Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir ÓLAF Þ. STEPHENSEN Dagleg samskipti varnarliðsins við íslendinga: 5.200 manns sem láta sem minnst fara fyrir sér Bandarískir herlögreglumenn standa vörð í hliðum vamarsvæð- isins ásamt íslensku lögreglunni. Eftirlitið hefur verið hert vem- lega eftir að nýja flugstöðin var tekin í notkun. VARNARSTÖÐ Atlantshafsbandalagsins í Keflavík er sjötta Qölmennasta þéttbýli á landinu, í nánu sambýli við byggðimar á Suðumesjum. Það er þó óhætt að fullyrða að minna ber á ná- vist vamarliðsins hér en í flestum Evrópulöndum, ar sem bandarískir hermenn hafá bækistöðvar. Þýskalandi er til dæmis ekki óalgengt að sjá bryndreka á fömum vegi eða hermenn gráa fyrir járaum innan um bindingsverkshúsin í friðsælum smábæjum. Sá er auðvitað munur á, að flestar þjóðir á meginlandi Evrópu hafa vanist herskyldu og daglegri umgengni við vopnaða hermenn. ts- lendingar hafa sjálfir ekki stundað vopnaburð um Vamarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins sér um nánast öll samskipti við vamarliðið af opin- berri hálfu. Skrifstofan sér um að veita leyfi fyrir æfíngum varnarliðs- ins og mikið samráð er haft milli hennar og yfírmanna vamarliðsins. Þá hefur vamarmálaskrifstofan milligöngu um samninga milli vam- arliðsins og sveitarfélaga á Suður- nesjum. Samráð um allar æfingar „Það er undantekningarlaust rætt um skipulagðar æfíngar áður en þær fara fram og vamarliðið sækir um heimildir fyrir þeim,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson, skrif- stofustjóri vamarmálaskrifstofunn- ar. „Það fer svo eftir atvikum hvort slíkt er heimilað eða ekki. Hvaðeina sem veldur truflunum er tekið sér- staklega fyrir og reynt að koma í veg fyrir að það endurtaki sig, en þetta er svo viðamikill rekstur að það er kannski erfítt að koma í veg fyrir að einhvem tímann verði mis- tök.“ Morgunblaðið sagði frá því í október að íbúar í Grindavík hefðu sagst hafa vaknað upp við vélbyssu- gelt frá þyrlu vamarliðsins, sem flaug lágflug í grennd við bæinn að næturlagi. Síðar bar vamar- málaskrifstofan það til baka að þyrla hefði verið á lofti á þessum tíma. Skothríðin sem heyrðist var hins vegar frá næturæfíngum all- langt frá bænum. Þorsteinn Ing- ólfsson segir að veður hafí verið óvenjustillt þessa nótt og því hafí skotin heyrst til bæjarins. „Þessi æfing fór fram á tíma sem okkur hafði ekki verið gerð grein fyrir. Menn þurfa ekki að æfa fram á nætur, sérstaklega ekki þegar skammdegið er að koma og hægt að æfa í myrkri án þess að fara fram yfír miðnætti. Þetta er dæmi- gert mál, þar sem ekki var haft nægilegt samráð um tímasetning- ar,“ sagði Þorsteinn. Hann tók þó fram að að þetta væri undantekn- ingartilvik. „Vamarliðið aðhefst ekkert án samráðs við okkur og á ekki að gera það,“ sagði hann. Að sögn þeirra sem til þekkja má ef til vill rekja mistök af þessu tagi til tíðra mannabreytinga hjá vamarliðinu. Oft er skipt um fólk í stjómunarstöðum, sem þarf þá nokkum tíma til þess að kynna sér allar samskiptareglur sem á hafa komist. Feluldæddir á Fimmvörðuhálsi Fyrir skömmu ömuðust heima- menn undir Eyjafjöllum við 65 aldabil og þess vegna em öll samskipti við varnar- liðið án efa viðkvæmari en annars staðar. Þar {iarf lítið út af að bregða til þess að friðsamir slendingar kippist við og þyki dátarnir vera farn- ir að færa sig upp á skaftið. Þótt svo virðist sem báðir aðUar leggi sig aUa fram um að allt gangi snurðulaust fyrir sig, koma af og til upp smáat- vik sem valda taugatitringi. Nokkur slík hafa orðið fréttamatur á undanfornum vikum, til dæm- is ollu næturæfingar varnarliðsins óróa i Grindavík og hópferð bandarískra hermanna aust- ur undir EyjaQöll var Ula séð af heimamönnum. manna hópi vamarliðsmanna, sem hugðist ganga á Fimmvörðuháls. Mennimir voru óvopnaðir, enda ut- an vamarsvæðisins, og höfðu skíði meðferðis ef vera kynni að þeir kæmust í snjó. Nokkrir þeirra, sem voru gestkomandi frá Bandaríkjun- um en ekki staðsettir í Keflavfk að staðaldri, voru hins vegar ekki í venjulegum skíðagöllum heldur í grænskræpóttum feluklæðnaði. Slíkir búningar fást í Vinnufatabúð- hverfinu á Skógum og lögðu bílum sínum við Skógaskóla. Þama eru líka heimalönd manna, þar sem búfé gengur.“ „Innrás, innrás!“ Friðjón sagði að hermennimir hefðu þó ekki verið til ónæðis. „Það er ekki hægt að segja að þeir hafí valdið neinum búsifjum. Hitt er svo annað mál að þegar hingað koma fjórir bílar merktir vamarliðinu og .. - X- ..... - . . ~ . , .. , ' ' '• . . r Framandlegir tilburðir f augum flestra tslendinga. Varnarliðsmenn æfa varnir við árás á Keflavíkurflugvöll. inni og eru hversdagsklæðnaður bandarískra hermanna, sem oft nota þá þótt þeir séu ekki við skyldustörf. Búningamir eru án ein- kennismerkja, en engu að síður varð þessi klæðnaður meðal annars tilefni kvartana frá sýslumanni Rangvéilinga, sem lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að Rangvellingar vildu ekki „þessa mengun í umhverfið hér.“ Viðbrögð heimamanna við þessu ferðalagi Bandaríkjamann- anna voru kannski dæmigerð fyrir viðkvæmnina í samskiptum við vamarliðið. Þama er fjölfarinn ferðamannastaður en menn, sem má auðkenna sem hermenn, valda öðrum viðbrögðum hjá landanum en venjulegir ferðamenn. f samtali við Morgunblaðið sagði Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvallasýslu, að áður hefði verið kvartað undan ferðum banda- rískra hermanna undir Eyjafjöllum. „Málið er það að rétt yfirvöld vissu ekkert af þessari ferð,“ sagði Frið- jón. „Allt í einu var allt orðið krökkt af feluklæddum dátum og það hafa auðvitað margir við það að athuga. Þeir eiga náttúrulega að vera ein- hvers staðar annars staðar, þeir voru þama nánast ofan í skóla- út skríða 65 menn, fer íslendingur- inn úr jafnvægi og hrópar „innrás, innrás“,“ sagði Friðjón. „Eg held að vamarliðinu sé fyrir bestu að hafa þetta ekki með þessum hætti. Vamarliðsmenn eiga auðvitað að geta farið um í landinu með eðlileg- um hætti, en það gerist ekki svona. Það er um að gera að láta fara lítið fyrir sér, og ef um æfíngar er að ræða á að láta rétt yfirvöld vita af sér. Við höfum fengið viðhlítandi skýringar og þykjumst vissir um að svona lagað komi ekki fyrir aft- ur, enda hefur maður ekki vitað til þess að varnarliðið sé nokkurn tímann til vandræða." Að sögn Þorsteins Ingólfssonar voru Bandaríkjamennimir á skíða- æfíngu, sem ekki telst skipulögð heræfíng og þurftu þeir því ekki sérstakt leyfi. „Það er sú stefna ríkjandi að þeim sem staðsettir eru á Keflavíkurflugvelli gefíst kostur á að kynnast landinu á jákvæðan hátt sem einstaklingar og ferða-. menn og njóta útivistar, svo lengi sem það truflar ekki frá sér,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að öðru máli kynni að gegna með stóra hópa á borð við þennan, en svona atvik væru ævinlega rædd og yfir- Sumir hafa aldrei séð bandarískan hermann nema undir þessum kringumstæðum. Þyrlubjörgunarsveit vamarUðsins hefur bjargað tugum íslenskra mannslífa. Varaarliðsmaður kaupir íslenskt lambakjöt í jólamatinn í stórmark- aði á varnarsvæðinu. íslendingar vinna afgreiðslu- og lagerstörf í verslunum varnarliðsins. menn varnarliðsins hefðu á því mik- inn áhuga að ferðir á borð við þessa yrðu ekki til truflunar. „Það er mikil og góð samvinna um alla hluti og ekkert sem ekki er hægt að ræða," sagði Þorsteinn. Góðir grannar Samskipti vamarliðsins við sveit- arfélög á Suðumesjum hafa gengið vel að sögn Þorsteins. „Vamarliðið leggur mikla áherslu á að hafa sam- vinnu við sveitarfélögin. Fulltrúi íslenskra stjómvalda á Keflavíkur- flugvelli, sem er flugvallarstjórinn, tekur þátt í þeirri samvinnu, bæði samstarfsnefndum um svæðis- skipulag og hvaðeina sem sveitarfé- lögin hafa samvinnu um á varnar- svæðinu. Það er ekki þar með sagt að allir séu alltaf sammála en það er fyrir hendi vettvangur til þess að ræða málin, og samskiptin hafa almennt verið mjög góð,“ sagði Þorsteinn. Sömu sögu sagði bæjar- stjórinn í Keflavík, Guðfinnur Sig- urvinsson. „Okkar samskipti era mjög góð og við ræðum mikið sam- an,“ sagði hann. „Það er ágætt samband milli yfirmanns vamar- liðsins og bæjarstjóra og það er skipst á heimsóknum af og til.“ Vamarliðið stundar töluverð við- skipti við sveitarfélögin í nágrenn- inu. Heitt vatn og rafmagn er keypt af hitaveitu Suðumesja og mikil samskipti era við Póst og síma. Þá sjá Sérleyfísbifreiðir Keflavíkur, sem era í eigu Keflavíkurbæjar, um flutninga á starfsfólki fyrir vamar- liðið. Vamarliðið lagði á sínum tíma stoftifé í Sorpeyðingarstöð Suður- nesja og nýtir hana með sveitarfé- lögunum, sem að henni standa. Allt rasl sem sorpeyðingarstöðin tekur ekki við er pressað og urðað. Það komst reyndar í fréttir fyrir skömmu að húsasorpi var ekki brennt í sorpeyðingarstöðinni, held- ur urðað. Þama var um tímabundið ástand að ræða vegna þess að ofn stöðvarinnar bilaði. Vamarliðið hef- ur því engin umhverfísvandamál í för með sér, að sögn Þorsteins Ing- ólfssonar. 1.100 íslenskir starfsmenn Hjá vamarliðinu starfa um 1.100 íslendingar, en auk þeirra era um 500-800 manns, sem starfa þjá verktakafyrirtækjum á vellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.