Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988
31
Þorskaflahámark:
Mikil stefnubreyt-
inghjá stjómvöldum
- segir forstjóri Hafrannsóknastoftiunar
„ÞAÐ HEFUR orðið mikil stefimbreyting hjá stjórnvöldum,
þvi þau fara nú nær okkar tillögum en nokkurn tíma áður
hvað þorskstofiiinn varðar. Hann minnkar hins vegar lítils
háttar á næsta ári,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafi'ann-
sóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Hafrannsókna-
stofiiun lagði til að ekki yrðu veidd meira en 300 þúsund tonn
af þorski á næsta ári en sjávarútvegsráðuneytið segir að þor-
skaflinn gæti orðið 325 þúsund lestir árið 1988.
„Stjórnvöld fara að mestu leyti {sjónum og þeir héldu fram. Fiski-
eftir okkar tillögum varðandi veið-
ar á öðrum bolfisktegundum og
við erum ekki óánægðir með þess-
ar niðurstöður þeirra,“ sagði Jak-
ob Jakobsson. „Það hefur runnið
smám saman upp fyrir mönnum
að það er ekki eins mikið af þorski
skipaflotinn er of afkastamikill.
Við sögðum í Svörtu skýrslunni
árið 1975 að fiskiskipaflotinn
væri orðinn nægilega stór og
síðan hefur mikið vatn til sjávar
runnið," sagði Jakob Jakobsson.
Þorskaflasamdráttur
bitnar mest á sjómönn-
um á vertíðarbátum
-seg-ir formaður Sjómannasambands Islands
Þorskaflasamdráttur á næsta ári kemur harðast niður á
sjómönnum á vertíðarbátum," sagði Óskar Vigfússon, formað-
ur Sjómannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið.
„Við verðum hins vegar að taka þessum samdrætti eins og
hveiju öðru hundsbiti og teljum okkur ekki hafá leyfi til að
gera athugasemdir við hann,“ sagði Óskar.
„Það hefur einnig verið talað gefið sjómönnum mest í aðra
um mikinn samdrátt í rækjuveið- hönd. Það er mat sjómannasam-
um á næsta ári,“ sagði Óskar. takanna að fiskiskipaflotinn sé of
„Samdráttur í þorsk- og rækju- stór og þau hafa mælt gegn
veiðum þýðir stórskell fyrir sjó- stækkun flotans allt frá árinu
menn því þorskur og rækja hafa 1978,“ sagði Óskar.
Aflasamdráttur feekkar
fiskvinnslufyrirtækjum
- segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
„AFLASAMDRÁTTUR á næsta ári rýrir tekjur fiskvinnslunn-
ar verulega. Hann gerir erfiðan rekstur fiskvinnslufyrirtækja
enn erfíðari og hefúr í fiir með sér fækkun fískvinnslufyrir-
tækja og samruna þeirra,“ sagði Amar Sigurmundsson, form-
aður Samtaka fiskvinnslufyrirtækja, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Þessi samdráttur skapar ekki
síður vanda fyrir útgerðina og það
kæmi mér ekki á óvart að hann
leiði til þess að fiskiskipum
fækki,“ sagði Amar. „Það er einn-
ig viðbúið að starfsfólki í físk-
vinnslu fækki en nú vinna um níu
þúsund manns við fiskvinnslu.
Samdrátturinn þrýstir á að stjóm-
völd grípi til aðgerða. Raforku-
verðslækkun og raunvaxtalækk-
anir hafa ekki komið fram og
dollarinn er kominn niður fyrir
það sem hann var fyrir síðustu
gengisfellingu. Tap á frystingu
er 6% og saltfiskvinnsla er einnig
rekin með tapi,“ sagði Amar Sig-
urmundsson.
Eimskip og Rainbow Navigation:
Niðurstaða vegna vam-
arliðsflutninga ókomin
ENN liggja ekki fyrir niðurstöður dómstóls í Bandaríkjunum
vegna sjóflutninga fyrir varnarliðið milli íslands og Banda-
ríkjanna. Bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation fékk sett
lögbann á útboðið á þeim forsendum að útboðsgögn væru ekki
lögmæt.
Flutningadeild bandaríkjahers
bauð út flutninga fyrir vamarliðið
(febrúar 1987 og var útboðsgögnun
skilað í mars, en samningstímabilið
var frá 1. maí 1987 til 30. april
1988. Eimskip hlaut þá 65% flutn-
inganna, en Rainbow Navigation
35%. Samkvæmt samningi þjóðanna
frá 1986 koma 65% flutninganna í
hlut þess skipafélags sem lægst
býður óg 35% í hlut lægstbjóðanda
frá hinu landinu. Flutningamir vom
aftur boðnir út í mars sl. og tilboð-
um átti að skila síðari hluta apríl-
mánaðar. Rainbow Navigation
kærði hins vegar útboðsgögnin, þar
sem stjómendur skipafélagsins ef-
uðust um lögmæti þeirra. Lögbann
var þá sett á útboðið og málið kom
til kasta dómstóla í Bandaríkjunum.
Málflutningi er nú lokið, en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins er óvíst hvenær dómur fellur og
verður það jafnvel ekki fyrr en eftir
áramót.
í júní sl. var um það samið að
skipafélögin tvö, Eimskip og Rain-
bow Navigation, sigldu samkvæmt
gamla samkomulaginu þar til dóm-
ari hefur úrskurðað í málinu og
flutningamir verða boðnir út á ný.
Aukafundur Sölumiðstöðvar hraöíVvstihúsanna
Á línuritinu sést þróun afla og útflutningsframleiðslunnar á árunum 1980 til 1989 reiknuð á föstu verð-
lagi 1980. Taka skal fram hvað spá fyrir árið 1989 varðar að þar er ekki gert ráð fyrir nýjustu samdrætti
í áætlunum sjávarútvegsráðuneytisins um afla þess árs.
Ef verðbólga er glæpur
er gengisfelling refeingin
-sagði Jón Páll Halldórsson
MEÐAL ræðumanna á sérstökm félagsfúndi SH voru Qórir fram-
kvæmdastjórar fiskvinnslufyrirtækja sem töluðu undir yfirskrift-
inni „Ástandið séð úr héraði“. Flestir þeirra töluðu þó einkum
um hinn almenna vanda frystingarinnar, sem þeir sögðu stafa
af verðbólgu, Qármagnskostnaði, of háu raungengi og mikilli
kaupmáttaraukningu. Lántökur til tapreksturs og áframhaldandi
ijárfestingar gerðu aðeins Ult verra. Hér á eftir fer útdráttur á
erindum Qórmenninganna.
Frystingin á Suður-
nesjum að hverfa
Ólafur B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Miðness í Sandgerði,
rakti þróunina á Suðumesjum frá
árinu 1973 til dagsins í dag. Fyrir
1973 vom Suðumesin með öfluga
stöðu innan greinarinnar og ein-
hveija bestu afkomu á landinu, en
síðan hefði þróunin Iegið stöðugt
niður á við, fyrirtæki hefðu hætt
rekstri eða orðið gjaldþrota og
mikið hefði verið um sölu á kvóta
og skipum af svæðinu. Sem dæmi
mætti nefna að 1973 hefðu Suður-
nes verið með 16% af aflamagni
og 16% af aflaverðmæti frystingar-
innar í landinu.Árið 1987 hefðu
þessar tölur verið komnar niður í
7%. Samsvarandi tölur úr söltun
væru 36% niður í 21%.
Ástæður þessarar þróunar sagði
Ólafur meðal annars vera mikla
samkeppni um takmarkað vinnu-
afl, minnkandi afla og það að
Keflavíkurflugvöllur hefði gleypt
starfsfólk í auknum mæli. Hann
sagði að dagar frystingarinnar á
Suðumesjum væm brátt taldir ef
ekki yrðu gerðar viðamiklar breyt-
ingar á rekstrargmndvellinum.
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtangans á
Isafirði sagði að það væri rétt að
það væri glæpur að brenna upp
sparifé með neikvæðum vöxtum,
en væri það minni glæpur að
brenna upp eiginfé fyrirtækja með
of háum fjármagnskostnaði?
Skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi
væm nú 26% hærri en árið 1986.
Þá hefði kaupmáttur aukist meira
en landstekjur og aldrei meira en
á síðasta ári, eða um 21%.
Jón Páll sagði að raungengi
hefði hækkað allt frá árinu 1986
og nú væri svo komið að gjaldeyr-
ir væri á útsölu og það ylli þenslu.
Genginu væri haldið óbreyttu og
afleiðingin væri hrun framleiðslu-
atvinnuveganna. Ástandinu -nú
mætti líkja við gengishækkunina
1927. Sú aðgerð hefði litið vel út
á pappímum í skrifstofu Lands-
bankans, en valdið hmni útgerðar
og fiskvinnslu víða um land, meðal
annars á ísafirði. Bærinn hefði
aldrei náð sér eftir það.
„Ef verðbólgan er glæpur er
gengisfelling sú refsing sem þjóðin
verður að taka á sig, enda á hún
sök á glæpnum með eyðslu um
efni fram.“
Sjóðakerfíð ýtir
undir ofvöxt
Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, sagði að afkoma
fískvinnslunnar á Austfjörðum
hefði verið undir landsmeðaltali á
síðasta ári. „Fyrirtækin em alls
ekki í stakk búin að taka á sig
aflasamdrátt á næsta ári auk
lækkana á erlendum mörkuðum.
Nú þegar er rannið upp tímabil
gjaldþrota og greiðslustöðvana
sem mun fara vaxandi á næstu
mánuðum."
Finnbogi sagði að hvergi í heim-
inum ætti að vera eins auðvelt að
stjóma fjárfestingum og á íslandi.
Staðreyndin væri hins vegar sú að
fískvinnslustöðvum, rækju- og
loðnuverksmiðjum fjölgaði og af-
kastageta flotans hefði aukist.
Saltverkunarstöðvum hefði fjölgað
úr 260 fyrir nokkmm ámm upp í
rúmlega 400 nú. Það væri að-
fínnsluvert þegar bankar og opin-
berir sjóðir stuðluðu að slíkri þró-
un.
Verður að stöðva
lán í taprekstur
Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Vestmannaeyja, sagði að svo virt-
ist vera að menn héldu að físk-
vinnslufyrirtæki úti á landsbyggð-
inni gætu gengið endalaust, þó að
engum kæmi á óvart að fyrirtæki
í þéttbýli yrðu gjaldþrota ef út-
gjöld þeirra væm hærri en tekjur.
Nú væri umhverfíð hins vegar orð-
ið harðara og fyrirtæki í sjávarút-
vegi að verða gjaldþrota.
Byggðastofnun hefði lánað
1.800 milljónir króna til 30-50 fyr-
irtækja í fiskvinnslu á síðastliðnu
ári, en þessir peningar væm notað-
ir í mörgum tilvikum til þess eins
að framlengja taprekstur. Með
þessu væri í raun verið að hjálpa
fyrirtækjum að fara á hausinn. Það
væri kannski ekki æskilegt fyrir
heildina að öll fyrirtækin kæmust
út úr vandanum, það yrði að skoða
hvert einstakt dæmi betur og það
yrði að stöðva lánveitingar til tap-
reksturs.
Framsóknarflokkurinn:
Flokksþingið
hefet á fbstudag
FLOKKSÞING Framsóknarflokksins hefst ldukkan 10 föstu-
daginn 18. þessa mánaðar á Hótel Sögu og stendur fram á
sunnudag. Um 700 manns eiga seturétt á þinginu.
Þingið hefst með því að formað-
ur flokksins, Steingrímur Her-
mannsson, flytur yfirlitsræðu.
Einnig flytur ritari flokksins og
gjaldkeri skýrslu. Almennar um-
ræður verða síðdegis á föstudag
og árdegis á laugardag, en á laug-
ardagseftirmiðdag verða kosnir
25 manns í miðstjóm flokksins.
Á sunnudag verður meðal ann-
ars kjörin stjóm flokksins, og
gefa Steingrímur Hermannsson
formaður, Halldór Ásgrímsson
varaformaður, Guðmundur
Bjamason ritari og Finnur Ing-
ólfsson gjaldkeri kost á sér til
endurkjörs.
Sigurður Geirdal framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins sagði
við Morgunblaðið að byggðamál
yrðu væntanlega í brennidepli á
flokksþinginu, og ástandið í at-
vinnu- og efnahagsmálum á
landsbyggðinni. Þá yrði væntan-
lega mikið rætt um efnahagsmál,
stjómarsamstarfið og samstarfið
í síðustu ríkisstjóm.