Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 40
Engin skipakoma til Grímseyjar í sex vikur: Grímseyingar vilja nýja feiju í stað gamla Drangs TVEIR einstaklingar, þeir Haraldur Jóhannsson útgerðarmaður í Grimsey og Birgir Þórhallsson fiskverkandi á Akureyri, hafa sótt um - fé til fjárveitinganefiidar til kaupa á feiju, sem sinna myndi flutning- um frá Grímsey til Akureyrar. Ferjan kæmi i staðinn fyrir gamla Drang, sem lagður var niður fyrir þremur árum. Hann var seldur úr landi árið 1985 og þar með voru lagðar niður fastar skipaferðir milli Akureyrar og Grímseyjar sem haldið hafði verið.uppi í yfir hálfa öld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rannsóknaskipið Arni Friðriksson við síldarmælingar á Akureyrarpolli. Smásíldartorfiir við Hrísey: Sfldarstofiiiim í góðujafiivægi - segir Páll Reynisson leiðangurs- stjóri á Árna Friðrikssyni Rannsóknaskipið Arni Friðriksson er nú í sínum árlega sfldarleið- angri. Undanfarna tiu daga hefúr verið unnið að mæiingum á smásíld allt frá Breiðafirði og inn á Pollinn á Akureyri. Farið var inn á ísafjarðardjúp, Húnaflóa, Skagaflörð. Næstu daga verður farið austur á land og þar tekið til við mælingar á stóru síldinni, sem síldveiðibátar keppast nú við að veiða. Aætlað er að leiðangrinum ljúki upp úr næstu mánaðamótum. „Við erum að fara fram á að flár- veitingavaldið styrki okkur með fjár- framlagi til kaupa á feiju, sem við höfum augastað á erlendis. Við för- um fram á stofnstyrk, sem nemur sjö milljónum króna á ári næstu þrjú Kjallari Gler- árkirkju inn- réttaður sem skátaheimili Skátafélagið Klakkur hefúr tekið á leigu kjallara Glerárkirkju og hefúr félagið hætt við þá bygg- ingu, sem áformað var að heQa framkvæmdir við á næstunni. Klakkur hafði fengið lóð við Skarðshlíð undir starfsemi sina. ^i-TJndirbúningi vegna nýbyggingar- innar var nánast lokið þegar tilboð frá Glerárkirkju barst um lang- tímaleigusamning skátafélagsins og var hann undirritaður í gær. Tryggvi Marinósson formaður fél- agsins sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri farsæl lausn á húsnæðismálum Klakks í Glerár- þorpi. Glerárkirkja mun sjá um að innrétta húsnæðið svo það megi henta skátastarfseminni og síðan tekur Klakkur það á leigu fullbúið, að öllum líkindum í febrúar nk. „Þetta var mjög brýn lausn. Ef við hefðum farið að byggja, hefði sú framkvæmd tekið tvö til þijú ár. Við erum mjög ánægð með þetta hús- næði. Það er nægilega stórt, um 173 fermetrar, og leigjum við það á tæp- ar 50.000 krónur á mánuði." Starfsemi Klakks í Glerárþorpi hefur verið í Síðuskóla og hefur hús- næðisleysi þar verið að eyðileggja skátastarfíð, að sögn Tryggva. Auk þess fer starfsemi Klakks fram á þremur öðrum stöðum á Akureyri. árin," sagði Haraldur Jóhannsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það ríkir algjört vandræðaástand viðvflqandi flutningum á sjó. Við þurfum að flytja allar okkar fiska- furðir, okkar framleiðslu, með skip- um og það líður langur tími á milli þess sem skipin láta sjá sig hér. Dæmi eru um að liðið hefur langt á þriðja mánuð á milli skipakoma. Það kom skip til Grímseyjar í fyrradag og tók afurðimar, en þá hafði ekk- ert skip komið til eyjarinnar í sex vikur. Þetta er ófremdarástand. Flugið er til staðar og við viljum ekkert vanþakka það. Vélamar eru hinsvegar litlar og ekki hægt að notast við þær eingöngu," sagði Haraldur. I greinargerð, sem þeir félagar skrifuðu fjárveitinganefnd, kemur fram að nú á tímum væri þörf á að senda saltfisk úr eynni á hálfsmánað- arfresti þó fyrr á ámm hafi það tíðkast að senda físk úr eynni aðeins einu sinni á ári. „Þetta kallar á aukn- ar samgöngur og oftsinnis hefur það komið fyrir að pakka þarf fiskinum í nýjar umbúðir á nýtt land þegar svona langur tími líður á milli þess sem skipin láta sjá sig í eynni. Dæmi em um að pakka hefur þurft sama fiskinum þrisvar sinnum vegna þess að fiskitökuskipin em jafnvel að lesta á annað land en fiskurinn var upp- haflega ætlaður á,“ sagði Haraldur. Haraldur sagðist hafa verið á rölt- inu á milli alþingismanna í Reykjavík í gær. Hann hefði rabbað við sam- gönguráðherra meðal annarra um málið og næsta skref væri að róa í fjárveitingavaldið. „Okkur var ekki lofað nýjum Drang á sínum tíma. Hinsvegar var okkur lofað síst verri þjónustu, en hún hefur farið heldur betur aftur á bak,“ sagði Haraldur að lokum. Hafrannsóknastofnun hefur mælt síldarstofninn árlega frá því að síldveiðar vom bannaðar á sínum tíma sökum ofveiði. „Útlitið er ágætt og hefur verið síðustu árin. Sfldarstofninn hefur farið vaxandi ár frá ári og hefur sfldin aldrei mælst stærri en í fyrra. Því má segja að gott jafnvægi sé komið á stofninn. Síldin gæti haldið sér í þeirri stærð, sem hún er nú í, með réttri nýtingu," sagði Páll Reynis- son leiðangursstjóri á Ama Frið- rikssyni. Sá síldarstofn, sem nú er verið að mæla, er alíslenskur. Hinsvegar var það norskur stofn, sem gekk upp að íslandi á hinum eiginlegu síldarárum, að sögn Páls, og var sá stofn margfalt stærri. Páll sagði að síldin héldi sig að mestu inni á fjörðum. Greinilegt er að töluvert magn er af smásíldarkræfu, um tíu sm langri síld, hér fyrir norðan land og nokkuð er af 17 sm langri síld einnig. Ar er á milli þessara tveggja stærðarflokka. Fullvaxta er sfldin hinsvegar fjögurra ára gömul. Ámi Friðriksson fór alveg inn á Akureyrarpoll til sfldarmælinga í fyrradag og sagði Páll að smærri sfldin héldi sig þar. Hinsvegar þeg- ar komið væri út að Hrísey, lægju þar heilu torfumar af 17 sm sfld. Páll sagðist ekki geta að svo stöddu sagt til um stofnstærð. Hún yrði mæld í framhaldi af þessu og yrðu svokallaðir bergmálsmælar notaðir til mælinganna sem er sama aðferð og notuð er við mælingar á stofn- stærð loðnu. Hængur styrkir starfÍFA Fyrir skömmu afhenti Lionsklúbburinn Hængur íþróttafélaginu Akri á Akureyri, félagi fatlaðra, ávisun að upphæð 200.000 krón- ur til styrktar starfi félagsins. Á myndinni tekur Jakob Tryggva- son formaður ÍFA við ávísuninni úr hendi Guðmundar Stefánsson- ar formanns Hængs. Með þeim á myndinni eru Gunnlaugnr Björnsson og Guðmundur Sigurbjörnsson fúlltrúar Hængs í stjórn ÍFA. Tilleigu eða sölu verslunar- eða þjónustuhúsnædi í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 2, Akureyri. Hagstæð kjör. Laust fljótlega. Upplýsingar í síma 96-21718 eftir kl. 17.00 alla daga. Á yfirstandandi ári hafa þrir nýir bátar verið keyptir tál Grímseyjar. í öllum tiivikunr var verið að skipta úr minni f stærri báta. í vor kom Kristín EA 37 til Grímseyjar, ellefu tonna bátur. Gamla Kristín var þriggja tonna. Sandvík sf. gerir bátinn út, en eig- endur þess eru Sæmundur Ólason og Guðmundur Amarson. í haust kom Nonni EA 52, tíu tonna bátur, í stað tveggja trilla, þriggja til fjög- urra tonna. Eigendur hans eru Halldór Jóhannsson og Viðar Júlí- usson. í slðasta mánuði kom síðan nýr Þorleifur EA 88 til heimahafúar i Grímsey. Nýi báturinn er 52 tonn að stærð og í staðinn var seldur 29 tonna bátur úr eynni. Sígurbjönj sf. gerir Þorieif út og eru eigendur þess Garðar Ólason og Gylfi Gunn- arsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.