Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
Morgunblaöiö/Bjarni
Og hvert ætlar þú?
Þorbjörn Jensson lék vel ! vöminni hjá Val. Hér hefur hann KA-manninn
Jakob Jónsson á loft ! leiknum.
Otmlegir
yfirburðir!
Valursigraði KA með rúmlega helm-
ingsmun. Þrjú mörk KA ífyrri hálfleik
VALSMENN halda sigurgöngu
sinni áfram og í gœr voru það
KA-menn sem urðu að lúta í
lægra haldi fyrir meistaraefn-
unum. Margir áttu von á
spennandi leik enda hefur KA-
liðið leikið vel í síðustu leikjum.
En annað kom á daginn. Norð-
anmenn náðu aðeins að skora
þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn
fimmtán mörkum Vals. Eins og
gefur að skilja var ekki mikil
spenna í síðari hálfleik og þeg-
ar upp var staðið höfðu Vals-
menn skorað rúmlega helmingi
f leiri mörk en KA-menn.
Valsmenn tóku leikinn strax í
sínar hendur og eftir tæpar
níu mínútur var staðan 7:0 og Vals-
menn svo gott sem öruggir um sig-
ur. Á þessum kafla
LogiB. var sóknamýting
Eiðsson Vals 100%. KA-
skrifar menn náðu að laga
stöðuna með þremur
mörkum gegn einu en þá tók ekki
betra við. Aftur gerðu Valsmenn
sjö mörk í röð og í leikhléi var stað-
an 15:3.
Síðari hálfleikurinn var, eins og
gefur að skilja, ekki jafn góður af
hálfu Valsmanna. KA-menn kom-
ust aðeins inn í leikinn og leikur
þeirra skánaði. Munurinn jókst þó
en staðan KA heldur skárri í síðari
hálfleik — hlutfallslega.
Stórkostlag byrjun
Valsliðið byrjaði leikinn af gífur-
legum krafti. Frábær vöm og mark-
varsla liðsins á fyrstu mínútunum
og fjölbreyttur sóknarleikur færðu
liðinu yfirburðastöðu. Leikurinn
þegar unninn og síðari hálfleikurinn
því mun slakari þrátt fyrir að vara-
mennimir hafí leikið vel.
Valdimar Grímsson og Geir
Sveinsson áttu báðir mjög góðan
leik. Valdimar eldsnöggur í sókn-
inni og Geir opnaði vel fyrir skyttum
Vals og skilaði sínu hlutverki í vöm-
inni. Einar Þorvarðarson varði mjög
vel í fyrri hálfleik og fylgdi vöm-
inni vel. Sigurður Sveinsson skoraði
glæsileg mörk og opnaði vömina
með lúmskum línusendingum og
sama má segja um Júlíus Jónasson.
Of mlklð — of hratt
KA-menn komu á óvart með slök-
um leik. Þeir gerðu þau mistök að
fara of hratt í Valsmenn og skot
þeirra úr slæmum fæmm virtust
ekki líkleg til að ná framhjá Ein-
ari. Erlingur Kristjánsson og Jakob
Jónsson vom skárstir í annars slöku
liði KA.
„Það er ágætt að fá hvíld eftir
Ólympíuleikana og allt sem þeim
fylgdi," sagði Einar Þorvarðarson,
en hann lék aðeins fyrri hálfleikinn.
„Þetta var ömggt enda spilaði
KA-liðið alls ekki eins vel og það
getur.
Þetta er alls ekki ömggt hjá
okkur. Við fömm í Evrópukeppnina
og eigum erfiða leiki um sama
leyti, gegn FH, KR og Víkingi og
það getur allt gerst," sagði Einar.
Morgunblaðiö/Bjami
Slgurður Svelnsson skoraði sex
mörk í gærkvöldi.
Valur-KA
31 : 15
íþróttahús Vals, íslandsmótið í hand-
knattleik, miðvikudaginn 16. nóvember
1988.
Gangur leiksins: 7:0, 8:3, 15:3, 17:4,
18:7, 21:8, 22:11, 27:12, 27:14, 31:14,
31:15.
Valur: Valdimar Grímsson 6, Sigurður
Sveinsson 6/1, Júlíus Jónasson 4, Geir
Sveinsson 4, Gísli Óskarsson 4, Jón
Kristjánsson 2, Sigurður Sœvarsson
2, Jakob Sigurðsson 1, Þorbjöm Jens-
son 1 og Theodór Guðfmnsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 12/2
og Páll Guðnason 8.
Utan vallar: 6 mínútur.
KA: Jakob Jónsson 6, Erlingur Kristj-
ánsson 2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson
2, Ólafur Hilmarsson 2, Haraldur Har-
aldsson 2 og Guðmundur Guðmundsson
1. Friðrjón Jónsson, Pétur Bjamason,
Svanur Valgeirsson og Þorleiftir Anan-
íasson.
Varin skot: Sigfús Karlsson 7 og
Axel Stefánsson 5.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Egill Markússon og Ámi
Sverrisson. Frekar slakir.
Áhorfendur: 650.
ÍH&nR
FÓLK
■ JAKOB Jónsson skoraði
fyrsta mark KA í leiknum gegn
Val þegar 10 mínútur og 22 _sek-
úndur vom liðnar af leiknum. Áður
höfðu Valsmenn komist í 7:0. Ekki
tók betra við í síðari hluta fyrri
hálfleiks. KA gerði þijú mörk en
svo ekki eitt einasta mark í heilar
16 mínútur, eða þar til rúm hálf
mínúta var liðin af síðari hálfleik.
■ HÚSVÖRÐURINN í Vals-
heimilinu var brúnaþungur í gær-
kvöldi, þrátt fyrir stóran sigur
heimaliðsins. Starfinu gegnir nefni-
lega enginn annar en Jóhann Donni
.Jakobsson, knattspymumaðurinn
~~ knái sem var einn aðalmanna KA
í mörg ár!
■ NÆSTI kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Eyfírðinga, Magnús
Gauti Gautason, var á meðal
áhorfenda í Valsheimilinu í gær-
kvöldi. Það kemur ekki á óvart að
hann hafí haft áhuga á leiknum —
Magnús Gauti stóð í marki hand-
boltaliðs KA í fjölda ára.
■ ENN einn íþróttakappinn að
norðan sem fylgdist með leik Vals
og KA var Halldór Áskelsson,
^andsliðsmaður ! knattspymu, sem
nýlega ákvað að skipta úr Þór í
Val. Hann var í heimsókn hjá sínum
nýju félögum. Þess má geta að
Halldór er ekki ókunnur hand-
knattleiksíþróttinni — hann var
efnilegur í þeirri grein og varð ís-
landsmeistari í handknattleik með
4. flokki Þórs á sínum tíma.
Enginn er ann
ars bróðir...
BRÆÐURNIR Erlingur og Jón
Kristjánssynir hittust í gær í
íþróttahúsi Vals, en það er
nú vart í frásögur færandi.
En líklega hefði að minnsta
kosti annar þeirra viljað hitt-
ast við skemmtilegri aðstæð-
ur. Jón, sem leikur með Val,
sigraði Erling stóra bróður,
sem leikur með KA, 31:15.
Þrátt fyrir það voru bræðurn-
ir mestu mátar eftir leikinn
eins og vera ber.
En hvernig skyldi það vera að
mæta bróður sínum í leik.
„Maður gleymir þessu nú fljótt
þegar í leikinn er komið,“ sagði
Erlingur. „Það var bara verst að
ég náði ekki nógu oft í hann,“
bætti hann við og glotti. Jón var
á sama máli: „Maður hugsar ekki
svo mikið um það. En mér fínnst
ekki gott að leika gegn KA,“ sagði
Jón, en hann lék lengi með KA.
„Mér gengur alltaf illa gegn
gömlu félögunum og það varð
engin breyting á því í þessum leik.
Ég neita því heldur ekki að mér
fínnst mjög leiðinlegt þegar þeim
gengur illa,“ sagði Jón. „Leikur-
inn í fyrra var svipaður og ég á
erfítt með að einbeita mér í þess-
um leikjum," sagði Jón.
Erlingur og Jón snúa bökum
saman á sumrin og leika þá báðir
með KA í knattspymu,. En hvern-
ig er það með bræður, þekkja
þeir ekki hvom annan út og inn?
„Jú við gerum það en það hefur
ekki svo mikið að segja því við
lendum svo sjaldan saman,“ sagði
Erlingur. Er þá ekki meiri metn-
aður þegar bróðir á í hlut? „Nei,
það er frekar að maður hli'fi hon-
um,“ sagði Jón.
Hvað með liðin, hveiju spá þeir?
„KA getur leikið betur og ég held
að liðinu muni ganga nokkuð vel
í vetur, verði í einu af fímm efstu
sætunum,“ sagði Jón. „Já ég spái
því sama um Valsmenn — þeir
verða í einu af fímm efstu!," sagði
Erlingur.
Lið þeirra bræðra eiga eftir að
mætast að nýju í vetur á Akur-
eyri. „Það verður tekið „vel“ á
móti þeim — því get ég lofað,"
sagði Erlingur.
Þolr brsoður leika saman í vöm
KA-liðsins í knattspymu. Hér eru
þeir í baráttunni síðastliðið sumar —
Erlingur skallar frá en jón fylgist
með.
Morgunblaöifl/Bjarni
Valsvörnlrt er fimasterk. Þvf fengu KA-menn að kynnast í gærkvöldi og
hér er það einmitt Erlingur Kristjánsson sem reynir að koma boltanum !
gegn. Jón bróðir hans er í miðjum „veggnum".