Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 53 Rekstrarafkoma KEA mun verri en í fyrra: Fjánnunaniyndimin 100 millj. kr. minni REKSTURSAFKOMA Kaupfé- lags Eyfirðinga er mun verri nú en á sama tíma fyrir einu ári, að sögn Vals Arnþórsssonar, kaupfélagsstjóra. Valur sagði í gær ljóst að halli yrði á rekstri fyrirtækisins á árinu. Á stjómarfundi Kaupfélagsins í gær gerði Valur grein fyrir rekstri fyrirtækisins fyrstu níu mánuði þessa árs og sagði stöðuna mun verri en á sama tíma í fyrra. Eftir fundinn spurði Morgunblaðið Val um rekstursafkomuna fyrstu níu mánuði ársins: „Eftir mjög hag- stætt rekstursár á árinu 1987, þeg- ar félagið hafði fjármunamyndun að upphæð 120 milljónir króna, hefur rekstur félagsins versnað mjög á yfirstandandi ári og þá sér- staklega vegna stórhækkaðs fjár- magnskostnaðar. Einnig hafa vissir aðrir þættir orðið mjög erfiðir í rekstrinum, eins og til dæmis fall- andi verð á sjávarafurðum erlendis, hægari sala á sjávarafurðum með tilheyrandi hækkun vaxtakostnaður vegna aukinna byrða, svo og veru- lega verri afkoma í mjólkurvinnslu vegna ónógrar hækkunar á vinnslu- kostnaði í verðlagsgrundvelli. Sum- ar deildir félagsins hafa reyndar gengið betur en á síðasta ári, aðrar álíka en sumar miklu verr. En þeg- ar á heildina er litið er það fjár- magnskostnaðurinn sem íþyngir rekstrinum mjög illilega, þannig að fjármunamyndun í rekstrinum, sem er besti mælikvarðinn á afköst hans, er um það bil 100 milljónum króna lægri en á sama tíma 1987. Líkur benda til að síðustu þrír mán- uðir ársins verði hagstæðari vegna lækkunar vaxta og meiri veltu í verslunardeildunum, en samt er augljóst að verulegur hallarekstur verður á árinu í heild. Stjómun fé- lagsins hefur í engu breyst, eða innri rekstur, en efnahagsumhverf- ið er sérlega óhagstætt, óhagstæð- ara en við höfum áður séð.“ Hvernig er útlitið fyrir næsta ár? „Það er mjög athyglisvert að athuganir benda til að sú lækkun sem þegar hefur verið ákveðin og framkvæmd í nafnvöxtum og í raunvöxtum muni spara félaginu svo mikil vaxtaútgjöld að það eitt atriði út af fyrir sig dugi til að næsta ár geti orðið hallalaust, ef þá ekki önnur atriði breytast til hins verra. En jafnframt má hafa það í huga að ýmsir möguleikar til verulegrar hagræðingar í rekstri blasa við, svo sem ég gerði grein fyrir á stjómarfundinum og er ég því bjartsýnn á að rekstursniður- staðan geti orðið jákvæð á árinu 1989.“ Þú nefnir að við blasi ýmsir möguleikir til verulegrar hag- Valur hættir fljót- lega á nýja árinu VALIJR Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, starfar ekki þjá félaginu fram að aðalfundi þess i apríl eins og áhugi var á i stjóra KEA. Hann sagðist i gær taka við sfnu nýja starfi sem bankastjóri Landsbankans fljótlega á nýju ári. „Það var mælst til þess að ég yrði hér til aðalfundar en ég get ekki orðið við því. Ég tek við mínu nýja starfí fljótlega á nýju ári, þó ekki geti ég sagt upp á dag hvenær það verður," sagði Valur. Á stjómarfundi KEA í gær var gengið formlega frá ráðningu Magn- í Mikill mannfjöldi fylgdist með at- höfninni á Torginu þrátt fyrir fimm stiga frost, og ,jólasnjór“ var yfir öllu. Kórar Bamaskóla Akureyrar og Menntaskólans sungu við þessa at- höfn við undirleik homaflokks Akur- eyrar. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, flutti síðan ávarp, Ingimar Eydal, formaður norræna félagsins á Akur- eyri ávarpaði viðstadda og Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri og konsúll Dana á Ákureyri, afhenti Akureyringum síðan tréð fyrir hönd Randers-borgar. Það var ung dama, Ásta Eybjörg Þorsteinsdóttir, sem kveikti á jólatrénu og síðan. stigu viðstaddir dans í kringum tréð. Akiyeyringum barst um árabil jólatré frá Alasundi, vinabæ Akur- eyrar í Noregi, en sá siður lagðist af fyrir margt löngu. Forráðamenn Allt til jólanna Mikið úrval af smádóti. Verðið kemur á óvart. HF. Furuvöllum 1, Reynishúsinu, 600 Akureyri. S. 96-27788. ræðingar í rekstrinum. Hvaða möguleikar eru þetta? „Þau atriði get ég ekki rætt opin- berlega á þessu stigi," sagði Valur Amþórsson. Ein af verslunum KEA á Akureyri. úsar tiauta Gautasonar sem næsta kaupfélagsstjóra. Ekki var dagsetn- ing nefnd í bókun fundarins, heldur bókað að Magnús Gauti tæki við er Valur hætti. Magnús hefur starfað sem aðstoðar kaupfélagsstjóri síðan í haust. Ljós tendruð á jólatré írá Randers Á LAUGARDAG voru tendruð ljós á jólatré sem Akureyrarbæ barst að gjöf frá vinabæ sinum í Danmörku, Randers, og er það staðsett á Ráðhústorginu. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem Akureyri fær jólatré að gjöf frá vinabæ sinum, og einnig er langt siðan að tré hef- ur verið sett upp á þessum stað. Randers ákváðu síðan í sumar að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og mun jólatré frá þeim vænt- anlega prýða Ráðhústorgið á Akur- eyri um jólaleytið næstu árin. Teclmics HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Teclmics X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar- andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á óvart þegar Teclmics á í hlut. Vegna hagstæðra samninga og skilnings framleið- anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr Kr. ^e.CGG. Kr. 34.950.- ' m/ skáp kr. 39.940,-st.gr. JAPISð BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ KOMDUA MOPCUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.