Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 63
gagMazaq ei hudac i*»í .QIQA.I3/ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 63 Held áfram að leita Geiri Sæm, Hunangstunglið og Erást íTunglinu? Geiri Sæm sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir síöustu jól, plöt- una Fíllinn. Platan seldist þokka- lega og Geiri fór af stað með hljómsveitina Hunangstunglið í kjölfar hennar. Nú er Geiri að senda frá sér sína aðra plötu, nú undir nafninu Geiri Sæm og Hun- angstunglið, plötuna Er ást á Tunglinu? Platan tafðist þegar upplagið eyðilagðist i pressun í Sviss, en er komin út þegar þetta birtist. Rokks- íða heimsótti Geira í bílskúr vestur í bæ. Hvernig hljómar platan? Ég er ofsalega sáttur við and- rúmsloftið á henni og ánægður með að okkur hafi tekist að vinna hana eins hratt og raun ber vitni. Við fengum með okkur mjög góðan upptökustjóra, Tony Clark, sem var okkur sammála um að vinna hana hratt og útkoman er í raun mjög hrá. Við æfðum á hverjum degi í fjóra til fimm tíma á dag í hálfan mánuð áður en við fórum í hljóðve- rið og platan er því hálfgerð tón- leikaplata. Síðasta plata var bara Geiri Sæm, en þessi er Geiri Sæm og Hunangstunglið. Kom einhvern tímann til tals að hafa það bara Hunangstunglið? Upphaflega stóð til að gera plötu með því nafni, en sú hljómsveit sem við vorum búnir að mynda um þá hugmynd leystist upp í sumar. Þá I var útgáfusamningur í vinnslu og úr varð að ég ákvað að gera plötu undir mínu nafni. Síðan fannst mér ég verða að vera með hljómsveit með mér; mig langaði ekki að fara I að gera aðra hljóðversplötu á löng- um tíma, mig langaði að gera plötu sem væri meira líf í og þannig kom Hunangstunglið inn í þetta aftur sem ný hljómsveit. Sú tónlist sem þú ert að leika „Við æfðumá hverjum degi í fjóra til fimm tíma á dag í háifan mánuð.,, á sér litla eða enga hliðstæðu hór á landi þar sem ýmist tfðkast blöðrupopp eða hálfgert pönk. Hvaðan koma áhrifin? Ég var kannski undir sterkari áhrifum frá einhverjum einstakling- EG KEMST HEIM A GOODfrEAR HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 GOODYEAR WRANGLER JEPPADEKK Þér eru allar leiðir færar á Wrangler jeppadekkjum. Dekk sem eru byggð til að endast. um áður, en í dag geri ég mér enga grein fyrir því hvaðan áhrifin koma. Eg er bara að semja tónlist og hvort það eru utanaðkomandi áhrif eða ekki geri ég mér enga grein fyrir. Ég vil ekki segja að ég sé búinn að „finna" mig að neinu leyti, en ég er ánægöari með það sem ég er að gera í dag en það sem ég hef gert áður og ég held áfram að leita. Ert þú aðalmaðurinn? Ég vil ekki að hljómsveitinni sé skipt upp í leiðtoga og fylgjendur. Menn taka vitaskuld misjafnt frum- kvæði, en það hafa allir eitthvað að segja og eiga í raun jafn stóran þátt í að skapa tónlistina, enda er þetta hljómsveit. Nú er aftur orðið tímabært að fara að tala bara um Hunangstunglið. Eru menn reiðubúnir til að leggja annað á hilluna ef tækifæri gefst til að gerast atvinnumenn í tónlist, hvort sem það verður hér á landi eða úti? Já, við erum allir reiðubúnir til að gefa þessu tíma ef tækifæri gefst og að gefa okkur alla í þetta. Hafið þið tekið upp einhvern enskan söng til kynningar á hljóm- sveitinni ytra? Við erum að vinna enska texta og það stendur til að Tony komi aftur hingað tii lands til að taka up enskan söng og endurvinna lögin. í dag ætla allar hljómsveitir, sem á annað borð fara í hljóðver, að reyna við markað ytra. Eigið þið einhverja möguleika? Auðvitað eigum við möguleika. Eins og staðan er í dag finnst mér að þetta sé frekar spurning um framkvæmdaröð, en það hvort við eigum möguleika eða ekki. Maður hefur alltaf þráð það að geta lifað á tónlistinni, en ég hef tekinn þann kostinn að vinna frekar mína vinnu frá níu til fimm og gefa tónlistinni fritímann, en að vera að ferðast um og spila einhvern við- bjóð. Það skiptir engu máli að slá í gegn í sjálfu sér eða græða stórfé. Aðalatriðiö er að geta kannski lifað á þvi að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Snúum okkur að plötunni aftur, er eitthvað sérstakt sem þú vilt segja um hana? Platan fór svolítið úr samhengi. Hún tók aðra stefnu en ég hafði gert mér hugmynd um í upphafi; góða stefnu. Við vorum ekkert að velta fyrir okkur allri tæknivinnunni, en lögðum mesta áherslu á tónlist- ina. Þó er hljómurinn á plötunni mjög góður. Allt andrúmsloft á plöt- unni er mjög opiö og eitt það besta er að lögin eru ekki í endanlegri útgáfu, þau bjóða upp á svo mikið þegar við erum að spila þau á tón- leikum. Gefa okkur frelsi. BÓNUSTALA: 20 Vinningstölurnar 10. des. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 2.793.812,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 2.381.596,- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 413.990,- skiptast á 5 vinn- ingshafa, kr. 82.798,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 714.015,- skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.289,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.665.807,- skiptast á 4.589 vinnings- hafa, kr. 363,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. ioglétt! Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.