Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
71
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGi
TIL FÖSTUDAGS
/liT Il-**t*l U kl JtW 'IJ
Þessir hringdu . .
Ráðhúsið verður til
prýði
S.H. hringdi:
* „Ég fagna því að búið er að
taka fyrstu skóflustunguna að
ráðhúsinu í Reykjavík. Það var
tími til kominn að fegra þetta
hom við Tjömina með- fallegri
ráðhúsbyggingu og vona ég að
öfgahópurinn sem hefur verið á
móti lækki nú róminn og samein-
ist okkur hinum sem fögnum ráð:
húsinu. Og svo vil ég þakka okkar
duglegá borgarstjóra Davíð Odds-
syni fyrir allar hans framkvæmd-
ir, þær hafa verið borginni til
sóma."
Ríkisútvarpið er til
fyrirmyndar
Sveinn Sveinsson hringdi:
„Ég vil þakka Ríkisútvarpinu
hjartanlega. fyrir margar góðar
stundir. Dagskrá þess er til fyrir-
myndar. Við hér á Hrafístu hlust-
um mikið á Ríkisútvarpið. Við
erum líka mjög ánægð með út-
varpsstjórann."
Stífar og strekkir
dúka
Sigrún Ólafsdóttir hringdi:
„Mig langar til að segja frá
konu sem stífar og strekkir dúka
þar sem ég veit að margir eru í
vandræðum með slíkt en vita ekki
hvar skal leita. Ég hef farið til
þessarar konu með stóra mat-
ardúka jafnt sem litla. Þetta er
mjög vel unnið hjá henni. Hún
heitir Þuríður og síminn hjá henni
er 30645. Ég þakka henni fyrir
vel unnin verk.“
Kádhús vid Tjörnina:
Umræðunum er lokið og
framkvæmdir teknar við
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
DK'ITA v*r ifVnl og á»urgjulrg
Mlnml." MJijfði Itavtil tMdsi«»n
lvo»x*r"tj<'ri ( MmUli við Moi-k
I uilbUðið ( gH-r. rflii lu»fH
I irWió fvi-"in wkftfUutunmvm* nð
uó wrkið sknh hafift «>: rjunnti, A
jió .mnkvw’int fynrmwlum U*rga.r
si lórnar b«*n «ð vínna |>tu1 hratt
..g wl M*r rftu Uað vn-n þ»,aW
.■AUs nð okkt nm»iti Im-tU
lah».T uni byjfKm>junH oniUlAH*t
i*n nú »t uiura’vVinl ígtnu Uvkið «>:
frumWvH’iniljuitIg IrkO vh>siigOi
DhvIó hHiin var npunVr
hv»»rt h«nti t»’ki lUkonm þ«*\rra
wiii <*ni ó mAti fvnrhugUiVi rúi>-
imsbvgKingu «*g km*nn á ulmonnun
U »rg.u-afiiiid um róðlniiUiyggmg
Léleg íslenzka
Magnús hringdi:
„Víkveija varð heldur betur á
í messunni föstudaginn 15. apríl.
I dálkum sínum fínnur hann að
lélegri íslenzku og segir: “Er ekki
ástæða til að óttast um framtíð
íslenzkrar tungu þegar venjulegt
fólk er farið að tala og skrifa eins
og sérfræðingar stofnana, líkt og
í þessu tilfelli?"
Þetta er gott og blessað. En
svo heldur Víkverji áfram og seg-
ir: „Víkveiji er einn þeirra, sem
telur sig eiga tilkall til fískjarins
(!) í sjónum." Þama átti að standa
físksins. Þetta kallar maður að
kasta steini úr glerhúsi." Aths.:
Víkveiji hefur þegar beðist afsök-
unar á þessum mistökum
Vísur og slagorð
Akureyringur hringdi:
„Mér skilst að efnt hafí verið
til samkeppni um vísur og slagorð
fyrir reyklausadaginn og fannst
mér það vel til fundið. En ég hef
ekkert heyrt af þessu frekar, varð
ekkert úr þessari samkeppni?"
Kanína
Hvít kanína fannst við Bræðra-
borgarstíg fyrir skömmu. Eigandi
hennar er beðinn að hringja í síma
15594 eftir kl. 17.
Strætisvagnar ættu
að hafa forgang
Musteri
Davíðs
Kæri Velvakandi.
Þ Penninn minn skrifaði nýlega
ósjálfrátt einhvers konar kveðskap
í belg og biðu. Gaman væri að vita
hvort einhver kannist við þetta, og
hvort þetta sé kannski brot úr lengri
texta. Ekki fínnst neitt þessu líkt
á prentuðum edduskruddum. Getur
verið, að þetta sé úr hinni glötuðu
kviðu af Davíð og hinum? Textinn
er svona:
Og sjá, hér mun rísa musteri
Davíðs, byggt fyrir aurana okkar á
sandi úr blöndu af frekju og hroka,
ef þeim tekst þá að moka í grugg-
ugu vatni og botna. Uggur styggir
önd og hund. Skuggar læðast um
nes og sund. Hrollur hríslast um
götur og torg. Loftið mun skera
harmagrátur og hrossahlátur og
skrugga æra unga sem aldna, engri
lík. Sorg mun ríkja í Reykjavík.
Brýtur og bramlar, stjóri sterki,
lýðræðisreglur og siglir í strand.
Endur senda kaldar kveðjur. Valdið
spillir. Tröllin tryllast. Degi hallar
og húmar að kveldi. Öldin er öll í
Davíðs veldi.
Jón Kristjánsson
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu birtist grein í Vel-
vakanda þar sem bent var á að
strætisvagnar verða að fá meiri
forgang í umferðinni ef þeir eiga
að halda áætlun. Ég vil taka undir
orð greinarhöfundar. Það er furðu-
legt hversu vel bflstjórum strætis-
vagna tekst að halda áætlun eins
og umferðin er orðin. Ég nota
strætisvagnana mikið og ég tel að
það ættu fleiri að gera. Ef ferðum
strætisvagna yrði fjölgað og þeim
gefínn kostur á að komast hraðar
áfram, með því að veita þeim for-
gang fram yfir önnur ökutæki, er
ég viss um að fólk færi að ferðast
meira með þeim. Þannig má spara
sér dijúgan skilding og eflaust yrðu
umferðarslysin færri.
J.S.
Takið eftir — Fyrirferðarlítil, en afkastamikil upp-
þvottavél. Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn.
Lýkur uppþvotti á 15 mínútum. Hljóðlát.
Verð aðeins kr. 21.925,- með söluskatti.
Kjölursf., Kjölursf.,
Hverfisgötu 37, Víkurbraut 13,
Reykjavík. Keflavík.
Símar: 21490,21846. Sími 12121.
NÚ
SPÖRUM VIÐ
FENINGA
og smíðum sjálf!
Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar
þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús-
innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn-
fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur.
Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög
hjá okkur.
Við veitum fúslega
*—%/
0g nú erum við í Borgartúni 28