Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 49 ~ Glíman — þjóðar- íþrótt Islendinga eftir Jón M. ívarsson Glíman, sú íþrótt sem framan af öldinni var iðkuð jöfnum höndum til sjávar og sveita og í þéttbýli, heldur nú aðeins velli á þremur stöð- um á landinu, í S-Þingeyjarsýslu, á Suðurlandi og í Reykjavík. Glímu- samband íslands hóf markvissa endurreisn glímunnar fýrir þremur árum og á þeim tíma hefur kepp- endafjöldi í glímu þrefaldast. Þó er Glímusamband íslands (GLÍ) í dag fámennasta sérsamband ISI. Það er því langt í land með að vinna glímunni á ný rótfestu um land allt. Glimukynning GLI hefur á undanfömum árum staðið fyrir öflugri kynningu á glímu í grunnskólum landsins og á síðasta ári kynntust um það bil 8000 nemendur íþróttinni áð ein- hveiju leyti. Það hefur komið okkur Glímusambandsmönnum skemmti- lega í opna skjöldu hversu góðar viðtökumar meðal þeirra yngri hafa verið. Allt tal um að glíman sé úr- elt og gamaldags, jafnvel kauðaleg sem stundum heyrist frá úrtölu- mönnum hefur rækilega afsannast því bömin hafa tekið glímunni tveim höndum. Já börnin — ekki bara strákamir því nú er síðasta karlrembuvígi íþróttanna fallið og búið að opna íþróttina fyrir konum. Öll þessi kynning er brautryðjenda- starf og hefur meginþungi kostnað- ar lent á Glímusambandinu þó svo að íþróttafélög kveði á um að glíman skuii vera skyldugrein í efstu bekkjum grunnskóla. Þessi tilraun til að koma glímunni á fram- færi hefur sett ijárhag GLÍ úr skorðum og virðist ljóst að hún muni renna út í sandinn ef ekki kemur til stuðningur annars staðar frá en hinir hefðbundu styrkir sem GLÍ hlýtur sem eitt af sérsambönd- um ÍSÍ. Leiðir enda af sjálfu sér að sökum lítils umfangs glímunnar eru þeir styrkir litlir umfangs. Erlend samskipti Það gerðist árið 1908 í árdaga íþrótta á íslandi að héðan fór fræk- inn flokkur til Lundúna að sýna glímu á Ólympíuleikum. Undirtektir voru geysigóðar og íslenska glimu- menn dreymdi um að koma glímunni að sem keppnisgrein á leikunum. Árið 1912 fór einnig hópur glímukappa á Ólympíuleikana í Stokkhólmi til að sýna glímu „og luku allir upp einum munni að þetta væri einhver fegursta íþrótt sem þeir hefðu séð“. (Ólympíuleikar að fomu og nýju, útg. 1983, höf. dr. Ingimar Jónsson.) A báðum leikunum kom til árekstra við Dani sem urðu til þess að efla íslendinga í sjálfstæðis- baráttu sinni er þá stóð sem hæst. A leikunum 1908 keppti Jóhann- es Jósefsson í grísk-rómverskum fangbrögðum og 1912 var Siguijón Pétursson meðal keppenda í þeirri grein. Báðir voru meðal fræknustu glímukappa landsins og glímukóng- ar á sinni tíð og var frammistaða þeirra með ágætum. Einkum var framganga Jóhannesar glæsileg því hann varð í fjórða sæti af 24 kepp- endum og hafa engir nema tveir verðlaunahafar íslands náð betri árangri á Ólympíuleikum. Frá þessum tím'a hafa glímu- flokkar af og til farið í syningarferð- ir erlendis. Þær ferðir hafa þó verið fáar og stopular á síðari árum og þegar flokkur KR-inga fór til Nor- egs á síðasta ári var rúmur áratug- ur liðinn frá síðustu utanferð. Hér hefur nú orðið breyting á. Árið 1987 gerðist Glímusamband íslands aðili að IFCW, Alþjóðasam- bandi keltneskra fangbragða. Aðil- ar IFCW eru Skotar, Bretónar, Hollendingar, Cumberland- og Comwall-búar. Þessar þjóðir eiga sér allar fangbrögð sem eru hlið- stæð glímunni. Þeirra helst eru skosku axlatökin og hin frönsku gouren-fangbrögð. í ágúst síðastliðnum urðu þau tíðindi að landslið GLÍ var sent utan í fyrsta sinni til keppni við erlrenda fangbragðamenn. Þar urðu einnig þau þáttaskil að á aðalfundi IFCW sem haldinn var samhliða var sam- þykkt tillaga GLÍ að á meistara- móti IFCW, sem haldið verður á íslandi 1990, verði einnig keppt í glímu. Þar með er glíman að lokum komin á keppnisskrá erlendra þjóða, áttatíu árum síðar en sú hugmynd kom fyrst fram. Enda hefur það sýnt sig að hvarvetna sem glíman hefur verið kynnt á erlendum vett- vangi, hefur hún vakið mikla at- hygli. Fyrirspumum um glímu hér- lendis frá hefur rignt yfir GLÍ og einnig íslenska þátttakendur á íþróttaráðstefnum erlendis. Menningararfiir Glíman hefur algera sérstöðu meðal íslenskra íþrótta. Hún er meira en íþrótt, hún er hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og má ekki glatast. Það erí raun stórkostlegt að íþrótt sem fluttist hingað með landnámsmönnum skuli enn vera stunduð í landinu. Að vísu nokkuð breytt til nútímahorfs en þó æ hin sama. Því ber vel í veiði að nú þegar erlend menningaráhrif hellast yfir þjóðina sem aldrei fyrr og þar með taldar ýmsar framandi íþróttir ann- arra þjóða, skulum við eiga glímuna til mótvægis. Glíman er hluti af sögu og menn- ingu þjóðarinnar og er snar þáttur í daglegu máli hennar sem sífellt er vitnað til í ræðu og riti. Orðið „glíma“ þýðir „gleðileikur". Óþarfi er að segja „íslenska glíman" því það er aðeins ein íþrótt sem nefnist glíma og hún er íslensk. Allar aðrar íþróttir hliðstæðar þar sem tveir menn eigast við nefnast réttilega fangbrögð. íþróttaþing Á nýafstöðnu þingi ÍSÍ komu fram tvær tillögur varðandi glímu frá Glímusambandi Islands. Sú fyrri var svohljóðandi: „íþróttaþing hald- ið að Egilsstöðum 22.-23. október 1988 lýsir því yfir að glíman er þjóðaríþrótt íslendinga og er ÍSÍ ábyrgt fyrir varðveislu íþróttarinn- ar.“ Allsheijamefnd þingsins fjallaði um tillögu þessa og breytti nokkuð orðalagi hennar. Að tillögu glímu- manna var útgáfa allsheijamefndar felld en upphaflega tillagan sam- þykkt með þeirri breytingu að ÍSÍ beri siðferðilega ábyrgð á varð- veislu íþróttarinnar. Ástæða þess að stjóm GLÍ lagði tillöguna fram var einfaldlega sú að hún vildi kanna hug íþróttafor- ystunnar _ á íslandi gagnvart glímunni. Á hátíðis- og tyllidögum er glíman gjaman nefnd „þjóðar- íþrótt íslendinga" og við vildum vita hvort hugur fylgdi máli og hvort menn líta svo á í dag. Svo reyndist vera og kom í ljós mikill stuðningur við glímuna á þinginu. Önnur tillaga frá stjóm GLI var svohljóðandi: „íþróttaþing, haldið að Egilsstöðum 22.-23. október 1988, lýsir yfir þeim vilja sínum að þjóðaríþrótt íslendinga, glíman, fái árlega ^árveitingu á ljárlögum íslenska ríkisins. Jafnframt styður íþróttaþing heilshugar beiðni GLÍ frá í mai sl. um fjárveitingu á árinu 1989 að upphæð kr. 5.000.000 til eflingar íþróttinni." Að tillögu allsheijamefndar þingsins var einróma samþykkt að „ Allt tal um að glíman sé úrelt og gamaldags, jafiivel kauðaleg sem stundum heyrist fi*á úrtölumönnum hefiir rækilega afsannast því börnin hafa tekið glímunni tveim hönd- um. Já börnin — ekki bara strákarnir því nú er síðasta karl- rembuvígi íþróttanna fallið og búið að opna íþróttina fyrir konum.“ vísa tillögunni til framkvæmda- stjómar ÍSÍ til viðræðna við stjórn GLÍ og einnig var þeim tilmælum beint til framkvæmdastjómar ÍSÍ að hefja viðræður við menntamála- ráðuneytið um að kennsla í glímu verði tekin upp og verði á náms- skrá grunnskóla í því sambandi. Sá mikli stuðningur og víðtæki hljómgrunnur sem málefni glímunnar hlutu á íþróttaþingi mun verða okkur áhugamönnum um framgang íþróttarinnar ómetanleg- ur í væntanlegum viðræðum okkar við menntamálaráðuneytið og er mikill styrkur að hafa fram- kvæmdastjóm ÍSÍ sem bakhjarl í því máli. Til að fyrirbyggja misskilning þá er væntanleg fjárveiting til glímunnar ekki hugsuð sem skerð- ing á þeirri heildarfjárveitingu sem ríkisvaldið veitir til íþróttamála. Heldur er hún talin framlag ríkisins til að rækja þann menningararf þjóðarinnar sem glíman er. Framtíðaráform um eflinjru glímunnar Til þess að glíman haldi velli þarf hún að skjóta rótum víðar en á þeim þremur stöðum sem hún er stunduð nú. Glíman er afar tækni- leg íþrótt og kom glöggt fram í umræðum á íþróttaþingi að íþrótta- kennarar almennt treystá sér ekki til að kenna hana. Einnig stendur það glímukennslu fyrir þrifum að allof viða skortir á að glímubelti fyrirfinnist í íþróttahúsum landsins svo sem kveðið er á um í íþróttalög- um. Hugmyndir GLÍ eru í stórum dráttum þær að menntamálaráðu- neytið skipi í tvö stöðugildi glímu- kennara sem sjá um að framfylgja íþróttalögum og kenna glímu um land allt. Áhugi unglinganna er nægur. Það hefur sýnt sig. Glímukennsla og kynning að undanfömu hefur byggst á því að áhugamenn hafa tekið sér frí úr vinnu, farið í skóiana og kennt end- urgjaldslaust. Slíkt getur ekki stað- ist til langframa og því er þessi Ieið nauðsynleg. Þeir menn sem starfa að glímu- málum í dag eru afar fámennur hópur. Það er rúmlega einn tugur manna sem ber uppi allt glímustarf í landinu. Þar með talin stjóm GLÍ og aðildarfélaganna, erlend ggrnj- skipti, útgáfumál, mótahald, glímu- kennsla og dómgæsla. Hér má lítið út af bera og ef þessi litli hópur gengur af glímuvell- inum munu áreiðanlega engir taka við. íþróttaþing hefur lýst yfir stuðningi við glímuna. Nú er lag. Ég vænti þess að áhugamenn um glímu sem finnast hvarvetna á landinu láti nú til sín taka í ræðu og riti og styðji við bakið á stjóm GLI sem berst nú í raun fyrir til- veru glímunnar. Lokaorð Glíman stendur nú á tímamótum. Eftir hægfara hnignun til skamms tíma er hún í sókn á ný en stendur þó á afar veikum gmnni sökum fámennis. Hin gamla ímynd glímunnar af feitum karlahlunkum er nú á undanhaldi en þjóðin hefur að undanfömu séð komunga stælta drengi og stúlkur sýna tilþlrif í þjóð- aríþróttinni. Sú fámenna sveit sem veitir glfmunni forstöðu hefur beðið um og fengið stuðning íþróttafor- ystunnar í landinu. Nú reynir á yfirvöld mennta- og fjármála og alþingi íslendinga. Eflaust er víða að þeim sótt til fjár og nú sem aidrei fyrr. En ef það er ekki menningarmál að styrkja áframhaldandi tilveru þjóðaríþrótt- arinnar, þá eru íslendingar ekki menningarþjóð. Höfúndur er húsasmíðameistari ogritari Glímusambands íslands. Breiðfirðingafélag- ið í Reykjavík 50 ára Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verður 50 ára 17. nóv- ember. Stofnfundur þess var haldinn í Oddfellow-húsinu í Reykjavík 17. nóvember 1938. Forsögu þess má rekja allt aftur til 1913 er haldið var fyrsta Vest- firðingamótið. Vora þátttakendur af Vestfjörðum og ailt suður til Snæfellsness. Þessi mót vora haldin í nokkur ár og munu íbúar frá fleiri landshlutum hafa tekið upp þessa nýbreytni. í ársbyijun 1933 efndu Dala- menn og Barðstrendingar til þorra- blóts- og vora þau haldin reglulega næstu 5 árin og bættust Snæfell- ingar fljótlega í hópinn. Nefndust þessi mót Breiðfírðingamót. Forvíg- ismenn þessara móta urðu svo kjaminn í forystu Breiðfirðingafé- lagsins við stofnun þess 1938. Margir af fyrstu félagsmönnum Breiðfirðingafélagsins höfðu alist upp við og þjálfast í félagsstörfum í ungmennafélögunum í heima- byggðum sínum. Þetta fólk fann mjög til vöntunar á félagslegum verkefnum við sitt hæfi er það kom í þéttbýlið og þá fæddust hugmynd- ir um að mynda félagsskap er tengdist þeirra heimahögum. Starfsemin varð fljótt fjölbreytt og þátttaka geysilega mikil, hátt á 9. hundrað vora félagar þegar flest var. Fljótlega vora félagsmenn að huga að húsakaupum og 1946 var félagsheimili félagsins, Breiðfirð- ingabúð, vígt. Var sá staður þekkt- ur í félags- og skemmtanalífí Reykjavíkur um áratugi. Um skeið vora ýmsar starfsdeildir starfandi innan félagsins svo sem málfunda- deild, leikflokkur, handavinnudeild, tafldeild, bridsdeild og ekki síst Breiðfírðingakórinn sem lengi var ein helsta skrautfjöðrin í starfi fé- lagsins. Ársrit félagsins, Breiðfírðingur, kom fyrst út 1942 og hefur komið út síðan eða í 46 ár. Hann er elsta átthagatímarit landsins. Starfsemi félagsins hefur eðli- lega breyst veralega á síðari áram. Félagatala hefur minnkað töluvert og á sínar skýringar m.a. í því að Barðstrendingar og Snæfellingar hafa stofnað sín eigin átthagafélög og hurfu þá margir félagar brott. Meginkjarni félagsmanna er því úr Dalasýslu. Tímaritið Breiðfirðingur á þó enn góðan hóp stuðnings- manna um allar byggðir Breiða- fjarðar og þeirra er þangað rekja upprana sinn enda sækir það efni sitt ekki síður til Snæfellsness- og Barðastrandarsýslu en Dala. Þrátt fyrir þetta og mjög breytt- ar aðstæður hvað varðar almennt félagslíf og skemmtanahald frá fyrstu árum félagsins er félagið enn í fullu íjöri og stendur fyrir fjöl- breyttri starfsemi. Þar má nefna allmarga spiladaga þar sem félags- vist er spiluð og síðan spjallað sam- an yfir kaffiveitingum. Bæði vetri og sumri er fagnað með skemmtun- um, dagur aldraðra er fastur liður í byijun maí og hvert sumar er farið í helgarferð og útilegu. Þá era veglegar árshátíðir haldnar og nú verður árshátíð félagsins og um leið afmælisfagnaður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 18. nóvember. Starfsdeildum félagsins hefur fækkað frá blómatíma félagsins. Enn era þó starfandi kvennadeild sem er arftaki handavinnudeildar- innar, bridsdeild og tafldeild. Stend- ur sú deild fyrir árlegri skákkeppni milli brottfluttra í tafldeildinni og heimamanna í Dölum, ýmist í Reykjavík eða vestra og þá gjaman í tengslum við Jörfagleði. Með því og ýmsu öðru, svo sem stuðningi við margskonar menningarlega starfsemi, reynir félagið að viðhalda og efla tengslin við átthagana. Brýnasta verkefni félagsins nú um stundir er að komast í gott og hagkvæmt húsnæði, því síðan hús- eign félagsins, Breiðfirðingabúð, var seld hefur félagið verið í hús- næðishraki. Vonir standa til að úr því rætist innan tíðar og ætti það að styrkja starfsemina veralega. Þrátt fyrir breyttar aðstæður í þjóðfélaginu frá stofnun félagsins fýrir 50 áram er þörfin fyrir starf- semi átthagafélaga síður en svo úr sögunni. Upprani og átthagar sam- einar fólk enn þann dag í dag og félagsskapur eins og Breiðfirðinga- félagið þjónar vel þeim tilgangi að viðhalda gömlum kynnum og tengslum þeirra er tekið hafa sig upp frá átthögum sínum. Um leið viðhalda þau tengslunum við heimahéraðið og geta þannig verið sem brú milli dreifbýlisins og höfuðborgarsvæðisins. Formaður félagsins er Haraldur Finnsson, skólastjóri. (Frá Breiðfirðingafélaginu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.