Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 13 Orð og tími Myndlist Bragi Asgeirsson Velkist einhver í vafa um það, að orðtákn og tími hafí eitthvað sameiginlegt, skyldi sá líta inn á sýningu listakonunnar Dagmar Rhodius í .Nýlistasafninu. Dagmar tekur ljósmyndir að veðrun tímans í náttúrunni, brim- sorfnu fjörugijóti — eitthvað sem skírskotar til þess, að dropinn holar steininn eins og tíminn veðr- ar málið líkt og önnur mannanna verk. Seinna stækkar hún þær myndir, sem henni hugnast helst að þjóni hinu hinu setta markmiði og bætir við myndtáknum, einu tveimur eða þremur, sem eiga vísast að tákna mótun og veðrun tungumálsins. Gijót fjörunnar er veðrað af tímanum og liggur því einkar vel við sem bakgrunnur hinna blökku, fjarrænu og óbifan- legu tákna, sem minna um sumt á skrift Austurlanda, sem getur verið liður í því að vísa til ijarlægð- arinnar í tíma og rúmi. Með þessum leik sínum mun listakonan vilja minna á óravíddir tímans og að baki þessarar veðr- unar og tímans tannar liggur fa- lið mál sjálfrar náttúrunnar. Veðr- unin er þá táknmál náttúrunnar, sem segir sögu, er spannar óraví- ddir tímans og er samofín eilífð- inni. Táknmál náttúrunnar er fjöl- breytilegt og mjúkt, því að henni liggur ekkert á, en hið harða tákn- mál mannsins getur á móti virkað sem undirstrikun þess, hve verk hans mega sín lítils gagnvart stór- fenglegu máli náttúrunnar. Hver og einn getur svo beitt hugarflugi sínu og skáldlegu inn- sæi í að ráða í þær gátur, er lista- konan Dagmar Rhodius leggur fyrir sjáöldur skoðandans, en það liggur ljóst fyrir, að þetta er hug- myndafræðileg list út í fingur- góma. Hér er um þróunarsögu að ræða — eða öilu heldur skírskotun til eins þáttar hennar og allt er forgengileikanum ofurselt — mál þróast og mást út eins og allt annað, veðrast og holast, en end- umýjast um leið á skyldan hátt og náttúran sjálf endumýjar sig í sífellu af stakri rósemd og tign.,. Á 1 * m iv it ■í n u Glermyndir Einfaldleikinn er það sem máli skiptir í öllu undir sólinni og svo er einnig um mannanna verk. Þó að mörg mannanna smíða- verk séu íburðarmikil og mikið borið í þau en önnur sára einföld þá er burðargrindin, sem öllu held- ur uppi, að jafnaði háð sömu lög- málum. Það er einungis útfærslan sem er önnur. En þessu vill marg- ur gleyma eða kemur einfaldlega ekki auga á sem lætur einungis ytra byrði hlutanna hafa áhrif á sig. Þessi gömlu en þó síungu lög- mál koma ósjálfrátt upp í hugann við skoðun glermynda Höllu Har- aldsdóttur í Gallerí List, í Skip- holti 50B. Eftirminnilegustu myndir henn- ar á þessari sýningu eru einmitt hinar einföldustu í útfærslu, lit og byggingu svo sem nr. 1, 3, 4, 8, 10 og 11 og marka umtalsverða framför í listsköpun gerandans. Þær eru á allan hátt hreinni og myndrænni mörgu öðru sem frá honum hefur komið um dagana og er auðséð að dvölin á verk- stæði bræðranna Oidtmann í Linnich hefur haft afgerandi áhrif. Halla hefur víða komið við í listköpun sinni og verið hér dugleg að bjarga sér, sem er hæfileiki út af fyrir sig í listinni, — er ég hér að vísa til hins langa formála sýn- ingarskrár, sem gefur ítarlega hugmynd um hin mörgu verkefni sem hún hefur fengið um dagana. Á sýningunni eru einnig teikn- ingar og vatnslitamyndir, sem má telja einhvers konar æfingar fyrir sjálfa glermyndagerðina. Það allt er miklu síðra myndunum, er ég taldi upp hér áður enda líkast sem að hún komist ekki í sama sam- band við efniviðinn og þegar hún Halla Haraldsdóttir við eitt verka sinna. vinnur í gleri, höndla ekki dýpt hans. En dregið saman í hnotskum þá er enginn vafi á að þetta sé heillegasta sýning Höllu Haralds- dóttur til þessa. hii f^íctci JlU StmCUi/ l veraívafk TEAM hillu- og skápaeiningakerfið er stórkostlegt! Það fæst í svörtu, hvítu og svart/grátt. Oteljandi uppsetningarmoguleikar. RiYKJAVÍK umhvað Þetta eru skáparnir sem fólkið kaupir í dag. ííl niíi>lö9nvííi3 i niiin «fl08 .flflÍ9 &BÍ9 iisft .m njbn i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.