangur milli heimilanna. Með okkur var alla tíð mjög kært og minning- in um Möggu björt. Foreldrar hennar voru Sigríður Magnúsdóttir og Ámi Þórðarson, sjómaður. Magga var þriðja í röð fjögurra systkina. Elst er Lára, starfsstúlka á Vífílsstöðum, þá Ey- þór bókari og yngst er Þóra, af- greiðslustúlka. Að loknu gagnfræðaskólanámi 1949 fórum við Magga saman í Húsmæðraskólann á Varmalandi. Þar áttum við margar góðar og ógleymanlegar stundir saman. Oft var gaman að minnast þessa tíma þegar við hittumst seinni árin, enda ávallt stutt í hláturinn hjá Möggu. Hún var ákaflega létt í lund og tryggur vinur. Hún var víðlesin og hafði yndi af ljóðum. Eftir hús- mæðranámið lá leiðin aftur til Reykjavíkur. Þar kynntist Magga eftirlifandi manni sínum, Marteini Kratch, jámsmið. Þau gengu í hjónaband 17. október 1953. Magga og Marteinn bjuggu fyrst í Reykjavík en hafa lengst af búið á Seltjamamesi. Þar bjó Magga flöl- skyldu sinni fallegt heimili. Böm þeirra hjóna em fimm. Elst er Sigríður, sjúkraliði, gift Guðjóni Steinssyni, trésmið. Þau eiga þijú jfcöm. Walter Magnús, jámsmiður, kvæntur Ingibjörgu Úrsúlu Sigurð- ardóttur, aðstoðarstúlku hjá tann- lækni. Þau eiga eitt bam. Gunnar Þór, matsveinn, kvæntur Huldu Jónsdóttur. Þau eiga tvö böm. Margrét Björg, bankastarfsmaður, gift Hilmari Valgarðssyni. Þau eiga eitt bam. Ámý er yngst, nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún er enn í foreldrahúsum. Eftir að Magga kom bömum sínum á legg starfaði hún við starfs- þjálfun á saumastofu Kleppsspítala. Hún var mjög vel liðin þar og hafði góð áhrif á sjúklingana. Magga veiktist í október sl. haust. Hún vissi að hveiju dró, en sýndi mikið hugrekki, studdi sína nánustu og veitti þeim styrk. Mar- teinn var konu sinni hin styrka stoð Fæddur 23. ágúst 1971 Dáinn 9. apríl 1988 Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, • og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó bam, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í bijósti, hvar? „Er glatað ei glatað," spyr skáld- ið Jóhann Jónsson í undurfögru Ijóði sínu „Söknuði". Þetta ljóð kom mér fyrst í hug þegar ég frétti um sviplegt fráfall komungs frænda míns, Jóns Þórs Jónssonar. Við sem eftir stöndum sárhrygg yfír þessum undarlegu örlögum þessa bjartleita ljúflings viljum ekki trúa því að „glatað sé glatað", heldur sé líf að loknu þessu, þar sem honum hefur verið fagnað af ömmu og afa og öðrum skyld- mennum sem á undan eru farin og hafa varðað vel veginn til fram- haldslífs fyrir ungan dótturson. Jón Þór var aðeins sextán ára og mætti erfiðleikunum af æðru- leysi. Magga var trúuð kona og sótti styrk sinn í trúna. Ég minnist Möggu með þakklæti og miklum hlýhug. Hún var mér og mínum sannur vinur alla tíð. Marteini og bömunum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Hún hvíli í friði. Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfí Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. __ (Hallgrímur Pétursson) Ásta Halldórsdóttir Fátt er manni dýrmætara en það að eiga góða vini. í dag kveðjum við konu sem var vinur vina sinna og það sem meira er, hún var vinur og félagi bamanna sinna og vina þeirra. Það em rúm 20 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili þeirra Möggu og Marteins þá nýbúin að kynnast Siggu elstu dóttur þeirra. Mér var strax tekið opnum örmum og hefur það verið svo ætíð síðan. Mér eru minnisstæðar þær fjöl- mörgu stundir sem við sátum í eld- húsinu, lærðum að drekka kaffí og ræddum við Möggu um ýmislegt það, sem efst var á baugi hjá okkur vinkonunum. Hún var frábær hlust- andi og átti auðvelt með að setja sig í okkar spor, hlæja með okkur og gefa góð ráð ef svo bar undir. Samfundum okkar fækkaði eftir að Sigga flutti að heiman. En Magga fylgdist með okkur vinkon- um Siggu úr fjarlægð og tók ein- lægan þátt í sorgum okkar og gleði. Það var öllum mikið áfall þegar Magga veiktist í október sl. og eng- an óraði fyrir því þá, að hún ætti svo stutt eftir ólifað. En Magga var trúuð kona og raunsæ og tók örlög- um sínum með mikilli hetjulund. Hún trúði á líf eftir dauðann og þess vegna trúum við því, að hún sé meðal okkar og fylgist með þeim sem henni þótti vænst um. Elsku Marteinn, Sigga, Valli, Gunni, Magga Björg, Árný og fjöl- skyldur. Þið áttuð svo mikið og þess vegna er missir ykkar svo mikill. En sárasta sorgin líður hjá og þið eigið yndislegar minningar um góða konu. Anna Stína þegar kallið kom, unglingur að feta sín fyrstu spor í átt til manndóms- ára. Á slíkum umbrotatímum í lífí ungs drengs er alltaf hætt við að of geyst sé farið. Baminu liggur á að öðlast sjálfstæði, sanna mann- dóm sinn og framkvæma drauma sína. Framundan var sautján ára afmælið og stefnan sett á að eign- ast bíl og taka bílpróf. Sá draumur varð því miður ekki að veruleika, hann var kallaður á æðra tilveru- stig þar sem hann mun taka út þroska sinn undir handieiðslu æðri máttarvalda. Jón Þór var hæglátur í fasi, dul- ur og gekk hljóðlega um, en undir þessu yfírborði leyndist viðkvæm brothætt sál. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (E. Ben.) Þegar hringt var í mig mánudag- inn 12. apríl og tilkynnt að hún Magga á Lindó eins og við kölluðum hana væri dáin þá ósjálfrátt hugs- aði ég, nei, það getur ekki verið komið að því, því lífskrafturinn var svo mikill að mér fannst lát hennar ekki tímabært. Hún átti svo margt eftir ógert í lífínu. En það er ekki spurt að því þegar þessi vágestur hefur fest rætur. En ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni með sína hjartahlýju og kímni sem hún gat öllum gefíð. Þegar ég bjó á Lindar- braut 8 á neðri hæðinni, þá sem unglingur, var alltaf svo notalegt að geta skroppið upp í kaffí ef lá eitthvað illa á manni. Var hún ekki iengi að koma mér í gott skap, því hún var vön að segja, æ Guffa mín, nú sláum við öllu draslinu upp í kæruleysi og hvolfum bolla og hún spáði fyrir mér mínum framtíðar- draumum, en sagði jafnframt að taka nú passlega mark á þessu bulli í sér. En oft rættist nú úr þessum spádómum hennar, og líka nú síðast í febrúar þegar ég hvolfdi bolla með henni. Eitt árið fór móð- ir mín út á land að vinna og gat ég ekki farið með henni. Þá buðu Magga og Búddi mér að búa hjá sér þó þau hefðu nú nóg með öll sín böm, en Magga sló nú bara á lærið á sér og sagði að það munaði nú ekki um einn kepp í sláturtíðinni. Já, þau voru yndislegir grannar, sem reyndust mér bestu foreldrar þetta tímabil, sem ég get seint full- þakkað. Elsku Búddi minn, það er sárt að sjá á eftir jafn yndislegri konu og Magga var, en þú stendur ekki einn eftir, með öllum ykkar bömum tengdabömum og litlu bamaböm- unum. Guð blessi ykkur öll í þessari miklu sorg. í hjarta mínu geymi ég Við kveðjum ungan frænda með trega og söknuði. Elsku Þórdís og Beggi, við tökum af einlægni þátt í sorg ykkar og biðjum kærleiksríkan Guð að vera með ykkur. Minningin um ljúfan dreng lifir. Fjóla Karlsdóttir og fjölskylda hlýjar minningar um Möggu. Guð geymi hana. Guðfinna Jóhannsdóttir Nú er hún Magga vinkona mín farin yfír landamærin. Manni fínnst þetta sárt og óskiljanlegt en guð hlýtur að ráða. Við Magga áttum yndislegar stundir saman og margs er að minn- ast frá liðnum árum. Magga var svo kát og skemmti- leg og gaman og gott að vera ná- lægt henni. Hún var sannur vinur í raun sem gott var að leita til og ávallt var hún reiðubúin að leggja lið þar sem hún gat. Ég á Möggu mikið að þakka og sakna hennar sárlega, þar er skarð fyrir skildi sem ekki verður fyllt. Það er erfítt að átta sig á að nú hringir hún ekki framar né kemur hlæjandi inn úr dyrunum. Magga var svo lífsglöð og lifandi að maður smitaðist og varð bjartsýnn og glað- ur í návist hennar. Þetta eru fáein fátækleg kveðju- orð til að þakka Möggu samveru- stundimar og óska henni alls góðs nú Jiegar hún er komin heim. Ég vil að lokum votta aðstand- endunum samúð okkar hjónanna og biðja góðan Guð að styrkja ykk- ur í sorg. Ingibjörg Gestsdóttir í dag verður hún elsku mamma okkar, Guðfínna Magnea Ámadótt- ir, borin til hinstu hvíldar. Hún mamma okkar sem var svo mikill félagi og vinur, og maður spyr aft- ur og aftur: „Hvers vegna hún?“ en því verður seint svarað. Samt var hún syo hörð og dugleg í sínum stuttu veikindum, en það dugði ekki til. En við höfum minningamar, og þær hjálpa mikið, auk hans pabba okkar sem í dag horfir á eftir jmdis- legri eiginkonu, móður og félaga. Alltaf komum við til með að muna eftir þeim §ölmörgu gleði- stundum sem hún veitti okkur með hlátri sínum, innileik og huggun. Hún hafði alveg einstakt lag á að breyta sorg yfír í gleði og fá okkur til að brosa í gegn um tárin, og það reynum við núna. Stöndum þétt saman, rifjum upp gömul prakkara- strik og gleðistundir og hlæjum. Þannig hefði hún viljað hafa okkur, sterk og dugleg. En ósjálfrátt renna tárin og brosið hverfur augnablik. Við minnumst þess þegar móður- amma okkar kvaddi þennan heim hvað hún mamma var sterk og huggaði okkur með því að segja okkur að það væri líf eftir dauð- ann. Það væri gott líf og hann afí væri þar til að hugsa um hana. Núna trúum við því og vitum að mamma fær góða heimkomu, amma og afí taka á móti henni. Þegar við vorum litlar og forvitn- ar stelpur og komum með spuming- una um dauðann sagði hún mamma okkur að þegar fólk dæi þá færi það upp til Guðs og svæfí á mjúkum skýjum, og þar væri lítið gat, sem þeir látnu gætu horft niður um til þeirra sem þeim þætti vænt um og fylgst með þeim. Og þær stundir í lífinu sem við óskum að hún sé nálægt vitum við að hún horfír í gegn um litla gatið og fylgist með. Með þessum fáu orðum kveðjum við yndislega og góða móður, sem kemur alltaf til með að lifa í hjört- um okkar. Magga Björg og Árný I dag verður kvödd hinstu kveðju, Guðfínna Magnea Ámadóttir, fædd 1. september 1931. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Magnúsdóttir og Ami Þórðarson, en þau eru bæði látin. Magga, en svo var Guðfínna Magnea ævinlega kölluð, var næst- yngst fjögurra systkina, þ.e. Láru, Eyþórs og Þóru. Foreldrar Möggu bjuggu allan sinn búskap að Frakkastíg 20. Magga ólst upp í foreldrahúsum þar til hún giftist Marteini Herbert Kratsch, jámsmið, þann 17. október 1953. Þau stofn- uðu sitt heimili á Lindargötu 25 og bjuggu þar í tæp þijú ár, þar til þau reistu sér hús áfast við bemskuheimili Möggu. Að Frakkastíg 20 bjuggu Magga og Marteinn í rúmlega 10 ár. Þann sögufræga dag 30. september 1966 flytja þau í nýju íbúðina sína að Lindarbraut 8, og rétt náðu að vera flutt inn klukkustund fyrir fyrstu útsendingu sjónvarpsins. Böm þeirra Möggu og Marteins urðu fjögur, þau em Sigríður sjúkraliði gift Guðjóni Steinssjmi trésmið, Walter Magnús, jámsmiður, kvænt- ur Ingibjörgu Úrsúlu Sigurðardótt- ur, Gunnar Þór, matsveinn, kvænt- ur Huldu Jónsdóttur, Margrét Björg, bankastarfsmaður, gift Hilmari Valgarðssjmi og Ámý, nemandi við Fjölbrautaskólann í Armúla, sem býr í heimahúsum. Bamabömin vom orðin átta þegar Magga lést, tvö þeirra nokkurra vikna. Magga hafði á orði við mig að hún jrrði að komast í bæinn til þess að kaupa sængurföt handa nýfæddu bamabömunum, það hafi hún alltaf gert, þegar nýtt bam kom í heiminn, verst þótti henni að geta ekki saumað verin sjálf. Hún hugs- aði mjög hlýlega til sonarsonar síns í Bandaríkjunum og saknaði þess að geta ekki séð hann oftar. Magga var gestrisin og ljúf í við- móti og vildi láta öllum líða vel. Svo var í veikindum hennar. Henni var mjög umhugað að böm sín yrðu sem minnst vör við það hversu veik hún var. Hún var þess full meðvituð að hveiju dró, sagði mér að hún ætlaði að vera heima meðan hún mögulega gæti. Hún væri þakklát fyrir að eiga góðan mann sem allt vildi fyrir sig gera, svo væri jmgsta dóttirin heima, sem hjálpaði henni á sömu lund. Eldri bömin væm stöðugt að hringja og kæmu í heim- sóknir. Möggu varð að ósk sinni, hún lést án þess að éiga langa sjúkrahúsvist að baki. Hún var lögð inn á Borgarspítalann þann ö.apríl sl. og var látin þann 11. apríl. Magga var nett kona, greind og rökföst. Hún var glaðljmd, heil- stejrpt og viljaföst og gat verið orð- hnjrttin þegar við átti og var vel til vina. Árið 1978 fór Magga að vinna við starfsþjálfun á saumastofu Kleppsspítalans, og vann þar til hún veiktist í október sl. Vinátta okkar Möggu hófst þeg- ar við vomm 13 ára gamlar er við hittumst í skólaporti Austurbæjar- skólans. Þá ákváðum við að vera saman í bekk. Síðan fómm við í Ingimarsskólann (Gagnfræðaskól- inn í Reykjavík), sem svo var alltaf nefndur. Á meðan á skólavemnni stóð árin 1945 til 1948, sátum við saman í bekk. Frá þessum ámm á ég margar góðar minningar með Möggu. Á sumrin vann hún í mjólk- urbúð. Mjólkursamsalan bauð starfsfólki sínu í sunnudagsferðir og bauð Magga mér alitaf með. Þá var sett “boddy" upp á pall bfianna og vom bekkir andspænis hver öðr- um sem farþegamir sátu á. Það má nærri geta að oft ultum við úr sætunum og þá oft í fangið á hvort öðm, því ekki vom vegimir góðir. Þetta skapaði stemmingu og var oft mikið hlegið. í þessum ferðum var gítarinn tekinn með og mikið spilað og sungið. Ekki vom aura- ráðin mikil á þessum tíma og minn- ist ég skoplegs atviks þegar við gengum í stúku til þess að komast frítt inn á skemmtun, þar sem stúk- an átti afmæli. Þetta varð til þess að við fómm í margar skemmtileg- ar rútuferðir með stúkunni. Eftir að námi lauk í gagnfræðaskólanum, fór Magga í húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfírði. Eftir það vann hún við verslunarstörf uns hún gifti sig. Mér er í minni sfðasti dagurinn sem ég átti með Möggu vinkonu minni. Dag einn, í lok marsmánað- ar, fór ég til hennar. Við spjölluðum saman vítt og breitt þennan dag og þ.á.m. um þijár bamabækur eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem við báðar höfðum verið að lesa. Magga hafði á orði að sér hefði þótt hún endurlifa æsku sína með lestrinum og var ég henni hjartanlega sam- mála. Báðar vorum við sjómanns- dætur og aldar upp í stórum systk- inahópi. Magga tók þátt í kvíða mínum þegar faðir minn var að sigla í skipalestum á stríðsárunum. Við hlógum þegar við minntumst þess er við drösluðumst með mjólk- urbrúsana og fískinn óinnpakkað- Minning: Jón Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.