Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988
„Gæjar og glanspíur“
og misgömul músík
Morgunblaðið/Sverrir
Shady Owens fær mikið hrós
fyrir söng sinn í Gæjum og
glanspijum.
aði ekki sem skyldi.
Af öðrum söngvurum var enginn
öðrum fremri. Það var gaman að
heyra í nýliðunum Önnu Mjöll og
Elínu. Sú fyrrnefnda kom fyrst
fram á sjónarsviðið í látúnsbarka-
keppninni í ár, en að því er blaða-
maður veit best vakti Elín fyrst
athygli á skólaskemmtun Verslun-
arskólans. Báðar hinar efnilegustu.
Alda, Bjami, Amar Freyr og Ric-
hard em öll sjóuð í tónlistinni og
voru örugg.
Undirleikur var allur af bandi,
svo engin var hljómsveitin. Hins
vegar mun hljómsveitin Stjómin
hafa séð um að leika lögin inn í
hljóðveri og var leikurinn misfellu-
laus.
Ekki er hægt að ljúka umfjöllun
um sýninguna án þess að geta dans-
aranna átta, sem stóðu sig með
mestu prýði, að því er ófaglærður
sá best. Þær Ástrós Gunnarsdóttir
og Sóley Jóhannsdóttir, sem sáu
um þá hlið mála, em líka þekktar
að fagmennsku, svo það kom ekki
á óvart. Sýningin er vel þess virði
að eyða kvöldstund á Broadway,
en hins vegar mætti færa auglýs-
inguna til betri vegar, því það er
villandi að tala um sýninguna sem
einhverja diskósýningu.
Bjarni Ara, Amar Freyr, Richard
Scobie, Anna Mjöll, Elín Olafsdótt-
ir, Shady Owens og Alda Ólafs-
dóttir, auk Hafsteins, sem fyrr er
minnst á að lá veikur þetta kvöld.
Þau stóðu sig öll með prýði, en
sérstaklega skal þó hrósað hér hinni
gamalreyndu Shady. Hún söng af
miklu öryggi, enda ekki heiglum
hent að syngja lög eins og Greatest
love of all. Það eina sem skemmdi
nokkuð fyrir Shady í einu lagi var
bilun í hljóðnema, svo röddin hljóm-
* Skemnwtanir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Æ
IBroadway er nú skemmtunin
„Gæjar og glanspíur" á Qölun-
. um og er hún auglýst sem „diskó-
dúndur“. Miðað við auglýsingu
þessa mætti halda að þama væri
eingöngu riQað upp hið ágæta
„diskó“-tímabil, þegar stelpur
klæddust glansandi samfesting-
um og herrarnir hvítum jakka-
fötum og svörtum skyrtum í Tra-
voIta-stO. En þrátt fyrir að aug-
lýsingin hefði reynst villandi
reyndist um ágæta og fagmann-
lega sýningu að ræða.
t Blaðamaður, sem er einmitt á
þeim aldrinum að fyrsta reynsla af
danshúsum var á þessu ágæta
„diskó“-tímabili, brá sér í Broadway
um síðustu helgi, reiðubúinn að
„bömpa" við tónlistina.' Ef einhver
man ekki lengur eftir „bömpinu"
þá var það sú furðulega dansaðferð
þar sem kona og karl snerust á
dansgólfínu og skelltu við og við
botnum saman.
Sýningin, sem nefnist Gæjar og
glanspíur, hófst á laginu Freak out
..og á eftir því fylgdu lögin Staying
alive og Knock on wood. Allt saman
gott og gilt diskó. í fjórða laginu
kvað hins vegar heldur betur við
annan tón, því það var lag Billy
Joel, Just the way you are. Fóru
nú að renna tvær grímur á blaða-
manninn, sem skömmu áður hafði
laumast til að liðka mjaðmirnar í
sætinu til að geta undið sér í „bömp-
ið“ góða. En það var víst fyrir tíð
þessara laga eftir allt saman.
Eftir að lagi Joels lauk tók við
syrpa af lögum úr kvikmyndinni
Grease og þar á eftir syrpa af lög-
um diskódrottningarinnar Donnu
Summer. Á eftir því fylgdu lög eins
og Y.M.C.A. og Fame, úr sam-
nefndri kvikmynd, syrpa með Point-
er-systrum og lagið Celebration
með Kool & the gang. Þama var
aftur kominn töluvert af diskótíma-
bilinu ljóslifandi.
Aftur varð það Billy Joel, sem
rauf diskóið, eða öllu heldur látúns-
barkinn Amar Freyr í gerfi hans,
með laginu Uptown girl. Þama urðu
kaflaskipti í sýningunni og ekki
kvöld og gat því ekki brugðið sér
í hlutverk piltsins síbreytilega.
Aftur hægði á, því nú söng Shady
Owens lagið Greatest love of all,
sem Whitney Houston gerði frægt
um árið. íslandsvinurinn Maxi Pri-
est, eða Richard Scobie, söng
Dansarar setja mikinn svip á sýninguna.
aftur snúið í „diskódúndrið", því
þessu næst kom lag Cindy Lauper,
Girls just wanna have fun, og hið
rómantíska lag Wham, Careless
whisper. Á eftir því fylgdu tvö önn-
ur lög þess dúetts, Wake me up
before you go og Freedom.
Eftir lag Madonnu, Papa don’t
preach, kom syrpa af lögum Rick
Ashley og því næst syrpa af lögum
Michael Jacksons. Enginn var þó
söngvarinn, þar sem Hafsteinn
Hafsteinsson lá heima í flensu þetta
reggí-útgáfu lagsins Wild world og
þá var nú komið að því atriði sem
örugglega er hvað síst hægt að
heimfæra undir „diskódúndur“, en
það var Bmce þáttur Springsteen.
Bjami Ara söng lag hans Hungry
heart og lokalag kvöldsins söng
Richard Scobie, þar sem Prince
komst ekki til landsins í tæka tíð.
Flytjendum var ágætlega fagnað
og komu allir fram á sviðið í lokin
og sungu lag úr kvikmyndinni Gre-
ase. Söngvarar í sýningunni em
RÝMINGARSALA
Tekið til í kjallaranum
30-70% AFSLÁTTUR
ÚTLITSGALLAÐ EÐA HÆTT í FRAMLEIÐSLU
Bútar-gluggatjaldaefni Borð, stólar,
bútar-áklæði . Ijós, lampar,
værðarvoðir blómapottar, leirvara,
50%-70% AFSLÁTTUR 30%-50% AFSLÁTTUR
16.-19. NÓVEMBER
FAXAFENI 7-Sími 687733
"1
SVISSNESKU
GÆÐAÞVOTTAVÉLINA
OKKAR KÖLLUM VIÐ
BÁRU
STÁLBELGUR
ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING
16 PVOTTAKERFI
SÉR HITASTILLING
EINFÖLD 1NOTKUN
TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU
(Computer approved)
STERK - SVISSNESK - ÓDÝR
VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS
38.211.
stgr. SAMAVERÐUM ALLTLAND (Sendum ón oukakostnoðór) l
Vbrumarkaöurinn
'KRINGLUNNIS. 685440
-J