Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
Sjávarútvegsráðuneytið:
SR fær leyf i til að vinna
aflaúr sovéskum skipum
Samningar milli SR og finnsks
fyrirtækis á viðræðustigi
Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt Síldarverksmiðjum ríkisins
formlegt leyfi til vinnslu á fiski og fiskúrgangi úr sovéskum skipum
fyrir finnskt stórfyrirtæki. Hins vegar hefur ekki verið endanlega
„ gengið frá samningum milli SR og hins finnska fyrirtækis en að
sögn Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra SR, mun hann hitta full-
trúa þess aftur að máli í London nú á næstu dögum. Hann sagði að
hér yrði um að ræða mikla búbót fyrir SR ef um semdist.
Finnska stórfyrirtækið, sem með-
al annars starfar að skipasmíðum
og pappírsvinnslu, á inni fé hjá
Sovétmönnum, en vegna gjaldeyr-
isskorts í Sovétríkjunum hafa þeir
reynt að greiða skuldir sínar í vör-
um. Samningar hafa nú tekist milli
Sovétmanna og finnska fyrirtækis-
ins um að þeir fyrmefndu greiði
skuld sína með kolmunna og ýmsum
fískúrgangi, en þar sem ekki er
aðstaða til bræðslu í Finnlandi var
leitað til Síldarverksmiðja ríkisins
um verkið.
„Málið er enn á viðræðustigi,
þótt leyfi sjávarútvegsráðuneytisins
liggi nú fyrir,“ sagði Jón Reynir
Magnússon, fostjóri SR. Hann
kvaðst á þessu stigi ekki vilja nefna
neinar upphæðir hvað varðaði hugs-
anlegan hagnað. Síldarverksmiðja
ríkisins vegna þessa verkefnis, en
hér væri um að ræða frá 50 þúsund
og upp í 100 þúsund tonn af fiski
og fiskúrgangi ef um semdist. „Við
komum ekki til með að kaupá þenn-
aii fisk heldur mun finnska fyrir-
tækið láta hann okkur í té og við
myndum gera samning um vinnslu
á honum. Þeir ættu síðan afurðim-
ar, eða að minnsta kosti mjölið.
Hins vegar er svo lítið lýsi í þessu
að það er hugsanleg að þeir fengju
okkur til að koma því í verð. Okkur
finnst þetta mjög fýsilegt verkefni
ekki síst þar sem við erum með
verksmiðjur sem em of lítið notað-
ar, en það yrðu einkum verksmiðj-
umar fyrir austan, á Seyðisfirði og
Reyðarfirði, sem kæmu til með að
vinna þetta ef úr yrði,“ sagði Jón
Reynir.
AFLABROGÐ A VETRARVERTIÐ
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Guðmundur Guðbergsson með stórþorsk, sem var veiddur í net í
Stakksfirði, en annað slagið veiðast 32—35 kg þorskar i netin.
Morgunblaðið/Júlíus
Félagar í Ísland-Palestína fyrir utan Alþingshúsið
þar sem utanríkisráðherra tók við áskorun félags-
ms.
Steingrímur Hermannsson veitir áskoruninni
viðtöku. Fremstur á myndinni er Heimir Páls-
son talsmaður félagsins Ísland-Palestína.
Félagið Island-Palestína:
Áskorun um skilyrði fyrir
stjórnmálasambandi við Israel
FORSVARSMENN félagsins ís-
land-Palestína, afhentu
Steingrími Hermannssyni ut-
anríkisráðherra í gær áskorun
um að íslenska ríkisstjórnin
beiti sér fyrir því innan Norður-
landanna að sett verði skilyrði
fyrir áframhaldandi stjórn-
málasambandi við Ísraelsríki.
í áskoruninni segir að á helgi-
degi gyðinga hafi morðingjasveit
írsaelska ríkisins ráðið af dögum
Sögufélag Ámesinga:
Röng dagsetn-
ing aðalfundar
RANGT var farið með dagsetn-
ingu í frétt um aðalfund Sögufé-
lags Arnesinga í blaðinu á sunnu-
dag. Fundurinn verður haidinn
27. apríl næstkomandi en ekki
„á morgun miðvikudag" eins og
sagði í fréttinni.
Aðalfundurinn hefst kl. 20.30 á
Hótel Selfossi. Fyrirlesari verður
Ögmundur Helgason sem Qallar um
Guðmund Sigurðsson þjóðfræði-
safnara í Ámesþingi. Að erindi
Ögmundar loknu taka við venjuleg
aðalfundarstörf. Nýir félagar eru
boðnir velkomnir á fundinn í frétta-
tilkynningu Sögufélagsins.
ejnn af hófsömustu leiðtogum PLO
á heimili sínu frammi fyrir konu
og dóttur og á sama degi drepið
16 vopnlausa palestínumenn og
sært á annað hundrað þeirra á
Gazasvæðinu og Vesturbakkan-
um. Þessi morð séu skelfilegt áfall
fyrir þá sem vilja vinna að friðsam-
legri lausn Palestíumálsins en
jafnframt eðlileg afleiðing af of-
stækisfullu stjórmálakenninga
sem niótað hafi stefnu ísraels-
stjómar frá upphafi.
í ákomninni er þess síðan farið
á leit að íslenska ríkisstjórnin beiti
sér fyrir því á vettvangi Norður-
landanna að sett verði 4 skilyrði
fyrir áframhaldandi stjómmála-
sambandi við ísrael: 1. Ríkisstjórn
ísrael láti af ofsóknum á hendur
Palestínumönnum. 2. Pólítískum
föngum ísraelsstjórnar verði
sleppt úr haldi. 3. Brottreknum
Palestínumönnum verði leyft að
snúa aftur. 4. Ríkisstjóm Israels
virði samþykktir Sameinuðu þjóð-
anna í Palestíunumálinu.
Steingrímur Hermannsson tók
við áskoruninni og sagðist taka
undir fordæmingu á því hroða-
verki sem þama hefðu verið fram-
ið. Hann tók fram að íslenska
ríkisstjómin styddi tilveru ísra-
elsríkis en sagðist sjálfur telja
hættu á að það ástand sem nú
ríkti, myndi leiða til tortímingar
þess.
Félagsmenn Íslands-Palestínu
afhentu samskonar ályktun
bandaríska sendiráðinu.
Stórþorskar veiðast
í net í Stakksfirði
Vogum.
TRILLUR hafa aflað vel í net í
Stakksfirði í vetur og eru dæmi
um að trillurnar hafi farið tvær
ferðir samá daginn vegna mikils
afla. Aflinn er aðallega vænn
þorskur, en annað slagið slæðast
stórþorskar í netin, allt að 32—25
kg að þyngd.
Það er mikill fjöldi af trillum sem
era gerðar út frá byggðarlögunum
við fjörðinn, Keflavík, Njarðvík og
Vogum, en það hafa einnig komið
trillur á miðin frá öðram stöðum
við Faxaflóa.
Stakksfjörður er norður undan
Vogastapa, en norðan undan hon-
um þóttu góð fisliimið á áram áður
og fengu þessi mið Gullkistu-heiti
vegna mikils fiskirís. Það þótti und-
arlegt hve mikið fiskirí var á þess-
um slóðum og héldu sumir að þorsk-
urinn kæmi um undirgöng sunnan
úr Grindavíkursjó en fiskiríið þótti
oft best svo nærri berginu að ekki
væri hægt að komast í nema aðra
baujuna.
- EG
Keflavík:
Ágætur afli hjá netabát-
um en lítið hjá öðrum
Keflavík.
ÁGÆTUR afli var hjá einstaka
bátum í síðustu viku og var út-
kornan best hjá netabátunum, en
minna hjá hinum. Skælingur hef-
ur verið hjá handfærabátunum
og hafa þeir lítið getað verið við.
Stafnes KE var með mestan afla,
68,6 tonn og var aflanum bæði
Stofnanakeppni Taflfélags Reykjavíkur:
Búnaðarbankinn kærður vegna
þátttöku Jóhanns Hjartarsonar
SKÁKSVEIT Búnaðarbankans í stofnanakeppni Taflfélags
Reykjavíkur hefur verið kærð fyrir að hafa Jóhann Hjartarson
innanborðs, á þeirri forsendu að þrjú ár séu liðin síðan Jóhann
var starfsmaður bankans. Mótanefnd stofnanakeppninnar segir
það liggja fyrir að Jóhann sé á launaskrá hjá Búnaðarbankanum
og því verði kærunni vísað frá.
Keppnin hófst sl. mánudags-
kvöld og þá um kvöldið lagði
Gunnar Gunnarsson, fyrir hönd
skáksveitar Útvegsbankans, kær-
una fram. Gunnar sagði við Morg-
unblaðið að í keppninni í fyrra
hefði hann gengið úr skugga um
að Jóhann hefði ekki verið á launa-
skrá Búnaðarbankans í 2 ár, en
samkvæmt reglum stofnanakeppi-
nnar eru taflmenn löglegir í sveit-
ir fyrirtækja í tvö ár eftir að þeir
fara af launaskrá. Gunnar sagði
það ljóst að Jóhann hefði varla
haft tíma á síðasta ári til að vinna
hjá bankanum og þótt það væri
raunar látið viðgangast að margir
væru á hæpnum forsendum í liðum
í keppninni væri þama um að
ræða einn sterkasia. saákmann
heims og því hefði þetta verið
kært.
Margeir Pétursson liðsstjóri
skáksveitar Búnaðarbankans
sagði við Morgunblaðið að Jóhann
hefði unnið hvert einasta sumar
hjá bankanum frá 15 ára aldri til
ársins 1985, fyrst sejn sendill og
síðan sem gjaldkeri. í 10 ár hefði
Jóhann tekið þátt í keppnum á
vegum bankans og verið mjög
virkur í skákstarfi þar. Margeir
sagði það rétt að Jóhann hefði
ekki unnið hefðbundin bankastörf
síðustu ár en þegar hann hóf æf-
ingar síðastliðið haust fyrir ein-
vígið við Viktor Kortsjnoj hefði
stjóm bankans ákveðið að setja
Jóhann á laun, eins og hann væri
í hlutastarfi, og hefði þannig verið
fyrsti aðilinn til að leggja Jóhanni
lið í atlögu hans að heimsmeistar-
atitlinum í skák. Síðan hefðu fleiri
fylgt á eftir en Jóhann hefði rækt-
að sín gömlu tengsl við bankann
með því m.a. að koma fram í aug-
lýsingum. Margeir bætti við að
Jóhann myndi lítið tefla á íslandi
á næstunni og menn ættu því að
fagna þessári þátttöku hans í
stofnanakeppninni.
Gylfi Gautur Pétursson, sem er
í mótanefnd stofnanakeppninnar,
sagði að nefndin hefði gengið úr
skugga um að Jóhann Hjartarson
væri á launaskrá hjá Búnaðar-
bankanum og myndi því kveða upp
úrskurð á þeim forsendum.
'Önnur umferð stofnanakeppn-
innar var í gærkvöldi og þá mætt-
ust sveitir Búnaðarbankans og
Útvegsbankans en þær unnu báð-
ar andstæðinga sína 4-0 í fyrstu
umferðinni.