Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 51 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Unnið við kortagerð á Vatnsorkudeild Orkustofiiunar. Talið frá vinstri: Guðrún Sigriður Jónsdóttir, teiknari, jarðfræðingarnir Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardóttir og Snorri Páll Snorrason og deild- arstjórinn Freysteinn Sigurðsson. þangað til komið er í Jökulheima. Því hefur mörgum viljað yfirsjást það sem dylst í móberginu. Það sem blasir við augum þarna á milli og auðvelt er að sjá er eldvirkni nútím- ans, þ.e. hraun og gígaraðir og þykk gjóskulög. Og svo standa móbergsfjöllin upp úr og virðast hvert öðru lík við fyrstu sýn. En samhengið og ýmislegt sem undir býr kemur ekki í ljós nema með kortlagningu. Það kostar leit og aftur leit og yfirlegu að greiða úr flækjum móbergsins." Gróðurvana landslag Við höfum verið að tala um landið austan Köldukvíslar, þar sem eru viss mörk, að því er Elsa segir. Þetta land er mestallt komið upp á síðasta jökulskeiði. Vestan við Köldukvísl er komið í talsvert frá- brugðið umhverfi, þ.e. meira grá- grýti, lagskiptingu, þykkt jökulberg Loftmynd af Vatnaöldum, sem eru dæmigerðar fyrir löngu gos- sprungurnar á Veiðivatnasvæðinu. Lengst til hægri er Þóristindur, sem er á gossprungu frá ísöld. Þær hafa farið létt með það kvenjarðfræðingarnir, sem hafa verið að skoða gjóskulögin, að grafa með skóflum vænar holur í mis- harðan jarðveg á öllu svæðinu frá Hófsvaði og norður undir Vonar- skarð. Elsa Vilmundardóttir tók þessa mynd af stöllum sínutn, Ingi- björgu Kaldal og Guðrúnu Larsen, við slíkan holugröft á hálendinu. og setlög þar inn á milli. En vestar eru setlögin bara skæni. Við kort- lagningarvinnuna skipta jarðfræð- ingar með sér verkum, þannig að Agúst Guðmundsson, jarðfræðing- ur, tekur eldra bergið, Elsa sér- hæfir sig í kortlagningu móbergsins og hefur notið dyggrar aðstoðar Snorra Páls Snorrasonar jarðfræð- ings, og Guðrún Larsen hefur kom- ið inn í verkið með gossögurann- sóknir sínar. Hún hefur lengi verið að vinna á Veiðivatnasvæðinu og huga að gosefnum þar og það nýt- ist nú við kortagerðina. Hefur þann- ig náðst mikil og góð samvinna milli margra einstaklinga, sem ekki starfa endilega allir á þessum vinnustað. Við höldum áfram að tala um eldvirknina á svæðinu og Elsa seg- ir að gosið hafi hressilega þama á okkar tíma. Má þar nefna Vatna- öldugosið, sem landnámslagið frá því um 900 er komið frá og gosið í Veiðivötnum um 1480, sem hefur verið geysilega öflugt. Gjóska hefur þá fallið mest um hálendið, einkum í norður og austur og breytt þar landi. I gígunum hafa flest Veiði- vötnin myndast. „Það sem einkenn- ir landslagið þama er að allan gróð- ur vantar. Vatnið hripar því niður gegn um hraun og gjósku. Fyrir þessi stóm gjóskugos hefur ástand- ið verið allt annað, enda finnst þá jarðvegur. Núna em á svæðinu sandstormar sem rífa upp allan gróður jafnóðum. Já, það er rétt, á þessu svæði er kindin ekki söku- dólgurinn. Áhrifin af gosum hafa verið gífurleg þarna. En um leið verður landið greiðfærara,“ bætir Elsa við. „Ekki veitir af að komast um á bíl, því að svæðið er stórt og sumarið stutt. Þegar kemur inn fyrir Gjáfjöll og Jökulheima er þó víða aðeins fært fótgangandi og það tefur mikið fyrir.“ Eitt af því sem komið hefur út úr kortlagningu á jarðgmnninum, sem Inga Kaldal jarðfræðingur hef- ur séð um, er að skýr mynd hefur fengist af jökulhörfuninni. Þar em kortlagðar allar menjar um jökul- inn, jökulrispur og það sem hann hefur skilið eftir sig. Með því móti má fínna hvar jökullinn hefur staldrað við á undanhaldinu. Það hefur hagnýta þýðingu því bestu byggingarefnin myndast rétt fram- an við jökuljaðarinn og því mikil- vægt fyrir virkjunarframkvæmdir. Ekki em vatnafarskortin síður hagnýt vegna hugsanlegs leka úr lónum við virkjanir. Gmnnvatnið rennur oft í stríðum straumum langar leiðir neðanjarðar og sprett- ur svo fram í vatnsmiklum lindum. Lindavatnið er uppistaðan í Tungnaá á vetmm þegar jökulvatn- ið er bundið í ís. En forsenda þess að hægt sé að þekkja gmnnvatnið er að þekkja berggmnninn. Þess- vegna hefur kortunum þremur, sem hér vom nefnd í upphafi máls, ver- ið skipt svona upp. Ekki er hentugt að hafa þau öll á sama blaði og svona koma þau að bestum notum. „Þessi kort em fyrst og fremst hagnýt kort. Hvert kort er unnið í ákveðnum staðli, sem hefur verið settur saman hér að höfðu samráði við aðra þá sem fást markvisst við jarðfræðikortlagningu. Miklar upp- lýsingar er að finna á svona kortum og þau nýtast við margt annað, t.d. vegna neysluvatns, byggingarefna og gmnna mannvirkja í þéttbýli. Kortin verða unnin eftir staðlaðri kortblaðaskiptingu fyrir allt landið. Landslagskort og gróðurkort em líka í þessari skiptingu. Ef öll kort- in em við höndina verður skemmti- legra að ferðast um landið. Kort opna svo margt fyrir manni og ^ft- ir að hafa lært að nota þau, hafa litir og annað sem þar er sýnt vissa merkingu," sögðu þau Freysteinn og Elsa að lokum. Búrfellskortin hafa öll þtjú verið gefin út í handhægri möppu með skýringarbæklingum á íslensku eða ensku. Og því má bæta við að Vatnsorkudeildin á Orkustofnun hefur gefíð út í bæklingi staðlaða liti fyrir jarðfræðikort með litasýn- ishomum, ásamt stöðluðu vinnslu- ferli fyrir hreinteiknun og prentun kortanna. Með þessari vinnu er búið að leggja gmnninn að gerð sambærilegra, staðlaðra jarðfræði- korta í þessum mælikvarða, hvar sem er á landinu. TEXTI: Elín Pálmadóttir Okkar landsþekkta víkingaskip erhlaðið gómsætum réttum þannig að aliir finna eitthvað Ijúffengtvið sitthæfi. Þegar þú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. FWIaðborðið samanstendurafeftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapaté, sjávarréttum í hlaupi eða súrsaetum rækjum, marineruðum hörpu- diski, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, laxa- salati í brauðkollum, hangikjöti, pottrétti, hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávarréttum íhvítvínssósu, hrútspungum, sviðasultu, lifrarpylsu og blóðmör, lunda- böggum, hákarli, ostabakka, ananastertu, harðfiski, úrvali af meðlæti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga bjóðum við aukþess gómsæta íslenska heiðalambið afsilfurvagni. Veröpr.mannaöelnskr.! Barnahlaöborðiö, þarsem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lamba- kjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500,- Frítt fyrir yngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælker- ar ættu að bragða. Borðapantanir í síma 2 23 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.