Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Aðalfiindur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandslq ördæmi: Flýtt verði undirbún- ingi Hvalflarðargangna Borgarnesi. NÝLEGA VAR haldinn á Hótel Borgarnesi tuttugasti aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjötdæmi, SSV. Auk venju- legra aðalfundarstarfa flutti Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, ávarp og svaraði fyrirspurnum. í skýrslu Gunnars M. Kristófers- sonar, fráfarandi formanns samtak- anna, kom meðal annars fram að hugmyndir SSV um að stofna ætti eina gjaldheimtu á Vesturlandi, hefði fengið litlar undirtektir ann- arra landshlutasamtaka og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaganna sagði Gunnar Már með- al annars: „Skoðanir sveitarstjórn- armanna um verkaskiptinguna eru mjög skiptar og verulegrar tor- tryggni gætir í garð ríkisvaldsins. Tregðu gætir hjá sveitarfélögum við að taka við auknum verkefnum nema að tryggt sé að tekjur séu til að annast þau. Því er endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga nauðsynleg. Við núverandi aðstæð- ur er ástæða til að vara við flutn- ingi verkefna til sveitarfélaga nema að tekjur þeirra séu auknar. Okkur sveitarstjórnarmönnum ber að ræða breytta verkaskiptingu með opnum huga, því markmiðið hlýtur að vera að auka sjálfstæði sveitarfélaga og færa ákvörðunartöku nær því fólki sem land þetta byggir." Gunnar Már gat þess að sam- kvæmt sveitarstjómarlögum ætti að fela sveitarfélögum verkefni sýslu- nefnda og stofna héraðsnefndir um lausnir þeirra mála sem sveitarfé- lögin teldu nauðsynlegt að leyst væru á héraðsgrundvelli. Sagði Gunnar að þróun þessa máls innan samtakanna hefði orðið sú að í dag væru allar sýslur, að Dalasýslu und- anskilinni, búnar að tilkynna um stofnun héraðsnefnda. Sagði Gunn- ar að stjóm SSV gerði þá tillögu að lögum samtakanna yrði breytt þannig að heimilt verði að stofna deildir innan samtakanna sem sinni hlutverki héraðsnefndanna. SSV í eigið húsnæði Sagði Gunnar Már frá því að á fundi stjómar samtakanna þann 29. september sl. hefði verið samþykkt að ganga til samninga við Loftorku hf. í Borgamesi um kaup á hluta í húsnæði sem er í byggingu við Bjamarbraut 8 í Borgamesi fyrir starfsemina. Sagði Gunnar að þama væri um að ræða 161 fermetra hluta ásamt 30 fermetra sameign. Kaup- verð þessa húsnæðis í því ástandi sem að Loftorka hf. skilar því er kr. 7.315.000. Um staðgreiðslu skatta sagði Gunnar Már meðal annars: „Ekki verður hjá því komist að víkja nokkmm orðum að reynslu sveitar- félaga af staðgreiðslu útsvara, rétt- ara er að segja reynsluleysi, því nú 10 mánuðum eftir að staðgreiðslu- kerfí gekk í gildi vitum við ekki hvemig þetta kerfí virkar í raun og vem. Skipting staðgreiðslufjár milli sveitarfélaga liggur enn ekki fyrir en sveitarfélögin fá greitt sam- kvæmt áætlun frá upphafi árs.“ Kvaðst Gunnar Már hafa frá upp- hafí haft efasemdir um að stað- greiðslan skilaði sveitarfélögunum nægjanlegum tekjum á þessu ári með þeirri álagningarprósentu sem lejrfð væri. Sagði Gunnar Már að verulegir Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Frá aðalfundi sveitarfélaga á Vesturlandi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarpar aðalfund- arfulltrúa. erfiðleikar væm í rekstri margra sveitarfélaga, líklega hvað mestir hjá þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf byggist nær eingöngu á fískveiðum og fiskvinnslu. Þá sagði Gunnar: „Samfaraerfíðleikum fyrir- tækja hefur atvinnuástand versnað, fyrirtæki og einstaklingar eiga erf- iðara með að standa í skilum við sveitar- og bæjarsjóði, mikill ijár- magnskostnaður leikur sjóði sveitar- félaganna grátt, engu síður en sjóði atvinnureksturs almennt. Líklegt er að á þessu ári yerði vemlegur sam- dráttur í almennum launatekjum á flestum útgerðarstöðum á Snæfells- nesi og á Akranesi." Um stöðu sveit- arfélaga almennt sagði Gunnar meðal annars: „Auk þess eiga lands- byggðarsveitarfélög í vök að veijast gagnvart Reykjavíkursvæðinu sem látlaust sogar til sín fólk og fjár- magn. En hvað' er til ráða, hverju er um að kenna? Það er skoðun mín að aðdragandi þess ástands að landsbyggðinni helst illa á fólki sé nokkuð langur og ástæður þessa ástands megi að hluta til rekja til stefnu stjórnvalda í menntamálum síðustu áratugi. Það þykir ekki fínt á Islandi að mennta sig til vinnu í frumatvinnugreinum þjóðarinnar." Eftirtaldir fulltrúar vom kosnir í aðalstjóm samtakanna: Andrés Ól- afsson, Akranesi, Guðbjartur Hann- esson,_ Akranesi, Sveinn Elinbergs- son, Olafsvík, Svanhvít Jónsdóttir, Tjaldanesi, Jón Böðvarsson, Brennu, Gísli Kjartansson, Borgamesi og Ólafur Hilmar Sverrisson, Gmndar- fírði. Flýtt verði undirbún- ingi gangna í Hvalfírði Fjöldi ályktana var samþykktur á fundinum, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram: Þeim tilmælum var beint til yfir- valda samgöngumála að flýtt verði undirbúningsframkvæmdum vegna jarðgangnagerðar í Hvalfírði enda bentu fmmskoðanir til að fram- kvæmdin væri mjög arðbær. Lögð Hvað telst menningarviðburður? eftir Hörð Bergmann Á laugardaginn 5. nóvember varð ég vitni að einstæðum menningar- viðburði. Einstæðum vegna þess hve margt fólk kom við sögu — og hve margar og strangar æfíngar sá fjöldi hafði lagt á sig til að skila hlutverki sínu vel. Einstæður vegna þess að fólk úr öllum landshlutum hafði tekið sig upp og var þama að skila þessum hlutverkum — fólk á öllum aldri. Verkefnið fólst í hnit- miðuðu samstarfí innan hópa — og allra hópanna saman. Það fólst í óeigingjömu og fómfúsu starfí ein- staklinga, félagssamtaka og stóm- enda. Samstillingu í félagslegu og listrænu starfí þar sem verið var að skila í söng ýmsu sem best hef- ur verið ort á íslenska tungu, skila verkum erlendra og inniendra tón- skálda, því sígilda og því nýjasta. Þar sem sameinað átak í lokin fólst í því að 1.200 manna blandaður kór söng m.a. verk eftir Pál ísólfsson við texta eftir Davíð Stefánsson, Jón Ásgeirsson við texta eftir Hall- dór Laxness og frumflutti verk fyr- ir blandaðan kór og hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson, nýtt stór- verk þar sem allt kvæði Jóns Helga- sonar, Áfangar, er sungið. Það sem bar til tfðinda á þessum einstæða menningarviðburði er of margt og fjölþætt til þess að hægt sé að greina frá því hér. Ég er, eins og sumir lesenda vafalaust hafa uppgötvað að skrifa um söng- Ieika í tilefni af 50 ára afmæli Landssambands blandaðra kóra í Laugardalshöll, laugardaginn 5. þ.m. Þeir sem skrifa um tónlist í dagblöðum munu vafalaust greina vel frá því sem gerðist þar og í Langholtskirkju daginn áður. Til- efni þess að ég er farinn að skrifa um þetta er ekki það að ég hafi áhuga á sönglist. Málið varðar menningu og fjölmiðla. Ég ætla í framhaldinu að fara fáeinum orðum um áhrif fjölmiðla á menningu al- þýðu, eða öllu heldur vanmatið og vanmáttinn sem birtist í viðhorfí og meðferð áhrifamikilla flölmiðla á einstökum og mikilvægum menn- ingarviðburðum eins og þessum. Hvað g’erir þennan menningarviðburð fréttnæman? Þegar við veltum því fyrir okkur hvenær ástæða sé til að gera menn- ingarstarf að frétt þá hljótum við að beita mælistikum eins og hægt er að móta úr upphafí þessarar greinar — Hve margir eru að verki? — Hveiju eru þeir að vinna að? — Hvaða máli skiptir það fyrir þá sem eru með — og þá sem njóta verksins? —. Hefur atburðurinn sögulegt gildi? Má vænta þess að hann verðj skráður á annála sögunnar? — Tengist hann persónum sem hafa unnið eitthvað sér til ágætis? (Frægu fólki!) Sá menningarviðburður, sem hér er verið að ri§a upp, hlýtur að telj- ast þungvægur á alla þessa mæli- kvarða. Líklega hefur allt að 1% fullorðinna á landinu tekið þátt í æfíngum og starfi sem tengist af- mælishátíð LBK, æfingum hinna tuttugu kóra sem tróðu upp og hinna sem auk þeirra æfðu með hátíðarkómum. Um gildi þess að koma saman tvisvar í viku mikinn hluta ársins og fara með valda texta í samstilltum söng þarf varla að efast. Flutningur stærsta kórs, sem æfir saman á þessari öld í landi vora, á verkum eins og þeim senr þaraa vora á dagskrá hlýtur að komast á annála. Viðburðurinn verður einnig að teljast annálsverð- ur vegna þess að þar vora heiðrað- ir menn sem hafa lagt mikið af mörkum til íslenskra söngmennta, Jakob Tryggvason, Jón Ásgeirsson og Sigurður Ágústsson. Einnig eiga óskaböm þjóðarinnar á þessum menningarslóðum þátt í að gera Hörður Bergmann „Miðað við ríkjandi við- horf þarf engan að undra að fréttastofiir sjónvarps- og útvarps- stððva líti framhjá menningarviðburðum, einkum ef þeir tengjast alþýðumenningu, Þeir eiga e.t.v. ekki lengur heima innan þröngra viðhorfa og ramma sem móta starfið þar. Efni sem þetta hentar hins vegar vel sem uppistaða I þátt, eða þáttagerð.“ atburðinn minnisstæðan, Garðar Cortes, Jón Stefánsson og Þorgerð- ur Ingólfsdóttir. Einn fremsti kór- stjóri Norðurlanda, Steen Lindholm, var á vettvangi og lét sér ekki nægja að stjóma eins og engill held- ur tók líka að tala lýtalausa íslensku áheyrendum að óvörum. Dirfskan og eljan hjá stjóm landssambands- ins við að undirbúa og framkvæma allt það sem ganga þarf upp í slíku átaki ætti líka að teljast annálsverð. Hveijir falla á prófínu? Þegar þetta er skrifað, sunnu- daginn 6. nóvember, er ekki séð hvaða fjölmiðlar skrá fyrstu frá- sagnir af þessum viðburði á annála. E.t.v. gerir enginn þeirra það. A.m.k. er þegar Ijóst að fulltrúar þeirra Qölmiðla, sem um þessar mundir eiga hug þjóðarinnar um- fram aðra, fjölmiðlanna sem skila því sem gerist með hljóði og mynd, þeir voru ekki á staðnum. Ég veit ekki hvar þeir vora. E.t.v. hefur verið körfuknattleikur milli Víkings og Breiðabliks eða einhver annálað- ur stjómmálamaður verið að flytja hugleiðingar sínar á merkisfundi úti í bæ á sama tíma. E.t.v. er auðveldara að taka slíkt efni upp og koma því frá sér með því starfs- liði og þeim tækjum sem sjónvarpið á íslandi hefur yfír að ráða. Og það er mannlegt að fara fremur hefð- bundna, auðvelda leið en að leggja niður fyrir sér eitthvað nýtt. Fara að taka mið af menningu, sýna sögunni ræktarsemi, virða tilfínn- ingar. Samt verðum við að spyija áleit- inna spuminga: Hvemig er frétta- matið orðið? Að hveiju beinist metn- aður fréttastofa íslensku sjónvarps- stöðvanna? Og annarra fjölmiðla sem geta skilað hljóði? Hvaða fiölmiðlar geta gegnt menningarhlutverki? Þótt ég varpi hér í lokin fram svona stórri spumingu verður fátt eitt nefnt til svara. Sjónvarpsfrétt af atburði eins og þeim sem hér um ræðir hefur auðvitað ekkert menningarlegt gildi. Við þekkjum 30-60 sékúndna rammann sem sífellt er verið að þrengja. Slík frétt hefur hins vegar tilfínningalegt gildi fyrir fólk. Það fer nefnilega ekki hjá því að sjónvarpsfréttir beggja stöðva móti ásamt fréttum Ríkisútvarpsins hugmyndir þjóðar- innar um hvað sé fréttnæmt. Hvað gerist og gerist ekki. Það sem ekki er minnst á þar telst mörgum lítils virði nema aðrir fjölmiðlar breyti þeirri hugmynd. Og það gera dag- blöð auðvitað sem betur fer hvað eftir annað. En geta varia í tilviki sem þessu. Miðað við ríkjandi viðhorf þarf engan að undra að fréttastofur sjónvarps- og útvarpsstöðva líti framhjá menningarviðburðum, einkum ef þeir tengjast alþýðu- menningu. Þeir eiga e.t.v. ekki lengur heima innan þröngra við- horfa og ramma sem móta starfíð þar. Efni sem þetta hentar hins vegar vel sem uppistaða í þátt, eða þáttagerð. Færa liði, sem kann sitt fag, getur tekist að grípa einstæða stemmningu þegar baeði er hægt að nota hljóð og mynd. Og þvílíkt efni sem þama fór forgörðum. Bæði á tónleikunum og stór- skemmtun allra aldursflokka úr öll- um landshlutum I Höllinni um kvöldið. En Ríkisútvarpið var á tón- leikunum með upptökulið svo það mikilvægasta er geymt. En sjón- varpi er það glatað. Meðal annarra orða. Hvaða skemmtiefni er vinsælla á íslandi en söngur? Af hveiju vilja fáir missa af óperasýningum? Er til öllu ljúf- ari tengiliður milli fólks úr öllum stéttum á góðri stund? Kannski er orðið tfmabært að draga úr væntingum sfnum um að sjónvarp geti gegnt því hlutverki að styrkja alþýðumenningu eða treysta stoðir íslenskrar menningar yfírleitt. Gera sem sagt ekki ráð fyrir því að sá miðill, sem mest er notaður af alþýðu, geti eflt menn- ingu hennar og sjálfsímjmd. Sé svo er þörf á margs konar endurmati í íslenskri menningarpólitík. Ég ætla ekki að hella mér út í þá umræðu hér en láta öðrum eftir að halda henni áfram. Höfundur er fræðslufiilltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.