Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Valgeir og Mike Shepard í Stemmu. Ljósmynd/BS Gengið í málið Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru, einn á ferð Valgeir Guðjónsson hefur lengi veriö snar þáttur f fslenskri popp- menningu sem Stuðmaður, en öllu nýstárlegri er hann í hlut- verki sólóstjörnu. Menn œttu þó að venja sig við þá ímynd þvf Valgeir er að vinna að sinni fyrstu sólóplötu og hefur fullan hug á að haida fram þeim ferli. Rokksíðan gekk á fund Valgeirs í ísbjarnarhúsinu gamla á Seltjarn- arnesi, en þar er til húsa hljóðver- ið Stemma og þar hefur Valgeir eytt tímanum undanfarið við plötu- gerðina. Valgeir, er eitthvað sérstakt um plötuna að segja? Þetta er plata sem ég er búinn að ganga lengi með í maganum og höfðinu. Þetta er eitthvað sem ég hef látið sitja á hakanum, því það hafa alltaf verið að koma upp verkefni sem hafa tekið frá mér lög og kraft, en nú ákvað ég að kom- inn væri tími til að ganga í þetta mál og ég er reyndar furðu ánægð- ur með útkomuna. Er þetta þá eitthvað sem er verulega frábrugðið þvf sem þú hefur verið að gera fram að þessu? Ég hugsa að þetta sé nú ekki verulega frábrugðið, en ég vona að þetta sýni einhverjar nýjar hlið- ar í bland við gamla takta. Ertu að fá útrás fyrir eitthvað sem þú hefur bælt inni liðin ár? Nei, ég held ég hafi aldrei þurft að bæla nokkuð innra með mér, en máliö er að á þessari plötu get ég gert það sem mér sýnist án þess að þurfa að vera að taka til- lit til annars fólks. Það er ég sem ræð ferðinni, en ekki geri ég þetta þó allt einn, ég hef mér til halds og trausts þá menn sem ég hefði einmitt helst vilja hafa við gerð þessarar plötu, þá Ásgeir Óskars- son og Björgvin Gíslason, sem hafa lagt mér lið við útsetningar Tónleikar í kvöld verða haldnir tónleikar í veitingahúsinu Rétt hjá Nonna við Austurvöll, en nýverið lauk miklum breytingum á húsnæði staðarins, sem áður hét m.a. Óðal, Kreml og Lennon. Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Daisy Hill Puppy Farm, Wapp, Huus og Smurf, en þær eru allar, að þeirri fyrstnefndu frátalinni, nýjar af nálinni. Daisy Hill Puppy Farm hefur aftur á móti sent frá sér smáskífuna Roc- ket Boy, sem vakti nokkra athygli í Bretlandi. Ljósmynd/BS Jói í Daisy Hill Puppy Farm samhliða því sem þeir hafa spilað. Við sjáum um hljóðfæraleikinn í sameiningu og við bætist að við komumst að því að upptökustjór- inn, Mike Shepard, er snjall bassa- leikari sem hefur starfað sem slíkur í sínu heimalandi. Þar var því komin lítil hljómsveit. Síðan komu til sögunnar tveir blásarar og þá eru hljóðfæraleikarar upp taldir. Blásararnir eru þeir Kristinn Svavarsson sem leikur á saxófón og svo Ómar Ragnarsson sepn blístrar; tveir blásarar, saxófón- leikari og flautaþyrill. Ég var að leita að góðum flautara og mér var bent á Omar, en hann hefur ekki, svo ég viti, komið fram sem slíkur á plötu. Mér skilst nú að hann sé að velta því fyrir sér að gera flaut- plötu, enda er alger eyða í íslensku tónlistarlífi þar sem flautið er. Er eitthvað sérstakt yrkisefni sem þú velur þér f textum? Nei, það er engin heildarhugsun á bak við plötuna, hún er hvorki veðurfræðilegs né jarðfræðilegs eðlis umfjöllunin á þessari plötu, svo ég taki nú mið af mínum gömlu félögum. Textarnir eru svona litlar myndir úr tilverunni sem erfitt er að útskýra í fáum orðum, lögin verða eiginlega að fá að syngja fyrir sig sjálf. Gerir þú þér einhverjar sér- stakar vonir með plötuna, eins og að hún verði til þess að þú farir að gera meira á eigin spýtur? Ég er nú þegar byrjaður á því með þessari plötu og það má líta á hana sem skref á þeirri leið, en hún breytir kannski ekki svo miklu, hún er bara einn af þeim hlutum sem ég er farinn að taka mór fyrir hendur. Þetta er þá ekkert tímamóta- verk? Fyrir mig er þetta náttúrulega tímamótaverk, en ég veit ekki hvernig verður með aðra. Skemmtilegar hljómsveitir verða að hafa spilaeldmóð Strax og pólskiptin Stutt er síðan hljómsveitin Strax, sem kannski ætti frekar að kalla dúettinn Strax, enda ein- göngu skipuð þeim Ragnhildi Gfsladóttur og Jakobi Magnús- syni, sendi fá sér plötuna Eftir pólsktptin. í tengslum við þá út- gáfu Ijóstruðu vísindamenn upp um áður óþekktar staðreyndir um framtíð íslands, sem ekki verða raktar hér. Á plötunni hafa þau Jakob og Ragnhildur sér til aðstoðar heims- kunna tónlistarmenn í bland við landskunna, þeirra á meðal Alan Murphy, Preston Ross Heyman, Busta Jones, Jón Kjell Seljeseth, Þórð Árnason, Karl Sighvatsson og Jóhann Ásmundsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Rokksíðan mælti sér mót við Jakob, sem telst helmingur Strax, í Ingólfsbrunni. Vart verður annað sagt en að platan sé með alþjóðlegt yfir- bragð; helstu hijóðfæraleikarar erlendir, textar með alþjóðlegar visanir og það má halda því fram að tónlistin taki mark af því sem er að gerast úti í heimi, er ein- hvað meira í aðsigi en útgáfa hér á landi? Ég læt öðrum hinn markaðslega þátt eftir, en það er engin launung á því að bæði Skífan og Steinar hafa verið að vinna að því að koma tónlistarmönnum á sínum snærum á nýja markaöi, í það minnsta sínum flaggskipum. Þetta er þó alltaf spurning um rétt lag á réttum tíma á réttum stað og það getur vel verið að það sé eitthvað slíkt á þessari plötu, eða á næstu, en við missum ekki svefn út af þvi. Nú heyrði ég því fleygt að þið mynduð spila í London. Já, það hefur verið pælt eitthvað í þvi að spiia þar nokkrum sinnum og þá kannski víðar, en það er ekki endanlega frágengið. Hafið þið þá tekið upp enskan söng við einhver lög? Á nokkur lög, já, til að hafa í bakhöndinni. Síðustu Straxplötur voru með enskum textum, eru þetta pól- skipti hjá Strax? Idealið hefur vitanlega alltaf ver- ið að vera með íslenska texta á plötum sem gefnar eru út fyrir íslenska áheyrendur. Það verður að segjast eins og er að síðasta plata var ekkii nema hálfkaraö verk að því leyti að það gafst ekki timi til að vinna hana til fulls. Hún var unnin á þremur vikum í óskapleg- um spreng, ég var raunar í öðru á meðan og Ragnhildur var með nýburann á arminum. Það voru til einhverjir textar á íslensku, en ekki allir og ákvörðun var því tekin um að hafa allt á ensku. Valgeir átti svo einhvern slatta af enskum lögum og ég líka þannig að þetta fór svona. Stefnan er samt sú að íslenskir textar skuli þaö vera á íslandi en enskir annars staðar. Textahöfundar á þessari plötu eru ýmsir. Við ætluðum upphaflega að koma þessari plötu út í sumar, byrjuðum að semja i febrúar auk þess að ný lög fæddust eftir að vinnsla plötunnar hófst. Textarnir taka hinsvegar alltaf lengri tíma og við leituðum til nokkurra vina og kunningja til að yrkja, en það tók engu að síður of langan tíma og því var ákveðið að fresta útgáf- unni fram á haust. Það er þó eng- in ástæða til að sjá á eftir því, því textahöfundarnir voru góðir menn eins og Sjón, Bjóla og Steinunn Þorvalds, auk okkar, Valla og Egils. Snúum okkur að tónlistinni. Á plötunni eru f það minnsta tvö lög sem hafa á sér mikið reggíyfir- bragð, eitt lag með salsatakti og á einum stað bregður fyrir ind- verskum hljóðgerfli. Þessi karabísku áhrif sem þú nefnir, reggíáhrifin og Havanaryth- minn, eru líklega til komin vegna Morgunblaðið/Árni Sæberg þess að við vorum á þeim slóðum þegar lögin urðu til. Við vorum í New Orleans meðal annars og þar fékk maður tónlistina beint í æð allan sólarhringinn og allstaðar voru menn að spila. Það var mikil uppljómun að koma á þennan stað þar sem maður sá fyrir sér þræl- ana koma í þessa tónlistardeiglu þar sem þeirra tónlistararfur blandaðist evrópskri tónlist og skapaði það sem er popptónlist i dag. Maður sá tónlistarsöguna í nýju samhengi og í kjölfar þess komu eflaust þau áhrif sem þú varst að nefna inn á þessa plötu. Nú er Egill á myndinni framan á plötuumslaginu en hann er ekki talinn með f Strax aftan á þvf, er hann ekki í hljómsveitinni? Nú hefur Egill mikið fram að færa fyrir hljómsveitina en hans ferill hefur færst í aðra átt, þ.e. til kvikmynda og sviðsleiks og við gerðum því samkomulag við hann um það að hann væri með okkur þegar hann gæti, en við værum ekki bundin af fjarveru hans þegar hann gæti ekki verið með. Strax er þvi í raun ég og Ragga, en svo raðast bara i kring um það eftir því sem við á. Er það ekki þungt í rekstri að vera með í hljómsvertinni erlenda hljóðfæraleikara? Jú, víst er það. Við ætlum að fara í hljómleikaferð á næstu tveimur mánuðum með lágmarks aðstoðarmenn til að spila um land allt, og þá kannski tvisvar eða þrisvar á dag í skólum og stofnun- um meðal annars, og það er ekki hægt að bjóða erlendum tónlistar- mönnum upp á slíkt. Það er varla aö það sé hægt að sumri til hvað þá að vetri. Við verðum því með íslenska tónlistarvíkinga meö okk- ur, þá Sigurð Gröndal, Sigfús Ótt- arsson og Baldvin Sigurðsson. Okkur langaði að gera þetta svona núna og vera í nánu sambandi við áheyrendur. Eru einhver lög á plötunni sem þú heldur upp á umfram önnur? Fyrir minn smekk þá eru það helst reggíættuðu lögin og svo þau tvö sem Sjón kom nálægt, skrímslalagið og dínósárasöngur- inn, það eru lög sem hafa öðruvísi uppbyggingu og það er ekki svo gott að setja fingurinn á það hvað það er sem gerir þau öðruvísi, þú veist ekki í hvaða poka þú átt að setja þau. Eru þau lög þá vísbending um þaö hvert þú vilt beina hljóm- sveitinni? Já, mig hefur langað til að gera eitthvað svolítið ævintýralegt. Ég er satt best að segja orðinn dálítið leiður á þessu formi sem nú hefur viðgengist allt of lengi. Þegar hipp- atímabilinu lauk og diskóið tók við var þetta komið niður i magurt form sem var intro, vers, chorus, vers, chorus, chorus, eða eitthvað svoleiðis. Þó að þetta geti verið ágætt þá er þetta voða takmarkað fyrir eina spilandi hljómsveit eða spunaglaða söngkonu. Ég hef vilj- að sjá það að hljómsveit væri að spila sértil gamans og ég hef fund- ið fyrir því þegar við höfum verið að undirbúa þessa væntanlega ferð okkar. Þannig aö þú ert aö brjótast út úr forminu? Já, meðvitað eða ómeðvitað. Vitanlega er gott lag alltaf gott lag og það hefur sitt staðlaða form, en hinsvegar er góð músík líka góð músík og hún þarf ekki endilega að byggjast á einhverju litlu sætu lagi sem allir geta lært eftir eina hlustun. Víst þurfa flestar hljóm- sveitir að hafa eitthvað í þá veru, svona í bland, en skemmtilegar hljómsveitir verða líka að hafa spilaeldmóð. Það heyrist á plötunni aö Ragn- hildur hefur breytt um söngstil og það mætti halda því fram að hún sé farin að nota röddina eins og hljóðfæri. Já, hún er kannski farin að nota rödina meira eins og einhverskon- ar hljóðfæri, hún er alltaf að gera tilraunir og leika sér að því að brjót- ast úr viðjum vanans. Við erum a.m.k mjög sammála um það að viðhalda ævintýramennskunni og nota röddina m.a. til spuna. Er eitthvað sérstakt sem þú vih segja um plötuna? Nei, en ég vona að ef maður getur haft áhrif á einhverja í kring um sig þá gæti þessi plata kanski verið einhver vísbending um leiðir út úr hinu staðlaða formi sem svo margir hafa verið að velta sér upp- úr undanfarin ár. Hver er framtíð Strax? Hún er sú sama og framtíð okk- ar og það er ekki gott að ráða í hana, en við höldum áfram að gera góða músík, betri músík, og að flytja hana sem oftast og sem víðast. Plötur frá Takti í upptalningu á íslenskum plötum á Rokksíðunni fyrir skemmstu láðist að geta útg- áfu Takts og úr því verður að bæta. Taktur hefur einna helst lagt fyrir sig geisladiskaútgáfu og safnútgáfu í seinni tíð, en gef- ur einnig út nýja tónlist. Fyrir jólin kemur út geisladiskur með Grafíkplötunni Get ég tekið cjéns og geisladiskur með þekktustu lögum Hljóma í tilefni af 25 ára afmæli sveit- arinnar, en einnig er væntan- legur diskur með gömlum lög- um með Hauki Morthens. Jassplötur verða tvær, ein plata með Guðmundi Ingólfs- syni og félögum, sem leika íslensk þjóðlög og eigin lög, og önnur með Birni Thoroddsen og kvintett hans, sem skipaður er dönskum jassleikurum. Til viðbótar við þetta sendir Taktur frá sér þriggja plötu kassa með Maríu Markan og sönglögum Gylfa Þ. Gíslasonar og tvær barna- plötur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.