Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 72
 H öföar til fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Friðrik Pálsson eftir fiindi SH og Sambandsfiskframleiðenda: Frystíhúsin geta ekki meira Leiðréttingar á gengi og tafarlausra aðgerða stjórnvalda krafizt „MIKILL samdráttur í afla er borðleggjandi á næsta ári, en ekkert bendir til þess að markaðsverð hækki um þá tugi prósenta sem þarf til að fiskvinnslan standi af sér þá erfiðleika, sem framundan eru. Forsætisráðherra hefur sjálfur sagt á opinberum fimdi að sjálfsagt sé gengi skráð 15% of hátt. Það er ekki vafi á að sú tala er sízt of há miðað við stöðuna í dag hvað þá miðað við það, sem blasir við á næsta ári,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið. „Staða fískvinnslunnar hefúr aldrei verið verri þann tíma, sem ég hef unnið við hana. Þeir sem lengur hafa verið, segja að ástandið sé svipað og það var 1968, jafhvel verra. Þá flúði fólk land. Verulegur samdráttur í afla á næsta ári bætir stöðuna ekki. Hluti nauðsynlegra ráðstafana hlýtur að vera gengisfelling," sagði Tryggvi Finnsson, formaður Félags Sambandsfiskframleiðenda. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að gengisfelling væri ekki á dagskrá. Gengisfelling gæti verið lækning samfara mjög ströng- um hliðarráðstöfunum, svo sem að taka áhrif hennar út úr lánskjara- vísitölunni, þannig að fjármagns- kostnaður hækkaði ekki. Fyrst yrðu þó allar aðrar leiðir til að leysa vanda fiskvinnslunnar reyndar, meðal annars að lækka fjármagns- kostnaðinn mjög mikið. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ,boðaði til sérstaks félagsfundar í gær vegna erfíðrar stöðu fiskvinnsl- unnar og á sama tíma hittust fram- kvæmdastjórar innan Félags Sam- bandsfiskframleiðenda og af sömu ástæðu. Bæði samtökin sendu frá Ólympíuskákin: fslenska sveitin í öðru sæti ÍSLENSKA skáksveitin vann stór- sigur í gær á Ólympíumótinu í Þessalóníku. Sveitin vann gest- gjafana, Grikki, 3 ‘/2- 'h, og er nú í öðru sæti á eftir Sovétmönnum. Þeir eru líklegustu mótheijar Is- lendinga í 5. umferð, sem fram fer á morgun og kemur þá i ljós hvort tekst að endurtaka afrekið frá siðasta Ólympíumóti, þegar íslendingar náðu jafiitefli við sov- ésku sveitina. Jóhann Hjartarson vann stór- meistarann Kótrónías með svörtu, en Grikkinn féll á tíma með gjörtap- aða stöðu í 39. leik. A öðru borði vann Jón L. Ámason Skembris í 32 leikjum, á þriðja borði gerðu Grivas og Margeir Pétursson jafn- tefli í þæfingsskák og á fjórða borði þjarmaði Helgi Ólafsson jafnt og þétt að Gavrilakis, sem mátti játa sig sigraðan eftir rúma 50 Ieiki. Sovétmenn unnu Rúmena 3 V2- V2 og eru nú með 13 V2 vinning. íslendingar eru með 12 V2 vinning og eru efri að stigum en Búlgarar, sem eru með jafnmarga vinninga og eru í þriðja sæti. I fjórða sæti eru svo Ungveijar og í því fimmta Hollendingar, en báðar þessar þjóð- ir eru með 12 vinninga. Á hæla þeim koma Danir með 11 V2 vinn- ing, en þeir unnu Bandaríkjamenn óvænt, 3-1, í gær. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambandsins, sem dvelst með íslensku sveitinni í Grikklandi, sagði að það væri gott að fá að tefla við Sovétmenn svo snemma í mótinu. sér harðorðar ályktanir, þar sem fram kom að frystihúsin geta ekki meira og tafarlausra aðgerða sé þörf. Frystihúsin hafi mörg hver tapað öllu eigin fé og jafnvel meira og greinin rambi á barmi gjald- þrots. Framundan sé umtalsverður samdráttur á afla og ástandið hafí ekki verið eins slæmt í um tvo ára- tugi. „Krafan um úrbætur felst fyrst og fremst í því að það takist að stöðva verðbólguna. Fiskvinnslan á íslandi þyrfti ekki að biðja um geng- islækkanir eða aðrar ráðstafanir af því tagi, væri bullandi verðbólga ekki viðvarandi hér. Hver bezta leið- in til að leiðrétta núverandi tap- rekstur er, er okkur ekki ljóst. Inn i það spinnast ijölmargir þættir, sem stjómvöld verða að taka tillit til. Annars em bara tvær leiðir til, þegar endar ná ekki saman. Annars vegar að lækka kostnað eða hækka tekjur. Tekjur verða ekki hækkaðar nema með gengislækkun eins og er, en ijölmargar leiðir em til að lækka kostnað. Fiskvinnslan hefur tekið á sig svo mikla tekjuskerðingu að frystihúsin geta ekki meira. „Ráðstafanimar verða að miðast við stöðuna í upphafi næsta árs. Það er samdrátt í afla, tapið, sem er fyrir og að verðbætur á frystan fisk ná ekki nema til aprílmánaðar. Það hlýtur að þurfa stórar aðgerðir til að brúa þetta bil. Það þarf geng- islækkun af stærra taginu, sem komi sem minnst inn í almennt verðlag, það þarf íhlutun í útflutn- ing á ísuðum físki og stöðva þenslu og verðbólgu innanlands," sagði Tryggvi Finnsson. Sjá nánar á miðopnu, bls. 30 og 39. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Margir eru um hituna MARGIR eru um hituna, þeg- ar síldin er annars vegar. Bátamir eru um 90 og hundr- uð manna í áhöfhum þeirra. Enn fleiri vinna við söltun og frystingu í landi. Síldin veiðist mest inni á Qörðum og oft fá bátamir stærri köst en þeir ráða við. Þá er ekki um annað að ræða en kalla á næsta bát, þvi silfri hafsins skila menn ekki nema í ítmstu neyð enda bannað samkvæmt lögum að henda góðgætinu. Umboösmaður Alþingis: 52mál hafa verið skráð HJÁ embætti umboðsmanns Al- þingis hafa nú verið skráð 52 mál. Flest erindi hafa borist frá einstaklingum, en dæmi era þess að samtök eða félög hafi leitað með mál til embættisins. Einu máli hefúr þegar verið lokið með álitsgerð, en að sögn Gauks Jör- undssonar, umboðsmanns Alþing- is, er fleiri álitsgerða að vænta fyrir lok ársins. Af þeim 52 málum sem skráð hafa verið hjá umboðsmanni Al- þingis hefur sumum þegar verið lok- ið, þar sem þau hafa ekki fullnægt þeim skilyrðum sem gerð eru af hálfu embættisins. Hefur þeim þá verið komið áleiðis til réttra aðila innan stjómkerfisins. Þá hefur eitthvað af málum borist sem ekki heyra undir starfsvið umboðsmanns, t.d. þegar kvartanir hafa borist vegna dómstóla eða aðila sem eru utan stjómsýslunn- Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólatrén flokkuð Undirbúningur á sölu jólatijáa er hafinn hjá Skógræktarfélagi EyjaQarðar i Kjarna, og er nú að mestu búið að fella þau tré sem seld verða fyrir jólin. Að sögn Hallgrims Indriðasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags EyjaQarðar er reiknað með að salan heQist 10. desember. í gær var unnið við flokk- un tijánna, og á myndinni sjást þau Karen Hansen, Ingvar Eiríksson og Steinunn Sævaldsdóttir við það verk. Varnarliðiö: Þúsund manna heræfing hérlendis næsta sumar RÁÐGERT er að efiia til heræf- ingar með þátttöku um 1000 manna liðsafla frá Banda- ríkjununi hér á landi næsta sumar, að því er segir í nýjasta hefti bandaríska vikuritsins Aviation Week & Space Tec- hnology. í ritinu er ítarleg út- tekt á varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hlut- verki hennar, sem talið er ómetanlegt fyrir vamir Atl- antshafsbandalagsins. í bandaríska vikuritinu er eink- um rætt um hlutverk flugvéla til vemdar landinu og til að fylgjast með ferðum kafbáta umhverfis það. Kemur fram, að færri sovésk- ir kafbátar leggja nú leið sína um höfin umhverfís ísland en áður. Er meðal annars bent á, að kaf- bátamir hafa nú langdrægari eld- flaugar en eldri gerðir. Þá segir Eric Á. McVadon, flotaforingi, yfirmaður vamarliðsins, í samtali við ritið, að sovésku kafbátamir séu hljóðlátari nú en áður og því erfiðara að finna þá en fyrr. Þá kemur einnig fram, að ferðum sovéskra flugvéla hefur fækkað síðan 1985. Telur McVadon að hugsanlega séu Sovétmenn að átta sig á getu F-15 orrustuþotna vamarliðsins, sem komu hingað til lands 1985. Kæmi til átaka yrði 187. stór- fylki fótgönguliða í varaliði hers- ins sent hingað til lands. Ef viðvö- runartími yrði skammur yrði virkt stórfylki hersins sent hingað í skyndi og síðan myndi varaliðið leysa það af hólmi. Hér á landi eru engar birgðir fyrir stórfylkið. Liðsmenn úr 187. stórfylkinu hafa stundað æfingar hér á landi og er ætlunin að 1000 menn úr því komi hingað til æfinga á næsta sumri. Liðið notar ekki þung vopn við æfingar hér. Stórfylkið ræður yfír eigin flugvélum, bryndrekum og fallbyssum en æfir notkun þess búnaðar í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.