Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Hamlet-sýning Leik- félags Reykjavíkur Svör leikstjórans, Kjartans Ragnarssonar, við hugleið— ingum Guðmundar G. Þórarinssonar um sýninguna Það er ekki oft sem við leikhús- fólk verðum þess aðnjótandi að leik- húsgestur sé það upptekinn af því sem hann sér og heyrir í leikhúsinu að hann setjist niður og skrifí langa og skemmtilega blaðagrein um sínar upplifanir og skoðanir sínar á þeim. Fyrir þetta þakka ég þér, Guðmundur. Það er okkur heiður og gleði að fá svona skynsamleg og heiðarleg viðbrögð. Því aðalat- riðið, og það sem á að gera leik- húsið lifandi, er að áhorfendum okkar sé ekki sama þegar upp er staðið, og þeir ljái því einhveija hugsun sem þeir voru að sjá og heyra. Hitt verður seint að allir verði sammála enda sé ég ekki að það geti verið takmark í sjálfu sér. Þú segir í upphafí á þinni grein, Guðmundur: „Eg hef þó svo oft hlustað á og séð Hamlet að mínar hugleiðingar eru ef til vill ekki minna virði en sumra annarra." — Þetta er rétt, ég hef sjaldan séð betur grundaða hugleiðingu um leiksýningu og byggða á jafn góðri þekkingu á verkinu. Greinin er slík að það er gaman að svara henni. En þar sem þú hefur séð margar sýningar á verkinu þá hlýtur þú að kannast við það að það heyrir til undantekninga að það sé ekki stytt og oftast mjög verulega. Textinn eins og hann er óstyttur er u.þ.b. 240 mínútur í flutningi. (Uppfærsla BBC frá 1980 óstytt með Derek Jacobi í titilhlutverkinu er 236 mínútna löng.) Sem sagt fjórir tímar fyrir utan hlé. En sé byijað að stytta þá felst í hverri einustu strikun túlkun. Það er líka skylda þeirra sem vinna að einni leiksýn- ingu að hafa skýrar og ákveðnar forsendur, sannfæringu og skilning, byggða á verkinu. Og fara eftir því. Aður en ég reyni að svara at- hugasemdum þínum lið fyrir lið langar mig til að segja þér svolítið frá okkar forsendum. Það var ætlun okkar í þessari vinnu að vera eins trú og við gætum leikverki Shakespeares. Ekki vera með neinar frumlegar uppákomur uppákomanna vegna, en við ætluð- um líka að reyna að forðast ýmis- legt viðtekið í framsetningu á skáld- inu sem er ekkert endilega komið frá Vilhjálmi sjálfum heldur hefðir frá rómantísku leikhúsi 19. aldar Skógrækt í Skóræktarfélagi Hveragerðis barst í sumar vegleg gjöf frá Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra (raunar ekki í fyrsta skipti). Það voru kr. 100.000. Skóræktarfélagið hefur á undan- gengnum þremur áratugum unnið, að vísu hægfara stundum, en mark- visst þó, að plöntun og uppgræðslu. í hamrinum, þar sem fyrst var plantað, eru nú 4-6 m há tré. Neð- an við hamarinn var örfoka land þegar svæðið var girt árið 1952. í þetta svæði var snemma plantað alaskalúpínu sem hefur sjálf séð um þekja landið. Á síðari árum hefur verið plantað talsverðu af greni á milli lúpíu- plantnanna og gefíst vel. Neðan girðingar er að verða tilbúin æði stór spilda, sem bíður plöntunar á komandi árum. Þá hefur félagið gróðursett í landi garðyrkjuskólans í hvamminn ofan fossins í Varmá. Er þessa tek- ið að gæta vel í umhverfinu. Mun þessi gjöf efla starfíð á kom- andi tíð. Skógræktarfélag Hveragerðis sendir gefanda alúðar þakkir fyrir veittan stuðning og velvilja, og óskar honum alls velfamaðar. og á kannski lítið skylt við enska endurreisnarleikhúsið. Þegar Vil- hjálmur setti saman leikinn um Danaprins var hann að smíða ferska lifandi leikhúsupplifun sem átti að hafa áhrif á hans áhorfendur á meðan þeir fylgdust með fram- vindunni, en hvorki við lestur á leik- ritinu fyrir sýningu né síðar meir. Þetta sést best á því að hann gerði afdrei neitt í því að leikimir yrðu gefnir út. Áhorfendur meistarans voru fólk annars tíma, með aðrar viðmiðanir og aðra leikhúsreynslu en við. „Kryddið“ sem Vilhjálmur notar í leikfléttuna er sumstaðar farið að dofna, annað er gjörsam- lega óskiljanlegt vegna þess að við höfum ekki forsendumar til að skilja það. Eitt ákveðið lítið dæmi sem kristallar mjög vel þennan mun á bakgrunni okkar og Lundúnabúa í kring um 1600 er svar Hamlets við Rósenkrans eftir þessi orða- skipti: Hamlet: Herra minn, ég sakna upphefðar. Rósenkrans: Hvemig má það vera, fyrst þér hafíð orð konungs sjálfs fyrir því að standa næstur ríkiserfðum í Danmörku? Þá svarar Hamlet, og yfirleitt er setningin látin vera þannig þegar verkið er sýnt: Hamlet: Já, en þegar grasið vex, máltækið er farið að mygla.(?) (Ay, sir, but „wile the grass grows", — the proverb is something musty.) Hvað á hann þama við? Þetta skilur enginn maður sem horfir á leikritið í dag vegna þess að við þekkjum ekki eitthvert gamalt mál- tæki sem Hamlet er að vitna þama f. En áhorfendur Vilhjálms hafa gjörþekkt það. Honum hefur nægt hálflcveðin vísa. Rétt eins og við getum sagt í dag: Það er of seint að byrgja brunninn . . . En þýðand- inn, Helgi Hálfdanarson, sagði okk- ur í spjalli að málshátturinn hefði líklega allur verið svona: Hamlet: Já, en þegar grasið vex í vor, verður bikkjan dauð úr hor. Þannig höfum við hendinguna í okkar sýningu. Það hefur þann augljósa ágalla að hún er ekki ná- kvæmlega eins og Vilhjálmur skrif- aði hana, en áhorfandinn fær ekki eitthvað óskiljanlegt að glíma við, Hveragerði sem hefur, þegar til kemur, enga þýðingu. Þetta þykir okkur, sem stöndum að sýningunni, meiri „heiðarleiki" við verkið en að leikar- inn flytji einhveija óskiljanlega „klásúlu“ sem drepur einbeitingu þeirra sem á horfa á dreif næstu mínútumar og eyðileggur það sam- band sem okkur er ætlað að byggja á milli áhorfandans og höfundarins. Þeir sem þekkja verkið fyrir stranda kannski ekki á svona skeijum, en við getum því miður ekki búist við að allir leikhúsgestir séu eins vel inni í verkinu og þú, Guðmundur. Okkur er meira virði að fanga nýja aðdáendur Shakespeares en að gera innvígðum til geðs. Og það gerum við aðeins með því að verkið „lifi“ hveija mínútu sem sýningin stend- ur. Næsta atriði er grundvallarat- riði, sem ég hef oft séð týnast í uppsetningum á Hamlet, en það er spilling og úrkynjun konungshjón- anna. Og í framhaldi af því hvað þau em hættuleg. Vilhjálmur hefur tvennt inni í verkinu til að koma þessu til skila, en það hefur misst sinn slagkraft í tímans rás. Fyrst em þau fírn að drottningin skuli giftast bróður bónda síns. Siíjaspell, blóðskömm em orðin sem Hamlet notar um þetta athæfi. Samkvæmt viðhorfum áhorfenda Globe-leihússins á Thamesár-bökk- um var þetta viðlíka glæpur og að systkini giftust eða feðgin, eða mæðgin. Enginn hefði komist upp með þetta athæfi nema konungur- inn sjálfur, aðrir hefðu hreinlega verið líflátnir. Þetta er slfk storkun við allt almennt velsæmi að hún hvílir jafnvel þyngra á Hamlet en sjálft morðið á föður hans. Ýmsir nútímaskýrendur hafa kosið að sjá einhveija Ödipusarhneigð út úr þeim viðbjóði sem Hamlet hefur á hjónabandi Kládíusar og Geirþrúð- ar. En þeim, rétt eins og mér og þér, hættir til að horfa fram hjá að samfélagið á þessum tíma dæmdi kynferðislegt samband náins tengdafólks sem sifjaspell. Áhorf- andi í okkar leikhúsi sem heyrir að konan hafí gifst bróður bónda síns, yppir öxlum og segir: „Já, hvað með það?“ því hann skilur ekki þennan áhersluþátt höfundarins þeim skilningi sem til er ætlast. Um þetta segir: Hamlet: Ó hvílík smán að hraða sér svona geist að höndla blóð- skömm sína í slíku flaustri og Vofan segir: Sú girndar- skepna, sifjaspellum saurguð! Hitt atriðið er svallveisla kon- ungs nóttina sem Hamlet stendur vörð og hittir Vofuna. Þegar þeir Hóras, Hamlet og varðmennimir eru á leið upp á varðstéttina kveða við lúðrar og tvö fallbyssuskot. Hóras: Hvað merkir þetta herra? Hamlet: Kóngur heldur vöku- veislu f nótt með drykkjusvalli, skálaglaum og sköllum; og hvenær sem hann svelgir í sig teyg af víni, bylur bumba og hom til dýrðar hans drykkjuhreysti. Þar sem þessi næturveisla er í gömlu leikverki þykir okkur í dag ekkert um þessa uppákomu. En þama er jafnvel talið að Shake- speare vitni beint í samtíma at- burði. Rétt eftir aldamótin 1600 var dönsk konungsheimsókn í Lundún- um og í veislu á skipi konungs á ánni Thames var skotið úr fallbyss- um við hveija konungsskál alls yfír 60 sinnum. Þetta þóttu mikil fim í borginni og hámark munúðar og spillingar. Sérstaklega hjá siðbótar- mönnum sem famir voru að vera áberandi í samfélaginu. Þetta hefur sjálfsagt verið áhorfendum skálds- ins í fersku minni þegar leikritið var fyrst sýnt og þykir líklegt að Kjartan Ragnarsson „Þegar Vilhjálmur setti saman leikinn um Danaprins var hann að smíða ferska lifandi leikhúsupplifnn sem átti að hafa áhrif á hans áhorfendur á meðan þeir fylgdust með fram- vindunni, en hvorki við lestur á leikritinu fyrir sýningu né síðar meir.“ hann sé að vísa til þessa atburðar þegar fallbyssuskot dynja í nætur- veislu Kládíusar. Okkur þótti nauðsynlegt að hnykkja á þessum áhersluþáttum þar sem þeir hefðu misst vægi sitt í verkinu í tímans rás. Hamlet okk- ar tíma mætir saklausari andstæð- ingum í þeim kóngi og drottningu en í fmmuppfærslunni, ef engu er breytt. En hvort hjónakornin ættu að fara í bað, skvetta í sig og um- gangast Póloníus með þeirri lítils- virðingu sem þau leyfa sér niðri í Iðnó er auðvitað álitamál, og bara ein leið til að reyna að ná því fram sem hefur breyst með breyttum tímum. Þá langar mig að koma að þínum athugasemdum við uppfærsluna: A) Þú talar um að í þessari sýn- ingu sé hinn eini sanni Hamlet ekki með í leiknum. Við fórum þá leið að velja ungan leikara til að fara með titilhlutverkið. Þrátt fyrir það að oft er veðjað á eldri og reyndari leikara í þennan stóra bita. Þú nefn- ir sjálfur Arnar Jónsson. Vissulega hefði Amar hentað hlutverkinu ef áherslur í uppsetningunni hefðu verið þínar áherslur. Ég hef séð Hamlet leikinn, og það oftar en ekki, af leikara þar sem Hamlet er jafnvel eldri en móðirin hans! Þetta þykir kannski einhveijum í lagi ef áherslumar em þær að verkið sé fyrst og fremst innri barátta Haml- ets við sjálfan sig. En við vomm sannfærð um að það væri ekki rétta leiðin. Það væri rétt ein misvísunin sem hefur orðið að vana á seinni tímum. Það var okkar skilningur að það sé gmndvallaratriði að Hamlet sé ungur maður sem hefur allt til að bera að ganga inn í valda- baráttu og hefndarmunstur þeirra „fullorðnu" en eitthvað innra með honum neitar að gera það. Og hann getur ekki gengið til leiks á þeim forsendum sem Vofan krefst af honum. Hefndarskyldan var búin að vera leiðandi tema í gegnum bókmenntir, og um leið siðferði Vesturlanda, allt frá dögum fom- Grikkja. En Hamlet vill ekki verða að sömu ófreskjunni og Kládíus er í hans augum. Hefjast til konungs með því að gerast konungsmorð- ingi. Og eins og þú bendir á í þinni grein, gleymum ekki að hann er kristinn, við nám á Wittenbergi en þaðan var einmitt lútersk siðbót að breiðast út þegar leikritið er skrif- að. En óbærileg nærvera þessa „pakks", kóngs og drottningar, ger- ir hefndarskylduna ágenga. Hann á engra annarra kosta völ. Það er þó enginn kostur í hans augum. En er hann þá geðveikur? Þess- ari spumingu svarar auðvitað eng- inn endanlega, en hver leikhópur verður að hafa sínar skýringar. í leikritinu em orð eins og „mad“ og „madness" áberandi. Nú á dögum er ekki talað með svona einföldum hætti um geðræn vandamál. Hug- tök eins og geðveila og streita fínnst manni eiga vel við um prins- inn Hamlet. Hann er maður sem á tveggja kosta völ en báðir em óvið- unandi. Hver þekkir ekki þessa stöðu úr sínu eigin lífí? Okkar til- fínning var að það sem gerir Haml- et svona heillandi og vinsælan á öllum tímum er ekki hvað hann er ólíkur öllum öðmm. Heldur þvert á móti hvað viðbrgöð hans em eitt- hvað sem allir þekkja og hafa-feynt, meira og minna. Þetta vom þeir áhersluþættir sem við vomm með í huga í þessari uppfærslu. Það er hægt að fara margar leiðir að þess- ari persónu, en hver og ein einasta uppfærsla verður að hafa skýra mynd fyrir sig, og skýringar til að marka sínar forsendur. Ef við tök- um enga afstöðu og höldum öllum möguleikum opnum, þá verður úr því sálarlaus og líflaus þuluflutn- ingur sem enginn hefur gaman af að sjá, eða heyra. Svo í þessari sýningu er ekki „þinn“ Hamlet, en vonandi „okkar“. B) Þú nefndir svardagann eftir fundinn við drauginn sem gmnd- vallarartiði. Okkur þótti lengi sem hann væri reyndar nauðsynlegur einmitt vegna þess að við vildum leggja á það áherslu að Hamlet stendur andspænis stórhættulegu veraldarvaldi. En þetta kemur fram í fyrra atriðinu þegar Hóras og Marselus segja Hamlet fyrst frá sýninni. Hamlet: „En ykkur alla bið ég, ef enn er allt með leynd, að geyma fyrirburð þennan framvegis í þögn.“ Þetta er stytting sem reyndar er mjög algengt í Hamlet-uppfærslum. Og þar get ég bent þér á báðar kvikmyndimar sem frægastar hafa verið, gerðar eftir leikritinu. Bæði þá rússnesku og mynd sir Laurence Oliviers. C) Um það að Hamlet biðji Hór- as að fylgjast með kóngi undir leik- sýningunni þótti okkur gegna svip- uðu máli. Þetta kemur skýrt fram eftir leikinn innan leiksins í sýning- unni hjá okkur: Hamlet: Ó kæri Hóras, ég legg þúsund pund á orð Vofunnar. Tókstu eftir? Hóras: Mjög vel, herra. Hamlet: Þegar rætt var um eitr- ið? Hóras: Ég gaf honum náinn gaum. Þarna kemur fram að Hamlet hefur beðið Hóras að hyggja að kóngi. Þetta þótti okkur nóg. Og ég spyr hvaða áhorfandi getur ef- ast um að leikurinn innan leiksins sé einmitt aðalatriði? D) Þá komum við að ástum Hamlets og Ófelíu. Þú segir: „Ást- ar- og harmsagan um Hamlet og Ófelíu er auðvitað ágæt og áhorf- endur njóta hennar. En ástarsagan er ekki það sem hefur gert Hamlet ódauðlegan." Það er rétt. Við skerp- um ekki þátt Ófelíu í verkinu til að ástarsagan verði stærri og meiri. Heldur til að sýna kúgunina sem ríkir í þessu umhverfí. Ófelía er kúguð af öllum, fyrst og fremst föður sínum og svo kónginum, en jafnvel líka af Laertesi og Hamlet. I þinni greiningu, og þar af leið- andi túlkun, fullyrðir þú að Hamlet vilji ekki flækja Ófelíu inn í „þessa óhugnanlegu atburðarás" en það er þvert á móti Ófelía sem hrindir honum frá sér samkvæmt skipun föður síns. Hún hefur sent öll bréf hans burt og meinað honum að hitta sig. Hann veit ekki að það er að undirlagi Pólóníusar. Hún hefur samkvæmt öllum venjulegum skiln- ingi slitið sambandinu og svikið hann þegar þau hittast í hallar- göngunum. Annað atriði og ekki þýðingarminna sem_ mótar fram- komu Hamlets við Ófelíu eru svik móður prinsins við hann sjálfan, og við föður hans látinn. Eftir þau tor- tryggir Hamlet konur yfirleitt. „Hverflyndi þitt nafn er kona.“ Hann er sannfærður um að sam- band Geirþrúðar og Kládíusar hefur byijað fyrir morðið á gamla Haml-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.