Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 49
rrnr ry A*rrvt/\ gjg.fi iflmmflqM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 49 Ó, blessuð stund, er sérhver mín er náðin og raunaspuming, sem mér duldist hér, og ég sé vel, að viskan tóm og náðin því veldur, að ei meira sagt oss er. Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tólum, sem eins og skuggi þá er liðinn hjá. (Wexels-Sb. 1886 — M.Joch.). Það er svo margt sem kemur upp í huga okkar á þessari stundu. Margs góðs er að minnast. Okkur langar í fáum orðum að gefa okkur tilfinningunum á vald, að leyfa minningunum að tala sínu máli. Amma hafði verið hjartveik síðastliðin sex ár og mátti því alltaf búast við kalli Guðs, hvenær sem var. — En hún bar veikindi sín svo vel, að það var einsdæmi. Hún bjó ein í leiguíbúð fyrir aldr- aða í Furugerði 1, eldaði fyrir sig sjálf og bauð bömum sínum og fjöl- skyldum þeirra til skiptis í matar- boð til sín, allt fram til síðasta dags. Amma vildi ætíð standa á eigin fótum og tók það ekki í mál, að maður vaskaði upp fyrir hana, hvað þá meira. Henni leið vel í Furugerði, þó hún hefði stundum viljað hafa meira „flör“ þar. — Já, kemst ekki hjá því að brosa út í annað, er maður hugsar til þess, þegar hún talaði um flörið og „gamla fólkið". Henni fannst hún aldeilis ekki vera „göm- ul“ sjálf. Okkur fannst hún reyndar heldur ekkert vera „gömul", því hún var svo ung í anda. Þegar við síðast töluðum við ömmu, þá lá mjög vel á henni. Reyndar lá oftast vel á ömmu og alltaf mikið um að vera í kringum hana. Hún var mjög félagslynd kona og hafði gaman af söng, enda var hún m.a. í bama- og unglinga- kór Akureyrar. Já, amma var alltaf raulandi hin og þessi lög fyrir munni sér og tók ætíð undir er söngur hljómaði á öldum ljósvakans. — Hún átti sín eftirlætisskáld, þá Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Matt- hías Jochumsson, sem var góður heimilisvinur og tíður gestur á æskuheimili hennar. „Einir koma og aðrir fara í dag.“ Við höfum varla áttað okkur á því, að nú getum við ekki lengur farið í kaffi til „Valgerðar ömmu“, — eins og við sögðum alltaf. — Það er erfitt að hætta slíku og eigingim- in og tómleikinn tekur völdin. Hún amma okkar var trúhneigð og umhyggjusöm kona. Við viljum þakka henni alla þá þekkingu er hún miðlaði okkur af. Hún var allt- af tilbúin til þess að hjálpa okkur, hvemig sem á stóð. — Við minn- umst ferðalaganna með henni og umhyggju hennar fyrir okkur systr- unum, með ástúð og söknuði. En eitt vitum við, að þó lífsgöngu ömmu sé lokið í þessum heimi, þá heldur hún áfram í hinum óþekkta heimi Guðs. Blessuð sé minning hennar. Barnabörnin Sólveig og Valgerður Franklinsdætur. í Kaupmannahöfn FÆST Í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI + Þökkum öllum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og út- för eignmanns míns, EGILS BACHMANNS HAFLIÐASONAR, Meistaravöllum 21. Einnig læknum og hjúkrunarfólki 11A Landspítalans og heima- hjúkrun Seltjarnarness og Reykjavíkurborgar. Guðrún Ragnarsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Sigurður Lýðsson, Sæunn Gunnarsdóttir, Guðmundur Lýðsson, Inga Ágústsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. INNRETTINGAR Sestu við gamla eldhúsborðið. Lokaðu augunum. Hugsaðu þér iimréttingar. Nýjar iimréttingar í baðherbergið, nýja skápa og liillur. Allt nýtt Ekki opna augun alveg strax. Hugsaðu þér líka splúnkunýja innréttingu í eldhúsið — með skápum, skúffuin, hillnm og öllum hirslum á réttum stöðuin. Hugsaðu þér svo fallega fataskápa í forstofuna, svefnherbergið og barnaherbergið. Nýjar, fallegar og heimilislegar innréttingar frá HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR. Opnaðu svo auguii. Nú geturðu komið í heimsókn til okkar og skoðaðu hvernig draumurinn þinn getur orðið að veruleika. Við gætum jafnvel gert þér tilboð í draumainnréttinguna. Koiiidu í dag. Koindu áður en þú ferð að láta þig dreyma um eitthvað annað. Lokaðu ekki augunum fyrir HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR. HUSA SMIÐJAIM SKÚTUVOG116 S(MI 6877 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.