Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 57

Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 57
88CÍ fiMaMMVÖM .VI flUOACIÍITMMia .(líaAJaVlUMaOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 aa 57 - Heimili fatlaðra eftirÞórlnga Daníelsson Laugardaginn 15. október sl. skrifar Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálp grein í Morgunblaðið sem ber yfirskriftina „Heimili fatl- aðra — eiga þau að vera örðuvísi en annarra?" Mig langar til að gera athuga- semd við þessa grein og ennfremur að reyna að leiðrétta þann misskiln- ing eða rangfærslur sem fram hafa komið í greinarskrifum í dagblöðum um málefni þroskaheftra og þó að- allega sem viðkemur Sólheimum í Grímsnesi. Ásta bytjar grein sína með því að segja frá skýrslu sem nefnd, skipuð af félagsmálaráðherra, gerði síðastliðinn vetur. Þessi nefnd (eða vinnuhópur) hafði það verkefni að „skilgreina hlutverk sólarhrings- stofnana og gera tillögur um fram- tíðarskipan þeirra". Nefndin réð til sín starfsmann sem gerði síðan út- tekt eða „könnun á aðstæðum og umönnunarþörf vistmanna", á Sól- borg á Akureyri, Skálatúni í Mos- fellssveit og á Sólheimum í Grímsnesi. Þessi skýrsla er ágæt- lega unnin miðað við gefnar for- sendur. Reynt er að gæta hlutleysis þó þar útaf bregði. Það kom síðan til kasta nefndarinnar að lesa úr skýrslunni niðurstöður. Að öllum orðalengingum slepptum var niður- staða nefndarinnar að loka ætti þessum stofnunum á næstu 15 árum. Hvemig nefndin komst að þess- ari niðurstöðu er mér hulin ráð- gáta. Það er ekkert í skýrslunni sem rökstyður þessa niðurstöðu. Það er einna helst að vitnað sé í lög um málefni fatlaðra þar sem segir um markmið laganna, „tryggja fötluð- um jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best“. Sól- heimar í Grímsnesi starfa fyllilega eftir þessu markmiði og ef það er eitthvað sem brýtur í bága við lög þá er það niðurstaða nefndarinnar. Það er því eðlilegt að álíta að nefnd- armenn hafi haft mótaðar skoðanir áður en þeir lásu skýrsluna og skýrslan engu breytt þeirra skoðun- um til eða frá. En til hvers var þá þessi skýrsla gerð? Sannleikurinn er sá að eftir lestur skýrslunnar kemst nefndin að því að á öllum þessum heimilum hefur verið unnið markvisst að framtíðarskipulagi heimilanna í samræmi við lög og því engin ástæða fyrir nefndina að grípa inn í það starf með ótímabær- um tillögum sem gætu aldrei gert annað en að skapa heimilin. I stað þess að bjóða þessum heimilum aðstoð við þeirra starf ákvað nefnd- in að halda sínum skoðunum, í formi niðurstöðu af skýrslu, til streitu hvað sem tautaði og raulaði. Eftir að stjómamefnd um mál- efni fatlaðra ályktaði að „ákvörðun um að leggja þessi heimili niður væri ótímabær“ var málið blásið út í blöðum, þung pressa lögð á félags- málaráðherra sem varð til þess að hún skipaði enn eina nefndina. Sú nefnd á að skila stefnumarkandi áliti fyrir áramót. Það er að mestu sama fólkið í þessari nýskipuðu nefnd og var í fyrri nefndinni, það þarf því ekki að bíða eftir hennar áliti. Það er fyrirfram vitað. Ásta talar um Svíann Bengt Niije sem meðal annars skilgreindi hverj- ar hann taldi vera eðlilegar þarfir mannsins og sem þroskaheftir ættu rétt á að njóta samkvæmt stefnum í „normum". Meðal þeirra er „eðli- legur hrynjandi lífsins, hvern dag, allt árið, allt lífið. Tækifæri til að öðlast virðingu annarra, til að búa með fólki af gagnstæðu kyni, til að búa í venjulegu íbúðarhverfi og búa við örugga fjárhagsafkomu. Umræðan um lokun vistheimila og manneskjulegri úrræði fyrir alla fatlaða er rökrétt afleiðing af þróun stefnu um normun" (tv. lýkur). Er Ásta virkilega að meina að t.d. heimilisfólkið á Sólheimum í Grímsnesi njóti ekki þess sem Svíinn Bengt Niije telur vera eðli- legar þarfir mannsins. Og að segja að búa í „venjulegu íbúðarhverfi" tilheyri eðlilegum þörfum mannsins er hreinasta firra og algjör rök- leysa. Hvað með bændur, búa þeir við „óeðlilegar þarfir?" Eða yfirleitt fólk í sjávarþorpum á íslandi. Býr það við „óeðlilegar þarfir manns- ins“. Þessutan vil ég benda Ástu á að maður, hvort sem hann er fatlað- ur eða heilbrigður, getur liðið vítis- sálarkvalir í þriðju hæð í blokk í „venjulegu íbúðarhverfi“ og haft mjög óeðlilega hrynjandi lífsins", og þar að auki búið við algjört „virð- ingarleysi" annarra. Eg hlýt að spyija Ástu: „Hefur þú komið að t.d. Sólheimum í Grímsnesi? Hefur þú dvalið þar í vikutíma til að kynna þér „eðlilegan hrynjandi lífsins?" Ég fer nærri um svarið! Næst segir Ásta okkur frá Dana, Lars Lundgard. Hann var yfírmað- ur félagsmála í Ribe-amti. Svo seg- ir; „hann (það er Lars Lundgard) fékk það hlutverk að endurskipu- leggja þjónustu við þroskahefta í því amti. Hann heimsótti sólar- hringsstofnun amtsins, Ribelund, og komst að raun um að þar væri hvergi sá staður sem hann gæti hugsað sér að búa á. Hann spurði sig því þeirrar eðlilegu spumingar: „Hvernig get ég þá ætlast til að þess að aðrir búi þarna?“ Lundgard og samstarfsmenn hans ákváðu að taka mið af sínum eigin heimilum þegar þeir skipulögðu líf fatlaðra." (Tv. lýkur.) Nú veit ég ekki hvernig aðstæður vom eða em á Ribelund og Ásta víkur. ekki að því einu orði en ef við gefum okkur að þetta hafi verið risastór „stofnun" þar sem byggju fleiri hundmð manns með nokkmm svefnskálum sem rúmuðu 50 manns hver. Ein risastór dagstofa með sæti fyrir tæplega helming íbúa og afgirt útivistarsvæði. Við svona aðstæður vildi enginn búa. Þess- vegna væm sjónarmið Lundgards skiljanleg. En svona stofnun hefur aldrei verið til á Islandi. En ef aftur á móti Rivelund svipar til Sólheima í Grímsnesi, þá væm sjónarmið Lundgards með öllu óskiljanleg og í stað þess að lýsa manngæsku og kærleik þá bæm þau vott um mann- fyrirlitningu og sjálfselsku. Eða gæti Ásta hugsað sér félagsmála- ráðherra flytja alla íbúa á Raufar- höfn til Reykjavíkur bara af því að ráðjierra vildi ekki búa þar!!? Ásta segir okkur að „ .. . hið hamlandi umhverfí sem stórar stofnanir einkennast af, sviftir fólk möguleikum á því að læra að lifa í samfélagi með öðmm“. Þama rær Ásta svo langt á mið að hún hefur tapað landsýn. Hvað á hún við með „hamlandi um- hverfi"? Á hún við þriggja metra múra eða á hún kannski við hreina- og óspillta náttúm og hún þar með að segja götur og stræti Reykjavík- ur „frítt umhverfí". Hvað á Ásta við þegar hún talar um „stórar stofnanir". Á hún við 10 manns eða 1000. Hvað er stofnun? Sólheimar er heimili. Við sem búum á Sól- heimum emm stolt af okkar heim- ili. Við em stolt yfir fallegri og óspilltri náttúmnni sem umlykur okkur. Við emm hluti af því sam- félagi sem byggir þetta land. Við reynum að læra sem best að lifa í þessu samfélagi rétt eins og hver annar og samfélagið nær lengra en að borgarmörkum Reykjavíkur þó að Ásta virðist halda annað. Það er alveg greinilegt að Ásta þekkir lítið til staðhátta á Sól- heimum. Þrátt fyrir það tekur hún undir þau sjónarmið sem kemur fram í niðurstöðum nefndarinnar sem er eins og áður er sagt órök- stutt með öllu. En það er ekki nóg með það að Ásta vilji flytja alla burt frá Sólheimum heldur kemur hún með tillögu um hvemig eigi að nýta staðinn eftir að allir em fluttir burt, og stofna þar lýðhá- skóla! Hvað fyndist Ástu um það að ég færi að lýsa þeirri skoðun minni að fjölskylda hennar ætti að flytjast á brott frá sínu heimili vegna hávaða og loftmengunar og auk þess þá hentar húsnæðið betur Þór Ingi Daníelsson „Það er mín einlæga von að félagsmálaráð- herra leysi þann hnút sem þessi málefiii eru komin í og láti ekki ein- strengingsleg sjónar- mið ráða ferðinni hvernig staðið verður að uppbyggingu þjóð- félags þar sem fatlaðir einstaklingar verða metnir til jafiis við aðra.“ undir aðra starfsemi. Að koma með svona tillögu væri fáheyrð ósvífni. En mér fínnst hún fyllilega sam- bærileg við skrif Ástu og annarra sem lýst hafa sömu skoðun. Munur- inn er bara sá að þeir fötluðu ein- staklingar sem búa á fyrrnefndum heimilum geta ekki borið hönd fyr- ir höfuð sér. Ásta virðist skrifa þessa grein eingöngu til að vekja upp sektarkennd og samviskubit hjá þeim foreldmm og aðstandend- um sem eiga skjólstæðinga á þess- um heimilum. Þessi tillaga nefndarinnar um að loka þessum heimilum er álgjörlega úr samhengi við það starf sem unn- ið hefur verið á þessum heimilum. Á Sólheimum hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu heimilis- ins miðað við lög frá 1983 um málefni fatlaðra. í dag búa 39 fatl- aðir einstaklingar á Sólheimum í 5 einbýlishúsum og einni stórri íbúð. Starfsfólk, sem er um 30, býr lang- flest á Sólheimum. Sólheimar eru því eins og lítið þorp sem frekar er fyrirmynd hvemig fatlaðir ein- staklingar geta haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og bústað. Ég er þó ekki endilega að segja að við ættum að byggja fleiri heimili eins og Sólheima heldur ættum við að viðhalda því sem finnst og fjölga þeim valkostum sem fatlaðir ein- staklingar eiga möguleika á. Það mætti gera með öflugri kynningu innan atvinnulífsins og freista þess þannig að fá fjölbreyttrari störf fyrir fatlaða einstaklinga, opna möguleika fyrir ungt fólk með ein- lægan áhuga á að geta stofnað sjálfstæðar litlar heimiliseiningar í sambandi við t.d. lítið handíðaverk- stæði. Möguleikarnir eru óteljandi og úrlausnirnar eru fleiri en að byggja sambýli í borg og bæ. Það er mín einlæga von að fé- lagsmálaráðherra leysi þann hnút sem þessi málefni eru komin í og láti ekki einstrengingsleg sjónarmið ráða ferðinni hvemig staðið verður að uppbyggingu þjóðfélags þar sem fatlaðir einstaklingar verða metnir til jafns við aðra. Höfundur er starfsmaður á Sól- heimum í Grímsnesi. Viðtalstímar aiþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til viðtalstíma í Val- höll, Háaleitisbraut 1, í nóvember. Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná sambandi við alþingismennina í síma 91 -82900. Viðtalstímar dag, fimmtudaginn 17. nóvember, eru sem hér segir: Kl. 10.00-12.00 Fríðrík Sophusson, þingmaður Reykvíkinga Matthías Á. Mathiesen, þingmaður Reyknesinga. ENGIN SNURA ! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar. Já, snúrulaust - óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. morphq ri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.