Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Fólkið, sem þiggur laun sín beint frá vamarliðinu vinnur einkum þjónustustörf. íslendingar afgreiða í verslunum, eru ritarar og skrif- stofufólk, vinna í vöruhúsum eða við iðnaðarstörf. Slökkvílið Keflavíkurflugvallar er líka skipað íslendingum. Um 100 íslendingar em í stjórnunarstöðum, til dæmis deildarstjórar og skrifstofustjórar. íslenska starfsfólkinu er greitt eftir töxtum verkalýðsfélaga á Suður- nesjum. Varnarliðið er ekki samn- ingsaðili í kjarasamningum, og sér- stök nefnd, kaupskrárnefnd, leggur fram tillögur um laun um laun á vellinum. Launaskrið og yfirborg- anir skila sér því yfirleitt seint. Engu að síður hafa margir starfs- menn starfað á varnarsvæðinu í áratugi. Atvinna á Keflavíkurflug- velli þykir stöðugra og ömggara lifibrauð en til dæmis fiskvinnsla, vegna þess hversu miklar tekju- sveiflur em í slíkum störfum. „Vamarliðið er góður vinnuveit- andi. Menn fá að minnsta kosti allt- af útborgað á réttum tíma,“ sagði Magnús Gíslason, starfsmaður varnarliðsins og formaður Verslun- armannafélags Suðurnesja. Hann sagði að samskipti íslenskra starfs- manna og bandarískra yfirmanna þeirra væm yfirleitt góð. Þó hefði stundum hlaupið snurða á þráðinn, einkum þegar nýir menn hefðu ver- ið skipaðir í yfirmannsstöður. „Það tekur yfírleitt ekki langa stund fyr- ir þá að átta sig á Islendingum. Ef ekki tekst að leysa mál hér inn- an girðingar er leitað til vamar- málaskrifstofunnar og þar hefur yfirleitt tekist að fá góða úrlausn mála,“ sagði Magnús. „Undanfarin ár höfum haft mjög góða reynslu af starfsmannahaldi vamarliðsins og ég held að þeir reyni að rækja skyldur sínar vel. Við bemm að minnsta kosti aldrei skarðan hlut frá borði.“ Magnús nefndi J)ó eitt atriði, sem verkalýðsfélög Islendinga væm óánægð með. „Við teljum að Banda- ríkjamenn séu með ódýrara vinnu- afl í samkeppni við okkur. Þeir geta ráðið erlenda þegna í þjónustu- störf sem við teljum okkar,“ sagði Magnús. Hann sagði að þarna væri yfirleitt um að ræða varnarliðs- menn, sem tækju að sér hlutastörf eða fólk úr fjölskyldum hermanna. Þetta fólk hefði lægri laun en ís- lendingar og nyti minni réttinda, til dæmis væri hægt að segja því upp fyrirvaralaust. Byssuleikur undir bílum Dagleg samskipti milli íslensku starfsmannanna og hermanna ganga rétt eins og gerist og gengur á hvetjum öðmm vinnustað, að sögn Magnúsar. Hann segir að íslending- ar verði ekki mikið varir við vopna- burð og hermannlega tilburði inni á vellinum. „Þeir vom að skjóta hér einhveijum púðurskotum um dag- inn og hefði svo sem verið ágætt ef þeir hefðu sagt manni af því fyrirfram. Þeir lágu hér undir bílum og kíktu fyrir horn,“ sagði Magnús. „Það minnti mig bara á sjálfan mig í byssuleik sem stráklingur. Við veltum þessu annars ekki mikið fyrir okkur.“ Enginn ástandsbragnr Eilíft áhyggjuefni samfélaga, sem hýsa erlent herlið, er sam- skipti ungra, einhleypra hermanna við kvenþjóðina. Það er þó óralangt frá því að einhver „ástandsbragur“ sé ríkjandi í bæjunum næst varnar- stöðinni. Bæjarstjórinn í Keflavík segir það heyra til undantekninga að varnarliðsmenn séu til vandræða á skemmtistöðum í bænum. Óbreyttir og einhleypir liðsmenn þurfa sérstakt leyfi til þess að vera utan vallar eftir miðnætti og eftir- lit er haft með því að þeir valdi ekki vandamálum. Guðfinnur sagði að þó væri auðvitað erfitt að útiloka allt slíkt. „Félagsmálaráðið í bæn- um hefur orðið vart við að það skap- ast stundum vandamál af veru varnarliðsmanna hjá vissu kven- fólki. Það má segja að það sé eini bletturinn á annars góðum sam- skiptum," sagði hann. „Það er ekki mikið af þessu, og ég held að við höfum haldið vel á þeim málum, gripið inn í þegar með þarf.“ Að sögn Þorsteins Ingólfssonar er það í litlum mæli sem hermenn sækja um bæjarleyfi, enda sé það afar dýrt fyrir þá að skemmta sér á íslenskum skemmtistöðum eða að versla utan vallar. „Verðlag hér er hátt, laun þessara manna lág og dollaragengið hefur verið þeim óhagstætt," sagði Þorsteinn. „Það er líka vakandi áhugi meðal yfir- manna varnarliðsins að ekki verði vandræði af hermönnum í skemmt- analeit og þess vegna er reynt að skapa þeim sem besta afþreyingar- og tómstundaaðstöðu inni á vellin- um. Fjölskyldumenn hafa forgang A undanförnum árum hafa verið húsnæðisvandræði í varnarstöðinni, þannig að varnarliðið hefur orðið að leigja íbúðir í Keflavík fyrir sumt starfslið sitt, einkum fjölskyldufólk. Að sögn Guðfínns bæjarstjóra hefur vamarliðsmönnum, sem búa í bæn- um, fækkað og nú em einkum kenn- arar við skóla varnarliðsins eftir, einkum konur. Nú em í byggingu 112 nýjar íbúðir fyrir varnarliðs- menn og fjölskyldur þeirra. Nokkur hundmð hermenn em á biðlista eft- ir því að fá fjölskyldur sínar til sín. „Það hefur verið talið mjög æski- legt að hér sé meira af fjölskyldu- mönnum en minna," sagði Þor- steinn Ingólfsson. „Reynslan hefur sýnt að við slíkar aðstæður skapast eðlilegri samskipti. Almennt talað em varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra bara þverskurður af banda- rískum almenningi. Vandamálin í samskiptunum em bundin við fá- eina einstaklinga, og það er ævin- lega tekið á þeim strax. Það gleym- ist oft í umræðum um þessi mál að þarna búa um 5.200 manns. Miðað við þennan fjölda hafa vandamálin verið í algem lág- marki." Samgangur hefiir minnkað Töluvert erfíðara er orðið fyrir Islendinga að komast inn á varnar- svæðið eftir að borgaralegt flug og herflug var aðskilið og Flugstöð Leifs Eiríkssonar byggð utan svæð- isins. Að sögn heimamanns sóttu yngri menn í bænum oft í klúbba hermannanna á vellinum, sérstak- lega ef beinar útsendingar vom frá úrslitaleikjum í amerísku körfu- knattleiksdeildinni. „Eftir að flug- stöðin var færð heftir varsla verið hert í vallarhliðunum. Núna kemst enginn inn á völlinn nema hann geti sannað erindi sitt eða haft gestavegabréf. Vellinum var nánast lokað þegar gamla flugstöðin var lögð niður,“ sagði Guðfínnur. „Það er einnig nánast liðin tíð að fólk fari í klúbbana á vellinum; hér em komnir veitingastaðir og skemmti- staðir, sem koma í þeirra stað.“ Guðfinnur sagðist telja að menn- ingaráhrif af nærvem Bandaríkja- manna væm ekki mjög áberandi á Suðurnesjum. Reyndar væri hægt að rekja mikinn áhuga á körfu- knattleik til návistar varnarliðsins, en til dæmis enskuslettur í málinu væm síst algengari í Keflavík en annars staðar á landinu. „Ég hef spurt utanbæjarmenn hvort þeir fínni fyrir slíkum áhrifum og svarið er ævinlega nei,“ sagði bæjarstjór- inn. Brottfluttur Njarðvíkingur sagð- ist telja að menn litu yfirleitt á herinn sem góðan granna, þrátt fyrir að Víkurfréttir í Keflavík slægju öðm hvom upp fréttum af misklíð milli hermanna og íslend- inga, enda væri hún yfírleitt ekki alvarleg. „Kaninn er tekjulind. Margir vinna hjá hernum, krakk- arnir fá sumarvinnu hjá verktaka- fyrirtækjunum á vellinum og það vita allir að menn smygla ódýmm bjór, kjöti og fleira góssi út fyrír girðinguna. Ég hef aldrei orðið var við neina „herstöðvarfóbíu" suð- urfrá,“ sagði Njarðvíkingurinn brottflutti. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur kynntist ég fjölmörg- um heitum herstöðvarandstæðing- um — en enga slíka þekkti ég suð- urfrá.“ Veldu Kópal með gljáa við hæfi. on Aiit borðið Kaffistell, matarstell, glös qg hnífapör á mjög góðu verði Verð Matarstell 3gerðir kr. 2.750.- Kaffistell 3 gerðir kr. 1.568.- Hnífapör 24 stk. kr. 1.869.- Rauðvíns-, hvítvíns-, kampavínsglös 6 stk.í pakka________kr. 518.- KHUPIÉinC KIRLRRnESÞinGS, mOSIELISBflE KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT „AÐ SÝNASIGOG SJÁ AÐRA“ / myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki. Fuiikominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykur þanng öryggi hans og annarra vegfarenda. Mörgum bfleigendum þykireinnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bllsins. RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með sterkum halogen perum sem lýsa beturen hefðbundnar glóþráðaperur. RING aukaljóskerin fást I mörgum stæröum og gerðum, bæði með gulu og hvítu gleri og leiðbeiningar á Islensku tryggja auðvelda ásetningu. Þeir bilaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti, ættu að koma við á næstu bensinstöð Skeljungs og kynna sér nánar kosti RING aukaljóskeranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.