Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Náttúruhamfarirnar í Armeníu
Gorbatsjov reiður:
Hafiiar orðrómi um nauð-
ungarflutninga á bömum
Moskvu. Reuter.
MÍKAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi var harðorður á sunnudag í garð
þeirra sem hann nefiidi „pólitíska ævintýramenn“ og „valdagíruga
einstaklinga" er dreifðu gróusögum þess efiiis að áætlað væri að
flytja armensk börn á brott frá Armeníu til Rússlands vegna jarð-
skjálftanna. Þá þótti honum einnig grunsamlegt hve margir spyrðu,
hvers vegna það hefði ekki verið varað við jarðskjálftunum. Sagði
hann ýmsa reyna að koma af stað þjóðernisátökum mitt í öllum
hörmungunum.
Gorbatsjov var greinilega reiður
er hann ræddi við sjónvarpsmenn á
flugvellinum í Jerevan áður en hann
Tvö flug-
slys kosta
85 lífið
Jerevan. Reuter.
Flutningaflugvél fi-á júgó-
slavneska flughernum fórst
í gær ekki allQarri flugvell-
inum í Jerevan, höfúðborg
Armeníu. Á sunnudag fórst
sovésk flugvél í aðflugi að
borginni Lenínakan, sem
varð einna verst úti í jarð-
skjálftanum. Komst enginn
lífs af í slysunum.
Júgóslavnesk flutningaflug-
vél, sem var að flytja lyf og
hjálpargögn til Armeníu, fórst
í gær þegar hún átti 30 km
ófarna til Zvartnots-flugvallar
fyrir utan Jerevan og með henni
áhöfnin, sjö manns. Ekki er
vitað hvað slysinu olli en í sov-
éskum fjölmiðlum segir, að
mikil ringulreið ríki í flugum-
ferðarstjóm á þessum slóðum.
Á sunnudag fórst sovésk íljús-
hín-79-herflutningaflugvél með
78 manns um borð. Var hún
að koma til borgarinnar Lení-
akan þegar hún rakst á þyrlu.
Ekki var nánar sagt frá því
hvemig þyrluflugmönnunum
hefði reitt af.
hélt til Moskvu eftir tveggja daga
dvöl i Armeníu. „Hvemig er sið-
ferði fólks sem getur hagað sér
þannig á slíkum tímum?“ spurði
leiðtoginn. Mótmælafundir voru í
Jerevan um helgina og virtust þeir
tengjast deilum Armena og Azera
vegna Nagomo-Karabaks, héraðs í
Azerbajdzhan sem byggt er Armen-
um en undir stjóm Azera. Tug-
þúsundir manna hafa flúið heimili
sín í ríkjunum báðum vegna deiln-
anna á þessu ári og tugir fallið,
aðallega Armenar. „Fólk ætti að
vita hvað þessir menn, sem fela sig
bak við slagorð um velferð þjóðar-
innar, ætla sér... Þeir vilja völd og
það verður að stöðva þá með öllum
tiltækum ráðum,“ sagði Gorbatsjov.
Að sögn fréttastofunnar Armen-
press voru ■mótmælin brotin á bak
aftur af hermönnum er skutu af
byssum sínum út í loftið og voru
nokkrir mótmælenda handteknir. í
Jerevan og Bakú, höfuðborg Az-
erbajdzhan, hefur verið útgöngu-
bann og herinn haft mikinn við-
búnað frá því um nóvember er þjóð-
emisróstur hófust á ný eftir nokk-
urra mánaða kyrrð.
Engin viðvörun
Gorbatsjov sagði að fólk hefði
stöðugt verið að spyija sig hvers
vegna það hefði ekki verið varað
við jarðsiqálftanum; það virtist
halda að til væri stofnun sem gæti
spáð fyrir um slíkt. Sér væri ekki
kunnugt um að það væri hægt.
„Samt spyija karlar, konur og böm
að þessu, aftur og aftur,“ sagði
Sovétleiðtoginn og augu hans skutu
gneistum. „Einhveijir ala á þessu.“
Hann sagðist einnig hafa verið
spurður að því hvort hann ætlaði
Jarðskjálftasvæöi
Jaröskjálftar eru algengir í Armeníu
vegna þess að þrír flekar mætast þar
SOVÉTRÍKIN
GEORGlA
Spltak:
Ibúar: 16.000. Allur
bærinn sagður I
rúst
TYRKLAND
Evrasfu-
fleki
Lenlnakan:
ibúar:
250.000. 2/3
hlutar borgar-
innar I rúst
Kfrovakan:
íbúar: 190.000.
Helmingur bygging-
anna hrundi
\ AZERBAJDZHAN
v___ ^
ARMENlA / f "'' J)
Jerevan:
Höfuöborg Armeníu.
Þúsundir slasaöra á|C
sjúkrahúsum
-Fleki
^ Skjálftaupptök |
Höggbylgjur berast
upp á yfirboröið
Jaröskorpan skiptist f fleka, sem eru á jarömötlinum.
Flekarnir hreyfast hægt og þegar þeir færast I gagnstæöar áttir geta
myndast höggbylgjur sem leiöa til jaröskjálfta.
að taka bömin burt frá Armeníu
og skila þeim aldrei aftur, slíta öll
tengsl þeirra við armensku þjóðina.
„Heldur fólk í alvöru að við ætlum
að senda Armena til Síberíu?“
spurði Gorbatsjov. { sovéskum fjöl-
miðium hefur verið sagt frá því að
fjölskyldur og einstaklingar um öll
Sovétríkin hefðu boðist til að taka
að sér munaðarlaus, armensk böm.
Míkaíl Gorbatsjov ásamt konu sinni, Raísu, og Níkolaj Ryzhkov, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, i mannþröng í borginni Spítak sem var
jöfiiuð við jörðu í jarðskjálftanum í Armeníu.
Gorbatsjov ræðir við
syrgjandi borgarbúa
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKA sjónvarpið sýndi um helgina myndir af Gorbatsjov-hjónun-
um þar sem þau ræddu við syrgjendur í borginni Lenínakan og viðar
á jarðskjálftasvæðunum í Armeníu. Margir grétu og aðrir hrópuðu
og kröfðust meiri aðstoðar er leiðtoginn virti fyrir sér skemmdirnar
og hét því að reynt yrði til hins ítrasta að fínna þá sem enn væru
grafnir undir húsarústum. Eiginkona Gorbatsjovs, Raísa, faðmaði
fólk að sér.
Gorbatsjov flýtti sér til jarð-
skjálftasvæðanna eftir að hann
hafði hætt við för sína til Kúbu og
Bretlands. Greinilegt var að leið-
toginn komst við er hann kannaði
ástandið í Lenínakan þar sem þús-
undir manna hafast við í tjöldum.
Að sögn sovéskra sjónvarpsmanna
neita fjölmargir íbúanna að flytja
aftur inn í híbýli sín af ótta við
fleiri skjálfta en alls hafa mælst
150 hræringar eftir aðalskjálftann
þótt þær hafí ekki valdið tjóni. „Það
er ekki hægt að tjá með orðum þær
þjáningar sem íbúar Lenínakan
hafa þurft að þola," sagði Gorbatsj-
ov við fréttamenn.
Sjónvarpið sagði að Gorbatsjov
hefði þakkað liðsmanni í franskri
hjálparsveit fyrir framlag hans og
Mikil aðstoð
farin að ber-
ast Armenum
London. Reuter.
Almenningur og yfirvöld um
allan heim hafa brugðist vel við
hjálparbeiðni Armena og sov-
éskra sfjómvalda. Hefur mikið
fé safiiast og mörg ríki hafa sent
flugvélarfarma af lyfjum og öðr-
um hjálpargögnum.
Vestur-Evrópuríki, Bandaríkin
og ísrael hafa þegar sent og boðið
fram mikla aðstoð og í gær ákváðu
Japanir að veija níu milljónum doll-
ara til hjálparstarfsins, ýmist í
reiðufé eða búnaði ýmiss konar. í
Los Angeles í Kalifomíu gekkst
sjónvarpsstöð fyrir 12 tíma fjár-
söfnun og söfnuðust á þeim tíma
alls um þijár milljónir dollara. Fólk
af armenskum ættum er fjölmennt
þama og sjálfur ríkisstjórinn, Ge-
orge Deukmejian, er sonur arm-
enskra innflytjenda.
Bandaríski iðnjöfurinn Armond
Hammer, sem hefur haft mikil
tengsl við Sovétmenn allt frá dögum
Leníns, gaf hálfa milljón dollara til
hjálparstarfsins og sendi auk þess
einkaþotu sína fullhlaðna lyfjum og
öðmm búnaði til Armeníu. Var þar
um að ræða framlög frá stofnunum
og einstaklingum og meðal annars
þijár nýmavélar.
Franski leikarinn og söngvarinn
Charles Aznavour, sem er borinn
og bamfæddur í Armeníu, kom í
fyrradag fram í útvarpi og sjón-
varpi og skoraði á Frakka að leggja
Armenum lið og hjálparstofnana-
fólk í Bretlandi segir, að þar hafi
almenningur bragðist einstaklega
vel við hjálparbeiðninni. Næsta
laugardag verða haldnir í London
tónleikar í fjáröflunarskyni og búist
við, að mikið fé safnist þá.
jafnframt sagt að aðstoð frá öðram
ríkjum væri fegursta dæmið sem
til væri um samstöðu allra þjóða.
Auk Raísu vora í för með Gorbatsj-
ov til Lenínakan Níkolaj Ryzhkov
forsætisráðherra, Dmítríj Jazov
vamarmálaráðherra og nokkrir aðr-
ir félagar í sérstakri nefnd manna
úr stjómmálaráðinu er skipuleggur
hjálparstarfíð. Síðar hélt Sovétleið-
toginn til Kírovokan og Spítak,
borga sem einnig urðu fyrir gífur-
legum skemmdum; heita má að
Spítak hafi verið jöfnuð við jörðu,
og loks höfuðborgarinnar Jerevan
þar sem hann ræddi við flokksleið-
toga á staðnum.
Ljóst er að brotið hefur verið
blað í sögu Sovétríkjanna hvað
snertir aðstoð frá öðram þjóðum
en áður var slíkri hjálp ávallt vísað
á bug er náttúruhamfarir urðu í
landinu. Á dögum Stalíns var ein-
faldiega ekki skýrt frá slíkum at-
burðum og má nefna sem dæmi að
1948 urðu jarðskjálftar í Sovét-
Túrkmeníu og er talið að alls hafi
110.000 manns farist. Aðeins bár-
ust óljósar fréttir af- atburðunum
nokkram mánuðum síðar og ekki
var skýrt frá mannfallinu af hálfu
yfírvalda. Ekki var heldur skýrt frá
manntjóni í gífurlegum skjálfta sem
lagði borgina Tashkent í rúst 1966
og Leóníd Brezhnev Sovétleiðtogi
heimsótti borgarbúa ekki fyrr en
þrem mánuðum síðar.
Líkkistuskortur
Myndin er frá borginni Leninakan, sem hrundi til grunna að
þremur fjórðu í jarðskjálftunum í fyrri viku. Er hér verið að
flylja barn til greftrunar í opinni kistu, sem komið hefiir verið
fyrir ofan á leigubíl. Svo mikill er líkkistuskorturinn, að hverri
kistu er skipt á milli tveggja látinna.
Knlght-Rlddar Trlbune News