Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 50
 50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Berggrunnskort af Sigöldu- Veiðivatnasvæðinu. Þetta er fyrsta kortið af berggrunni ís- lands í mælikvarðanum 1:50.000 með staðli og ná- kvæmni sambærilegu við það sem aðrar þjóðir hafa lengi notað við kortlagningu landa sinna. Og verða kort svona í framtíðinni. Litaskýringar fylgja svo til hliðar við kortið og fyrir neðan þverskurður af svæðinu. 'MARGT DYLST í MÓBERGINU —Fyrsta fullkomna berggrunnskortið Sigöldukortasvæðið er afmarkað í ramma, svo betur sé hægt að átta sig á hvar það er á landinu. í sumar kom út fyrsta kortið af berggrunni íslands með staðli og nákvæmni sambærilegu við það sem aðrar þjóðir hafa lengi notað við kortavinnslu á undirstöðu landa sinna og er í mælikvarð- anum 1:50.000. Þetta er kort af Sigöldu-Veiðivatnasvæðinu, sein unnið er á Vatnsorkudeild Orkustofiounar, þeim hluta hennar sem sér um jarðfræðikortlagningu. Er Elsa G. Vilmundardóttir, jarð- fræðingur, aðalhöfúndur kortsins og sá um útgáfúna. Með þessu korti liggur fyrir betri þekking á þessu svæði, sem svo mikilvægt er vegna virkjana, því berggrunnurinn er vitanlega undirstaðan að öllu öðru í jörðu og á. Þetta fagurlita kort vakti áhuga blaða- manns, sem lagði leið sína á kortlagningardeildina til að spyija Elsu Vilmundardóttur og deildarstjórann Freystein Sigurðsson nánar út í hvað þar væri merkilegast að sjá. Þama á veggnum hanga þijú <___önnur tiltölulega ný og forvitnileg kort og teiknarinn Guðrún Sigríður Jónsdóttir stendur við teikniborðið og vinnur að framhaldinu, næsta setti. Við nánari skoðun kemur í ljós að þetta eru kort af nokkuð öðru tagi. Kortin þijú eru grunn- vatnskort, setlagakort og berg- grunnskort, öll af Búrfells- og Langöldusvæðinu, en það síðast- nefnda þó ekki unnið með þessum nýja fullbúna staðli sem nýja berg- grunnskortið af Sigöldu-Veiði- vatnasvæðinu. Oll eru þessi kort á Tungnaár-Þjórsársvæðinu, enda hefur okkur að undanförnu varðað það mestu vegna virkjunarfram- kvæmda undanfarinna ára og fyrir- hugaðs framhalds á þeim. Ekki er það sérviskan ein að hafa kortin í þrennu lagi. Þau bæta hvert annað upp, kortleggja grunnvatnið, laus jarðlög og berggrunninn sitt í hveiju lagi. Síðasttalda kortið af berggrunninum nær yfir Búrfells- virkjunarsvæðið og Hrauneyjafoss- virkjun. En Sigölduvirkjun og Veiði- vötn eru á berggrunnskortinu með nýja staðlinum, sem við erum hér einkum að forvitnast um. Þegar blaðamaður fer að reyna að átta sig á stöðunni, segja þau Freysteinn og Elsa að þau telji að nú hafi náðst heildarsýn á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár, svo að framhaldskort- lagning ætti að geta gengið vel og liðlega. Auðvitað á slík kortagerð sér langan aðdraganda og byggir á miklum forrannsóknum, sem að baki liggja áður en kortavinnslan - hefst. Þetta er eins og að klifra upp píramída, segja viðmælendur okkar. „Líkist því að byggja hús. Fyrst þarf að ganga frá grunninum og síðan að reisa veggina, áður en þakið er sett yfir. Eins er með kort- lagninguna. Fyrst þarf að átta sig á samhengi jarðlaganna á stóru svæði, því allt er þetta samtengt í jarðsögunni. Þá er komið að korta- vinnslunni. Tekur yfirleitt tvö sum- ur upp til flalla. Bæði er sumarið stutt og svo koma sjaldnast öll kurl til grafar í fyrstu yfirferð. Gott er og stundum nauðsynlegt að geta skotist á staðinn og rekið smiðs- höggið á verkið eftir að handrit hefur verið teiknað. Þá má fara að vinna kortið til útgáfu". Skipulega var byijað 1983 að vinna að kort- lagningu á Þjórsár-Tungnaársvæð- inu, en vinnslunni á jarðfræðikort- inu var formlega komið á 1982. Lengi var þá búið að vinna þarna, en ekki í samhengi. Þá kom í ljós að tengja þyrfti saman. Ekki varð það síst ljóst eftir tilkomu Kvíslar- veitna, þar sem bætt er í virkjanir kvíslum Þjórsár austan úr Hofs- jökli. Þannig varð þetta samstarfs- verkefni Orkustofnunar og Lands- virkjunar. „Heildarþekking okkar á svæðinu tók þá að nýtast, þótt ekki væri enn farið að festa hana á kort," sagði Elsa. Handgrafíð í gjóskulögin Segja má að Elsa Vilmundardótt- ir, jarðfræðingur, þekki þetta svæði eins og vasa sína, hefur verið næst- um heimilisföst á svæðinu í 25 ár, eins og Freysteinn orðar það. Þess- vegna er hún spurð hvað sé merki- legast að finna á þessu svæði. „Þama erum við að kortleggja á Elsa G. Vilmundardóttir, sem sá um útgáfúna og er aðalhöfúndur jarðfræðikortsins, og Freysteinn Sigurðsson, deildarstjóri. Milli þeirra er kort af íslandi þar sem merkt er inn allt svæðið á kortun- um sem talað er um í greininni. virku gossvæði og fömm þvert yfir eystra gosbeltið. Svæðið einkennist af geysilöngum gosspmngum, sem hafa gosið gjósku og hrauni síðast- liðin 10 þúsund ár, alveg fram á okkar daga. Á ísöldinni mynduðust móbergshryggir á gosspmngunum. Okkur hefur tekist að tímasetja fjölda af gosum sem urðu eftir að ísöld lauk,“ byijar Elsa útskýringar sínar. „Við Guðrún Larsen, jarð- fræðingur, höfum verið að vinna þetta saman, með því að skoða gjóskulögin. Grafið þama í lögin allt frá Hófsvaði norður undir Von- arskarð." Elsa nefnir það ekki sjálf, en þær Guðrún hafa grafið allar þessar holur í mismunandi erfiða jörð með handafli, nema hvað þær fengu eitt sinn í tvo daga gröfu þegar þær vom á svæðinu við ann- að verk. Létu þá grafa nokkrar holur þar sem lögin vom hálfur þriðji metri á þykkt. „Og þær fara létt með þetta," skýtur Freysteinn inn í. Sem er ekki svo lítið afrek út af fyrir sig, þegar maður sér fyrir sér tvær grannvaxnar stúlkur að grafa djúpar gryfjur í mislausum sandi. „Við Guðrún bjuggum til aldurs- lykil gjóskulagatímatals þarna, sem við getum notað,“ segir Elsa „Þeg- ar búið er að grafa og komið ofan í gryfju, þá má lesa þar eftir lögun- um aldurinn. En lögin em ekki alls staðar eins. Heklulögin hafa t.d. svo breytilega komastærð, lit o.s.frv. að það þarf að rekja þau og fylgj- ast með því hvernig þau breytast eftir því hvar maður er staddur hveiju sinni. í það þurfti að leggja mikla vinnu áður en hægt var með öryggi að rekja sig eftir þeim. En nú getum við notað þau sem tíma- merki í jarðvegi ofan á hraununum eða undir þeim. Þannig er hægt að gera sér mynd af gosvirkninni. Við gátum til dæmis áttað okkur á því að heildarvirknin hefur verið ójöfn, á nútíma mest í byijun, fyrir átta til tíu þúsund ámm. En þetta er erfíðara fyrr, þar sem móbergið er. Við getum raðað móberginu nokkuð upp í tímaröð, en við þekkjum ekki raunvemlegan aldur þess.“ Bólstrabreiður frá gosstöðvunum „Við komumst að því þegar verið var að kortleggja móbergið að við gátum skipt því í goseiningar, rétt eins og í hráununum. Berggerðin er oft ólík og svo liggja einingarnar sums staðar hver ofan á annarri, þær elstu neðst og þær yngstu efst. Þessar goseiningar í móberginu virðast líka hafa myndast á löngum gosspmngum, svo að gosvirknin virðist hafa verið svipuð í býsna langan tíma. Snjóöldufjallgarður virðist t.d. hafa myndast á 40 km langri gosspmngu,“ heldur Elsa áfram skýringu sinni. „Við finnum stundum tuff, sem er samlímd gos- aska, og önnur einkenni sem benda til þess að þar sé gosstaður. Og oft höfum við þar aldursákvörðun. Bólstrabergsbreiður eða bólstra- hraun em líka nýjung. Þau virðast breiðast út frá gosstöðvunum eins og venjuleg hraun, en em oftast nær þykkari en flest þeirra, einkum í kantinum. Sem dæmi má nefna Launöldur milli Þóristungna og Þórisvatns. Þar er brúnin 30-40 m há. Talið er að bólstraberg myndist í vatni, ekki síst í bráðvatni við eld- gos undir jökli. Hin klassíska mynd gerði ráð fyrir að það hlæðist upp í hrúgur, en það virtist sem sé líka geta breitt úr sér í víðáttumiklum lögum. Þetta má t.d. sjá í Sigöldu og í Vatnsfellsmyndun. Svona bólstrabergsbreiður em til víðar á Iandinu, en þó em þær sérlega áber- andi á Tungnaáröræfum. Þær em nánast einkennandi fyrir það svæði. Annars hafa jarðfræðingar lítið skoðað móberg á þessu svæði síðan Guðmundur Kjartansson var hér við rannsóknir fyrir þijátíu til ijömtíu ámm. Yfirleitt hafa menn lagt leið sína að Heklu, af því hún er svo merkileg og þekkt og haldið síðan beint í Veiðivötnin, sem em gróður- vin í eyðimörkinni. Um það er svo verið að tala án frekari athugunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.