Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 46
46________•_____MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988_ Þjóðfélagslegt hlutskíptí byggðastefnu á Islandi eftirAskel Einarsson Sérstaða íslenskrar landsbyggðarstefhu Það sem skilur að íslenska lands- byggðastefnu og svonefnda byggðastefnu nágrannalandanna eru tvö megin atriði: 1. íslensk byggðastefna byggist á því að hinir dreifðu landkostir, sem er undirstaða gjaldeyrisbú- skapar þjóðarinnar, séu virkjaðir jöfnum höndum í landinu og hin dreifða búseta, sem þess vegna er nauðsynleg hagsmunum þjóðfé- lagsins, njóti sem mest afraksturs og margfeldisáhrifa þessara land- kosta. 2. Hinn félagslegi þáttur íslenskrar byggðastefnu byggist ekki á því að útrýma atvinnuleysi og koma í veg fyrir fátækt, eins og tíðkast í mörgum nágrannalönd- um, heldur er hann sá að íbúar landsins, hvar sem þeir búa, njóti *- jafnræðis um uppbyggingu grunn- gerðar þjóðfélagsins og um að aðra samfélagslega aðstöðu, þrátt fyrir dreifða búsetu, sem er óhjákvæmi- leg vegna þjóðfélagshagsmuna. Ahrif félagslegrar Qármögriunar á þróun landsbyggðar A Islandi er tvennt sem sker úr varðandi fjárhagslega uppbyggingu á byggðaþróunarsvæðum, miðað m við það sem tíðkast í nágrannalönd- unum. Bæði í Skotlandi, Norður- löndum og í Evrópu hefur megin styrkur opinberra byggðaaðgerða beinst að því að fá fyrirtæki, til að flytja rekstur sinn frá þéttbýlis- svæðum til vanþróaðra byggða. Þessu stjómtæki er einnig beitt gagnvart erlendum fyrirtækjum, sem hyggjast koma upp starfsað- stöðu í viðkomandi löndum. Um þetta eru tæplega marktæk dæmi hér á íslandi. Það sem einkennir íslenska upp- byggingu félagslegrar fjármögnun- ar er: 1. Samfélagsleg uppbygging at- vinnufyrirtækja m.a. fyrir samstarf samvinnufélaga, sveitarfélaga og Honda 89 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verð frá 919 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. W HORTDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 einstaklinga, með söfnun stofn- framlaga, án krafna um fjárhags- lega arðsemi eigenda. 2. Sérstakt framtak einstaklinga og hópa þeirra um að leggja fram fjármagn til atvinnustarfsemi í heimabyggð, sem einskonar byggðaaðgerð, án krafna um ákveðna arðsemi. Af þessum ástæðum _eru betri samfélagsleg skilyrði á íslandi en víða erlendis um raunhæfar byggðaaðgerðir, en þar er hvorki er fyrir hendi félagslegur hvati til atvinnuuppbygginga, né framtak framsækinna heimamanna. í mörg- um löndum tíðkast ekki að sveitafé- lag standi í atvinnurekstri eða að samvinnufélag láti sig atvinnumál varða. Þetta er íslensk sérstaða í byggðamálum, sem verður að vernda efnahagslega. Sama er að segja um framtak einstaklinga, sem ávaxta fé sitt í heimbyggð, þrátt fyrir enga hagnaðarvon. Efnahagslegt umhverfi á Islandi andstætt byggðastefiiu Menn hljóta að velta fyrir sér hversvegna sama efnahagssveifla endurtekur sig á íslandi aftur og aftur. Skýringin er í raun einföld. Yfirbygging þjóðfélagsins og þjón- ustubáknið verður æ frekara á fóðr- um. Þegar harðnar í dalnum hjá útflutningsatvinnuvegunum kemur ætíð í ljós að þjónustubáknið sættir sig ekki við þau hlutaskipti, sem framleiðsluatvinnuvegimir hafa fram að færa í þjóðarbúið. At- kvæðaþungi þessara hópa er slíkur að stjórnmálaflokkamir verða að taka tillit til þeirra, þar sem æ grisjast það lið, sem er á hinum vængnum, þ.e. landsbyggðin, þrátt fyrir nokkra skekkju í vægi at- kvæða landsbyggðinni í hag. Stendur landsbyggðin á elleftu stundu Miðað við hlutverkaskipti í íslensku samfélagi, eins öflugs þétt- býliskjarna annars vegar og lands- byggðar hins vegar, sem fulltrúa framleiðsluhagsmuna, þarf ekki skarpan mann til þess að sjá, að það er í síðasta sinn, sem nást í gegn millifærsluaðgerðir og leið- réttingar framleiðslunni í hag, eftir pólitískum leiðum. Viðbrögðin við niðurfærsluleiðinni voru þannig í raun, að stórir hópar, eins og laun- þegasamtökin og milliliðirnir í þjóð- félaginu, vom ekki tilbúnir að skilja hættuástandið. Með öðrum orðum, þessir hópar töldu sig ekki varða um hag landsbyggðar og um leið framleiðsluhagsmuni þjóðfélagsins. Þetta er alvarleg staðreynd, sem kallar á ný viðhorf. Ný efiiahag'sleg' viðhorf í byggðamálum Báðir höfuðatvinnuvegir lands- byggðar búa við framleiðslutak- markanir, sem hljóta að hafa Áskell Einarsson „Margt bendir til þess að íslensk byggða- stefiia verði að laga sig að frjálsri verðmyndun í landinu m.a. með tilliti til beinnar eða óbeinnar aðildar landsins að stór- um markaðssvæðum. Þá verður um tvo kosti að ræða frjálsa gengis- skráning, eða hreyfan- lega gengisskráningu bundna við ákveðin samflot. Sú leið sem hefiir verið farin und- anfarin ár, að gengis- * skráningin þurfí hvorki að taka mið af hag at- vinnuveganna né af eft- irspurn, hlýtur að ganga sér til húðar og hefur reynst byggða- hagsmunum andstæð.“ byggðaleg áhrif á margvíslegan hátt. Landbúnaðurinn á undir höggi að sækja vegna offramleiðslu miðað við heimamarkað. Verðlagning landbúnaðarafurða er við það miðuð að atvinnugreinin standi í stað. Sjávarútvegurinn hefur búið við strangar aflatakmarkanir, sem hef- ur hamlað getu atvinnuvegarins. I íslensku þjóðfélagi hefur við- gengist sú meginstefna að miða gegnisskráningu við geðþótta stjórnvalda um að beita gengis- skráningunni, sem hemil á verðlag- þróun í landinu. Á sama tíma og verðlagsmyndun í landinu er frjáls og laun þorra launþega fylgja verðlagi, eru út- flutningsatvinnuvegirnir með bundna verðskráningu á aflafé sínu í erlendum gjaldeyrir. Hér er verð- lagsmótuninni snúið við. Gróði eða margfeldisáhrif við meðferð erlends gjaldeyris í efnahagskerfinu koma þeim til góða, sem hafa óbundnar hendur um alla verðlagsmeðferð í þjóðfélaginu, m.a. á þjónustu eða vamingi. Það er því í raun um tvær leiðir að velja hina fijálsu leið, sem þýðir að á meðan grundvallar hagsmunir þjóðarbúsins byggjast á útflutn- ingsatvinnuvegum landsbyggðar, þá verði skráning gjaldeyris gefin ftjáls og verðlagning hans mótist af eftirspum. Hin leiðin er sú að mótuð verði gengisstefna, sem tryggi að afkoma útflutningsatvinnuveganna verði það hagstæð, að þangað leiti í senn fjármagn og vinnuafl. Sköpuð verði skilyrði til þess að útflutningsgrein- amar geti byggt upp eigin fé sitt og varist sveiflum m.a. með verð- jöfnunarsjóðum. Vaxtastiginu verði haldið innan hóflegra marka. Hér skal ekki Iagður endanlegur dómur að hvor leiðin verður valin. Meginmálið er það að afkomu- gmndvöllur undirstöðuatvinnuveg- anna verði tryggður, með réttri gengisskráningu á hveijum tíma. Þjóðarhagur gerir byggðastefnu nauðsynlega Margt bendir til þess að íslensk byggðastefna verði að laga sig að fijálsri verðmyndun í landinu m.a. með tilliti til beinnar eða óbeinnar aðildar landsins að stómm mark- aðssvæðum. Þá verður um tvo kosti að ræða fijálsa gengisskráning eða hreyfanlega gengisskráningu bundna við ákveðin samflot. Sú leið sem hefur verið farin undanfarin ár, að gengisskráningin þurfi hvorki að taka mið af hag atvinnuveganna né af eftirspurn, hlýtur að ganga sér til húðar og hefur reynst byggðahagsmunum andstæð. Staðan í efnahagskerfi þjóðar- innar nú er sú, að fyrir dymm stendur skuldaskil útflutningsat- vinnuveganna, sem munu að sjálf- sögðu miklu bjarga. Eftir stendur, að mörg álitleg fyrirtæki em rúin eigin fé, sem verður að bæta úr, ella verða fyrirtækin vanbúin að standa á eigin fótum, þrátt fyrir allar skuldbreytingárnar. Sú stefna að Byggðastofnun eignist hlutafé í fyrirtækjum víðsvegar um landið er engin alls- heijarlausn. Það eðlilega er að eig- endur þeirra fyrirtækja, sem misst hafa eigin fjármagn vegna langvar- andi hallareksturs sökum rangrar gengisskráningar, eigi kost á heppi- legu lánsfé til að endumýja eigna- hluti sína. Þetta er nauðsynlegt sökum þess að víða úti um landið er ekki leng- ur til staðar hvorki félagslegt eða áhættu fjármagn til þessháttar end- urhæfingar á eigin fjárstöðu fyrir- tækja. Eftir að skuldaskil hefðu farið fram og eigin fé hefði verið endumýjað ættú framleiðslufyrir- tækin að geta-starfað áfram eðli- lega þ.e.a.s. ef hinn almenni rekstr- argmndvöllur er fyrir hendi. Það er meginmálið. Raunhæf byggðastefna er þjóð- ANNAÐ bindi Læknisráða Miinsters er nú komið út hjá Vasaútgáfunni. Þetta annað bindi heitir Almenn kynlífs- fræðsla og er 192 blaðsiður með myndum og orðalista. Erik Miinster er starfandi læknir í Danmörku og skrifar í Ekstrablad- et og Familie Journal. Þetta safn hagslega nauðsynleg. Þjóðfélagið verður að sætta sig við þau lífskjör, sem framleiðsluatvinnuvegirnir og nýting orkulindanna gera möguleg í þessu landi. Atökin um nýtingu orkulindanna einkenna næsta áratug Margir líta björtum augum til stóriðjuframkvæmda og nýtingu orkulinda landsins. Nú horfir í það, að haldið verði áfram stóriðjufram- kvæmdum í Straumsvík og haldið áfram virkjunum á Þjórsársvæðinu. Margt bendir til að þetta sé byijun í því, að margir erlendir fjármagns- aðilar muni af ýmsum ástæðum fysa að fjárfesta á íslandi. Hér er á ferðinni stærsta byggðamál næsta áratugar. í þessum efnum verður að beita festu og knýja á um að erlendir fjármagnsaðilar virði íslenska byggðahagsmuni. Island er æ meira að færast í þjóðbraut. Með alþjóðlegum varaflugvelli má hugsa sér að hér verði komið upp útvarðarstöð fyrir Evrópu, varðandi loftflutninga til og frá Japan og Asíulöndum. Þessi ákvörðun er einnig byggðamál, sem er þyngri á metunum en afstaða til varnarmála. Þetta er spurningin um að nýta stöðu og legu landsins í miðju Átl- antshafi í þágu byggðaþróunar á íslandi. Hvernig á að verja byggðahagsmuni landsbyggðarinnar? Það er fullreynt að ekki er mögu- leiki að færa til stjómsýslukerfið í þjóðfélaginu, nema valdinu sjálfu verði dreift t.d. með millistjórnstigi. Með auknum kröfum um félagslega aðstoð og aðstöðu til menntunar hallar á fyrir sveitabyggðum og fyrir minni þéttbýlisstaði lands- byggðar. Þá er það spumingin hvemig er hægt að efla hina stærri þéttbýlisstaði, svo að þeir geti boð- ið upp fjölbreytt félagslegt um- hverfi og veitt mótvægi í búsetuþró- uninni, án þess að ganga á for- gangshlutverk framleiðslubyggða- laganna við sjávarsíðuna. Ekkert af þessu kemur að sjálfu sér. Ekki má í þessum efnum ein- blína um of á stjórnsýslu ríkisins, þó að staðsetning hennar hafi að- dráttarafl. Hér á ekki síður við um þjónustustarfsemi á vegum fyrir- tækja, einkaaðila og velferðarþjón- ustu. Hér sem oftast er sjálfs hönd- in betri en ríkisforsjáin, en þessu gleymir landsbyggðarfólkið iðu- lega. Hvernig á að beina Qármagni til landsbyggðarinnar? Myndist hagsæld í landsbyggðar- atvinnuvegunum skapast hagstætt fjárhagslegt andrúmsloft úti í byggðunum. Meira af fjárfestingafé þjóðarinnar verður þá ráðstafað frá bæjardyrum manna, sem sótt hafa fjármagn sitt af heimaslóð. Þetta getur jafngilt breyttum hugsana- hætti um hvar eigi að fjárfesta. Landshlutabundnir byggðasjóðir og fjárfestingarfélög eiga að vera hluti byggðaaðgerða í landinu og njóta opinbers fjármagns. Máske þarf að aðlaga bankakerfið lands- byggðarhagsmunum betur en raun- in er nú. Fijálsgengisstefna er áhrifaríkasta lausnin í þjóðfélagi fijálsra viðskiptahátta. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga. læknisráða mun verða 12 bindi. í fyrsta bindi var fjallað um smitsjúkdóma og síðar koma sér- stök bindi um taugasjúkdóma, barnasjúkdóma, hjartasjúkdóma o.s.frv. Telja margir slík hefti um ákveðin viðfangsefni notadrýgri en stórar og skrautlegar læknabækur. 5daga megrun.sem VIRKAR! Vandaðurbæklingurmeðupp- lýsingum og leiðbeiningum á Islensku fylgir. FÆST i APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM. IITAEININGAR I _ LAGMARKI - NGAR AUKAVERKAMIR T EOLILEGU ÞYNGDARTAPI -EÐJANDI OG BRAGÐGOTTT Ai LLAR MATARAHYGGJUR ÚRSÖGUNNI Heildverslun, Þingaseli 8, Slmi 77311 Annað bindi Lækn- isráða Míinsters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.