Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 68

Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 68
68 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Bremen ’ með ein- stefnu í Stuttgart MEISTARAR Werder Bremen voru heldur betur í essinu sínu á Neckar-leikvanginum í . Stuttgart í gær. Þar unnu þeir stórsigur, 0:6, yfir Stuttgart Kickers. Það má segja að einstefna hafi verið að marki Kickers. Frank Neubarth þrumaði knettinum þrisvar sinnum í netið hjá nýliðin- um. Karl-Heinz Ri- FráJóni edle skoraði tvö og Halldóri Frank Ordenewitz Garóarssynii ejtt. Norbert Meier V-Þyskalandi ^ m { öl,um sex mörkunum. Köln var sterkari en Bayer Leverkusen í Rínarlandarslagnum, 3:0. Leikurinn var opinn og skemmtilegur. Pierre Littbarski náði ekki að skora fyrir Köln úr vítaspymu í fyrri hálfleik. Thomas Hássler, Thomas Allofs og Haus- mann, sjálfsmark, skoruðu fyrir Köln. Dieter Eskstein átti stórleik með Frankfurt, sem vann, 1:0, Karls- ruhe. Frank Schulz skoraði markið með skalla. Kaisterslautem fékk óskabytjun gegn Uerdingen. Harald Kohr skor- aði mark eftir aðeins fjórar mín. Leikmenn Uerdingen svöruðu með þremur mörkum - 3:1. Wolfgang ^Funkel, Horst Steffen og Angelo Nijskens skoruðu. Holger Fach náði svo ekki að skora úr vítaspyrnu. Tveir leikmenn Uerdinegn meíddust í leiknum - fengu skurð á fótlegg. Daninn Jan Bartram, áður Glasgow Rangers og Stefan Kuntz. Ásgeir Sigurvlnsson „ekkl bara heppnl Sala getraunaseðla lokar kl. laugardögum 14:45 á »6. LEIKVIKA -19. NÓV. 1988 1 X 2 leikur 1. Arsenal - Middlesbro leikur 2. Aston Villa - Derby leikur 3. Everton - Norwich leikur 4. Luton - West Ham leikur 5. Manch.Utd. - Southamton leikur 6. Millwall - Newcastle leikur 7. Nott.For. - Coventry leikur 8. Q.P.R. - Liverpool leikur 9. Wimbledon - Charlton leikur 10. Bournem.th - Manch.City leikur 11. Bradford - Chelsea leikur 12. Sunderland - W.B.A. \ Símsvarí hjá getraunum eftir kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. Ath. hópleikurinn hefst um helgina „Ég er ekki kominn á grafarbakkann" - sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem átti ekki von á því að vera tekinn af leikvelli í Munchen ÞAÐ vakti mikla athygli á Ólympíuleikvanginum í Miinchen, þegar Arie Haan, þjálfari Stuttgart, tók Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliða Stuttg- art af leikvelli í leiknum gegn Bayern Miinchen. Ásgeir var talinn besti leikmaður vallar- ins í leiknum, sem endaði með jafntefli, 3:3, eftir að Stuttgart var yfir, 1:3, þegar níu mín. voru til leiksloka. Eg átti ekki von á að vera tek- inn af leikvelli. Það var stutt til leiksloka og ég blés ég ekki Stuttgart til Kosta- ríkuog Brasilíu ÁSGEIR Sigurvinsson og fé- lagar hans hjá Stuttgart fara í æfinga- og keppnisferð til Mið- og Suður-Ameríku í janúar. Þeir byrja á því að fara til Kostaríka, þar sem þeir verða í æfingabúðum eins og sl. vetur. Þaðan haldur Stuttgart til Brasiliu. „Við munum taka þátt í sterku aðþjóðlegu móti í Brasilfu. Það er San Paolo sem stendur fyrir þessu móti,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem mun koma til Islands í jólafrí. Sunnubraut Tomasarhagi 9-31 fttorgrnibXafrtfr KÓPAVOGUR AUSTURBÆR Oðinsgata o.fl. Sóleyjargata o.fl. Lindargata o.fl. VESTURBÆR úr nös,“ sagði Ásgeir Sigurvins- son í viðtali við Morgvnblaðið. Ásgeir sagði að það virðist vera liður í leikskipulagi Haan að taka leikmenn af leikvelli til að hvíla þá fyrir næsta leik. „Ég er ekki kominn á grafarbakkann. Þarf ekki að hvíla mig lengur en aðrir leikmenn. Þjálfarinn ræður hvað gert er og hann verður að taka ákvarðan- ir. Ég gerði sem ég gat í leiknum og veit að ég náði að leika vel. Ég ákvað því að svekkja mig ekkert útaf ákvörðun þjálfarans. Hann verður að svara fyrir það sem hann gerir. Ég sá ekki að það væri ástæða til að gera breytingar á Stuttgart- liðinu, þegar stutt var til leiks- loka. Það var búið að ganga vel hjá okkur. Eftir að við komumst í 3:1, var eðlilegt að breyta um leikaðferð. Dempa leikinn niður - í stað þess að reyna að bæta við mörkum. Það voru mistök og þau kostuðu okkur tvö ódýr mörk,“ sagði Ásgeir, sem sagði að leik- menn Stuttgart hefðu verið ánægðir með að ná jafntefli í Múnchen, áður en leikurinn hófst. „En eins og leikurinn spilaðist, var sárt að þurfa að sætta sig við jafntefli," sagði Ásgeir. Hamburger SV lagði Essen Hamburger átti ekki í vandræð- um með að leggja Essen að velli, 3:1, í v-þýsku bikarkeppninni í gær. Fred Klaus, Harald Spörl og Uwe Bein skorðu mörk Hamburg- er, en Volker Abramczik skoraði fyrir Essen. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Hörkuleikur í Denver: Lakers vann á þriggja stiga körfu frá „Magic“ LOS Angeles Lakers er nú komið á gott skrið eftir tapleik í San Antonio fyrir rúmri viku. Liðið vann fjórða leik sinn í röð íDenver, 148:146, íleiksem var framlengdur tvisvar. Den- vernáði 146:145 forystu þegar þrjár sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni, en þá tók Lakers leikhlé og lagt var á ráðin. Boltanum var strax komiðtil „Magic'1 Johnson í lokin og kappinn var ekkert að tvínóna við hlutina heldur skaut þriggja stiga skoti og knötturinn hafnaði íkörfunni um leið og leiktíminn rann út. Lakers hefur því náð forystu í Vesturdeildinni með fimm sigra og eitt tap, en liðin hafa nú leikið 6-7 leiki hvert. Detroit er eina ósigraða liðið í deildinni nú og hefur forystu í Austurdeild, hefur unnið alla sex leiki sína til þessa. New York er komið á mikið skrið Gunnar og hefur unnið fimm Valgeirsson leiki í röð. Atlanta skrifar vann sinn fimmta sigur þegar liðið sigraði Cleveland á útivelli á þriðju- dag með 97 stigum gegn 95 og var þetta fyrsti ósigur Cleveland í deild- inni. Það var Moses Malone sem var maðurinn á bak við sigur Atl- anta. Hann var stigahæstur með 21 stig og skoraði sigurkörfu liðs- ins. Michael Jordan átti enn einn stórleikinn með Chicago á þriðjudag þegar lið hans vann Philadelphia 76ers. Hann skoraði 33 stig í leikn- um og Chicago vann örugglega 120:107. Þijú lið hafa enn ekki náð að vinna leik á keppnistímabilinu. Nýju liðin frá Miami og Charlotte eru á Moses Malone sigurs og Indiana Pacers hafa tapað öllum sex leikjum sínum. NBA-ÚRSLST Sunnudagur: Houston - Sacramento Kings....129:127 Denver Nuggets - Portland.....143:132 Mánudagur: G.S. Warriors-N. J. Nets.....100:96 Þriðjudagur: N. J. Nets - Charlotte Hornets.106:99 Boston Celtics - Miami Heat.....84:65 Atlanta Hawks - Cleveland.......97:95 Chicago - Philadelphia........120:107 Detroit - Dallas Maverics....108:99 N. Y. Knicks - Houston......126:121 L. A. Lakers - Denver.........148:146 Utah Jazz - Indiana Pacers.....108:96 Portland - L. A. Clippers...125:103 Phoenix - Sacramento...........119:83

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.