Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 80
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. 200þúsund bögglar Morgunblaðið/Sverrir Mynd þessi var tekin í böggladeild Póstmiðstöðvarinnar í Ármúla í gœr, en þessa dagana er mikið að gera í póstafgreiðslum um land allt. Samkvæmt upplýsingum Björns Björnssonar póstmeist- ara í Reykjavík er reiknað með að um 500 tonn verði send með pósti í desember. Áætlað er að bögglasendingar verði um 200 þúsund, og um 20 milljón bréf og blöð verði send, en þar af eru jólabréf um 4 milljónir. Fastir starfsmenn við póstafgreiðslu í Reykjavík eru 430 talsins, en í desember eru um 220 unglingar ráðnir til viðbótar. Síðasti skiladagur á jólapósti er 17. desem- ber, en á Qugpósti til Evrópu er síðasti skiladagur 15. desember. Arnarflug: Starfsmenn íhuga 10% . launalækkun STARFSFÓLK Arnarflugs íhugar nú að bjóðast til að lækka laun sin um 10% á næsta ári. Hugmynd þessa efhis var varpað fram af starfemanni á fundi starfefólks og stjórnenda fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var hugmyndin rædd nokk- uð í lok fundarins, eftir að fram- kvæmdastjóri Amarflugs, Kristinn Sigtryggsson, var farinn af fundin- um. Til fundarins var kallað að frum- kvæði starfsfólks, sem vildi ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins vegna erfiðrar rekstrarstöðu þess. í gærkvöldi hafði undirskrifta- söfnun ekki hafist, en undirskrifta- ' listar eru tilbúnir samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. 10% launalækk- un alls starfsfólks Amarflugs myndi lækka útgjöld félagsins um nálægt 20 milljónum króna á næsta ári, ef af verður, en 110 til 130 manns vinna hjá fyrirtækinu. Um 80 manns sóttu fundinn, þar sem launalækkunar- hugmyndin kom fram. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Giljagaur var annar ...“ Ellefu dag— artiljóla ELLEFU dagar eru til jóla og í dag, þriðjudag, kemur Giljagaur til byggða. Hofsóshreppur: 2% hækkun á telquskatti Útgjöld lækka um 700 millj. króna SAMKOMULAG hefur náðst milli stj órnarflokkanna um að skera niður ríkisútgjöld á næsta ári um allt að 700 milljónum króna meira en Qárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir. Þá hefur einnig náðst sam- komulag um að hækka tekjuskatt um 2% og verður frumvarp um breytingu á tekju- og eignaskatti væntanlega lagt fram í dag. Hins vegar náðist ekki samkomulag um að leggja 12% söluskatt á happ- drætti, eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu og átti að skila um 500 milljónum í ríkissjóð. Gert er ráð fyrir að önnur um- ræða á Alþingi um Qárlagafrumvarpið verði síðar í þessari viku. Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur vildu að tekjuskattur yrði hækkaður um 3% en Alþýðuflokkur vildi ekki sætta sig við svo mikla hækkun. Hvert prósent á að skila ríkissjóði um 500 milljónum í aukn- ar tekjur. Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokks, sagðist eftir atvikum vera ánægður með að ná tekjuskattshækkuninni niður í 2%. Menn yrðu að fara varlega í allar breytingar á tekjuskatti þar sem hann hefði áhrif á vilja fólks til að vinna og tilhneigingu til skatt- svika, þannig að mikil hækkun skil- aði ef til vill ekki þeim tekjum sem búist væri við. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir því að gjöld ríkissjóðs á næsta ári yrðu 76,1 milljarður en tekjur Fjárhaldsstj órn skípuð og óskað eftii' greiðslustöðvun SVEITARSTJÓRN Hofsóshrepps hefur verið svipt Qárforráðum og verður skipuð sérstök Qárhaldsstjórn, að ákvörðun Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra. Þá hefur félagsmálaráðuneytið snúið sér til skiptaráðanda og óskað eftir greiðslustöðvun sveitarsjóðs í allt að þijá mánuði. Skuldir sveitarsjóðs nema um 54 milljónum króna, eða þreföldum til fjórföldum árstekjum hreppsins. Þetta jafii- gildir nærri 200.000 króna skuld á hvern íbúa hreppsins, sem voru um 270 árið 1986. Jóhanna sagði að um 30 ár væru síðan gripið var tíl svipaðra aðgerða í máli Kaldrananeshrepps í Strandasýslu. Hofsóshreppur óskaði fyrir um þremur vikum eftir fjárhagsaðstoð frá ríkisvaldinu í samræmi við 90. grein sveitarstjómarlaganna, sem kveður á um að veita megi styrk eða lán úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga sé fjárhagur sveitarsjóðs mjög ■ -^læmur. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að eftir rannsókn sem endur- skoðunarskrifstofa gerði fyrir ráðu- neytið á Qárhag og rekstri sveitar- félagsins hefði verið talið óhjá- kvæmilegt að beita 91. grein sveit- arstjómarlaganna, sem kveður á um að skipa fjárhaldsstjóm. Skuld- ir hreppsins væru svo miklar að framlag úr Jöfnunarsjóði dygði alls ekki til og ekki væri hægt að ná fram greiðslustöðvun nema með þessum hætti. Félagsmálaráðu- neytið skipar formann og annan mann til í ljárhaldsstjóm á næstu dögum, en þriðji maðurinn verður skipaður af Sambandi sveitarfé- laga. Jóhanna sagði ljóst að á undan- fömum árum hefði verið ráðist í meiri fjárfestingar en sveitarsjóður hefði getað staðið undir. Skuldir hreppsins umfram eignir væm um 33 milljónir króna. Endurskoðendur hefðu lagt til að sameina Hofsóss- hrepp nágrannasveitarfélögum. Þá væri heimild fyrir að leggja fram tillögfu fyrir sveitarstjórn um að leggja allt að 25% álag á útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskatt. Ráðherra sagði að vonandi þyrfti ekki að koma til þess. Jóhanna sagði aðspurö að sam- bærileg beiðni lægi ekki fyrir frá neinu öðru sveitarfélagi. Ríkis- stjómin hefði ákveðið að skipa nefiid til að skoða þau sveitarfélög sem ættu miklar skuldir útistand- andi hjá fískvinnslufyrirtækjum, þannig að sveitarfélögin færu ekki halloka í uppgjöri sem þar færi fram, til dæmis í gegnum Atvinnu- tryggingarsjóð. Um væri að ræða um 30 sveitarfélög sem ættu oft um 40-70% og jafnvel allt að 1,5- faldar árstekjur sínar útistandandi hjá fískvir.nslufyrirtækjum. 77,3 milljarðar. Fyrir lá að tekju- hliðin myndi hækka talsvert í með- fömm fjárveitinganefndar, m.a. myndu útgjöld til skólamála hækka talsvert. Þá hafa forsendur tekju- hliðar einnig breyst frá því fmm- varpið var lagt fram vegna aukins samdráttar. Nú er gert ráð fyrir því að flár- veitinganefnd fái rúmar 500 millj- ónir til úthlutunar en á móti komi niðurskurður á ýmsum liðum um tæplega 1.300 milljónir króna. Þar er stærsti liðurinn ferðakostnaður og risna ríkisstarfsmanna, sem á að lækka um 250 milljónir, eða um allt að þriðjung. Þá á launakostnað- ur að lækka vemlega, m.a. með því að ráða ekki fólk til sumarafleys- inga. Framlag til byggingarsjóða ríkisins lækkar um 150 milljónir og framlag til vegamála um 90 milljón- ir. Seðlabankinn hefur spáð því að vegna samdráttar verði ráðstöfun- arfé húsnæðiskerfisins 470 milljón- um króna lægra á næsta ári en ráð var gert fyrir á fjárlögum og Vinnu- veitendasambandið hefur spáð því að ráðstöfunarféð verði 1.100 millj- ónum minna. Jóhanna Sigurðardóttur félags- málaráðherra sagði í gærkvöldi að ekki ætti þó að þurfa að óttast að ekki verði staðið við þær skuld- bindingar sem húsnæðislánakerfið hefði gert, þrátt fyrir minna fram- lag úr ríkissjóði. „Það er samt alveg ljóst að miðað við þessar aðstæður getur húsnæðislánakerfið ekki tekið á sig þær 150 milljónir króna, sem ríkisstjómin hefur lofað hópum sem eiga í erfiðleikum, og stjómin verð- ur því að útvega það fjármagn sem til þarf. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.