Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 43 í henni kynnir Schock fyrir okk- ur, ásamt öðru, nýja kynslóð franskra kvikmyndaleikara svipað og John Hughes hefur gert í Banda- rílg'unum með unglingamjmdum sínum. En hér er meiri alvara á ferðinni. Schock nær yfirleitt mjög góðum, átakamiklum og ástríðufíill- um leik úr ungu leikurunum sínum og málar þá í fallegum tónum róm- antíkurinnar en er á sama tíma gráglettinn og kaldhæðinn. Hún er ekki árekstralaus ástin hér, af- brýðisemi, vinslit, svik, ofsi og bijál- æði fylgir þessum ungu ástarfiigl- um. Flugið er hátt og fallið er mik- ið. Marc er athyglisverðasta og mest áberandi persónan í myndinni, ör- lagavaldur í lífi ungmennanna, óbeislaður, eigingjam villingur sem notar stelpur sér til gamans eins og allt annað þar til Cristine kemur í líf hans. Hún er svolítill villingur líka og sparkar hinum fíngerða Franck, sem er með henni í leiklist- amámi, til að vera með Marc en hann er einum of mikið af því góða og í Ijós kemur að það er hyldýpi á milli þeirra. Þegar hún er að búa sig undir að fara á sviðið í Sartre- leikriti situr hann og les eitthvað eins og Morgan Kane. Hann slæp- ist um á sóðalegum bömm og vinir hans hafa setið mörg ár í fangelsi. Hann er eins og púðurtunna, það er bara spuming hvenær hann springur. Schock, sem skrifar Iíka handrit- ið, heldur ekki öllum þráðum sam- an, mikið púður er gefið í persónur sem hverfa næstum sporlaust eða Schock missir áhugann á og sumt er ósannfærandi (Marc bamar kær- ustu Karls vinar síns, sem dýrkar hann, án þess að það hafí nein áhrif á þeirra samband nema þá til góðs!). Það er þó ekki stórvægilegt. Það er fyrst og fremst góður leikur sem myndin nærist á, varla er falska nótu að finna hjá þeim All- ain, Martin, Melet, Josso, Malher og Gibert. Hin nýja kynslóð er hin efnilegasta. 0TATUNG Ein fullkomnustu sjónvarpstækin ámarkaðnum Kynntu þér októberkjörin okkar!! 14“ -15“ - 20“ - 21“ - 22u-25“ og 28“stærðir. Videoborð með hjólum fylgir 20“ tækjunum og stærri. Tatung framleidd í fullkomnustu sjónvarps- tækjaverksmiðju Evrópu. Einar Farestveit&Co.hf. BOMOANTUN 2«, MMANi (*1) 1IMS OO «22*00 - WO liUITdM Helgarverð frá kr. 23.420,- Vikuverð frá kr.30.046,— Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: Y-HOTEL, BAILEYS, GRAFTON, KENILWORTH, METROPOL, CLIFTON FORD, GLOUCESTER. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. * Gildistími frá 1/11 '88-15/12 '88. ** Gildistími frá 1/11 '88-31/3 '89. Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. P.S. LONDON er allt sem þér dettur í hug! FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. Auk/SlA K110d3-201

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.