Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 228. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningarnar í Chile: Báðar fylking- ar hrósa sigri Santiago. Reuter. Mikill mannQöIdi hafði safiiast saman fyrir utan marga kjörstaði i Chile áður en þeir voru opnaðir og fréttir eru um, að kjörsóknin hafi verið nyög mikil. Hermenn gráir fyrir járnum voru hvarvetna á verði en ekki er vitað til annars en að kosningarnar hafi gengið vel fyrir sig. Oeirðir og götuvígi reist í Algeirsborg Allsherjarverkfall og vaxandi ókyrrð vegna versnandi lífskjara Túnisborg. Reuter. MIKLAR óeirðir brutust út í Algeirsborg I gœr og er haft eftir vitn- um, að þúsundir manna hafi barist við lögregluna. Kom fólkið fyrir götuvígjum, kveikti í ríkisbifreiðum og opinberum byggingum og rændi strætisvögnum þeirra bílstjóra, sem ekki höfðu sinnt áskorun- um um allsherjarverkfall. Síðustu vikur hefur verið nýög ókyrrt í landinu vegna óánægju almennings með versnandi lífskjör og að- haldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. AUGUSTO Pmochet hershöfð- ingi og herstjórnin í Chile og stjórnarandstaðan hrósuðu hvor- tveggja sigri eftir að fyrstu tölur bárust úr kosningunum, sem fram fóru í gær. Var þó ekki um að ræða opinberar tölur, heldur upplýsingar, sem fylkingarnar Sovétríkin: Medvedev kúvendir í hugmynda- fræðinni Moskvu. Reuter. VADÍM Medvedev, hinn nýi hugmyndafræðingur sov- éska kommúni itaflokksins, hvetur til „nýs skilnings á sósíalismanum“ í ræðu, sem Pravda, flokksmálgagnið, birti i gær, og segir meðal annars, að lögmálið um framboð og eftirspum sé ein af forsendum skynsamlegrar hagstjórnar. Ræðuna flutti Medvedev á ráðstefnu þjóðfélagsfræðinga frá ýmsum kommúnistaríkjum og lagði hann mikla áherslu á, að „sameiginleg, mannleg verð- mæti“ væru æðri stéttabarátt- unni og sagði, að Sovétmenn gætu margt lært af Vestur- landabúum í efnahags- og fé- lagslegu tilliti. Af þessum jrfirlýsingum Medvedevs þykir ljóst, að mannaskiptin í stjómmálaráði sovéska kommúnistaflokksins hafi treyst stöðu umbóta- sinnanna enda stinga þær í stúf við málflutning Jegors Lígatsjovs, fyrirrennara Medvedevs sem hugmynda- fræðings, en hann hefur nú verið gerður að formanni í nýrri landbúnaðamefnd. Olíuverð- ið hrapar London. Reuter. Skyndimarkaðsverð á olíu féll í gær um 40-70 sent á fatið vegna þess, að allir markaðir eru yfir- fullir. Fýrir hvert olíufat af Brent- svæðinu í Norðursjó fengust í gær 11,35 dollarar og var lækkunin rak- in til þeirrar yfirlýsingar Saudi- Araba, að þeir ætluðu ekki að minnka framleiðsluna meðan önnur OPEC-ríki virtu kvóta sína að vett- ugi. Ame Öien, orkumálaráðherra Noregs, sagði, að kæmu OPEC- ríkin ekki böndum á eigin fram- leiðslu sæju Norðmenn enga ástæðu til að halda aftur af sinni. höfðu aflað sér sjálfar á kjör- stöðunum. Þykir flest benda til, að menn verði ekki á eitt sáttir um úrslitin hver sem þau verða. Samkvæmt fyrstu tölum herfor- ingjastjómar stefndi f öraggan sig- ur Pinochets en Ricardo Lagos, leið- togi Sósíalistaflokksins, kvaðst hins vegar hafa heimildir fyrir því, að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefði sagt „nei“ og hafnað Pinochet sem forseta í átta ár enn. Herfor- ingjastjómin hefur heitið því, að tapi Pinochet kosningunum verði efnt til fijálsra forsetakosninga á næsta ári. Hvortveggja fylkingin hafði lýst yfir, að hún ætlaði að birta eigin niðurstöður af talningunni skömmu eftir að kjörstöðunum hefði verið lokað en yfírkjörstjómin í landinu getur dregið það í 10 daga að greina frá endanlegum úrslitum. Ef stjómarandstaðan sigrar ætlar hún strax að eftia til viðræðna við herinn um skipan borgaralegrar stjómar en hershöfðingjamir leggja áherslu á, að stjómarskránni frá árinu 1980 verði fylgt nákvæmlega. Samkvæmt henni verður Pinochet áfram yfirmaður hersins og heldur sæti sínu í öldungadeildinni meðan hann lifir. Þá verður hann áfram í þjóðaröryggisráðinú en það er eitt helsta valdatæki hersins. Stjómarandstaðan, ' samfylking 16 mið- og vinstriflokka að komm- únistum undanskildum, hafði skor- að á fólk að efna ekki til mótmæla til að hemum gæfist engin átylla til aðgerða og er ekki vitað til ann- ars en að kosningamar hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Rúmlega sjö milljónir manna voru á kjörskrá í þessum fyrstu eiginlegu kosningum frá árinu 1970. Vitni, sem símasamband var haft við, sögðu, að lögreglan hefði beitt táragasi gegn hundraðum eða þús- undum manna, sem sett hefðu upp götuvígi, kveikt í bifreiðum í ríkis- eigu og ráðist gegn öðram „táknum auðsins". Var aðallega um að ræða ungt fólk, sem ríkisfréttastofan APS kallaði „óaldarlýð“, sem ekki yrði hopað fyrir. Sagði hún að hald- inn hefði verið skyndifundur í stjómmálaráði stjómarflokksins Þjóðlegu frelsisfylkingarinnar, þar sem ákveðið hefði verið að standa við strangar efnahagsaðgerðir þrátt fyrir óeirðimar. Erlendir stjómarerindrekar í Al- geirsborg segja, að neðanjarðar- hreyfing verkamanna hafí boðað til allsheijarverkfalls í gær og hafi margir orðið við áskoraninni en þó STIPE Suvar, leiðtogi júgóslavn- eskra kommúnista, gaf í gær til kynna, að miklar breytingar yrðu gerðar á stjóramálaráði flokksins og miðstjórn. Deilur milli þjóðanna, sem byggja Júgó- slavíu, hafa að undanförnu skyggt á flest annað en nú er farið að bera meira á óánægjunni með bágt efiiahagsástand og slæm lífskjör. Suvar sagði í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld, að allt að þriðjungur 165 manna í miðstjóminni yrði hugsanlega látinn víkja á næstunni og þar á meðal ýmsir, sem einnig ekki allir. Mikil og vaxandi óán- ægja hefur verið meðal almennings i Alsír að undanfömu með miklar verðhækkanir á matvöra en sagt er, að dropinn sem fyllti mælinn hafi verið óvenju svæsin ræða Chadlis Benjedid forseta. í henni skammaði hann landa sína fyrir leti og sagði, að þeir yrðu nú að leggja hið ljúfa líf á hilluna, ríkið gæti ekki lengur greitt ofan í þá matinn með alls kjms uppbótum og sfyrkjum. Franska blaðið Le Monde sagði í gær, að komið hefði til uppþota í öðram borgum en þau verið bæld niður með valdi. I allan gærdag sveimuðu herþyrlur yfír Algeirs- borg og herbflar streymdu til mið- borgarinnar þar sem átökin vora mest. ættu sæti í stjómmálaráðinu. Sagði hann, að frá flokksþinginu 1986 hefðu 43 miðstjómarmenn og 14 af 23 mönnum í stjómmálaráðinu verið gagnrýndir opinberlega fyrir alls kyns yfirsjónir og yrðu þessar ásakanir helsta umræðuefni mið- stjómarfundarins, sem haldinn verður 17. október nk. Þúsundir manna söfnuðust í gær saman fyrir framan þinghúsið í Belgrað til að mótmæla síversnandi lífskjöram og kröfðust þeir þess einnig, að alríkisstjómin og forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar segðu af sér. Reuter Vopnin kvödd í Bretlandi og vafalaust víðar er nokkuð um ólöglega vopnaeign og til að ráða á því dálitla bót var ákveðið að gefa mönnum kost á að af- henda óskráð vopn í septembermánuði án þess að þurfa að óttast neina eftirmála. Bar það þann árangur, að 35.000 skotvopnum var skilað til lögreglunnar og rúmlega einni milljón skothleðslna. Hér era lögreglumenn að ferma vörabfl með haglabyssum, sem síðar verða eyðilagðar. Júgóslavía: Verður flokksfor- ystan stokkuð upp? Belgrað. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.