Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Skeiðmeistari ársins, Reynir Aðalsteinsson, á stóðhestinum Trausta sem var án efa besti vekringur mótsins. komnir þrír íslendingar, þeir Reynir með Trausta, Sigurbjörn með Torfa frá Hjarðarhaga og Kóki með Þrym frá Brimnesi og með þeim var hin kornunga Eva Marie Beutler, Þýskalandi, með Spóa frá Geirshlíð. í fyrsta spretti var hver knapi með sinn hest og sigraði Reynir á 25,03 sek sem gaf honum fimm stig. Kóki varð annar með 25,21 sek og 3 stig, Sigurbjörn þriðji á 26,33 sek og eitt stig og sú þýska síðust með ekkert stig. I öðrum spretti var Sigurbjöm með Þrym og sigmðu þeir og Sigurbjöm því kominn með 6 stig. Reynir var með Spóa sem hann gjörþekkir og urðu þeir í öðru sæti og þar með komnir með átta stig. Torfi lá ekki hjá Kóka og Trausti ekki heldur hjá þeirri þýsku og fengu þau því ekkert stig. í þriðja spretti fékk Kóki Trausta og sigraði og því kominn með átta stig en Reynir bætti við þremur stig- um á Þrym og því kominn með ell- efu stig. Sigurbjörn sat Spóa sem virtist vera búinn með allt úthald, varð þriðji, og hann því kominn með sjö stig. Þegar hér var komið var spennan í hámarki. Reynir átti að sitja Torfa sem aðeins hafði legið einn sprett hjá Sigurbimi, Kóki var með Spóa sem virtist búinn og því litlar líkur á að Kóki ætti möguleika á sigri en Sigurbjöm hafði Trausta sem hafði skilað tveimur .sigur- sprettum og hafði Sigurbjöm því allt að vinna því hann var í þriðja sæti með sjö stig og besta hestinn. Hann varð að vinna á þessum spretti en Reyni dugði þá annað sætið til að sigra. Ef Reynir hinsvegar hafn- aði í þriðja sæti og Sigurbjöm í fyrsta sæti yrðu þeir jafnir að stig- um. Sú þýska var alveg út úr mynd- inni því hún hafði ekkert stig hlot- ið. En svo kom spretturinn og þá beindust augun að þeim Reyni og Sigurbirni og var ekki annað að sjá en Trausti lægi hjá Sigurbimi en Torfi stökk fljótlega upp hjá Reyni. Trausti skeiðaði sprettinn á enda og var honum fagnað sem sigurveg- ara eða skeiðmeistara ársins af áhorfendum og Johannes Hoyos sem hafði brugðið sér í þularstarfið. En þá kom til skjalanna austurríski hlaupagæslumaðurinn sem var stað- settur við fímmtíu metra markið þar sem hestamir eiga að vera lagstir á skeið til að hljóta gildan sprett. Dæmdi hann Trausta hafa farið of langt á stokki. Varð nú uppi fótur og fit því eftir því sem best varð séð úr áhorfendastúkunni virtist allt í góðu lagi með niðurtökuna hjá Sigurbirni. Þegar farið var að ræða málin við þann austurríska vildi hann ekki neinu breyta og stóð fast- ur á sínu. Var þá farið að skoða myndbandsupptökur af sprettinum og sýndist mönnum af þeim að ekki væri annað að sjá en þar væri allt slétt og fellt hjá Sigurbimi og Trausta. Meðal þeirra sem skoðuð myndbandið var Walter Feldmann jr. og sagðist hann ekki geta betur séð en klárinn væri á skeiði. En ekki tjáir að deila við dómarann nú frekar en fyrri daginn og endirinn varð sá að Reynir var krýndur skeið- meistari ársins og sú þýska fékk önnur verðlaunin þar sem þeir Kóki og Sigurbjöm neituðu að taka við verðlaunum í mótmælaskyni við nið- urstöðu dómnefndar. Það er ávallt leiðinlegt þegar atvik sem þetta gerist og erfitt að ætla sér að setj- ast í dómarasæti en flest bendir til að hlaupagæslumaðurinn hafi þarna gert afdrifarík mistök. Er þetta ekki einum of? Þótt keppni sem hér er lýst sé mjög spennandi og skemmtileg fyrir áhorfendur er ekki hægt að horfa framhjá því að mikið er á hestana lagt og sennilega of mikið. Spói var greinilega útkeyrður í þriðja spretti og búinn að fá meir en nóg. Það segir heldur ekki alla söguna þótt ekki sjáist afgerandi þreytumerki á hestunum strax að lokinni keppni því fullyrða má að það sem mörgum hestum var boðið upp á eða á þá lagt á þessu móti er langt fyrir ofan allt velsæmi og kemur til með að skemma þá í fótum þótt ekki komi það fram á næstu vikum eða mánuð- um. Með kröfum sem þama eru gerðar til hestanna má segja að við séum komnir með íslenska hestinn á sömu braut og viðgengst með veðreiðahesta víða um heim, þ.e.a.s. byijað er með hestana mjög unga og þeir yfirkeyrðir í tvö til þtjú ár eða svo lengi sem fætur þeirra end- ast og þeim síðan hent ef svo má að orði komast. Vafalítið mætti breyta þessari keppni á þá leið að tveir sprettir væru hvom daginn eða þá að þeir hestar sem þátt tækju í þessu væru ekki í neinni annarri keppni eða reið því telja má að fullharðnaður og vel þjálfaður hestur ráði vel við §óra spretti á einum degi. A þessu móti voru margir hestar sem tóku þátt í öllum greinum að undanskil- inni skeiðmeistarakeppninni og fannst manni það meira en nóg þó ekki bættust við þessir fjórir sprett- ir hjá þeim átta hestum sem kepptu í skeiðmeistarakeppninni. Þegar harðir keppnismenn koma saman á sterku móti er ekkert gefið eftir og vill þá stundum gleymast að menn eru með lifandi verur en ekki dauða hluti í höndunum. Er því óeðlilegt að einhver spyrji hvort þetta sé ekki einum of. Agætir vellir en skipulag miður gott Mikillar óánægju gætti meðal keppenda og áhorfenda með skipu- lagningu mótsins og þá sérstaklega á laugardeginum en þá fór dagskrá nokkuð úr skorðum. Skipulega séð má telja þetta spor aftur á bak því öll stærri mót í Þýskalándi eru venjulega vel skipulogð. Vellirnir sjálfir voru nokkuð góðir en hins- vegar var miðhægingarkaflinn á skeiðbrautinni mjög krappur og þurftu knapar að beygja á hestum sínum svo gott sem í vinkil þegar spretti lauk í 250 metra skeiði. Aðstaða fyrir áhorfendur við skeið- brautina var með því besta sem boðið hefur verið upp á á mótum erlendis, yfirbyggð áhorfendastúka. Keppnin fór fram á tveimur stöðum, annars vegar á kappakstursbraut- inni þar sem skeiðkeppnin fór fram ásamt gæðingakeppninni en tölt- keppnin fór hins vegar fram á hring- velli á búgarðinum Rexhof en þar var aðstaða fyrir áhorfendur léleg og tæpast boðleg fyrir mót af þess- ari stærðargráðu. I heild var móts- svæðið frekar óaðlaðandi og vantaði allan glæsibrag á mótið. Þá fór það eðlilega í taugamar á íslendingun- um að íslenski fáninn sást ekki meðal fána annarra þjóða og var ekki úr því bætt þótt á það væri bent. Það voru fyrst og fremst góðir vekringar og spennandi keppni sem setti jákvæðan svip á þetta mót þótt tímar í skeiðinu væru ekkert sérstakir. RAFSUÐUUTSOG hengt í loft Olíufélagið hf 681100 HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND FISKVEIÐISTJÓRNUN OG FISKHAGFRÆÐI Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað starfsmönnum hins opinbera og hagsmunasamtaka sem fást við málefni sjávarútvegs eða hafa á þeim áhuga. Stefnt verður að því að fólk sem ekki hefur undirstöðumenntun í hagfræði eða viðskiptafræði geti haffgagn af námskeiðinu, en slík undirstöðumenntun mun þó auðvelda þátttakendum að fylgjast með námskeiðinu. Efni: - Hve mikið á að veiða úr flskistofnunum á hverjum tíma og hvernig ræðst þetta af hagrænum þáttum eins og vöxtum, afla- kostnaði og áhrifum stofnstærðar á hann? - Hvert er hlutverk hins opinbera í að ná besta veiðimagni á hverjum tíma? - Hvaóa aðferðum má beita til að ná sem hagkvæmustum fisk- veiðum? Fjallað verður um hömlur á stærð og notkun skipa og veiðar- færa, veiðileyfi, aflakvóta og skattlagningu veiða og/eða lan- daðs afla. - Samanburður á stjórnunaraðferðum í ýmsum löndum. Leiðbeinendur: Rögnvaldur Hannesson, prófessor Norges Handels- höjskole Bergen og Ragnar Árnason dósent H.í. -Timi og verð: 21.-23. nóvember kl. 13.00-18.00. Þátttökugjald: 8.500,- Skráning fer fram á aðalskrifstofu H.í, sími 694306. Rögnvaldur Hannesson Ragnar Árnason LAMPAR _ FRA letVqdim FRANCE HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD IhIHIKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.