Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 16
I n 88eí H39M3VÖH .Ví HU0AQUTMMI3 .aiOAJHHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Nýtt álver á íslandi? eftir Jónas Elíasson Hvert er framhaldið? Tuttugu ár eru liðin síðan upp- bygging stóriðju hófst á íslandi. Þá voru byggðar tvær rafbræðslu- verksmiðjur, álverið í Straumsvík og jámblendiverksmiðjan á Grund- artanga. Fyrir tíu árum fór að hægja á stóriðjuframkvæmdum og síðustu árin hefur alger stöðnun ríkt í þessum málum. Þegar síðasta tilraunin var gerð til að komast af stað aftur stóð.til að byggja kíisil- málmverksmiðju sem er ein raf- bræðslan í viðbót. Þessi tilraun strandaði á því, að framkvæmda- kostnaður reyndist of mikill á þeim stað sem valinn var og fjárfestingin ekki hagkvæm eins og útlit var á markaðsmálum iðnaðarins þá. Við þurfum að koma þessari iðnaðar- uppbyggingu af stað aftur, annars stöndum við frammi fyrir því _að rafbræðsluiðnaður leggist af á ís- landi þegar núverandi verksmiðjur verða gamlar og óhagkvæmar í rekstri. Útflutningur ísland býr yfir miklum orkulind- um, og þjóðin er fullfær um að virkja þær og flytja út orkuna ef einhver finnst kaupandinn. Nú virð- ist hilla undir að flytja megi raforku á erlendan markað eftir sækapli, en væntanlega líður töluverður tími áður en slíkt verður hagkvæmt. Þangað til virðast ekki aðrar leiðir færar til að koma orku okkar í verð en framleiðsla á orkuberandi hrá- efnum í verksmiðjum sem byggðar eru hér. En meðan tilgangurinn með þesum atvinnurekstri er fyrst og fremst sá að koma orku okkar í verð, þá er það ekki keppikefli fyrir okkur að eiga verksmiðjurnar, þvert á móti ætti það að vera okk- ar hagur að kaupandi orkunnar beri sjálfur áhættuna, af verk- smiðjurekstrinum. Svona var stór- iðjudæmið upphaflega hugsað og reynslan bendir til að þessi upphaf- lega hugsun hafi verið rétt, hvemig svo sem framhaldið verður. Framlegð til þjóðarbúskapar Hér áður álitu margir að raf- bræðsla væri aðeins aðferð til að flytja út raforku og ekkert keppi- kefli fyrir íslendinga að hafa slíkar verksmiðjur í landinu, við gætum sem best lifað af fiskimiðunum sem mundu endast okkur nánast til eilífðar þegar við værum laus við rányrkju erlendra togara. Reynslan hefur nú kennt okkur rafbræðslan var ný stoð undir atvinnulíf þjóðar- innar sem við viljum ekki vera án í dag. Framlegð hennartil þjóðarbú- skaparins hefur reynst helmingi hærri en nemur raforkukaupum verksmiðjanna, svo ef mönnum fínnst raforkuverið til þeirra lágt, þá er það alveg afsakanlegt að láta þessi fyrirtæki fá raforku á vægu verði. Auðvitað mælir enginn með því að selja raforku til erlendra iðn- fyrirtækja undir kostnaðarverði, en hefur ekki reynslan sýnt að þjóð- inni er slík búbót í þessum fyrir- tækjumum að einhver áhætta í ra- forkuviðskiptum er vel þess virði að taka hana, megi hún verða til þess að fá fleiri fyrirtæki inn í landið? Hér verður auðvitað hver að dæma fyrir sig, en margir eru þessarar skoðunar. Mengun Verksmiðjurekstri fylgir sá ókostur að veruleg mengun stafar af honum nema fyllstu varúðar sé gætt. Mengunin frá rafbræðsluiðn- aðinum hér eru ekki hættuleg sem betur fer, þannig að úrgangsefnum frá þessum iðnaði þarf ekki að eyða, aðeins halda framleiðslu þeirra inn- an næfílegra marka. Fregnir hafa borist af því að tækninni fari stöð- ugt fram á þessu sviði, til dæmis stafí miklu minni mengun frá nýjum álverum sem nota nýjustu fram- leiðslutækni heldur en þeim gömlu. Ef hingað koma nýjar verksmiðjur sem eiga auðvelt með að halda sig innan mengunarmarka, þá ætti að vera auðveldara að setja þeim Jónas Elíasson „ Auðvitað mælir eng- inn með því að selja raforku til erlendra iðnfyrirtækja undir kostnaðarverði, en hef- ur ekki reynslan sýnt að þjóðinni er slík búbót í þessum fyrirtækjum að einhver áhætta í raf- orkuviðskiptum er vel þess virði að taka hana.“ gömlu stólinn fyrir dymar þannig að þau haldi sig á mottunni hvað mengun varðar. Það er að vísu erf- itt að framfylgja settum reglum í þessum efnum af fullri hörku, til dæmis er erfitt að grípa til fram- leiðslustöðvunar hjá fyrirtækjum þegar slíkt kostar að margt fólk missir atvinnuna. Þetta þekkja þeir íslendingar, sem eru aldir 'upp í meiri og minni fískimjölspest, manna best. Fólk er hinsvegar að vakna til æ meiri vitundar um þessi mál, og engin ástæða til að óttast að rafbræðsluiðnaður komist upp jón, Ari og Nra sitjo símafund með Sérþjónustu stafrœna símakerfisins mm f símanúmerið þitt er tengt stafræna : símakerfinu og þú ert með tónvalssíma með tökkunum □ H og □ getur þú haldið þriggja manna símafundi með SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA SlMAKERFISINS. f’riggjo manna tol kallast þessi þjónustu- þáttur og býður hann upp á ýmsa möguleika. Þú getur haldið símafund þriggja aðila þar sem allir heyra í öllum og allir geta talað saman (síminn er nýr og þægi- legur fundarstaður). Annar möguleiki er sá, að þú getur „geymt" viðmælanda þinn ef þú þarft nauðsynlega að hafa samband við þriðja aðila á meðan símtal stendur yfir (VIÐMÆL- ANDI „GEYMDUR"). Svo er líka hægt að skipta um við- mælanda eins oft og þú vilt og sá sem er „geymdur" hverju sinni heyrir ekki hvað fram fer á meðan (SÍMTALAVÍXL). Kynntu þér SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA SlMA- KERFISINS nánar í sölu- deildum Pósts og síma eða á póst- og símstöðvum. Þar færðu einnig áskrift að þessari skemmtilegu þjónustu. * ö 5 E í s i RÞJONUSTA STAFRÆNA MAKERFINU POSTUR OG SIMI með óæskilega mengun í framtíð- inni. Þensluáhrif Þær áætlanir sem nú eru uppi gera ráð fyrir að byggt verði nýtt álver í Straumsvík og stærð þess verði nálægt 100.000 tonna af- kastagetu. Nú er ný virkjun að verða tilbúin á sama tíma og nýja verksmiðjan, en það þýðir að íjár- festingar sem virkjunarkerfíð þarf að taka á sig vegna nýs álvers koma ekki fyrr en álverið sjálft er tilbúið. Af þessu leiðir að fjárfestingar vegna nýrrar verksmiðju dreifast meira en áður þegar verksmiðju- bygging og virkjanagerð vegna þeirra voru í gangi meira eða minna á sama tíma. Þær fjárfestingar sem leggja þarf í vegna nýs álvers verða því allmiklu lægri en þær sem við höfum áður séð. Nái þetta fram að ganga, getur framkvæmdin komið á heppilegum tíma. Fjárfesting sem henni fylgir mundir hleypa nýju lífi í verktakastarfsemina sem að öðr- um kosti horfír fram á mikinn sam- drátt. Líkur benda því til, að þenslu- áhrif vegna nýs álvers verði hverf- andi. Raforkuverð Fyrir nokkrum árum fékkst veru- leg leiðrétting á raforkuverði því sem upphaflega var samið um við Alusuisse. Ekki getur verðið talist hátt, en sæmilega viðunandi. Þó ekkert sé vitað um raforkuverð til nýs álvers á þessari stundu, má auðvitað búast við að það verði eitt- hvað í stíl við það verð sem ísal borgar nú vonandi eitthvað hærra. Tæplega er hægt að hugsa sér verð- ið lækki. Nú er það venja i viðskipt- um af þesu tagi að framleiðandinn leggur svokallað jaðarkostnaðar- verð til grundvallar fyrir söluverði sínu en það er talsvert lægra en meðalkostnaðarverð. Þessu verður við íslendingar að fylgja til að vera samkeppnisfærir í orkuverðinu. En vegna þess að nýtt álver kemur á heppilegum tíma fyrir raforkukerf- ið, þá er góð von til þess að hægt sé að bjóða álveri, sem tekur til starfa um leið og Blönduvirkjun er tilbúin, raforku á hagstæðu verði. Þetta er mjög þýðingamikið, sam- keppnin er erfið á þessu sviði því ný álver eiga þess kost að fá raf- orku á verulega niðurgreiddu verði í mörgum löndum. Á að semja við útlendinga? Oft heyrast raddir um að íslend- ingar eigi ekki að semja við erlend stórfyrirtæki um atvinnurekstur hér heima. Til þess séum við of veikburða sem þjóð og of reynslu- litlir í viðskiptum. Ég trúi þessu nú ekki fyrir það fyrsta, og í öðru lagi finnst mér að íslenskir stjórnmála- menn eigi að bera höfuð hærra en þetta. Það getur alltaf gerst að samningar reynist ekki sú auðsupp- spretta sem vonast var eftir, en það þýðir ekki endilega að einhver hafi verið plataður, í milliríkjaviðskipt- um er alltaf tekin áhætta og það er alltaf hægt að vera óheppinn. Og einhvern veginn finnst flestum, að þó íslendingar séu kannski fáir, fátækir og smáir eins og einu sinni var sagt, þá verða menn að standa beinir í baki og leita eftir þeim milliríkjaviðskiptum fyrir landsins hönd sem geta verið arðvænleg. Það er aldeilis ófært að leggjast í slíkt hugarvíl útaf smæð sinni og reynsluleysi að það sé ekki einu sinni gerð tilraun til þess að koma íslenskri orku í verð á alþjóðamark- aði. Höfundur er prófessor í verk- frceði og formaður Orkunefhdar Sjálfstæðisflokksins. „Lífsreynsla Frásagnir af eftirminnilegri reynslu Á síðastliðnu ári kom út hjá Hörpuútgáfunni 1. bindi „Lífsreynslu“ sem hlaut mjög góðar viðtökur. Nú er komin út 2. bók í sama flokki. „Eins og í fyrri bókinni er hér um að ræða frásagnir af viðburðaríkri og sérstæðri reynslu. Fólk úr öllum landsfjórðungum segir frá. Allar frásagnir eru skráðar sérstak- lega vegna útkomu þessarar bók- ar,“ segir m.a. í frétt frá útgáf- nnni. Efni bókarinnar er sem hér segir: Ingimar Eydal, Akureyri: „Endurhæfíng kostar þraut- seigju, svita og tár.“ Inga Rósa Þórðardóttir, Egils- stöðum: „Björgun úr sprugnu á Vatna- jökli.“ Frásögn Sveins Sigurbjarna- sonar, Eskifirði og Tómasar Zoéga, Neskaupstað. Sigurður Jónsson, Selfossi: „Gengu óstuddir frá brennandi flaki flugvélarinnar.“ Frásögn Þórs Mýrdal, Kópavogi. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, Reykjavík: „Þeir sem guðimir elska deyja ungir.“ Magnús Gíslason, Garði: „Lamaður fyrir lífstíð." Frásögn Ágúst Matthíasson, Keflavík. Sigurgeir Jónsson, Vestmanna- eyjum: „Hætti kominn í Súlnaskeri." Magnús Sigurðsson, Reykjavík: „Örlagadagar í Prag.“ Sigurður Jónsson, Selfossi: „Brotsjórinn hafði bátinn í greip sinni.“ Frásögn af lífsreynslu Vig- fúsar Markússonar, Eyrarbakka. Sigurgeir Jónsson, Vestmanna- eyjum: „Þú verður af komast af.“ Frá- sögn Magnúsar Halldórssonar úr Dölum. Bragi Þórðarson tók bókina sam- an. Hún er 213 bls. Myndir fylgja frásögnum. Kápa: Auglýsingastofa Ernst Bachman. Setning, prentun ogbókband: Prentsmiðjan Oddi hf. VITNIVANTAR Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að árekstri tveggja bifreiða á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Óhappið átti sér stað um klukkan 14.20, mánudagin 7. nóvember. Bílunum, Lada Samara og Citroen, var ekið um gatnamótin. Þar stýra umferðarljós umferð og er ágrein- ingur með ökumönnum um aðdrag- andann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.