Morgunblaðið - 06.10.1988, Qupperneq 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
Afinæliskveðja:
Sveinbjöm Benedikts-
son, Hellissandi
En hvað árin eru fljót að líða.
Margt af því fólki sem er sterkast í
endurminningunni frá uppvaxtar-
árum mínum vestur á Hellissandi
hefur náð sjötugu. Sveinbjöm Bene-
diktsson, stöðvarstjóri Pósts og síma
og útgerðarmaður, bætist í þann hóp
í dag.
Sveinbjöm er fæddur í Gmndar-
firði en hefur átt heima á Hellissandi
frá því að hann var átta ára. Hann
er sonur Benedikts Benediktssonar
kaupmanns og Geirþrúður Kristjáns-
dóttur, mikils athafnafólks á sinni
tíð. Hann er elstur þriggja systkina.
Arið 1941 kvæntist Sveinbjöm
æskuvinkonu sinni ogjafnöldru, Astu
Friðbjamardóttur, dóttur heiðurs-
hjónanna Júníönu Jóhannesdóttur og
Friðbjamar Ásbjömssonar frá
Blómsturvöllum. Þau hafa lifað í
hamingjuríku og samhentu hjóna-
bandi, eignast fjóra mannvænlega
syni, bamaböm og barnabamaböm.
Starfsvettvangur Ástu hefur verið að
búa fjölskyldunni gott heimili enda
hefur eiginmaðurinn alltaf átt annríkt
og því ekki um það að ræða að hún
ynní úti. Hún er einstaklega geðug
og hlýleg kona í allri viðkynningu og
lætur sér mjög annt um annarra
hag. Þau hjónin hafa verið miklir
vinir mínir og fjölskyldu minnar frá
því að við áttum heima á Hellissandi
og við alltaf verið aufúsugestir á
heimili þeirra.
Það er ótrúlegt að á næstu mánuð-
um hættir Sveinbjöm sem stöðvar-
stjóri Pósts og síma og sest í helgan
stein. Hann hefur gegnt þessu starfí
í meira en fjóra áratugi — eða í 43
ár nákvæmlega. En þetta er víst
gangur lffsins hvort sem okkur líkar
það betur eða verr. Það sem stendur
þó upp úr er að hann getur litið stolt-
ur um öxl. Hann hefur verið gæfu-
maður í starfi, virtur af samborgurum
sínum, tryggur og greiðvikinn.
Fyrir mér, eins og öðmm sem alist
hafa upp á Hellissandi, er Sveinbjöm
stór hluti af heimsmyndinni; póst-
meistarinn sem flestir þurfa að hafa
nær dagleg samskipti við. í hvert
sinn, sem ég hugsa um pósthúsið á
Sandi sé ég Sveinbjöm í sömu andrá
sem mikilvægan hluta af því. Kannski
ekki furða því að við vomm miklir
vinir og ég kom sennilega oftar en
flestir aðrir til hans á pósthúsið.
Það verður ekki sagt um Svein-
bjöm að hann tali af sér. Hann er
hlédrægur í eðli sínu, hefur kosið að
sitja á friðarstóli, tranar sér aldrei
fram — en engu að síður hefur hann
ákveðnar skoðanir á málunum. Hann
er algerlega laus við hégómagimd.
Hann vill ekki segja meira en hann
getur staðið við og leiðist allt gasp-
ur. Hann er maður athafna fremur
en orða.
Við Sveinbjöm ræddum oft saman
á gamla pósthúsinu og þá var það
ég sem lét móðan mása. Ég býst við
að ég hafí oft reynt á þolrifm í honum
með málæði mínu. Hann lét mig þó
sjaldan tmfla sig við störfín, sat dag-
langt og ritaði nöfn fylgiskjala í stóra
bók, milli þess sem hann sinnti þeim
er áttu erindi við hann. Stundum
hélt ég, eftir langar einræður, að
hann væri hættur að hlusta á mig
og spurði þá að því hvort svo væri.
Þá leit hann upp frá bókinni, horfði
á mig og sagði eitthvað sem var vand-
lega hugsað og benti til þess að hann
var vel með á nótunum.
Undir alvarlegu svipmóti Svein-
bjamar leynist skopvísi. Þegar hann
var orðinn leiður á masinu í kappsöm-
um og hávæmm smástrák skrökvaði
hann oftar en einu sinni að honum
að hann ætti póstkröfu, það væri
hljóðkútur. Það var áminning um að
hann ætti að hafa lægra.
Eitt af þvi skemmtilegasta, sem
gat komið fyrir mig á bemskuámn-
um, var að fá sendibréf. Ég var allt-
af að inna póstmeistarann eftir því
hvort ég hefði nú ekki fengið bréf
með síðustu rútu og gilti þá einu
hvort ég hitti hann á pósthúsinu
sjálfu eða á götu. Jú, í nokkur skipti
hélt hann að ég ætti bréf, meira að
segja ábyrgðarbréf frá nafngreindum
stelpum í þorpinu sem ég hafði trúað
honum fyrir að ég væri skotinn í —
og bætti stundum við að ég yrði að
sækja bréfíð í hvelli því að það legði
sterka ilmvatnslykt af því, það væri
ekki líft á pósthúsinu. I endurminn-
ingunni get ég ekki annað en hlegið
að þessum' samtölum okkar. Svona
átti póstmeistarinn auðvelt með að
slá á létta strengi.
Auk þess að vera stöðvarstjóri
hefur Sveinbjörn rekið útgerðarfyrir-
tækið Skarðsvík hf. ásamt Sigurði
Kristjónssyni skipstjóra og gerir út
samnefndan bát. Skarðsvík hf. er
tvímælalaust eitt af best reknu út-
gerðarfyrirtækjum hér á iandi og
leggja þeir tveir sitt lóðið hvor á vog-
arskálarnar, maðurinn í landi, sem
sér um fjárreiður útgerðarinnar og
önnur mál, og skipstjórinn sem leitar
gjöfulla fískimiða.
Skarðsvík var í áraraðir aflahæsti
báturinn yfir landið á vetrarvertíð en
síðustu ár hefur hann aðallega verið
gerður út á loðnu. Góð og samstillt
áhöfn hefur verið á bátnum í gegnum
tíðina og færri komist þar í skiprúm
en viljað hafa. Það segir sína sögu
um það orð sem fer af útgerðarmönn-
unum.
Sveinbjörn og Ásta hafa alla tíð
unnað átthögum sínum mikið. Frá
heimili sínu, Hraunprýði, sem er í
útjaðri þorpsins, hafa þau glæsilegt
útsýni. Á aðra hönd sjá þau konung
íslenskra eldflalla, Snæfellsjökul, í
öllum litbrigðum sínum og á hina út
á Breiðafjörðinn. Þau hafa ekki getað
hugsað sér að flytjast búferlum frá
þeirri stórbrotnu og tignarlegu nátt-
úru sem umlykur þau.
Þau hjónin hafa bæði tekið mikinn
þátt í félagsstarfí á Hellissandi. Þau
voru meðal stofnenda Ungmennafé-
lagsins Reynis og eru nú heiðurs-
félagar þess. Sveinbjöm er einn af
stofnfélögum Lionsklúbbs Nesþinga
og Ásta hefur verið mikilvirk í starfi
Kvenfélags Hellissands alla tíð.
Það er stutt á milli stórra afmælis-
daga hjá þessum öðlingshjónum. Ásta
verður sjötug 29. október nk. Ég
veit að margir Sandarar, vinir og
vandamenn, hugsa til þeirra á þessum
merku tímamótum. Þau njóta mikillar
virðingar allra sem þekkja þau, ekki
síst fyrir það hve mikilli hlýju stafar
frá þeim og hvað_ þau eru heilsteypt
og áreiðanleg. Á langri lífsgöngu
hafa þau sáð góðum fræjum og leyft
öðrum að njóta ávaxtanna með sér.
Ég flyt þeim hugheilar ámaðar-
óskir og óska þeim langra og góðra
ævidaga.
Eðvarð Ingólfsson
Sveinbjörn Benediktsson verður
að heiman í dag.
LAGABREYTING
Frá og með 1. október 1988 verða breytingar á lögum um leigu-
bifreiðir nr. 36. 9. maí 1970. Önnur málsgrein 3. gr. laganna orð-
ast svo:
„í þeim kaupstöðum og á þeim sýslusvæðum, þar sem viður-
kenndar sendiferðabifreiðastöðvar eru starfandi, er öllum óheim-
ill leiguakstur á sendiferðabifreiðum utan stöðvar eða frá stöð
sem eigi er viðurkennd."
Trausti, félag sendibifreiðastjóra, vill benda almenningi, fyrirtækj-
um og stofnunum á hagstæðan ökutaxta sendibifreiða.
Ökutaxti sendibifreiða dags. Stærð 0-4 m3 StærA 4-7 Stærð 7-10 Stærð 10-15
15. júlí 1988 og flytja m3 m3 m3
0-700 kg. og flytja 700-1.300 og flytja 1,3-2,1 tonn og flytja 2,1-3,5tonn.
kfl.
I II III IV
Startgjald 135.00 205.00 250.00 290.00
Klst. án startgj. 779.30 916.90 1.146.00 1.310.30
Kflómetri dagv. 24,05 28,15 35,40 52,95 40,35
Kílómetri nœtur-hdv. 35,95 42,45 60,55
Heimild erfyrir álag á ökutaxta IV.
Sendibíll frá okkur sparar fyrir þig.
Trausti, féiag sendibifreiðastjóra.
INNRÖMMUN
RJÓNS
innrömmunSiguijónsj
Málverka- og
myndainnrömmun.
RMULA 22
símí 31788 Málverkasala
Námskeið i Macrobiotik
hefjast í október.
Upplýsingar og innritun í síma 651137 laugardag-
inn 8. október 1988.
Þuríður Hermannsdóttlr.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?
Vilt þú læra meira, en hefur ekki nægan tíma?
Lausn á þessum vandamálum færðu með því að
margfalda lestrarhraða þinn, en það getur þú lært
á næsta hraðlestrarnámskeiði sem hefst
11. október nk.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
Hraðlestrarskólinn
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Eítirtalin námskeið verða haldin á
næstunni hjá Iðntæknistofnun:
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS:
24.-29. okt Loftræsti- og hitakerfi: Námskeiöiö er ætlað mönnum sem annast upp-
setningu ogsmíði kerfanna. 20-25 kennslustundir.
M/ÁLMTÆKNIDEILD:
7. nóv. Hlff&aigassufa. Ætlað starfandi iðnaðarmönnum. Ryöfritt stál og
smiðastál: Flokkun ogciginlcikar, tæring, suðuaðferðir o.fl.
Ál: Flokkun og eiginleikar, suðuaðferðir, suðugallaro.fl. 40 stundir.
REKSTRARTÆKNI - VTELTÆKNI:
24. -26. okt. Markaðssetning. Markmiðið er aö gera þátttakcndur færa um að útbúa
maikaðssetningaráætlun og gcra grein fýrir atriðum sem nauðsynleg em
til að koma vöm á matkað.
31. okt.-5. nóv. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir
hádegi á Iaugardcgi. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakcnda
á hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað þurfi að athuga og hvað beri
aðvarasL
25. okt. Strikamerki 1. Haidið á Akureyri. Kynntar veiða helstu tegundir strika-
merkja, hvað vinnst með notkun strikamerkjan, nauðsynlegur búnaður.
4 kennslustundir.
28. okt. Strikamerki 2. Haldiö á Akureyri. Hvað er strikamerki, notkun. staðsetn-
ingstrikamerkja, stærðir, prenttæknilegatriði, gerð umbúða ogeftirlit
6 kennslustundir.
28. okt. Strikamerki 2. Haldið í Reykjavík.
24.-26. okt. örtfibutækni 1. Gmndvallariiugtök örtölvutækninnar. Hvemig vinnur
örtölvan? Nemendur leysa sjálfir forritunarveikefni á véla- og smala-
máli 8088/86 öigjörvaijölskyldunnar.
VERKSTJÓRN ARFRÆÐSLAN:
10. okL Vðraþrðun. Hclstu þættir vömþióunarog hlutverk vcrkstjóra (vömþið-
unarstarfínu og gmndvöilur vöruþróunar, hugmyndalciL afl.
11. otk. VerktUsBgn og vinnutækni. Farið er yfir skipulagða verktilsögn, móltöku
nýliöa og starfsmannaftteöslu, likamsbeitingu viö vinnu og vinnuvist-
fræði.
14. okt. TiAniathuganir og hðpafkösL Fariðeryfirtiönirannsðkniroghvemig
meta má afköst hópa, verkstæöisskipulag og hagræöingu vinnustaða,
afkastahvetjandi launakeril.
17. okt. Vcrkskipulagning og timastjðmun. Farið er yfir undirstöóuatriði I áæfla-
nageið, verkskipulagningu og tlmastjómun fyrir verkstjóra. Geið CPM-
framkvæmdaáætlana og Gnatt-ðætlana.
19. okt. MULnPLAN-forrit og greiAsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætla-
nagciðar með PC-tölvu, kennt notkun á töflurcikniforritinu MULTI-
PLAN.
21. okt. PROJECT-fomt og verkáætlanir. Fariö er yfir undirstöðu vetkskipulagn-
ingar með aöstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT.
24.okL Samsiartogsamvinna.Hald!ðá Akureyri. Hvað cr syómun og hvert
cr hlutverk vcrkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu.
28.okt. StjómunaraðÍMÓir og starfshvatning. i ialdið á Akureyri. Fanð er yfir
helstu kcnningar I sljðmun og sljómunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu
og hvað einkennir gðð verkfyritmæli.
3. nóv. S<jómimaniðferðir og startshvatning. Haldió á Rcyðarfuði.
28. okt. öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjómenda á örygg-
ismálum. Kostnað slysa og hvað vinnst með bæltu öryggi.
3l.okL Bnma-ogslysavamir. Fariðeryfirbruna-ogslysavamir.bninaflokka,
slökkvitæki o.fl. Sjúkrakassann ogæfingar Ifyrstu hjálp.
4. nóv. Undirstafarinntihagræðingar. Fariðcryfirundirstöðu vinnuhagncðing*
ar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræöingu og mat á ár-
angri o.fl.
9. nóv. Kjarasamniitgar og Iðg. Fariö cr yfir skaðabótarátt og vinnulöggjöf. saka-
rcgluna, saknæmi. Túlkun kjarasamninga o.fl.
Námskelð ( Reykjavfk eru hakfln I húsakynnum lAntæknistofnunar, nema annað sé
tekið fram.
Nánari upptýsingar og innrttun hjá stofnuninni f sima 81-68-7000, Fraaðsksnið-
stöð Iðnaðarins I afma 81-68-7440 og Verkatjðmarfraaðslunni ( skna 81-68-7008.
GEYMIÐ A UGL ÝSINGUNA.