Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 66

Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 félk f fréttum LAUGARAUGARDALSHÖLL Á SUNNUDAG Fjölskylduhátíð til styrktar Halldóri Halldórssyni Morgunblaðið/Þorkell „Mamma beyglar alltaf munninn“...Bjartmar Guðlaugsson fékk faand- boltamenn og þingmenn tíl að syngja bakraddir ( laginu um týndu kynslóðina. Fjölskylduhátíð til styrktar HaUdóri Halldórssyni, fyrsta íslenska hjarta- og lungnaþegan- um, var haldin í Laugardalshöll á sunnudag. Eftir hátíðina töldu forráðamenn hennar að safnast hefðu um 6-700 þúsund krónur. Það fé rennur allt til Halldórs og fjölskyldu hans, en Halldór hefur þurft að dvelja í London síðan i september og hafa for- eldrar hans búið þar þann tíma. Að hátíðinni stóðu félögin Breiðablik, Augnablik og Aðall. Hátíðin hófst kl. 15 og var þá nokkur fjöldi kominn í höllina. Fyrsta atriðið kom fólki nokkuð á óvart, en þá komu Augnabliksmenn inn á völlinn og óku félögum sínum í hjólbörum. Þeir hafa, að eigin sögn, lagt stund á „hægrifótar- froskalappamaraþon", sem felst i því að spila innanhússknattspymu með sundfit á hægri fæti. Augna- bliksmenn stóðu stutt við, en síðan hélt Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri Kópavogs, stutta tölu og flutti gestum kveðju Halldórs. npiri Valgeir Guðjónsson steig næstur á svið og fékk alla til að syngja með sér í laginu „Ég vild’ ég væri öðruvísi en ég er“. Þá fékk Popplag í G-dúr góðar viðtökur og áhorfend- ur „stöppuðu með fingrunum" að ósk Valgeirs. Þessu næst kepptu vítaskyttur 1. deildar og stóð Einar Þorvarðarson í marki. Sigurvegari varð Eggert Tryggvason, KA, sem hlaut titilinn Vítakóngur 1. deildar 1988. Bjartmar Guðlaugsson fékk þessu næst áhorfendur til að syngja með sér nokkur lög og þegar hann söng um týndu kynslóðina fékk hann þekkta handboltamenn og þingmenn til að taka undir i viðlag- inu. Þá var komið að aðalatriði hátíðarinnar, leik Breiðabliks og úrvals 1. deildar leikmanna í hand- knattleik. Leiknum iyktaði með sigri úrvalsins, 34:30. Greinilegt var að leikmenn gerðu sitt besta til að áhorfendur skemmtu sér og lögðu oft meira upp úr skemmtilegu sam- spili en að skora mörk. í hálfleik léku lið þingmanna og bæjarstjómar Kópavogs innanhúss- knattspymu og var það einnig hin ágætasta skemmtan. Þingmenn voru atkvæðameiri og unnu leikinn 6:4. Steingrfmur J. Sigfússon vakti mikla athygli fyrir hálfkaraðar hjól- hestaspymur og góða skallatæloii. Eftir að skemmtiatriðum lauk flutti Óskar Guðmundsson, mágur Haildórs Halldórssonar, stutta ræðu og þakkaði fyrir þann hlýhug sem Halldóri væri sýndur. „Halldór bið- ur Guð að blessa alla sem hér eru og alla þá sem ekki sáu sér fært að koma í Laugardalshöllina i dag,“ sagði Óskar. Loks bað hann menn að klappa fyrir Halldóri og Kristj- áni Sigmundssyni, sem lék sinn síðasta leik i handknattleik þennan dag. í lok hátíðarinnar var Kristján Sigmundsson markvörður kvaddur með lófataki, en hann lék sinn síðasta leik á sunnudag. Kristján sést hér við hlið félaga sinna I úrvalsliðinu. GUNNAR EYJÓLFSSON I hlutverki sígaunahöfð- ingja í sænskri kvikmynd Gunnar Eyjólfsson leikari fer með stórt hlutverk i sænsku myndinni Vargöld. Sænska kvikmyndin Vargens tid, Vargöld, var frumsýnd í Svíþjóð á skírdag og fer Gunnar Eyjólfsson leikari með stórt hlut- verk í henni. Myndin fjallar um erfiðleika sígauna í Sviþjóð á 16. öld, þótt efni hennar sé öðrum þræði ástarsaga. Leikstjóri Vargaldar er Hans Alfredson, sem íslendingar kannast við vegna uppfærslu hans á Atómstöð Halldórs Laxness á svið sænska þjóðleikhússins. Leik- gerð Atómstöðvarinnar hlaut nafnið Lítil eyja í hafinu og var sýnd í gestaleik í Þjóðleikhúsinu í fyrra- vetur. Hans Alfredson er þekktur í heimalandi sínu sem Hasse í tvíeyk- inu Hasse og Tage, en þeir félagar voru frægir grínistar í mörg ár. Ýmsir munu til dæmis kannast við fyrstu kvikmynd þeirra, Eplastríðið, við tónlist eftir Evert Taube. Tage Danielson er nú látinn og Hans Alfredson fæst við alvarlegri hluti ! en áður fyrr. Hann kaus að frumsýna mynd sína, Vargöld, í Sjöbo sem er lítill bær í suðurhluta Svíþjóðar, þar sem bæjaryfírvöld taka helst ekki á móti flóttafolki. Tilgangurinn var að vekja athygli á efni myndarinn- ar, en í Vargöld hrekjast sígaunar á flótta um skóga Suður-Svíþjóðar. Að sögn heimildarmanns Fólks í fréttum í Svíþjóð hefur myndin vak- ið heilmikla athygli þar í landi. Blaðadómar um hana hafa verið misjafnir, en víða má sjá athuga- semdir eins og að túlkun Gunnars Eyjólfssonar á sígaunahöfðingjan- um Horats sé sterk. Gunnar var BENNYHAAG * MELINDA KINNAMAN GUNNAR EYJOLFSSON * LILLLINDFORS • PERMATTSSON GÖSTAEKMAN • STELLAN SKARSGÁRD Kvikmyndin Vargens tíd eða Vargöld var nýlega frumsýnd ( Svíþjóð og hefur vakið mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.