Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 39
uitu HaaMavðM vi auoÁauTMMia .aiaAJHMUoflöM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 39 Hljómsveitín Viking Band frá Færeyjum skemmtír í Amadeus- Þórscafé um helgina. Viking Band frá Færeyj- um í Amadeus-Þórscafé Hljómsveitin Viking Band frá Færeyjum leikur í Amadeus- Þórscafé helgina 18.-19. nóvem- ber. Þeir félagar flytja rnörg íslenzk dægurlög með textum á færeysku. Lög félaganna í Viking Band hafa verið leikin í hérlendum út- varpsstöðvum. Má þar nefna lagið „Er ég kem heim í Búðardal", sem í færeysku útgáfunni heitir „Norð til Syðradal", „Nú liggur vel á mér“ sem í færeysku útgáfunni heitir „Nu er lagið gott“. í Viking Band eru 6 meðlimir með íslendinginn Njál Sigurjónsson í broddi fylkingar. Auk hans skipa hljómsveitina Færeyingamir Koll- bein Simonsen, Ronny Nielsen, Am- bjöm Sivertsen, Ólafur Öster og Georg Eystan sem er aðalsöngvari Viking Band og hefur nýlega sent frá sér sólóplötu sem heitir Intro og þykir líkleg til vinsælda hér á landi. REIKNAÐ var með að búið yrði að salta í um 176.000 síldartunn- ur í gærkvöldi en saltað hafði verið í 172.184 tunnur í fyrra- kvöld. Urriðafoss fór með um 11.000 tunnur til Svíþjóðar og Finnlands í fyrrinótt. Síld veidd- ist við bryggjumar á Reyðar- fírði í gær en frekar dauft var yfír veiðunum, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og sölt- unarstjóra síldarútvegsnefndar. Framkvæmdastj óri AEG á morgunfundi Verzlunarráðs HEINZ DÚRR, framkvæmda- stjóri AEG í Þýskalandi, mun flytja erindi og svara fyrirspum- um á morgunverðarfundi Verzl- unarráðs íslands í Skálanum, Hótel Sögu í dag, fímmtudaginn 17. nóvember, kl. 8.00 tíl 9.30. Erindið verður flutt á ensku. Til umræðu verða breytingar í efnahagslífi Þýskalands og aðlögun fyrirtækja að sameiginlegum Evr- ópumarkaði eftir árið 1992. Heinz Duiirr getur gefið íslend- ingum áhugaverða innsýn í rekstur og markaðsmál hátæknifyrirtækis. Heinz Durr er talinn eiga stóran þátt í endurreisn stórfyrirtækisins AEG. í lok síðasta áratugar stóð fyrirtækið höllum fæti. Veruleg Röng- mynd með mynd- listarmanni í Morgunblaðinu á þriðjudag birt- ist myndlistardómur Braga Ás- geirssonar um sýningu Gunnars Amar í Gallerí Nýhöfn. Þau mistök urðu, að röng mynd birtist af lista- manninum þannig að verk hans „Þjóðsaga", sem vitnað var til var þar ekki. Em hlutaðeigendur beðn- ir afsökunar. Ályktun félagsfiindar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Verðbólgan hjaðni og vextimir lækki Búið að salta í um 176 þús. sfldartunnur Á almennum félagsfundi í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík í gær lýstu ftindar- menn þungum áhyggjum af tap>- rekstri fískiðnaðarins í landinu. Þeir samþykktu eftirfarandi ályktun samhljóða. Þessi taprekstur hefur varað í meira en eitt ár og engin breyting er sjáanleg miðað við núverandi rekstrarskilyrði. Ástæður þessa eru miklar kostn- aðarhækkanir innanlands og verð- lækkanir erlendis. Er nú svo komið að eigið fé íjölmargra sjávarútvegs- fyrirtækja er nánast að engu orðið og mörg fyrirtæki hafa stöðvast. Það er ljóst, að sjávarútvegurinn í landinu er kominn í algjört þrot með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslíf þjóðarinnar. Verð- bólgan hér á landi hefur á undan- fömum árum verið átta sinnum meiri en í helstu markaðslöndum okkar. Mikilvægast er að verðbólgan hjaðni og vextir lækki og hvort tveggja komist á sama stig og í markaðs- og samkeppnislöndum okkar. Þá munu útflutningsfyrir- tækin spjara sig án gengisfellinga. Fundurinn telur að mismunun inn- an útflutningsatvinnugreinanna sé ekki góður kostur og það þurfi al- mennar aðgerðir, sem duga allri út- flutningsframleiðslunni. Lánveiting- ar til einstakra fyrirtækja eða greina, sem eru í taprekstri, laga ekki rekstrargrundvöllinn heldur gera vandann meiri og skjóta úrbót- um einungis á frest. Samhliða hallalausum ríkisfjár- málum og utanríkisviðskiptum og jafnvægi á vinnumarkaði er að frá- genginni niðurfærsluleið aðeins ein leið til lausnar og það er leiðrétting á skráðu gengi krónunnar. Jafnhliða verður að gera mjög strangar hliðar- ráðstafanir til að hún skili árangri. Fundurinn skorar á ríkisstjómina að grípa þegar til ráðstafana til að koma í veg fyrir lokun fleiri fyrir- tækja. Jafnframt lýsir fundurinn fullum vilja að taka upp náið sam- starf við aðra hagsmunaaðila sem tengjast sjávarútvegi svo og ríkis- stjórnina um að leita varanlegra úrbóta, sem tryggi framtíðarrekstur sjávarútvegsins. Almennur félagsfundur í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna haldinn 16. nóvember 1988 í Reykjavík ítrekar bókun fulltrúa SH i stjóm Verðjöfn- unarsjóðs sjávarútvegsins frá 30. ' september sl. varðandi 800 milljón króna lántöku sjóðsins. þar af 750 milljónir til frystideildar. Þessi lántaka var liður í efnahags- aðgerðum núverandi ríkisstjómar og kemur skýrt fram hjá stjómvöldum og ráðherrum að lánið muni falla á ríkissjóð og verði ekki endurkræft hjá Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs- ins eða frystihúsunum í landinu. í fyrrakvöld var búið að salta í 30.102 tunnur á Eskifirði, 29.276 tunnur á Höfn í Homafirði, 20.809 tunnur á Seyðisfirði, 17.912 tunn- ur á Reyðarfirði og 17.529 tunnur í Grindavík. Þá hafði verið saltað í 18.196 tunnur í Fiskimjölsverk- smiðju Homafjarðar, 12.893 tunn- ur í Pólarsíld á Fáskrúðsfírði, 11.578 tunnur í Strandarsíld á Seyðisfirði og 10.961 tunnu í Skin- ney á Höfn í Homafirði. Alyktun fundar framkvæmdastjóra innan SAFF: Þurfum ekkí meiri lán heldur betri afkomu endurreisn hefur hins vegaf átt sér stað á þessum áratug. AEG er orð- ið öflugt á ný og hefur tekið upp samstarf við ýmis þýsk hátæknifyr- irtæki. (Frcttatilkynning) FUNDUR SAFF, Félags Sam- bandsfískframleiðenda,! Reykjavík í gær lýstí áhyggjum sinum yfir miklum taprekstri fiskvinnslu á undanföraum miss- erum og við núverandi rekstrar- skilyrði. Fundarmenn sam- þykktu þar eftirfarandi ályktun: Stöðvun fjölmargra fyrirtækja blasir við á næstunni og gjaldþrot heilla byggðarlaga ef ekkert verður að gert strax. Bent skal á að skuld- breyting fyrir milligöngu Atvinnu- tryggingasjóðs er mikilvæg sem einn liður nauðsynlegra aðgerða en haldlaus ein sér. Fyrirtækin þurfa ekki meiri lán heldur betri afkomu. Fundurinn væntir þess að öll hagsmunasamtök fiskvinnslunnar taki nú höndum saman ásamt ríkis- valdinu og vinni að raunhæfum aðgerðum sem duga til lengri tíma. I því sambandi má benda á eftir- farandi: 1. Unnið verði að mótun fisk- vinnslustefnu, sem m.a. miði að því að stöðva fjölgun fískvinnslustöðva. 2. Gætt verði strangs aðhalds í hækkun á þjónustugjöldum físk- vinnslunnar. 3. Fundurinn telur að niður- færsla kostnaðar sé vænleg til bættrar afkomu. 4. Vegna tæprar lausafjárstöðu verði fundin leið til að dreifa á lengri tímabil gengishalla af afurða- lánum þegar hann kemur fram. 5. Að aflasamdráttur næstu ára komi öðru fremur fram í samdrætti á útflutningi óunnins afla. 6. Tryggja verður raunhæfa lækkun íjármagnskostnaðar. Ef ekki verður gripið til viðun- andi ráðstafana á næstunni munu stjómir fiskvinnslufyrirtækja innan okkar samtaka verða tilneyddar að grípa til lokunarðagerða og hefja ekki starfsemi á ný fyrr en rekstrar- grundvöllur er tryggður. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 16. nóvember. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. FISKMARKAÐUR hf. i Hafnarfirði Þorskur 48,00 41,00 43,06. 9,700 417.700 I Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- Ýsa 79,00 20,00 65,28 3,063 199.960 verð verð verð (lestir) verð (kr.) Karfi 15,00 15,00 15,00 0,169 2.535 Þorskur 53,00 46,00 48,40 52,158 2.524.649 Ufsi 15,00 15,00 15,00 2,700 40.500 Þorskur(óst) 37,00 30,00 36,34 0,623 22.657 Lúða 299,00 299,00 299,00 0,012 3.588 Ýsa 61,00 35,00 53,71 2,593 139.324 Langa 23,00 23,00 23,00 1,500 34.500 1 Ýsa(ósl.) 49,00 28,00 42,96 2,652 113.943 Keila 12,50 10,00 11,39 1,800 20.500 í Undirmálsýsa 15,00 15,00 15,00 0,287 4.305 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,023 805 Karfi 36,00 31,00 32,82 6,916 226.980 Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,025 375 Ufsi 25,00 25,00 25,00 1,283 32.089 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,035 175 Lúða Steinbitur 305,00 15,00 255,00 15,00 280,63 15,00 0,269 0,036 75.490 540 Skata Samtals 53,00 53,00 53,00 37.89 0,018 19.045 954 721.592 Koli Keila Samtals 83,00 21,00 83,00 21,00 83,00 21,00 46,66 0,022 0,900 67,743 1.876 18.911 3.160.764 Selt var aöallega úr Eldeyjar-Boða GK, Guöfinni KE og Þor- steini Gíslasyni GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum. Selt var aðallega úr Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, Ljósfara HF og Guörúnu Björgu ÞH. I dag veröur selt úr bótum. Grsenmetlsverð á uppboðsmörkuðum 16. nóvember. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Tómatar 111,00 0,954 105.852 Þorskur 43,00 43,00 43,00 0,388 16.684 Sveppir 450,00 0,676 304.392 Þorskur(ósL) 37,00 30,00 37,00 0,256 9.472 Paprika(græn) 110,00 0,240 26.400 Ýsa 41,00 41,00 41,00 1,148 47.068 Paprika(rauð) 110,00 0,050 5.500 Ýsa(ósL) 65,00 52,00 59,87 2,561 153.334 Gulrætur(pk.) 107,00 1,620 173.820 Smáýsa(ósL) 18,00 11,00 11,00 0,378 4.158 Gulrætur(ópk.) 101,00 2,240 226.600 Ýsa(umálósL) 7,00 7,00 7,00 0,168 1.176 Steinselja 31,00 880 búnt 27.420 Karfi 21,00 21,00 21,00 0,509 10.689 Rauökál 86,00 0,050 4.300 Ufsi 15,00 15,00 15,00 3,713 55.696 Kínakál 121,00 5,088 615.756 Lúða 230,00 230,00 230,00 0,051 11.730 Hvítkál 68,00 8,600 584.200 Hlýri+steinb. 23,00 23,00 23,00 0,140 3.220 Grænkál 27,00 80 búnt 2.160 Skötuselsh. Samtals 320,00 320,00 320,00 33,79 0,005 9,317 1.600 314.827 Rófur Samtals 48,00 1,075 52.025 2.136.345 Selt var úr Freyju RE og ýmsum bátum. bátum. í dag verður selt úr Næsta uppboö verður miðvikudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.