Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 20
Flugið — er fyllsta
öryggis gætt?
eftir Jóhannes R.
Snorrason
Á undanfömum árum hefir flug-
vélaeign landsmanna stóraukist,
sem m.a. á rætur að rekja til þess
hve hagstætt hefir verið að kaupa
þær frá Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Flestar eru þessar flug-
vélar ætlaðar til einkanota, kennslu
og leiguflugs. Það er vissulega
ánægjulegt að flugáhugamenn skuli
geta eignast flugvélar, stór-
skemmtileg, gagnleg en vandmeð-
farin tæki, sem eru lítið dýrari en
vandaðir bílar. Ekki verður þó sagt
með sanni, að fyrirhyggju hafi
ávallt gætt í þessum innflutningi
þegar litið er á allan þann fjölda
flugvéla, eins og tveggja hreyfla,
sem berjast um í böndum á víða-
vangi árið um kring. Það er skelfi-
legt að sjá vandaðar og dýrar flug-
vélar beijast um í illviðrum,
rígbundnar niður í sömu stellingum
hvort sem vindur blæs á þær aftan
eða framan. Það er ekki traustvekj-
andi að ganga um borð í flugvél,
sem þannig hefir verið ástatt um,
án þess að ítarleg skoðun hafi farið
fram og kannað hvort eitthvað hafi
látið undan, þótt ekki sjáist það í
fljótu bragði.
Kannski hefði átt að takmarka
innflutning flugvéla við þá aðstöðu,
sem fyrir hendi er á hverjum stað
á landinu, þ.e. að hægt sé að geyma
þær í skýli a.m.k. vetur, vor og
haust. Útistandandi flugvélar ætti
að skoða vandlega af fagmönnum,
áður en þeim er flogið eftir mikið
hvassviðri.
Allmargar flugvélar hafa verið
fluttar til landsins ætlaðar til leigu-
flugs af ýmsu tagi. Mér hefír virst
að nægur flugvélakostur hafi verið
fyrir hendi hér og starfandi leigu-
flugfélög með mikla reynslu á þessu
sviði, og því varla þörf á að auka
samkeppni á þeim rýra markaði sem
fyrir hendi er mestan hluta ársins.
Ýmsir aðilar virðast ætla að hasla
Veldu Kópal
með gljáa við hæfi.
sér völl í þessu flugi þótt nánast
allt vanti til þess að fyllsta öryggis
sé gætt að mínu mati. Flug hér á
íslandi krefst mikillar aðgæslu og
aðhalds, ekki síst þegar fast er sótt
og samkeppni óvægin. Rysjótt veð-
urfar, ísing og kvika í lofti krefst
trausts loftfars og ekki síður vel
þjálfaðra og reyndra flugmanna.
Mér sýnist að hér séu flugvélar í
leiguharki sem varla uppfylla þær
kröfur sem gerðar voru til far-
þegaflugvéla fyrir mörgum áratug-
um. Gripið er til ungra lítt- eða
óreyndra flugmanna þegar hentar
í þessi flug, þótt þjálfun og reynsla
á viðkomandi flugvél sé í lágmarki
eða þar fyrir neðan. Um viðhald
og skoðanir þessara flugvéla verður
ekki rætt hér, en sumar munu berj-
ast um í böndunum þessa dagana.
Manni finnst það harla einkenni-
legt að nánast hver sem er skuli
geta flutt til landsins farþegaflug-
vélar og starfrækt leiguflug með
einum eða öðrum hætti, án þess
að hafa þjálfað starfslið og reynda
flugmenn í sinni þjónustu. Hræddur
er ég um að það yrði snarlega stöðv-
að, ætlaði einhver aðili að hefja
mannflutninga fyrir gjald um vegi
landsins, svo ekki sé talað um innan
borgarmarkanna, án þess að upp-
fylla öll skilyrði um reksturinn. Til
slíkra flutninga þarf eðlilega tilskil-
in leyfí, en þau liggja ekki á lausu.
Tekið er tillit til hvort þörf sé fyrir
aukningu og hvort þeir aðilar, sem
séð hafa um viðkomandi flutninga,
geti annað þeim sómasamlega.
Þetta leiguhark og hið slaka eft-
irlit með mannflutningum á því
sviði, heggur skarð í afkomu þeirra
félaga, sem hafa um langt árabil
stundað áætlunar- og leiguflug.
Þessi félög hafa lagt mikla fjár-
muni í þjálfun flugáhafna og komið
upp góðri aðstöðu til viðhalds og
skoðana á flugvélunum. Maður
skyldi ætla að til þess að fá að starf-
rækja leiguflug með fólk, væri kraf-
ist reynslu í flugrekstri, góðs eftir-
lits með flugvélunum, þær geymdar
í skýli, og þá ekki síst góðrar þjálf-
unar flugmanna sem sitja eiga við
stjóm. Þjálfun og endurþjálfun
flugmanna á tveggja hreyfla flug-
vélar verður að vera ítarleg og gerð
af hæfum og reyndum kennara,
allt annað er ótækt. Ég hef ávallt
talið mikilvægt og raunar nauðsyn-
legt, að ungir flugmenn fái leiðsögn
og öðlist reynslu við hlið reyndra
flugmanna. En til þess að svo megi
verða í framtíðinni hjá öllum hinum
smærri flugfélögum, skulum við
huga að þeim þætti, sem raunar
var kveikja að þessum skrifum.
Mér hefir lengi fundist að hér séu
að þróast hlutir sem vert sé að
gefa gaum og fólkið í landinu eigi
að fá vitneskju um. Hjá flestum ef
ekki öllum hinna smærri flugfélaga
er aðeins einn flugmaður í stjórn-
klefa. Á tveggja hreyfla flugvélum
Arnarflugs, sem flytja 10 farþega
eða færri, mun aðeins vera einn
flugmaður í stjórnklefanum í áætl-
unarflugi innanlands. Ég er ekki
viss um að almenningur geri sér
grein fyrir hvemig þessum málum
er komið, og þeirri öfugþróun sem
átt hefir sér stað á þessu sviði.
Á árdögum farþegaflugs á Is-
landi var aðeins einn flugmaður í
stjórnklefa vélanna, enda flugvél-
amar ósambærilegar og ávallt flog-
ið sjónflug. En það er næstum hálf
öld síðan við fengum flugvélar í
innanlandsflugið þar sem krafist
var tveggja flugmanna í stjórn-
klefa. Ég man vel hve okkur fannst
það auka öryggið og vera til mik-
illa bóta.
Þótt flugvélamar séu nú á tímum
betur búnar en þær voru fyrir meira
en 40 árum og tæknibúnaður ájörð-
inni fullkomnari, þá hefir álagið á
flugmanninn ekki minnkað. Þvert
á móti hefir það aukist með mun
meiri umferð, flóknari tækjabúnaði
og því fleiri mælum og tækjum sem
fylgjast þarf með og svo hafa öll
mörk í aðflugi til flugvalla lækkað
til muna. Þegar einn flugmaður
þarf bæði að fljúga og vera sífellt
að horfa til brautarinnar þegar lág-
skýjað er, líta af mælunum, er
hættunni boðið heim. Óþarfi ætti
að vera að minna á hve hörmulega
getur til tekist undir slíkum kring-
umstæðum. Öryggisnefnd atvinnu-
flugmanna, starfsmenn Flugslysa-
nefndar og Loftferðaeftirlits ríkis-
ins hafa þráfaldlega bent á hve
nauðsynlegt sé að breyta þessu ör-
yggisins vegna.
Ofugþróunin sem átt hefir sér
stað í þessu hefir með árunum
sljóvgað dómgreind og árvekni fólks
um eigið öryggi þannig að það telur
það sem sjálfsagðan hlut að starf-
andi flugfélag geri allt sem hægt
er til þess að tryggja öryggi þess.
En það er ekki nóg að hrökkva við
þegar flugmanni fatast flugið í ill-
viðri svo að segja við bæjardyrnar,
það verður að draga af því lærdóm.
En hvað er til ráða, hvað getum
við gert sem komið gæti í veg fyrir
Jóhannes R. Snorrason
„Þegar einn flugmaður
þarf bæði að fljúga og
vera sífellt að horfa til
brautarinnar þegar
iágskýjað er, líta af
mælunum, er hættunni
boðið heim. Oþarfi ætti
að vera að minna á hve
hörmulega getur til
tekist undir slíkum
kringumstæðum. “
að slíkir atburðir gerist. Sumir vilja
byggja flugvöll í nágrenni við
Reykjavík, aðrir flytja allt innan-
lands-flugið til Keflavíkur. Hvorugt
er raunhæf lausn úr því sem komið
er, við höfnuðum eina álitlega flug-
vallarstæðinu, sem var á Álftanesi,
og til Keflavíkur getum við ekki
farið með innanlandsflugið, það
held ég að öllum ætti að vera ljóst.
En við getum aukið öryggi þeirra
sem fljúga og einnig þeirra sem
starfa í nágrenni við Reykjavíkur-
flugvöll eða búa í gömlu Reykjavík,
með því að krefjast tveggja vel
þjálfaðra flugmanna í stjórnklefa
allra flugvéla í áætlunar- og leigu-
flugi. Eins hreyfils flugvélar í sjón-
flugi, t.d. útsýnis- og kennsluflugi,
ætti að undanskilja af skiljanlegum
ástæðum. Forsvarsmenn hinna
smærri flugfélaga hafa ávallt and-
mælt þessu og þá einkanlega vegna
aukins kostnaðar. Væri eðlilegra
að þeir horfðu ekki í kostnað, sem
eykur öryggi þeirra sem fljúga á
þeirra vegum.
Sagt var í umræðuþætti um þessi
mál fyrir nokkru, að Bandaríkja-
menn mætu mannslífið á kr.
300.000 í þessu tilliti, og mátti
skilja að því væri ekki ástæða til
þess að hafa nema einn flugmann
í stjómklefa flugvéla sem flyttu 10
farþega eða færri. Illa trúi ég að
íslendingar myndu sætta sig við
þetta sjónarmið, sé það haft að leið-
arljósi hér, sem ég vona að ekki sé.
Hvers vegna er þá ekki án tafar
gerð sú breyting sem hér er um
rætt og tveir flugmenn skyldaðir í
stjómklefa allra farþegaflugvéla
hjá öllum flugfélögum landsins
hvort heldur er í áætlunar- eða
leiguflugi? Engum mun blandast
hugur um að hér er um öryggismál
að ræða fyrst og fremst, allt tal
um aukinn kostnað er afar léttvægt
að mínu mati. Við sem höfum unn-
ið að þessum málum um langt ára-
bil, vitum að mörg slys hafa orðið
hér, sem með einum eða öðmm
hætti má rekja til þess að einn flug-
maður var að beijast við illviðri eða
dimmviðri niðri við jörð. Slys hafa
einnig orðið í aðflugi undir erfiðum
kringumstæðum, sem með einum
eða öðrum hætti má rekja til þess
að einn flugmaður var í stjómklefa.
En fleira kemur til. Einn flugmaður
ræður oft á tíðum ekki við vanda
sem skapast getur þegar veður eru
válynd, svo ekki sé talað um ef bil-
anir auka á álagið og vandann.
Undir slíkum kringumstæðum hafa
tveir vel þjálfaðir flugmenn ærinn
starfa um borð og ættu a.m.k.
kunnugir að vera mér sammála um
það.
Óheimilt er að fljúga blindflug
með einn flugmann í stjómklefa á
umræddri stærð flugvéla, nema að
sjálfstýring sé í lagi. Forvitnilegt
væri fyrir eftirlitsmenn Loftferða-
eftirlitsins að kanna framkvæmd
þessa atriðis. Það ætti að vera lág-
markskrafa þeirra, sem notfæra sér
þessa umræddu þjónustu, að þjálfun
flugmanna sé góð, þeir fari í „flug-
hermi" eða æfingaflug með þaul-
vönum kennara á sex mánaða
fresti, og að reglur, sem eiga að
styðja við hið vafasama öryggi að
hafa einn flugmann í stjómklefa,
séu virtar.
Það er nánast sorglegt að sjá
einn flugmann við eftirlitsstörf hjá
Flugmálastjórn, eftirlit með hundr-
uðum flugvéla og flugmanna, ekki
aðeins hér á Reykjavíkursvæðinu,
heldur um alla landsbyggðina. Eft-
irlit af þessu tagi er kák og ekkert
nema kák. Vonandi er að nýskipað-
ur samgönguráðherra sjái sér fært
að gera Loftferðaeftirlitinu kleift
að bæta þetta ófremdarástand, það
þolir ekki bið.
Ég þykist vita að þessi orð mín
muni á ný mæta andspymu hags-
munaaðila, en hafi þeir ekki efni á
að starfrækja flugfélag og hlíta
þeim, að mínu mati, lágmarks ör-
yggiskröfum sem um er rætt hér
að framan, ættu flugmálayfirvöld
að endurmeta léyfisveitingar til við-
komandi aðila. Það ætti að vera
skýlaus krafa hins almenna borg-
ara, sem þarf á umræddri þjónustu
að halda og greiðir ærið fé fyrir,
að ekkert sé til sparað í þeirri við-
leitni að koma í veg fyrir slys.
Höfímdur er fyrrverandi yfírúug-
stjóri Flugfélags ísiands og siðar
Fiugieiða ogfyrrv. formaður
Flugsfysanefhdar.
UPPHAF GOÐRAR MALTIÐAR
MOULINEX
ÖRBYLGJUOFNAR
ÞAR SEM HOLLUSTA
OG TÍMASPARNAÐUR
FARA SAMAN.
BETRI ORKUNÝTING -
LÆGRI RAFMAGNSREIKNINGUR
1 5 Itr OFN 650 WÖTT á
2 4 Itr OFN 750 WÖTT S
Q-
ns^^x^^^ss^^tstissssssisssts^^st^it&isw^sitíiiistst^stssis^sstsssss^^s^sss^^^iimtttsiiíitts^istsiti^fíSf^^^ssssiA
tSMWMMHiVVII