Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 12
12 MOÍtáUNIiIAÐrÐ, PIMMTUDÁGUR ÍV.' NÓVeMBER 1988 Atvinnumál fatlaðra: Tvöfalt fleiri á bið- lista nú en 1 fyrra NÚ eru á milli 40 og 50 manns á biðlista hjá vinnumiðlun fyrir fatlaða hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, og hefur biðlist- inn rúmlega tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Virðist sem samdráttur í atvinnulífinu bitni fyrst á fotluðum. Kom þetta fram á ráðstefhu sem Samráðsnefnd um málefni fatlaðra hélt á þriðju- daginn um fatlaða og atvinnulífið. Ráðstefnan var haldin í þeim tilgangi að ræða um möguleika fatlaðra til að fara út á almennan vinnumarkað, og á hana var boðið atvinnurekendum og átjómendum fyrirtækja. Á ráðstefnunni fluttu þeir Davíð Á Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal- anna og Svavar Sawarsson fram- leiðslustjóri hjá Granda h.f. erindi um viðhorf stjómenda fyrirtækja til fatlaðra starfsmanna, Þorleifur Kristmundsson skrifstofumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Guðbjörg Sigurbjartsdóttir af- greiðslumaður gerðu grein fyrir sjónarmiðum fatlaðra starfsmanna á vinnumarkaði, Elísabet Gutt- ormsdóttir forstöðumaður vinnum- iðlunar fyrir fatlaða hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar fjallaði um atvinnuleit og atvinnumiðlun fatlaðra, Friðrik Sigurðsson þroskaþjálfi fjallaði um vemdaða vinnu á almennum vinnumarkaði og endurhæfingu fatlaðra og Guð- rún Hannesdóttir forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra gerði grein fyrir starfsþjálfun sem starf- rækt er fyrir fatlaða. Á ráðstefnunni var sýnt nýtt íslenskt myndband, sem gert hefur verið til að fara með út í fyrir- tæki, þegar verið er að leita nýrra atvinnutækifæra fyrir fatlaða. Visa ísland: Alíslenskt fyrirtæki VISA Island hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi at- hugasemd: „í fréttatilkynningum um hið nýja greiðslukort Samvinnuhreyf- ingarinnar „Samkort" nú undan- farið er ranglega haldið fram að hér sé um fyrsta og eina alíslenska greiðslukortið að ræða. Af því tilefni óskast skýrt tekið fra af hálfu VISA íslands — Greiðslumiðlunar hf. að það fyrir- tæki er í fullri eigu innlendra pev'- ingastofnana eða um 83% banka- kerfísins. Alls eru hluthafar 25, 5 bankar og 20 sparisjóðir. Einstakl- ingar eiga þó einnig óbeina aðild að fyrirtækinu, sem hluthafar í Alþýðubankanum hf., Iðnaðar- banka íslands hf. eða Samvinnu- banka íslands hf., og eins þjóðin öll, þar sem ríkisbankamir tveir, Búnaðarbanki Islands og Lands- banki íslands era stærstu eigna- raðilar VISA íslands. VISA-greiðslukortin era öll gef- in út á nafni viðkomandi banka og sparisjóða, en bera jafnframt VISÁ-merkið, sem gerir þau gjald- geng um heim allan. VISA ísland á aðild að VISA Intemational fyrir hönd eignarað- ila sinna en ekki öfugt. Hvað árgjald og stofngjald SAMKORTS áhrærir væri allt ann- að óeðlilegt en að það væri mun lægra en þeirra korta, sem gilda á yfír 4.000 stöðum hérlendis og 6 milljón stöðum erlendis, þar sem gildi þess er jafn takmarkað nú í upphafi, sem raun ber vitni. Tilkoma SAMKORTS er fram- faraspor og fagnaðarefni. Virðingarfyllst, Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA. Frá vígslu gamla Barnaskólaas á Húsavík 1908. Hvítblái fáninn blaktir á stönginni. Borgarhóll er til vinstri, en þar er talið að 'iandnámsmaðurinn Garðar Svavarsson hafi reist hús sitt og þess vegna beri bærinn nafhið Húsavík. Húsavík: Bamaskólahúsið 80 ára SKÓLAHÚS - nýbyggt — var tekið til afiiota 2. nóvember 1908 á Húsavík, eða á 5 ára afinælisdegi Morgunblaðsins, og er það eitt af fáum húsum, sem bæjaryfirvöld hafa ekki látið hverfa, þá var hætt að nota það, eins og upphafiega það var byggt til. En hér hafa, að mér finnst, merkt hús verið látin hverfa, brennd eða rifin, en sitt sýnist hveijum. Með tilkomu nýju fræðslulag- anna 1907 vildu Húsvíkingar mæta með stórhug þeirri vakn- ingu, sem með þeim lögum var hafin, og byggðu árið eftir tveggja hæða timburhús með risi á háum kjallara og var það tekið til af- nota hinn 2. nóvember 1908 og var þess minnst nú í bamaskólan- um á afmælisdaginn. Pyrsta skólasetning fór fram þann dag með mikilli viðhöfn og að viðstöddum meirihluta þorps- búa, því árið áður, 1907, luku þeir við að reisa sér kirkju, sem enn í dag skartar, sem ein feg- ursta kirkja landsins. Kennslustofumar vora á efri hæðunum en í kjallara var fundar- salur hreppsneftidar og sem jafn- framt var samkomusalur hrepps- búa og var svo allt fram undir 1930 að Samkomuhúsið (nú leik- og bíóhús) var byggt. Dagbók bamaskólans hefur að geyma margan fróðleik og segir þar frá hlutum, sem nú þykja ótrúlegir. í fyrra stríðinu var mjög erfitt að fá kol eða annað til upp- hitunar á þessu stóra húsi, en kennt var samt þótt hitastig væri lítið yftr frostmarki. Hinn 9. des- ember 1914 segir að það væru vandræði, hve skólahúsið væri kalt. Undanfarið hafi engin aftaka frost verið, en þó væri blek frosið nálega á hverjum morgni í kennslustofunum. Sama ár segir ennfremur: Lestrarkennsla heim- ilanna fyrir skólaskyldualdur er óhæfíleg að því er sum böm snert- ir. Fræðslulögin ætlast til að böm 10 ára gömul komi læs í skólann og á hinn bóginn gersamlega óréttmætt að ætlast til að skólam- ir annist stöfunarkennslu eins og þeim er enn háttað hjá oss. Lestr- arkennsla þeirra á vitanlega að vera fólgin í því að laga lestur barnanna og fegra hann. Árið 1915 samþykkti fræðslu- málastjóri að kennt væri annan hvem dag til að spara eldsneyti — enda tvísýnt um hvort nægileg kol fáist. Frostaveturinn 1917 var skólanum frestað fram yfir nýár og hófst kennsla ekki fyrr en 15. janúar. Erfítt var að kynda, þegar frostið var allt að 16° á Celsíus að morgni þá kveikt var upp í ofnunum og tæplega var orðið frostlaust þegar kennsla hófst, en þolanlegt um hádegi eins og þar stendur. Það era orðnir breyttir tíma. Við, 'sem í þetta skólahús geng- um fyrstu áratugi hans, minn- umst sérstaklega þriggja kenn- ara, þeirra Benedikts Bjömssonar skólastjóra, Egils Þorlákssonar og Jóhannesar Guðmundssonar, sem allir vora sérstakir skólamenn. , Nú hefur gamla skólahúsið ver- ið flutt um set og því verið breytt í þriggja íbúða hús, sem stendur við hlið elsta hús bæjarins, Fakt- orshússins, nyrst í Reitnum. - Fréttaritari Hlj ómplötuútgáfan: Taktur sendir frá sér tíu titla í ár Hljómplötuútgáfan Taktur sendir frá sér fyrir jólin tíu plötur, geisladiska og kassettur. Þar á meðal eru geisladiskar með þekkt- ustu lögum Hljóma og Hauks Morthens. „Þjóðlegur fróðleikur" nefnist plata með Guðmundi Ingólfssyni og félögum þar sem þeir jassa íslensk þjóðlög og sína eigin ópusa. „Quintet" er geisladiskur með Bimi Thoroddsen þar sem hann leik- ur ásamt þekktum dönskum jasslei- kurum. Diskurinn var tekinn upp í Kaupmannahöfn og útgáfa verður samtímis á íslandi og í Danmörku. í tilefni af 25 ára afmæli Hljóma kemur út diskur með þekktustu lög- um þeirra. Þessi diskur er fyrstur í fyrirhugaðri útgáfuröð á því sem kalla mætti „sígilda dægurtónlist" og hefur hlotið hefur nafnið „Gulln- ar glæður". I þeim flokki kemur einnig út diskur með öllum helstu lögum Hauks Morthens, sem mörg hver hafa verið ófáanleg í áraraðir. Bamaplata með „afa“ á Stöð 2 sem Öm Ámason leikur kemur einn- ig út og plata Grafíkur „Get ég tek- ið Cjéns" verður endurútgefin á geisladiski. Þá kemur út hjá Takti þriggja plötu safn með söng Maríu Markan og er það önnur platan í útgáfuröð sem hófst í fyrra með „Stefán ís- landi - Áfram veginn“. „Ljósið loftin fyllir“ inniheldur sönglög eftir Gylfa Þ. Gíslason í flutningi Garðars Cortes, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur, Kristins Sig- mundssonar og Ólafs Vignis Al- bertssonar. Platan „Ómar Ragnarsson - Syngur fyrir bömin" verður endur- útgefín og loks verða endurútgefnar 4 kassettur þar sem 8 skáld lesa úr verkum sínum. Þau eru: Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Helga- son, Sigurður Nordal og Gunnar Gunnarsson. Heillandi jolaundirbuningur í Kaupmannahöfn og Vín eða Búdapest fyrir aðeins 27.600 kr, Sex dagar í ógleymanlegri jólastemmningu á götum Kaupmannahafnar og í tónlistarborginni Vín eða austar í álfunni í hinni fögru Búdapest. Flogið er til Kaupmanna- hafnar með SAS á laugardagsmorgni og heim á föstu- dagskvöldi. Innifalið er flug Reykjavík — Kaupmannahöfn - Reykjavík, flug fram og til baka frá Kaupmannahöfn til Vínar eða Búdapest og gisting á hóteli í sex nætur, þar af þrjár í Kaupmannahöfn. Kynntu þér þetta einstaka jólatilboð hjá Samvinnuferðum — Landsýn. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91 -69-10-10 • Suðurlandsbraut 18 • Sími 91 -68-91 -91 Hótel Sögu við Hagatorg • Sími 91 -62-22-77 • Skipagötu 14 • Akureyri ■ Sími 96-2-72-00 JW Laugavegi 3, símar 21199 / 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.