Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 37 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Samdráttur í afla Fyrirsjáanlegt er, að veru- legur samdráttur verður í afla á næsta ári. Hafrann- sóknastofnun hefur lagt til umtalsverðan samdrátt vegna ástands fiskistofna og sjávar- útvegsráðuneyti hefur í fram- haldi af því tekið ákvörðun um niðurskurð á aflamagni, þótt ekki sé farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar í einu og öllu. Þórður Friðjónsson, for- stöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, sagði á aukafundi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær, að aflamagn á næsta ári yrði svipað því, sem var á árinu 1981. Sá samanburður gefur fólki nokkra hugmynd um, hvað í þessari ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis felst. Landsmenn deila um margt í sambandi við efnahagsmál og afkomu þjóðarinnar. Um það verður hins vegar ekki deilt, að veruleg minnkun fískafla hlýtur að koma fram í versnandi lífskjörum þjóðar- innar. Til þess að vega upp á móti slíkum samdrætti, sem nú er stefnt að, þyrfti fiskverð á erlendum mörkuðum að hækka mjög mikið. Fiskverð hefur hins vegar lækkað veru- lega undanfarin misseri og þótt nú sjáist merki þess, að það sé á uppleið á ný er alveg ljóst; að það bætir ekki upp minnkandi afla. Þjóðin verður því, hvað sem deilum um aðra þætti efna- hagsmála líður, að sætta sig við verri lífskjör á næsta ári, en við höfum búið við að und- anfömu. Það verður hins veg- ar hlutverk ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar að leggja fram tillögur um á hvem hátt sú kjaraskerðing verður framkvæmd. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna leggur til, að það verði gert með veru- legri gengislækkun og hörð- um hliðarráðstöfunum en í því felst, að komið verði í veg fyrir, að verðhækkunaráhrif gengislækkunar komi fram í hækkuðu kaupgjaldi í landinu. Það verður út af fyrir sig fróðlegt að sjá, hver viðbrögð vinstri stjómarinnar verða við þessum vanda. Ríkisstjómin hefúr fram til þessa nánast ekkert gefíð upp um efna- hagsstefnu sína. Hún hefur komið á stöðvun í nokkra mánuði en ekki gefíð nokkra vísbendingu um, hvað við muni taka að stöðvunartíma- bilinu loknu. Yfírleitt hafa vinstri stjómir getað leyft sér að efna til veizlu, þegar þær hafa tekið við völdum, en það er auðvitað alveg ljóst, að ef þessi ríkisstjóm tekur ekki í taumana efíiir hún til þess þjóðargjaldþrots, sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði á fundi Sölumiðstöðvarinnar í gær, að gæti blasað við okkur. Til viðbótar við þann vanda, sem fyrirsjáanlegur er vegna minnkandi sjávarafla, standa menn nú frammi fyrir gífur- legum hallarekstri frystihús- anna í landinu. í sambandi við stöðu frystihúsanna er nauð- synlegt að huga annars vegar að lausn aðkallandi vanda en hins vegar að marka langtímastefnu í málefnum frystiiðnaðarins. Því miður hefur yfírleitt skort á, að at- vinnugreinin sjálf og stjórn- völd legðu vinnu í langtíma- stefnumörkun varðandi þessa undirstöðuatvinnugrein lands- manna. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að gera það nú. Miklar breytingar hafa orð- ið í sjávarútvegi á undanföm- um árum. Utflutningur á ferskum físki hefur aukizt, frystitogarar hafa komið til sögunnar. Þess vegna hefur þrengt að frystiiðnaðum á ýmsan annan veg en þann, sem Ieiðir af rangri gengis- skráningu. Samhliða því að leita lausna á þeim taprekstri, sem hijáð hefur frystiiðnaðinn um skeið, er nauðsynlegt að hefja undirbúning að langtímastefnumótun. Hver verður þróun frystiiðnaðarins fram að aldamótum? Er tilefni til að auka fjárfestingu í þess- ari atvinnugrein eða dugar sú fjárfesting, sem er til staðar? Hver verður samkeppnisstaða frystiiðnaðarins gagnvart frystitogurum og ferskfiskút- flutningi á næstu ámm? Nauðsynlegt er að hagsmuna- samtök frystiiðnaðarins fjalli um þessi viðhorf og marki langtímastefnu, svo að menn viti að hverju skal vinna. Aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH: Langvarandi rekstrarvandi hefur eytt eiginfé flestra fyrirtækja Hér fer á eftir ræða Jóns Ingvarssonar, formanns stjórn- ar Sölumiðstöðvar hraðfirystihúsanna, á aukafúndi samtak- anna í gær. Það skyldi engan undra þótt frysti- húsamenn boði nú til fundar í ljósi þess alvarlega ástands sem frysti- húsin standa nú frammi fyrir. Slíkt er það efnahagslega öngþveiti sem greinin hefur mátt búa við í nær heilt ár og farið hefur stig versnandi eftir mikið góðæri sem staðið hafði allt árið 1986 og framyfir mitt sl. ár. Nær daglega fréttum við af fisk- vinnslufyrirtækjum sem hafa þegar stöðvast vegna rekstrarerfíðleika eða eru við það að stöðvast. Frá því við hittumst á aðalfundi samtakanna snemma í maí, hafa ýmsir hlutir gerst og flestir hveijir á þann veg, að til hins verra horfír. Útflutningsverðlag á afurðum frysti- húsanna hefur haldið áfram að lækka jafnt og þétt auk þess sem vaxandi sölutregðu hefur gætt. Vil ég sér- staklega nefna Japansmarkað í því sambandi. Þá tókst ekki að gera við- bótarsölusamning við Sovétmenn eins og vonir stóðu til og þannig mætti lengi telja. Hér innanlands hefur allur til- kostnaður við framleiðsluna farið stöðugt hækkandi auk þess sem fjár- magnskostnaður hefur vaxið úr hófí fram á sama tíma og gengi krónunn- ar hefur lengst af verið haldið föstu, og þær smávægilegu gengisbreyt- ingar sem gerðar hafa verið því run- nið út í sandinn, bæði vegna aukins tilkostnaðar innanlands og einnig vegna lækkandi gengis Bandarílqa- dollars, sem vegur þyngst í tekjum frystingarinnar. Þessi langvarandi rekstrarvandi sem raunar hefur staðið yfír í mörg ár ef undan er skilið árið 1986 og fyrri helmingur síðasta árs hefur eytt eiginfé flestra fyrirtækja í frysti- húsarekstri og ég vil leyfa mér að fullyrða að ástandið hefur aldrei ver- ið jafti ískyggilegt og nú og vonleysi þeirra sem standa fyrir rekstri frysti- húsanna, og reyndar annarra físk- vinnslufýrirtækja, er slíkt að flestir þeirra vita ekki sitt ijúkandi ráð. Slík eru þau skilyrði sem greininni eru búin. Ekki bætir það heldur úr skák hvemig ýmsir Qölmiðlar hafa fram að þessu tekið á þessum málum. Þeir hafa margir hveijir velt sér upp úr vanda fiskvinnslunnar og þá fryst- ingarinnar sérstaklega með þeim hætti sem tæpast er sæmandi ábyrg- um aðilum. Einu úrræðin sem þeir hafa bent á er að enn frekari hagræð- ingar væri þörf í frystihúsunum án þess þó að skilgreina það frekar, nema að því leyti sem felst í samein- ingu fyrirtækja í sjávarútvegi. Auk þess hefur þeim verið afar tíðrætt um ágæti aukins útflutnings á fersk- um físki, sem öllu á að bjarga. Þegar fiystihúsamenn lýsa áhyggjum sínum yfir þessu ástandi og vara við afleiðingum þess eru þeir úthrópaðir sem gengisfellingar- kór, grátkonukór eða pilsfaldakapí- talistar. Á sama tíma þiggja sumir þessara fjölmiðla stórfellda styrki úr ríkissjóði þótt þeir geti sjálfír eins og aðrar þjónustugreinar í landinu velt öllum kostnaðarhækkunum er þeir verða fyrir innlendum jafnt sem erlendum yfir á neytendur. Þessu til staðfestingar hefur ma. verið á það bent í þessu sambandi, að fjölmörg þjónustufyrirtæki, þar með talin dag- blöðin svo og opinberar stofnanir, hafí hækkað gjaldskrár sínar á síðustu flórum til fimm árum um 80—150 prósent. En á sama tíma urður útflytjendur á frystum físki að sætta sig við það að Bandaríkja- dollar hækkaði úr 41 í 47 krónur eða einungis um 15%. Það er ömurlegt til þess að vita hvemig rætt er um þá atvinnugrein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og'er undirstaða atvinn- ulífs víðs vegar um landið. Rekstrarvandi sá er frystihúsin standa nú andspænis er nú orðinn svo alvarlegur að hann snertir ekki einungis eigendur frystihúsanna, starfsfólk þeirra og nánasta um- hverfí þeirra, heldur allt þjóðfélagið. Síðasta ríkisstjóm bar því miður ekki gæfu til að koma sér saman um aðgerðir f efnahagsmálum og náði ekki samstöðu um niðurfærslu- tillögur efnahagsnefndarinnar svo- nefndu, sem þáverandi forsætisráð- herra skipaði á sl. sumri. Þetta samstöðuleysi stjómarflokk- anna í efnahagsmálum leiddi til stjómarslita og hin nýja ríkisstjóm sem tók við völdum var nánast mynd- uð utan um sérstakar efnahagsráð- stafanir. Ifyrstu aðgerðir ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar hafa því miður ekki vakið vonir fiskvinnslu- manna um bætt rekstrarskilyrði frystingunni til handa. Aðgerðimar miða flestar að því að lána fiystihús- unum fé til áframhaldandi halla- rekstrar. Minni áhersla virðist lögð á að bæta hin almennu rekstrarskil- yrði frystingarinnar að undanskilinni 3% gengisbreytingu sem nú er að vísu uppurin vegna lækkunar dollar- ans. Verðjöfnunarsjóði er gert að taka 750 milljón króna erlent lán til að verðbæta framleiðslu frystihúsanna frá 1. júní sl. með 5% verðuppbót. Lán þetta er talið geta verðbætt framleiðsluna um þessi 5% út aprfl á næsta ári. Fyrir liggur yfírlýsing sjávarútvegsráðherra um það, að lá- nið skuli ekki endurgreitt af fram- leiðendum og í trausti þess sam- þykktu fulltrúar frystingarinnar í stjóm Verðjöfnunarsjóðs að þessi leið skyldi farin. Eðlilegt væri því að ríkisstjómin beitt sér fyrir breytingu á lögunum í samræmi við yfírlýsingu sjávarútvegsráðherra til að taka af öll tvímæli í þeim efnum. Ég ætla ekki að fara mörgum orð- um um nýstofnaðan Atvinnutrygg- ingasjóð. Það getur auðvitað verið nauðsynlegt að skuldbreyta vegna þess uppsafnaða vanda sem öll fyrir- tæki í frystihúsarekstri hafa mátt þola á umliðnum árum vegna óviðun- andi rekstrarskilyrða. Eg vil þó minna á að þennan vanda má að miklu leyti rekja til rangrar efna- hagsstjómar og standa því öll fyrir- tækin jafnt að vígi að því leyti að þau hafa öll skaðast jafnt ( hlutfalli við útflutningsverðmæti. Það er því mín skoðun að hvort heldur sé um að ræða lán eða óaftur- kræfar bætur fyrir liðinn tíma þá sé eina réttlætið fólgið í því að fyrirtæk- in fái rétt til láns eða bóta í hlut- falli við útflutningsverðmæti sín, t.d. frá 1. nóvember á sl. ári, en þá má segja að verulega hafi farið að halla undan fæti í frystingunni. Að öðrum \ kosti er hætt við mismunun milli fyrirtækja og alls kyns hrossakaup-- um. Ég tel þó að vandinn sé svo mik- ill að það stoði lítt og komi frystihús- unum að litlu gagni að fá lán til lausnar á vandanum. Þau eru nú flest nú þegar svo skuldsett vegna lang- varandi rekstrarvanda og síendur- tekinna skuldbreytinga, að eitt lánið nú er aðeins frestun á vandanum. Enda hefur manni sýnst að flestar þær skuldbreytingar sem gerðar hafa verið undanfarin ár hafí fyrst og fremst komið viðskiptabönkunum til góða að því leyti að skuldir fyrirtækj- anna við bankana hafa notið algers forgangs. Skuldir við aðra viðskipta- aðila hafa því verið látnar mæta af- T, T Morgunblaðið/Sverrir Jon Ingvarsson. gangi. Það getur tæpast verið annað en sanngjamt að þjóðfélagið skili frysti- húsunum því fjármagni aftur sem ranglega hefur frá þeim verið tekið í gegnum kolranga gengisskráningu. Það er óafsakanlegt að láta það viðgangast að skapa undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar svo ömurleg skilyrði að hann sé nánast allur í rúst. Þessi atvinnuvegur sem er upp- spretta velmegunar hlýtur að verða að lifa við þau rekstrarskilyrði að hann geti gegnt því hlutverki sínu að vera undirstaða atvinnulífsins víðs vegar um landið í framtíðinni sem hingað til. Það má ekki skilja orð mín þannig að verið sé að biðja um það að illa reknum frystihúsum séu sköpuð skil- yrði til áframhaldandi reksturs. Þvert á móti er aðeins farið fram á að meðalfrystihúsi séu sköpuð viðun- andi rekstrarskilyrði. Það má heldur ekki skilja orð mín á þann veg að okkur finnist allt vera í stakasta lagi í rekstri frystihúsanna og að hvergi megi betur gera. Sjálf- sagt má alltaf gera betur en ég full- yrði að á undanfömum ámm hafa „ÉG VERÐ svartsýnni með hverj- um degi og hika ekki við að segja að við erum liklega nær þjóðar- gjaldþroti en nokkru sinni fyrr,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í ávarpi á auka- fundi SH. Var hann að lýsa tilfinn- ingu sinni eftir viðræður við menn og skoðun skjala eftir að hann tók við forsætisráðherraembættinu. Forsætisráðherra sagðist hafa fengið að sjá í trúnaði ýmsar upplýs- ingar sem atvinnutryggingasjóði hafí borist og sagði að á örfáum mánuð- um hafí efnahagur margra fyrir- tækja algerlega snúist við. Nefndi hann sem dæmi að þrátt fyrir að svokölluð framlegð sumra fyrirtækja væri svipuð á milli ára hefðu skuldir þeirra aukist mikið. Það hlyti að stafa af auknum fjármagnskostnaði. í öðr- um tilvikum hefði framlegð minnkað niður f ekki neitt. Nefndi hann sem skýringar á því að hlutfall launa- kostnaðar væri í sumum tilvikum yfír 20%, færi jaftivel upp undir 30%, einnig væru dæmi um að hlutfall hráefniskostnaðar færi yfir 50%. Sagðist Steingrímur hafa spurt menn margháttaðar endurbætur í rekstrin- um átt sér stað, sem leitt hafa til verulegs spamaðar og hagræðingar í rekstrinum. Ekki skal ég draga í efa að sums staðar á landinu hagar svo til að skynsamlegt og hagkvæmt sé að sameina rekstur tveggja eða jafnvel fleiri fískvinnslufyrirtækja. Alls ekki er þó sjálfgefið að stærri einingar hljóti ávallt að vera hagkvæmari heldur en þær minni. Það hlýtur t.d. að vera hveijum manni ljóst, að það þjónar litlum tilgangi að sameina rekstur tveggja fyrirtækja, sem em svo skuldsett, að heildarskuldastaða þeirra verður jafn vonlaus eftir að reksturinn hefur verið sameinaður, eins og fyrir hann, ef ekkert annað kemur til, eins og t.d. sala eigna og margháttuð samnýting véla, tækja og húsa. Mér dettur ekki í hug að halda, að ráðherrum í þessari ríkisstjóm sé ekki orðið full ljóst hvemig staðan er. Svo alvarleg hættumerki blasa við allt í kringum okkur, að öllum sem eitthvað til þekkja ætti að vera ljóst að við svo búið má ekki standa. Það er stórkostlega alvarlegur hlutur að horfa upp á það, að eigið fé all flestra fyrirtækja í fískvinnslu skuli nánast vera að engu orðið. Ég vil ekki trúa þvi að óreyndu, að ríkisstjómin geri ekki viðhlítandi ráðstafanir til þess að rétta hag físk- vinnslunnar. Rekstrarvandinn hefur magnast mjög á síðustu þremur mánuðum og það er ekkert og ég ítreka ekkert, sem bendir til þess að nein sú upp- sveifla verði á markaðsverðum, sem gæti með nokkrum hætti komið reksrarskilyrðunum í viðundandi horf, hvað þá síður lagað vonlausa eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Það er að sjálfsögðu von manna, að eitthvað rætist úr markaðsmálum þegar svo illa hefur gengið sem raun ber vitni. En það er óraunhæft að láta sér detta í hug að markaðsverð- hækkanir sem kynnu að líta dagsins ljós í náinni framtíð breyti miklu ein- ar sér. Við höfum hér á þessum fundi um skýringar á þessu og hefði kom- ið fram að stjómendur fyrirtækjanna hafí þurft að yfírborga fískinn vegna samkeppni við fiskmarkaðina fyrir sunnan og yfírborga launin til að fá starfsfólk í vinnu. Steingrímur sagði hörmulegt að fyrri stjóm hefði ekki getað komið sér saman um nauðsynlegar aðgerð- ir. Hann ítrekaði stuðning sinn við niðurfærsluleiðina, en sagði að hún hefði ekki nægt til að koma rekstrar- grundvelli undir frystinguna, þó hún hefði orðið varanlegri en þær ráðstaf- anir sem nýja stjómin ákvað. Hann sagði að vissulega væri gengið rangt skráð en benti á að það hefði verið fellt um rúmlega 20% á árinu. Þrátt fyrir það hefði staðan aldrei verið verri. Það sýndi að nauðsynlegt væri að taka áhrif gengisfellingarinnar út úr hagkerfinu. Hann benti t.d. á að ekki gæti verið skynsamlegt að fella gengið þegar skuldir margra fyrirtækja væru orðnar meiri en ár- sveltan. Ráðast yrði gegn fjármagns- kostnaðinum áður en gripið yrði til slíkra ráðstafana. Steingrímur sagði að ýmislegt væri hægt að gera sem komið gæti fjallað um horfur f framleiðslu- og markaðsmálum á næsta ári. Þar blasir m.a. við okkur framleiðslu- samdráttur vegna minnkandi afla hér við land á næstunni. E.t.v. er það eitt það alvarlegasta sem við eigum við að glíma og vekur síður en svo bjartsýni um betri tíð. Það skiptir því miklu að unnt sé að hámarka verðmæti framleiðslunnar úr þeim afla sem leyfílegt er að veiða á næstu árum. Þess vegna er þörf á traustum útflutningsfyrirtækjum með öfluga markaðssetningu erlendis. Velmegun þjóðarinnar mun standa og falla með því nú sem fyrr hvemig tekst til við öflun sjávarfangs, úr- vinnslu þess og sölu. íslenskur sjávarútvegur hefur um langan aldur búið við þau skilyrði að standa í harðri samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra landa, sem hefur beitt sér í harðvít- ugri verðsamkeppni. íslenskur sjávarútvegur getur aldrei þegið styrki af þjóðinni. Slíkt væri alger þversögn, þar sem tekjur sjávarútvegsins em uppspretta þeirra tekna sem verða til í þjóð- félaginu. Á hinn bóginn hljótum við að lýsa áhyggjum okkar yfír þeirri staðreynd að á síðustu árum hafí erlendar verðhækkanir og sérhver uppsveifla í sjávarútvegi verið notuð til þess að halda gengi krónunnar háu, langt umfram það sem eðlilegt gat talist og fíármagnað þannig þensluna í landinu, og fjánnunir þannig fluttir frá frumframleiðslu- greinunum í stórum stíl til þjónustu- greinanna. Sjávarútvegurinn á skýlausan rétt að fá þessa fjármuni aftur til sín, ekki eingöngu hans sjálfs vegna heldur einnig til þess að hann geti haldið áfram að standa undir velmeg- un þjóðarinnar. Góðir fundarmenn. Að lokum vil ég aðeins ítreka það sem ég sagði í morgun, að ég vænti þess að þessi fundur megi verða til þess að frystihúsamenn standi enn þéttar saman í þeirri viðleitni að knýja á um viðunandi starfsskilyrði frystiiðnaðinum til handa. að ’gagni og forðað þjóðargjaldþroti. Hann nefndi uppskurð á bankakerf- inu. Hann spurði hvort til dæmis væri hægt að fara í róttækar aðgerð- ir til að fækka fískiskipum og hvort ekki væri hægt að fækka frystihús- unum. Hann spurði hvort kylfa hafi ekki verið látin ráða kasti og nefndi uppbyggingu frystingar um borð í skipunum en fiystihúsunum í landi fækkaði ekki að sama skapi. Hann spurði af hveiju lánastofnanir hafi verið að lána til slíkra hluta og hvort þær hafí áttað sig á afleiðingunum. Hann sagðist hafa áhyggjur af vax- andi sókn í smáfískinn fyrir norðan og sagði að þjóðin þyldi ekki hrun fiskistofnanna. Forsætisráðherra lagði áherslu á gott samstarf stjómvalda við þá sem starfa í sjávarútveginum og sagði að þegar væri unnið að því. „Mér finnst til dæmis óhjákvæmilegt að fá á einskonar gjörgæsludeild góðan hóp fískvinnslufyrirtækja og skoða í grunninn hvað hefur gerst á þessum mánuðum og hvaða breytingar verða á næstu vikum," sagði Steingrímur. Hann ræddi um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjómarinnar og sagði að Erum nær þjóðargjald- þroti en nokkru sinni - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Stefánsson, endurskoðandi, Ágúst Eliasson og Arnar Sigurmundsson ræða málin á aukafundi SH í gær. Rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar: Hallinn er nú um 6% TAPIÐ á fiskvinnslunni, það er söltun og frystingu, nemur á þessu ári 1200 milljónum króna miðað við 9% ávöxtun stofnQár. Tapið á frystingunni er 1112 milljónir og söltuninni 84 milljón- ir. Ef bætt er við tapið á frysting- unni greiðslum úr verðjöfriunar- sjóði á árinu, samtals 791 milljón kr., nemur tapið tæpum tveimur milljörðum króna. Þar með er frystingin raunverulega komin í sömu stöðu og hún var verst áður á þessum áratug eða árin 1980 og 1984. Þjóðhagsstofhun áætlar að hallinn á fiskvinnslunni í heild nemi nú um 6%. Þetta kom m.a. fram í máli Am- ar Sigurmundssonar formanns Samtaka fískvinnslustöðva á fé- lagsfundi SH í gær. Um þetta efni ræddu auk Amars, þeir Þórður Friðjónsson sem fjallaði um stöðuna Steingrímur Hermannsson þær væru vissulega aðeins til bráða- birgða. Menn mættu ekki gera of lítið úr þvl sem atvinnutrygginga- sjóðnum væri ætlað að gera. Við yrðum að losna úr allri vísitöluteng- ingu, sérstaklega lánskjaravísi- tölunni. Þá mætti hagræða innan atvinnugreinarinnar. Nauðsynlegt væri að vinna af krafti að þessum málum og meta það síðan eftir ára- mót hvað hægt væri að gera. Hann sagðist gera sér ljóst að töluvert meira yrði að gera en áformað hefði verið fram til þessa og ýta á eftir öðru sem gengi allt of hægt að fram- kvæma. Nefndi hann að ríkisstjómin yrði með langan fund um miðja næstu viku og vonaðist tii að þá lægi fyrir úttekt á þeim upplýsingum sem borist hefðu. „Mér fínnst margt hafa mistekist að mati Þjóðhagsstofnunar og Sig- urður Stefánsson löggiltur endur- skoðandi sem fjallaði um rekstrar- afkomuna fyrstu níu mánuði ársins. Amar byggði úttekt sína á árs- reikningum 70 fyrirtækja í fryst- ingu og söltun. í máli hans kom fram að frá 30. september og til dagsins í dag hefði gengissig dollar- ans aukið hallann um 1,5% eða 4-500 milljónir króna. Amar sagði að frystingin væri í bullandi taprekstri og yrði það áfram ef ekkert yrði að gert. Hann taldi það ekki lausn á vandanum að reikna eitthvert meðalfyrirtæki upp í núllið og miða allt við það. Slíkt þýddi að þessi atvinnugrein kæmist ekki úr skuldavandanum... „Við höfum sjaldan búið við jafn erfiða tíma og þeir verða erfiðir áfram," sagði hann. Þórður Friðjónsson forstjóri hiyllilega. Það er sárgrætilegt þegar í hlut á grundvöllur okkar þjóðartil- veru,“ sagði Steingrímur í lok ávarps síns. Að lokinni ræðu Steingríms voru leyfðar fyrirspumir. Sigurður Ein- arsson spurði um úthlutunarreglur atvinnutryggingasjóðs og benti á til- lögu Jóns Ingvarssonar um að lána fyrirtælq'unum í hlutfalli við veltu. Steingrímur hafnaði þeirri leið. Sagði að með því kæmi sjóðurinn ekki að tilætluðu gagni, þá væri til dæmis verið að lána þeim sem ekki þyrftu á skuldbreytingu að halda. Sagðist Steingrímur efast um að helmingur þeirra fyrirtækja sem sótt hefðu um lán í atvinnutryggingasjóði stæðust kröfur sjóðsins vegna þess hvað staða þeirra væri orðin slæm. Ólafur Gunnarsson spurði hvaða fyrirtæki muni taka þátt í skuldbreytingu at- vinnutryggingasjóðs og hvort búið væri að tryggja markað fyrir þessa pappíra. Steingrímur sagði að þetta mál væri í ítarlegri umfjöllun. Það kæmi að sjálfsögðu alls ekki til greina að skylda fyrirtæki til að selja þessi bréf á gráa markaðnum með 25% affollum. Sem svar við spumingu Brynjólfs Bjamasonar sagði Steingrímur að það væri ekki veijandi að ríkissjóður eyddi umfram efni en það gengi í gegn um allt þjóðfélagið. Hann benti á að einkaneyslan hefði þó aukist margfalt meira en hin opinbera. Nauðsynlegt væri að gera uppskurð á mennta- og heilbrigðiskerfínu en benti á erfiðleika við niðurskurð kostnaðar. Þjóðhagsstofnunnar sagði það enga spumingu að staða frystingarinnar væri slæm um þessar mundir. Þjóð- hagsstofnun hefði metið afkomuna eftir hefðbundnum aðferðum og bráðabirgðatölur úr því mati bentu til að frystingin væri nú rekin með 5% halla, botnfiskveiðar og vinnsla með tæpum 5% halla. Á heildina litið næmi hallinn 6% af tekjum. Væri staðan nú svipuð og hún var 1984 f kjölfarið á miklum afla- bresti þá. í máli sínu rakti Þórður þróunina á ámnum 1980 til 1988. Þetta tíma- bil hefur einkennst af miklum sveiflum í aflabrögum og afurða- verði. Á þessu tímabili hefur aðeins verið hagnaður á ámnum 1982 og 1983. Hvað árið í ár varðar sagði Þórður að aflaverðmætið hefði dregist saman um 10% frá áramót- um. Við þetta bættist svo að raun- gengi krónunnar hefði ekki verið hærra en nú á þessum áratug. Þórður sagði að þótt myndin sem nú væri dregin upp af afkomuhorf- um í sjávarútvegi væri ekki björt mætti sjá nokkur merki um bata. Hann nefndi að verðlag á sjávaraf- urðum erlendis hefði verið að nálag- ast botninn undanfama mánuði en einhveijar breytingar væm að verða á því í rétta átt. Sigurður Stefánsson lagði fram útreikninga á afkomu 10 frystihúsa fyrstu níu mánuði þessa árs. Hann sagði þær tölur er kæmu þar fram vera hryllilegar. Meðaltapið hjá þessum 10 húsum væri 7,3% en það fer allt niður í 18,6% hjá einu hú- sanna. Hvað breytingar á eiginfjár- stöðu þessara húsa varðar sagði Sigurður að frá 1. janúar s.l. hefði hún rýmað um 12,7%. Lausafjár- staðan aftur á móti væri neikvæð um 28% af ársveltu. „Af þessu er ljóst að miðað við 17-18 milljarða króna heildarveltu þarf um 5-7 milljarða króna til skuldbreytinga til að koma rekstrin- um á núllið,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að á árinu hefði helmingur þeirra 15 frystihúsa sem væm innan SH á Suðumesjum helst úr lestinni. Þarf af hefðu 3 orðið gjaldþrota og hin dregið vemlega úr rekstrinum eða hætt honum al- veg. Hann sagði að sú meginregla gilti að smærri húsin, sem hefðu veltu um eða undir 150 milljónum króna, ættu í mun meiri rekstrarerf- iðleikum en þau stærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.