Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER.1988 33 Óttast að kommúnistar komist til valda í Namibíu Höfðaborg. Reuter. HVÍTIR hœgrisinnar í Namibíu og Suður-Afríku lýstu í gœr yfir áhyggjum vegna samkomulags Kúbverja, Angólumanna og Suð- ur-Afríkumanna um tímaáætlun fyrir brottfiutning kúbverskra hermanna frá Angólu og um sjálfstæði Namibíu. Johannes De Wet, einn leiðtoga Þjóðernis- flokksins í Namibíu, sagði að margir hvítir menn óttuðust að SWAPO, hreyfing svartra þjóð- emissinna í Namibíu, kæmist til valda í kosningum og kæmi á marxiskri stjórn í landinu. „Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða gæti þetta leitt til stjóm- leysis, hörmungarástands og út- rýmingar menningarinnar,“ sagði de Wet í samtali við fréttaritara Reuters. Hann bætti við að hvítir menn myndu veita mótspymu virti SWAPO ekki lýðræðisreglur. „Við getum ekki liðið að reynslulaust fólk, sem er engan veginn fært um að halda uppi lögum og reglu, hrifsi völdin í sínar hendur," sagði de Wit. SWAPO-hreyfingin hneigist til kommúnisma, hyggst meðal annars koma á þjóðnýtingu og úthluta svertingjum jarðnæði. Talið er að meirihluti Namibíumanna styðji Þakka innilega heimsóknir, gjafir, góðar óskir og alla vinsemd í sambandi við 95 ára afmceli mitt hinn 3. nóvember sl. Ingveldur Guðmundsdóttir. hreyfinguna. Þjóðemisflokkurinn nýtur hins vegar mikils stuðnings meðal hvítra manna í Namibíu. í landinu er rúm milljón íbúa og um 80.000 þeirra em hvítir. Fulltrúar Kúbveija, Angólu- manna, og Suður-Afríkumanna náðu á þriðjudag samkomulagi sem gæti leitt til sjálfstæðis Namibíu, sem hefur verið nýlenda hvítra manna í rúma öld; fyrst Þjóðveija og síðan Suður-Afríkumanna. Full- trúamir vildu ekki lýsa samkomu- laginu nánar en talið er að í því sé gert ráð fyrir að brottflutningi kúb- verskra hermanna frá Angólu ljúki ári eftir að Namibía hljóti sjálf- stæði. Fanie Jacobs, talsmaður íhalds- flokksins í Suður-Afríku, kvaðst óttast að suður-afrísk stjórnvöld svikju hvíta Namibíumenn með því að veita Namibíu sjálfstæði sam- kvæmt ályktun Sameinuðu þjóð- anna, þar sem litið er á SWAPO sem hinn eina réttmæta fulltrúa Namibíumanna. Hann sagði að kæmist SWAPO til valda myndu þijú kommúnísk ríki eiga landa- mæri að Suður-Afríku: Namibía, Angóla og Mósambík. „Þetta getur engan veginn leitt til friðar. Með Sovétríkin: m Ukraínsk borg er orðin að eiturgildru Öll böm flutt á brott vegna þaflínmengunar Moskvu. Reuter. í borginni Tsjemovtsíj í Úkr- aínu hefúr borið mikið á því að undanförnu, að börn missi hárið vegna þallinmengunar og 'taka sumir svo til orða, að borginni megi líkja við eiturgildra. Sagði frá þessu í sovéska dagblaðinu Literaturnaja Gazeta í gær. í Tsjemovtsíj búa 214.000 manns en nú hafa langflest bömin verið flutt á brott. Hefur blaðið það eftir embættismönnum, að þau verði ekki send heim aftur fyrr en kom- ist hafi verið fyrir rætur þallín- mengunarinnar. Til þessa hafa 127 böm verið lögð inn á sjúkrahús en þallínið véldur því, að hárið fellur af og auk þess hefur það alvarleg áhrif á miðtaugakerfið. Varð fyrst vart við sjúkleikann í ágúst sl. en vísindamenn komust ekki að því fyrr en í síðustu viku, að þallíni var um að kenna. Norður-írland: Forseti heimspeki- deildar sleginn í rot St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR kennarar við háskólann í Ulster á Norður-írlandi létu nýlega hendur skipta í deilum um verðleika rithöfúndarins Daniels Defoes (höfúndar Rob- insons Crusoes). Kennarafúnd- ur mun síðar í vikunni ákveða, hvort öðrum slagsmálagarpin- um verða bönnuð afoot af kennarastofunni. Kennarar í heimspekideild há- skólans í Ulster komu saman á kennarastofú skólans til að skála fyrir heill forseta síns, Brian Manning, prófessors í sögu 17. og 18. aldar. Síðla um kvöldið tók Manning að deila við Andréw Waterman, dósent í ensku, um „Moll FlandJ ers“, eina af þekktustu sögum Daniels Defoes. Waterman hélt því fram, að sagan væri hundleið- inleg, enda gerði söguhetjan lítið annað en telja peninga á hverri síðu. Manning andmælti þessu. Deilunni lyktaði með því, að Manning lá rotaður á gólfmu, og Waterman hvarf á braut. Mann- ing segir Waterman hafa ráðist á sig að tilefnislausu, en Waterman segir, að hann hafi einungis verið að veija hendut sínar. Engjn vitni éru að atburðinum. Watermán hafa verið meinuð afoot af kennarastofunni, þar til almennur kennarafundur tekur ákvörðun um framhaldið. Water- man segist ekki vera sérlega bjartsýnn á niðurstöðu fundarins. „Það er ekki á hveijum degi, að forseti heimspekideiídar er sleg- inn i rot.“ þessu eru menn aðeins að ýfa sár- in,“ bætti hann við. I Literatumaja Gazeta sagði, að enn væri ekki vitað hvaðan þallínið hefði borist. Fullvíst þætti, að það hefði ekki lekið frá verksmiðjum í borginni en verið væri að kanna hvort það væri komið úr eldsneytis- blöndu, sem íbúarnir nota stundum í bensínskortinum, en hún inniheld- ur þallín. „Útblástur frá bílum, sem nota þessa blöndu, getur hafa breytt gamla bænum í eins konar eitur- gildru," sagði í blaðinu Efnaverksmiðja í Rúmeníu, í 70 km fjarlægð, liggur einnig undir grun og af þeim sökum hafa sovésk yfirvöld borið sig upp við stjómvöld í nágrannaríkinu. í Tsjemovtsíj hef- ur 10 verksmiðjum verið lokað meðan málið er kannað og bílaum- ferð um miðborgina er bönnuð. BUBBI MORTHENS - SERBIAN FLOWER LP, KA & CD „Serbian Flower“ inniheldur mörg af bestu lögum Bubba í nýrri útgáfu. Spenn- andi útgáfa, sem verið hefur í undirbúningi í þrjú ár. Á þessari plötu aðstoða Bubba margir af athyglisverðustu rokkurum Svía. Gjöf sem gleður vini og kunningja jafnt erlendis sem hér heima. KJÖRGRIPIR & GÆÐAROKK HOUSE OF LOVE - HOUSE OF LOVE Plötu þessari hefur verið gríðar- lega vel tekið í bresku popppress- unni, enda er hór á ferðinni gæða- gripur. Melódísk og aðgengileg tónlist House of Love kemur skemmtilega á óvart. □ Clash - Black Market □ Sid & Nancy - Soundtrack □ Drva - Soundtrack □ One from the Heart - Soundtrack □ Let's Active - Every Dog has his Day □ Throwing Muses - The fat Skier □ Violent Femmes - Hallowed Ground □ Psychedelic Furs - All of this or nothing □ John Hiatt - Slow turning □ Omette Coleman - Virgin Beauty □ Transvision Vamp - Pop art □ House of Love □ Tom Waits - Big time □ Go-Betweens - 16 Lovers Lane □ Weather Porphets - Judges Juries HoTsemen □ Waterboys - Fisherman’s blues □ Syd Barrett - Opel NiCK GAVE ANDTHE BADSEEDS ■W7 NICK CAVE - TENDER PREY Nýja skífan frá Nick Cave veldur ekki vonbrigðum. Þessi fimmta breiðskífa kappans skipar sór tvímælalaust í hóp bestu rokk- platna ársins. Tónlist Nick Cave er kröftug en Ijúft rokk með rætur í bandarískum negrablús. NYTT I PORTINU □ Talk Talk - The Spirit of Eden □ Crime & the City Solution - Shine □ Wire - A bell is a Cup... □ Chesterfields - Westward ho □ Imperiet - Tiggarens tal □ Michelle Shocked - Short sharp shocked □ Stars of Heaven - Speak slowly HIP HOP □ Public Enemy - Yo bum rus the Shovy □ Public Enemy - It takes a Nation of Millions... □ Colors - Úr kvikmynd □ Eric B. and Rakim - Follow the Leader D Fat Boys - Coming back hard again SMITHS - RANK Magnaður minnisvarði um ein- hverja bestu rokksveit þessa ára- tugar, upptökur frá hljómleikum Smiths árið 1986, þegar hljóm- sveitin var upp á sitt alira besta. Gullkorn af The Queen is dead auk Panic, Ask og fleiri laga. ÞUNGAROKK □ Anthrax - Spreading the Disease □ Anthrax - State of Euphoria □ Anthrax - Pm the Man □ Anthrax - Among the living □ AC/DC - ’74 Jailbreak + 6 titlar □ Accept - Allar □ Megadeath - Peace Sells □ Megadeath - Kissing is my... □ Metallica - And Justic for all □ Metallica - Kill’em all □ Metallica - Ride the Fightnirig □ Metallica - Master of Puppets Vorum aðfá sendingu meðmiktu úrvali af frat rokki og sixties psychedeliu: ?^ Sendum í póstkröfu samdægurs. Gæðatónlist á góðum stað. gramm Laugavegi 17 -101 Reykjavík Kiapparstígur 25-27 ■ 101 Reykjavík Símar 1-12040/16222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.