Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBtAfílÐ, FIMMTUÐAGUR 17. NÖVEMBER 1988 be eri bls. bls. 4 FYLGJUMST AÐARLEGA EÐ HVERNIG SPARIFÉ VEX Lesum um það VIB gefur út fréttablað í hverjum mánuði undir ritstjórn dr. Sigurðar B. Stefánssonar. Mánaðar- fréttirnar eru 8 síðna blað með upplýsingum frá fyrstu hendi á skýru og greinar- góðu máli. I mánaðarfrétt- unum er fjallað um peninga- mál og efnahagsmál, vexti og verðbólgu, skattamál og annað sem sparifjáreigend- ur jxtrfa að láta sig varða. Glögg reikningsyfirlit Allir sem stofna „Verð- bréfareikning” hjá VIB fá einnig sendyfirlit reglulega. í þeim kemur fram kaup- dagur verðbréfa, tegund skuldabréfa eða hlutabréfa, næsti gjalddagi, nafnverð, gengi og uppreiknuð heild- areign ásamt heilræðumfrá ráðgjafa VIB. Helstu VIB nóveml Frettir i Þjónusta sparifjáreig- enda er dýrmæt þjóðar- búinu Ætla stjórnvöld ekki aö skattleggja tekjur aí' er- lendu sparifé á Islandj? Helstu verðbréf hjá VIB Yfirlitum innlendhluta- og skuldabréf Hlúa þarf vel að hags- munum spariíjáreig- cnda Lækkun vaxta af spari- skírteinum og banka- bréfum Verðbólgan árið 1989 Gengi krónunnar og dollarans Velgengni Hlutabréfa- sjóðsins, dæmi um góða ávöxtun bls. I bls. 2 bls. 3 bls. 6 bls. 7 bls. 7 bls. 8 Útskýringar á tölum? Verið velkomin í VIB. Hringið í 6815 30 eða komið við. Það getur komið þægi- lega á óvart. Allir píanókonsertar Beet- hovens fluttir í vetur þár sem aðalkennari hans var Hall- dór Haraldsson. Þorsteinn Gauti stundaði framhaldsnám við Juill- iard-tónlistarháskólann í New York og í Rómarborg á Italíu. Meðal kennara hans voru Sacha Gorodn- itski, Guido Augusti og Eugene List. Þorsteinn Gauti hefur haldið tónleika víða um lönd, svo sem á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Frakklandi. Þá hefur hann einnig leikið í Barbican- listamiðstöðinni í Lundúnum að til- stuðlan Evrópusambands píanó- kennara. Á listahátíð sl. vor frum- flutti Þorsteinn Gauti píanókonsert- inn Styr eftir Leif Þórarinsson. Hann kennir nú við Nýja tónlistar- skólann og Tónskóla Sigursveins. Lokaverkið á tónleikunum í kvöld verður svo Sinfónía nr. 5 í D-dúr eftir Sjostakovitsj. Þessi sinfónía var samin 1937, ári eftir, að sovésk- ir valdhafar höfðu fordæmt verk hans. Undirtitill verksins er: „Skap- andi svar sovésks listamanns við réttlátri gagnrýni“. Stjómandi á tónleikunum í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Murry Sidl- in. Þetta er í fyrsta skipti sem hann stjómar hérlendis, en hann hefur með höndum mikil ábyrgðarstörf í tónlistarheiminum í Bandaríkjun- um, er m.a. tónlistarstjóri sinfóníu- hljómsveitanna í New Haven og Long Beach. Hann hefur víða kom- ið við sem gestastjórnandi. Hann mun einnig stjóma á næstu leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem verða eftir viku, en þá verða á efnis- skránni verk úr þekktum söngleikj- um, s.s. West Side Story og Cats. Höfundur er blaðafulltrúi Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Oseyrarbrú: Mesta ura- ferðin vegna helgarinn- kaupanna Eyrarbakka. EFTIR að Óseyrarbrúin var opn- uð er rétt um 40 mínútna akstur á milli Eyrarbakka og Reykjavík- ur enda er umferð um Eyrar- bakkaveg og Óseyrarbrú þegar orðin mikil. Mælingar Vegagerð- arinnar sýna að yfirleitt er mesta umferðin á föstudögum og sunnudögum. Föstudagsumferð- in er skýrð með verslunarferðum Þorlákshafiiarbúa til Selfoss eða austanmanna til Reykjavíkur. Mikil umferð um helgar er rakin til ferðamanna. Á tímabilinu 29. september til 27. október fóru yfirleitt 300 til 600 bílar um Óseyrarbrú á dag. Laugar- daginn 8. október fóru fæstir bílar þar um, eða um 150, en þá mun slæmt veður hafa fælt ferðafólkið frá. Mesta umferðin var föstudag- inn 30. september er um 1.350 bílar fóru yfir brúna. Mjög mikil umferð var einnig sunnudaginn 23. októ- ber, tæplega 1.200 bílar, og föstu- daginn 14. október, 1.150 bílar. I sumar hefur verið unnið all mikið að gatna- og holræsagerð á Eyrarbakka. Nú hefur verið lögð klæðing á þær götur sem ekki höfðu slitlag fyrr. Síðara lag klæðingar- innar verður þó ekki lagt á fyrr en næsta vor. Hafinn er undirbúningur að byggingu fjögurra íbúða sam- kvæmt lögum um verkamannábú- staði, og einnig er í undirbúningi bygging þriggja íbúða raðhúss á vegum einkaaðila. Þijú hús eru í smíðum, á mismunandi byggingar- stigum. Óskar Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari á æfingu með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Murry Sidlins. eftirRafh Jónsson FJÓRÐU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói eru í kvöld. Sljórnandi á tónleikunum verður banda- ríkjamaðurinn Murry Sidlin en einleikari Þorsteinn Gauti Sig- urðsson. Á efnisskránni verða þijú verk, Ruy Blas eftir Mend- elssohn, Píanókonsert nr. 2 i B- dúr eftir Beethoven, en allir píanókonsertar Beethovens verða fiuttir i vetur og að lokum Sinfónía nr. 5 í D-dúr eftir Sjost- akovitsj. Þessi þijú verk eru samin á tíma- bili frá lokum 18. aldar til fjórða áratugar þessarar aldar og er hvert þeirra bam síns tíma. Mendelssohn samdi Ruy Blas fyrir þýsku uppfærsluna á sam- nefndu leikriti Victors Hugo, sem fjallar um ástir og hefndir konunga- fólks á Spáni á 17. öld. Léttar laglínur og mikil átök blandast sam- an í þessum forleik, til að undirbúa áhorfanda leikritsins undir væntan- leg átök milli persónanna í því. I vetur verða allir píanókonsertar Beethovens fluttir á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar af íslensk- um píanóleikurum. Þorsteinn Gauti Sigurðsson ríður á vaðið með flutn- ing Píanókonserts nr. 2. Fyrstu tveir píanókonsertar Beethovens voru mjög í anda Mozarts en síðari píanókonsertar hlutu persónulegra yfirbragð. Einleikarinn, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, er tæplega þrítugur Reykvíkingur og hóf ungur píanó- nám. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjvík 1979, LEYFUM SPAREFÉNU AÐ VAXA! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármula 7, 108 Reykjavík, Sími 68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.