Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 7
Borgarfjörður
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
‘7
Hafin ræktun
ájólasalati
Borgarnesi.
HAFIN er ræktun á jólasalati í
garðyrkjustöðinni Laugalandi
hf. í BorgarSrði. Jólasalatið, sem
einnig hefur verið gefið nafiiið
kaffififill á íslensku, hefur ekki
verið ræktað til sölu hér á landi
til þessa en töluvert er flutt inn,
aðallega fyrir jólin eins og nafh-
ið gefur til kynna.
Þórhallur Bjarnason garðyrkju-
maður á Laugalandi segir að rækt-
unin sé í tilraunaskyni og hafi geng-
ið vel til þessa. Garðyrkjustöðin
hafí haft alla aðstöðu til ræktunar-
innar og ekki þurft að leggja í mik-
inn kostnað nema við innflutning á
rótunum. Ræktunin er nokkuð sér-
stæð. Rótunum er komið fyrir í
kössum og vatn látið leika um
neðsta hluta þeirra. Ræktunin fer
fram í myrkri. Þórhallur sagði að
það tæki síðan þijár til fjórar vikur
fyrir salathausana að vaxa í nýtan-
lega stærð og þá væri hausinn brot-
inn af rótinni og honum pakkað í
neytendaumbúðir.
Iþróttamiðstöð
Islands:
Laugarvatn
ákjósan-
legur staður
NEFND sem skipuð var af
menntamálaráðherra í maí 1987
til að gera tillögur um upp-
byggingu Iþróttamiðstöðvar Is-
lands að Laugarvatni hefur ný-
lega skilað tillögum sínum.
Kemst nefiidin að þeirri niður-
stöðu að Laugarvatn sé sérstak-
lega ákjósanlegur staður fyrir
íþróttir útilíf og fjölbreytilega
fiæðslu og þjálfun fyrir alla
landsmenn og leggur eindregið
til að stjórnvöld taki höndum
saman við íþróttahreyfinguna,
Iþróttakennaraskóla íslands,
heimamenn og aðra sem aðstoða
vilja, til að byggja sem allra fyrst
upp ÍÞróttamiðstöð íslands að
Laugarvatni.
Bendir nefndin á að hefja megi
rekstur íþróttamiðstöðvar að Laug-
arvatni án verulegs kostnaðar með
því að samræma það sem koma
skal við það sem fyrir er og láta
umsvif og reynslu af rekstrinum
ráða hraða uppbyggingar og endur-
bóta mannvirkja. Þær framkvæmd-
ir sem nefndin telur brýnast að
byijað verði á eru snyrting og end-
urbætur baðstaðarins við vatnið,
endurbætur íþróttavalla, gerð
skokkbrauta og bygging sundlaug-
ar.
Nefndin hvetur til þess að sem
allra fyrst verði skipuð stjóm
Iþróttamiðstöðvar Islands og fram-
kvæmdastjóri ráðinn. Komið verði
upp kynningar- og þjónustuskrif-
stofu að Laugarvatni og samningar
gerðir um eignaraðild, afnot rekstur
og uppbyggingu mannvirkja og að
sótt verði um fjárframlög á fjárlög-
um til fyrstu aðgerða. Gert er ráð
fyrir í tillögunum að íþróttahreyf-
ingin og aðrir eignaraðilar leggi
þessu máli lið fjárhagslega, auk
þess sem gert er ráð fyrir opin-
berum framlögum.
Laugarvatnsnefndin starfaði
undir forystu Hannesar Þ. Sigurðs-
sonar, en aðrir nefndarmenn voru:
Hafsteinn Þorvaldsson, Leifur Ey-
steinsson, Reynir G. Karlsson, Árni
Guðmundsson, Ástbjörg Gunnars-
dóttir og Jóhannes Sigmundsson.
Þá sagði Þórhallur að jólasalatið
væri matreitt á ýmsan hátt, m.a.
soðið og steikt og einnig ferskt í
salat.
TKÞ.
Þórhallur Bjarnason með jólasal-
at við kassana þar sem græn-
metið er ræktað. Á innfelldu
myndinni er rót með fúllvöxnu
salati.
H' ”*1V,
— ^jvlatseðUl
Konia^ff$ir'me6rjMasós't
fyllwr g"saZ‘Ló imxtum
Ananashusme pngum.
'*£$£*****' tram.
^sssssr
Félagaf ur =>a
son kemor f ram. ^ só,eyiar.
Dansarar tra Dan gesta og
ueynigeswr- W)6msvett
rtnóvtðiafnantegn
götunni, koma
fram-
iiii . t B\örg'ón
IngviHraín Ha\\dórsson
Arnar Freyr
GeiriSæmtiytur látúnsbarki
iögaip'btu sVngur.
sinni.
Heíðursgesttr 'w°,'|®1"f,h6fun<iu' og
3r^^arps8,,ór
Miðasala og borðapantanir í Broadway í síma 77500.
N\agnúsK\art-
anssonieiWur