Morgunblaðið - 06.10.1988, Page 27

Morgunblaðið - 06.10.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 27 SAS hefur Lestarslys í Sovétríkjunum: ávinning af samningi við Texas Air Stokkhólmi. Reuter. Sérfræðingar í flugmálum sögðu í gær að flugfélagið SAS hefði náð miklum áfanga i við- leytni sinni að ná meiri fótfestu á bandarískum markaði með samningnum við bandaríska flugfélagið Texas Air. Starfs- menn SAS lýstu hin vegar í gær óánægju sinni með samkomulag- ið. Með samningnum við Texas Air tryggði SAS sér lendingarrétt og afnot af flugstöðvum á Kennedy- flugvelli í New York og á flugvellin- um í Newark í New Jersey. Fyrir það greiðir SAS bandaríska félag- inu 50 milljónir dollara, eða jafn- virði nær 2,5' milljarða íslenzkra króna. Einnig öðlaðist SAS rétt til að kaupa allt að 10% hlutabréfa í bandaríska flugfélaginu, sem að sama skapi hét því að kaupa sig inn í eitthvert þeirra einkafyrirtælqa, sem eiga helming hlutabréfa í SAS á móti ríkissjóðum Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Sérfræðingar sögðu í gær að þótt ímynd Texas Air, sem á flug- félögin Eastern Air Lines og Cont- inental Airlines, væri slæm og það hefði starfsmenn á móti sér stæði SAS betur með samning á milli handanna heldur en engan samn- ing. ERLENT, AP Unnið að viðgerð í brautarstöðinni í Sverdlovsk þar sem járnbrautar- lest hlaðin sprengiefni sprakk í loft upp í fyrrakvöld. BÍTLAVINIR ATHUGI9 Nú er einn mánuður þar til hin stórskemmtilega nýja plata „12 íslensk bítlalög“ kemur út með Bítlavinafélaginu. Áætlaður útgáfudagur er fimmtudaginn 3. nóvember. Bítlavinafélagið er nú á ferð og flugi um landið þvert og endilangt, að endurvekja íslensku bítlas temmninguna. Misstu ekki af þessari stuðsveit þegar hún kemur í þína heimabyggð. Fylgstu með Bítlavinafélaginu á eftirfarandi stððum: Föstudagur 7. okt. Egilsbúð Neskaupstað Laugardagur 8. okt. Sindrabær Höfn Hornafirði Föstudagur 14. okt. Hlaðir Hvalfirði Laugardagur 15. okt. Glæsibær Reykjavík Fimmtudagur 20. okt. Sjallinn Akureyri Föstudagur 21. okt. Hótel Húsavík Húsavík Laugardagur 22. okt. Hótel Höfn Siglufirði Föstudagur 28. okt. Víkurröst Dalvík Laugardagur 29. okt. Bifröst Sauðárkróki Föstudagur 4. nóv. Hótel Akranes Akranesi Laugardagur 5. nóv. Hótel Stykkishólmur Stykkishólmi Föstudagur 11. nóv. Tunglið Reykjavík Laugardagur 12. nóv. Tunglið Reykjavík Föstudagur 18. nóv. Tunglið Reykjavík Laugardagur 19. nóv. Tunglið Reykjavík Föstudagur 25. nóv. Stapinn Keflavík Laugardagur 26. nóv. Félagsheimilið Hvoll Hvolsvelli Fimmtudagur 1. des. Hótel Borg Reykjavík Föstudagur 2. des. Hótel Selfoss Selfossi Laugardagur 3. des. Hótel Akranes Akranesi ftdnorhf Með bítlalögum skal land byggja... 900 manns heimilis- lausir í Sverdlovsk Moskvu. Reuter. NÆR 900 manns misstu heimih sin þegar járnbrautarlest hlaðin sprengiefiii fór út af brautartein- um og sprakk í borginni Sverdlovsk í sovétrílgunum í fyrrakvöld. Að sögn sovézkra fjölmiðla eyði- lögðust 20 byggingar í sprenging- unni og myndaðist 60 metra breiður gígur undir teinunum, þar sem lest- in sprakk. Izvestía, málgagn sovézku stjómarinnar, sagði að mannleg mistök í brautarstöðinni hefðu leitt til óhappsins. Brautir hefðu verið ranglega tengdar með þeim afleið- ingum að lestin með sprengiefninu innanborðs ók á talsverðri ferð á kyrrstæða kolalest. „Mikil skelfíng greip um sig meðal íbúa nærliggjandi húsa og hlupu þeir á götur út. Allt var á tjá og tundri, tréf rifnuðu upp með rótum, rafmagnsstaurar brotnuðu og gijót- og múrsteinahrúgur lok- uðu götum,“ sagði IzvestSa. Blaðið sagði að 870 manns hefðu misst heimil sín þar sem 12 íbúðablokkir hefðu eyðilagst í sprengingunni. Fjórir menn a.m.k. biðu bana og mörghundruð slösuðust. Slysið er þriðja alvarlega jám- brautarslysið í Sovétríkjunum í sumar. í júní beið 91 maður bana er lest hlaðin sprengiefni sprakk í loft upp er henni var ekið inn í brautarstöðina í borginni Arzamas austur af Moskvu. Þá biðu 28 menn bana er lest fór út af sporinu miðja vegu milli Leníngrads og Moskvu í ágúst. ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.