Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Hraðfrystihús Keflavíkur: „Erum full- ir bjartsýni á að samn- ingartaldst“ - sagði Jón Norð- §örð stjórnarfor- maður Eldeyjar eftir samningafund með Sambandsmönnum „VIÐ ERUM ákaflega ánægðir með hvernig málin hafa þróast og erum fuUir bjartsýni á að samningar takist við Sambandið um kaup á hlutabréfum þess í Hrað fry stihúsi Keflavíkur," sagði Jón Norð§örð sljórnar- formaður Eldeyjar hf. eftir fund með viðræðunefnd firá Samband- inu í gærkvöldi. Jón sagði að hreyfíng hefði kom- ist á málið og að næstu dagar yrðu notaðir til að kanna ýmsa þætti til að fá skýrari línur í stöðuna. „Við bíðum eftir milliuppgjöri frá endur- skoðanda HK og eins þurfum við að ræða við ýmsa aðila sem tengj- ast frystihúsinu." Jón sagði ennfremur að menn væru nú mun bjartsýnni en áður um að ganga til samninga við Sam- bandið og einnig væri ánægjulegt að umræðan um sölu togaranna virtist hafa hleypt nýju lífí í hluta- fjárkaup og loforð í Eldey hf. BB Morgunblaðið/Börkur Amarson Linda Pétursdóttir í hópi annar ar biómarósa. Á inn- felldu myndinni er Linda á lokaæfmgunni. Lindu spáð verð- launasæti í kvöld Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í KVÖLD fer Ungfrú Ae/mur-keppnin fram í The Royal Albert Hall í Lundúnum. Fulltrúi íslands, Linda Pétursdóttir, er talin hafa góða möguleika á að komast í úrslit og má nefna að breska siðdegisblaðið The Post telur Lindu eiga þriðja sætið víst. Fegurðardrottningar frá 84 löndum þátt í keppninni. Veð- bankar hafa yfírleitt farið nokkuð nærri um úrslit. Samkvæmt veð- bankanum Mecca er sænska stúlkan Cecilia Horberg talin lík- legust til vinnings, þá ungfrú Venezúela, í 3.—4. sæti eru þær Linda og ungfrú Bretland. Síðdeg- isblöðin eru þessu ekki sammála og telja ungfrú Venezúela, Emmu Rabbo, líklegasta til að hreppa fyrsta sætið, en þar á eftir komi ungfrú Bretland og svo Linda Pétursdóttir í þriðja sætinu. Umfjöllun um keppnina í fjöl- miðlum hefur verið minni nú en oft áður og sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins að áhugi á feg- urðarsamkeppni virtist fara nokk- uð dvínandi. Dagskráin hefst klukkan 19.45 í kvöld með því að hljómsveit leik- ur sérstakan forleik, sem saminn var fyrir keppnina, en um leið verða stúlkumar kynntar í þjóð- búningum landa sinna. Þá koma stúlkumar fram í samkvæmiskjól- um og því næst í sundbolum. Þegar búið er að telja saman stig- in er úrslitahópurinn, tíu stúlkur, kynntur. Enn verður kosið og fímm efstu stúlkumar kynntar. Þá kemur stutt skemmtiatriði og síðan úrslitastundin. Fyrst eru fegurðardrottningar hverrar álfu kjmntar, Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og Eyálfu, og þá loks verða þijár efstu stúlkumar kynntar — Miss World eða Ungfrú heimur síðast. Mismunandi ástæður geta valdið að ekki var ákært Ljóðasamkeppni Morgunblaðsins: Ósótt ljóð Þeir sem -sendu inn ljóð í ljóðasamkeppni Morgunblaðsins í tilefni af 75 ára afmæli þess, en hafa ekki sótt Ijóð sfn, gefst kostur á að nálgast þau til 1. desember nk. Menn eru beðnir að snúa sér til Jónu Ágústu Gunnarsdóttur á ritstjóm blaðs- ins, 2. hæð. - segir Jónatan Þórmundsson JÓNATAN Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari í málum er tengjast gjaldþroti Hafskips hf., segir að mismunandi ástæður geti legið að baki þvi að sömu menn hafi ekki sætt ákæru við meðferð þeirra Hallvarðs Einvarðssonar á málinu. Hann vildi ekki Qölyrða um hvað valdi því að einungis fimm þeirra manna, sem sátu í bankaráði Útvegsbankans á þeim tima sem rannsókn málsins tók tU, verði ákærðir. „Ég lagði, gífurlega áherslu á að ekkert kvisaðist út um málið fyrr en búið væri að birta mönnum ákæmr. Ég held að það hafí al- mennt tekist vel. Hins vegar var þetta það stór hópur að það var erfítt að tryggja að allir væru til Fíkniefiialög- regla: Tveir í gæslu TVEIR menn hafa verið úrskurð- aðir i gæsluvarðhald að kröfú fíkniefinalögreglu. Guðjón St. Marteinsson lögreglu- fulltrúi varðist allra frétta af málinu og neitaði að tjá sig um hvað mönn- unum væri gefíð að sök og hvort þeir hefðu áður komið við sögu fíkniefnamála. Jónatan sagði að til þess að ákært verði þurfí fjögur sldlyrði að vera fyrir hendi. I fyrsta lagi að maður hafí unnið það verk sem hann sé sakaður um, S öðru lagi að fullnægjandi refeiheimildir séu f lögum, f þriðja lagi að fullnægjandi sannanir séu fram komnar að mati ákæruvaldsins og f Qórða lagi að sök sé ekki fymd. Hann vildi ekki ræða um mál einstakra manna nán- ar út frá framangreindum skilyrð- um. Aðspurður um framhald málsins sagðist Jónatan Þórmundsson eiga von á að það yrði þingfest í saka- dómi að nokkrum vikum liðnum og hann kvaðst ekki eiga von á að málaferlin drægjust á langinn. „Ég vona að allir aðilar reyni að vinna að því að niðurstaða fáist eins fljótt og verða má,“ sagði Jónatan. Hann var spurður álits á gagniýni á vinnubrögð við birtingu ákærunnar og það að sumir sakbomingar hefðu fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum, staðar. En þetta átti að vera í lagi,“ sagði Jónatan Þórmundsson. Hann sagði að fyrstu fréttir af beiðni til efrí deildar Alþingis um saksóknar- leyfí hefðu ekki frá sér komið. „Það virðist hafa lekið annars staðar, en ég tel þá gagmýni óréttmæta að ég hefði ekki átt að senda Alþingi þetta erindi fyrr en eftir helgi. Eg taldi mér einfaldlega ekki stætt á öðm en að sýna Alþingi þá virðingu að koma þessu bréfi á framfæri strax,“ sagði Jónatan Þórmunds- son. Hann var því næst spurður hvers vegna hann hefði ekki lagt fram ákæruna gegn Jóhanni Einvarðs- syni utan starfstíma Alþingis og þannig komist hjá að blanda Al- þingi í málið. „Málið var ekki til- búið í sumar. Það var hægt að velta því fyrir sér að bfða en þá varð að bfða með málið al!t,“ sagði Jónatan. „Mér hefði þótt mjög óskemmti- legt, og vafasamt að það stæðist, að jafnskjótt og þingmenn fæm f jólaleyfí skytist ég fram úr skrif- stofu minni og færi að ákæra einn þingmanninn. Það hefði auðvitað verið æskilegast, að þannig hefði hist á, að þessari vinnu hefði lokið að sumarlagi. En það gat ekki orð- ið,“ sagði Jónatan Þórmundsson. Forsætisráðherra um skuldbreytingar Atvinnutryggingarsjóðs: Ríkisábyrgð í athugun „ÞAU mál eru f nákvæmri at- hugun,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, er hann var spurður hvort það hefði komið til tals að setja rflds- ábyrgð á skuldabréf þau sem Atvinnutryggingarsjóður mun gefa út. Hann sagðist vona að FjármáJaráðherra vildi sam- eina Olgerðina og Sanitas - sem áttu þá að fá einokun á íslenskri bjórframleiðslu en tilboðinu var hafiiað FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, beitti sér nýverið fyrir samstarfí eða sameiningu íslensku bjórfram- leiðandanna, Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og San- itas, gegn fyrirheitum um að þessi fyrirtæki mundu þar með sitja ein að bjórframleiðslu og átöppun bjórs hér á landi. Þetta hefði haft í för með sér að bæði Sól hf. og Vífílfell hefðu verið útilokuð af markaðinum, en hjá báðum þessum verk- smiðjum hafa verið uppi áform um að tappa hér á og framleiða bjór samkvæmt leyfúm frá þekktum erlendum bjórfram- leiðendum. Hugmyndum fiár- málaráðherra var hins vegar umsvifalaust hafiiað af hálfú forsvarsmanna Ölgerðarinnar, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Þetta frumkvæði Qármálaráð- herra mun hafa komið ýmsum forsvarsmönnum í þessum iðnaði í opna skjöldu. Af hálfu Félags islenskra iðnrekenda hafa verið gerðar tillögur um að fyrirtækjun- um á íslenska gosdrykkjamarkað- inum verði gert kleift að nýta þann búnað sem fyrir er í landinu, bæði til framleiðslu og átöppunar á bjór. Iðnaðarráðunejrtið hefur fallist á þessi sjónarmið iðnrek- enda í öllum aðalatriðum, og gert tillögu um þetta fyrirkomulag til íjármálaráðherra. Er því beðið eftir ákvörðun hans í þessu efiii. þeirri athugun lyki um svipað lejrti og fyrstu lánin úr sjóðnum verða afgreidd, sem verður væntanlega í næstu viku. „Okkur er það fyllilega ljóst að menn hafa áhyggjur af þessu, en ég get ekki sagt á þessari stundu hvemig það mál verður leyst," sagði Steingrímur. Hann sagðist hafa vakið athygli á því á auka- fundi SH I gær að í mörgum þeim efnahagsreikningum sem nú væru að koma inn til Atvinnutiyggingar- sjóðs kæmi fram að skuldimar væm meiri en veltan. í slíkum til- fellum yrði gengisfelling til þess að hækka skuldir fyrirtækjanna meira en tekjur þeirra. Atvinnutryggingarsjóður hefur heimild til að hafa milligöngu um skuldbreytingar fyrirtækja að upp- hæð allt að fimm milljörðum króna. 0 INNLENT Allt-hugbúnaður úr- skurðaður gjaldþrota FYRIRTÆKIÐ Allt-hugbúnaður hf. hefúr verið úrskurðað gjald- þrota. Eignir fyrirtækisins voru seldar félagi, þar sem forsvars- menn Allt-hugbúnaðar voru meðal eigenda, áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptaráðandi íhugar hvort sam- þykkja eigi þessa ráðstöfun eign- anna en nokkrir utanaðkomandi aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið. Skiptaráðandi hefíir skipað Sigurð G. Guðjónsson hrl. bústjóra í málinu. Upplýsingar vom ekki tiltækar um verðmæti eigna eða fjárhæðir skulda. Sjá B, Viðskipti og atvinnulíf, bls. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.