Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988
47
Víxlspor á vöggustofii
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Bíóhöllin:
Stórviðskipti — „Big Business"
★ ★ V2
Leikstjóri Jim Abrahams. Hand-
rit Dori Pierson og Marc Rubel.
Framleiðandi Steve Tisch. Tón-
list Lee Holdridge. Aðalleikend-
ur Bette Midler, Lily Tomlin,
Fred Ward, Edward Herrmann,
Michele Placido, Daniel Gerroll.
Bandarisk. Touchstone 1988.
Vandvirknislega gerður farsi í
flesta staði, en skortir þó örlítið
uppá að ná virkilegu flugi og upp-
fylla þær vonir sem maður bindur
við hann að óséðu, með þennan
hörku mannskap innanborðs.
Sagan hefst á heldur óhrjálegu
Kvlkmyndir
Sæbjörn Valdimarssom
Stjörnubíó: Blood Relatives ★ V2
Leikstjóri Graeme Campbell.
Handrit Stephen Saylor. Kvik-
myndatökustjóri Rhett Morita.
Kanadísk. SC Prod., Wendigo
Films 1988.
Metnaðarlaus og groddaleg hroll-
vekja sem hefst á að ungur maður
er að koma í fyrsta sinn með frans-
kættað konuefnið sitt á heimaslóð-
imar í Kanada. Þar býr hann á
sveitasetri með föður sínum, fræg-
um skurðlækni, móðirin er nýlátin.
Þjónn starfar á heimilinu og fljót-
lega kemur þangað af sjúkrahúsi
ættarhöfðinginn, háaldraður
auðkýfíngur, afí stráks í móðurætt.
Það kemur snemma í ljós að fyr-
ir unga parinu vakir að koma lækn-
inum og afa gamla fyrir kattamef,
þá rennur arfurinn óskiptur. Þá
koma og til sögunnar fláráður lög-
fræðingur og unnusta hans.
Nú fara að gerast furðulegir hlut-
ir á setrinu, auk þess sem stúlkan
má ríghalda uppum sig brókunum
til að veijast ágangi tengdapabba
og afa gamla. Þegar svo mannsef-
sjúkrahúsi útí -sveit. Þar taka
samtímis léttasótt millafrú, ferða-
langur úr stórborginni, og krokuleg
bóndakona. Báðar eignast tvíbura
sem í ofanálag em skírðar sömu
nöfnum. Grípur um sig fát og fum
á vöggustofunni þar sem hvítvoð-
ungunum er víxlað.
Tvíburamir vaxa úr grasi, og
getur varla ólíkari systkin. Sadie-
amar (Midler) eru röggsamar, frek-
ar og tillitslausar, Rósumar algjör-
ar andstæður (enda undan fram-
takshægu sveitafólkinu), prúðar,
jarðbundnar og elskulegar. Nú haga
tilviljanir því svo að leiðir tvíbur-
anna skarast, þar sem sveitatví-
buramir verða að hleypa heimdrag-
anum og sækja mál á hendur stór-
fyrirtæki borgartvíburanna. Verður
nú,uppi heilmikið japl og jaml og
fuður...
nið skreppur í bæinn kemur hinn
hroðalegi sannleikur í ljós ...
Myndin hefst í nokkuð hefð-
bundnum „fílm noir“-stfl, en þróast
fljótlega útf klúra hrollvekju þar
sem ódýrum brögðum er beitt til
að reyna að nálgast taugakerfí
áhorfenda. Það tekst því miður ekki
nema í einkar ósmekklegum og
blóðidrifnum skurðstofuatriðum.
Efnisþráðurinn er óskammfeilin
rökleysa, leysist uppí kjánalegt
Frankensteinafbrigði, þegar engu
er líkara en höfundar gleymi því
að lengst af voru þeir að skapa
auðgunarglæpasögu með
Emmanuelle-ívafí. Leikurinn vand-
ræðalegur og ber myndin það
glöggt með sér að hún er unnin af
B-myndasmiðum og fyrst og fremst
ætluð myndbandamarkaðnum. Það
verður að segjast einsog er að tími
jafn lítt spennandi B-mynda á borð
við þessa er löngu liðinn í hinni
hörðu samkeppni kvikmyndahús-
anna, þó birtast þær furðu oft á
hvíta tjaldinu. Þær skaða ekki bíóin
eingöngu vegna lélegrar aðsóknar,
heldur gera þær það sem verra er,
fæla áhorfendur frá þessum ágætu
stofnunum.
Efnið býður uppá óertdanlega
möguleika á spaugilegum uppá-
komum og vissulega er aragrúi
slíkra í Stórviðskiptum. Þar fyrir
utan er þeim skipt bróðurlega á
milli persónanna, sem eru undan-
tekningarlaust í góðum höndum.
Enginn er þó betri en Midler, það
stormar af henni í hlutverki hins
illræmda forkólfs auðhringsins, eins
er hún kátbrosleg sem sveitastúlk-
an, óðfús að láta stórborgina gjör-
spilla sér. Tomlin geldur þess að
fara með svipminna hlutverk, Rós-
umar ná sér ekki á verulega á
strik, þó svo að sveitarósa sé
skemmtilega forpokuð. Ward sýnir
á sér nýja hlið í hlutverki dreifbýlis-
atvinnupínugolfleikarans, en það er
því miður alltof kjánalegt og klisju-
kennt. Þeir Gerroll og Herrmann
fá betri línur í hlutverkum sein-
heppinna ráðgjafa auðhringsins,
sem eru svona pínulítið skotnir hvor
í öðrum. Herrmann er að verða einn
eftirsóttasti skapgerðarleikarinn
vestra, og það að verðleikum.
Það eru því fjölmargir þættir í
Stórviðskiptum sem gera hana að
prýðilegri afþreyingu, en sem fyrr
segir vantar betri, gegnumgang-
andi grínkeyrslu, gamanhrynjandin
dettur niður á köflum og Ward-
karakterinn er of aulalegur fyrir
jafn metnaðarfulla mynd og Stór-
viðskipti annars er. En það er sér-
staklega ánægjulegt að sjá hvemig
hinn nýi risi í Hollywood, Touch-
stone, hefur reist við hina frábæm
gamanleikkonu Bette Midler, nýtt
stórbrotna hæfíleikana, sem lengst
af vom afskiptir, og fært á stall
með bestu skopleikumm samtí-
mans. Þó ekki væri nema Midlers
vegna er Stórviðskipti vel þess virði
að henni sé gaumur gefínn.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
5 fltargmifyfofeife
Brug’guð banaráð
LITGREINING
IVIEÐ
CROSFIELD
ER
LYKILLINN
AÐ VANDAÐRI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF
Litur: Svart rúskinn
Stærðir: 28-38
Verð 1.895,-
Litir: Hvítur og svartur
Stærðir: 24-34
Verð 1.795,-
Mikið úrval afskóm á börn og fullorðna
Margir litir
SKOVERSLUN
KÓPAVOGS
Hamraborg 3, sími 41754
Þó svo að Sadie (Midler) sé eitilhörð bisnisskona, sem á ekki í vand-
ræðum að ráðskast með sína lítilþægu systur (Tomlin), missir hún
stjórn á sér er hún uppgötvar að tvíburasystur þeirra búa á sama
hóteli í New York ...
I alleg mynd er
1 góð jólagjöf
Afgreiðum
myndatökur
og stækkanir
fyrirjól
LJOSMYNDASTOFA
GUDMUNDUR KR JÖHANNESSON
LAUGAVEGI178 SlMI689220
Vönduð vinna og góö þjónusta skiptir máli.
®
camDos
/..... \
SKÆÐl LAUGAVEGI - SKÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS
SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFLAVlK
VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS
FÍNAR LÍNUR AKUREYRI - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐI
MERKIÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN
Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími 91 -680988