Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 44
- 44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Aðalfundur Getum við stundaðfísk- veiðar við Kína? — varspurt á aðalfundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins EIGA íslendingar möguleika á að efha til samstarfs með Asíubúum og fleiri þjóðum um veiðar og vinnslu við Kínastrendur eða á þess- um slóðum og þannig nýta of stóran togaraflota á arðbæran hátt í stað þess að setja peninga í úreldingu flskiskipa. Dæmi þekkjast um að fyrirtæki í Evrópu séu komin í samstarf við fyrirtæki á Kína- ströndum um veiðar og vinnslu á fiski þar sem jafhframt hefur orðið til nokkur neysla á fiskafurðum við batnandi lífskjör. Þessum hugmyndum og fieiri varpaði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna fram á aðalfundi Landsnefhdar Alþjóða versl- unarráðsins sem haldinn var nýlega. „Ég held því miður að við íslend- ingar séum of skammsýnir til þess að bera gæfu til að stofna til sam- starfsfyrirtækja af þessu tagi,“ sagði Friðrik. „Bæði teljum við okk- ur ekki hafa efni á því. Við erum v ennþá margir hveijir dálítið hrædd- ir við að reka fyrirtæki í útlöndum og okkur lætur stundum betur að standa í innbyrðis baráttu en að standa í einhveiju heildarsamstarfi við að koma svona fyrirtækjum á laggimar. Ég vil þó nefna þetta hér, vegna þess að ég vona að við eigum eftir að sjá hluti af þessu tagi gerast." Friðrik kom einnig inn á geymsluaðferðir framtíðarinnar. Sagði hann að vonir manna hefðu staðið til þess lengi, að geislun matvæla gæti verið skammt undan. í fiski væri þetta e.t.v. ekki eins mikið kappsmál og fyrir kjúklinga- framleiðendur þar sem stór hluti Iq'úklinga væri sýktur af salmon- ella. Taldi Friðrik engan vafa á því að sá iðnaður myndi ríða á vaðið og reyna að knýja í gegn löggild- ingu á geislun matvæla sem allra hraðast og allra víðast og reyna að yfírvinna tregðu neytenda í því samband. Því myndu fylgja miklar breytingar enda væri þá einfalt að renna fiskinum í gegnum frj'stihús- in í gegnum flökunarvélar og snyrt- ilínur. Hann væri síðan settur beint á diska eða bakka með grænmeti og öðru meðlæti og þannig sendur beint á markað ófrosinn eða frosinn með margföldu geymsluþoli. Friðrik sagði þó að aðrar geymsluaðferðir stæðu nær í tíma, sérstaklega þær sem byggðu á vel lokuðum umbúð- um fyrir lítið eða mikið magn með eða án loftskipta. Hann vék einnig í sinni ræðu að þýðingu sölusamtakanna og sagðist telja að gagnrýni á þetta fyrirkomu- lag væri úrelt og gamaldags auk þess sem frelsi til að flytja út fryst- an fisk hefði verið komið á fyrir tveimur árum. Ef íslendingar ætl- uðu hinsvegar að ná árangri yrðu þeir að standa saman. „Skammstöfunartröllin” Kjartan Jóhannsson, alþingis- maður, sagði í sínu erindi um út- flutningsstefnu íslendinga að þótt sölusamtökin hefðu unnið að ýmsu leyti gott starf, væri í fáveldinu falin hætta. „Ég tel að hér þurfi nýja stefnumörkun í fijálsræðisátt svo að ofurvald fáveldisins kæfi ekki vaxtarbrodd lifandi framtaks. Ég er ekki að tala um að méla skammstöfunartröllin SÍS, SÍF og SH, en ég er að tala um að annað og nýtt eigi að fá frelsi til að spreyta sig við hlið þeirra,“ sagði Kjartan. Sagðist Kjartan vita fyrir víst að sýna mætti fram á hámörkun ábat- ans í fáveldi við stirðnaðar aðstæð- ur. Vöxtur byggðist hins vegar ekki síst á lífsþrótti kerfisins og aflvaki þess væri frumkvæði, frelsi og framtak. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor, sem hefur ferðast allnokkuð til Austur-Asíu gerði grein fyrir kynnum sínum af Japan, Taiwan, Hong Kong og Kína. T.d. nefndi Hannes að íslendingar gætu hugs- Morgunblaðið/Bjami LANDSNEFND — Á fundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins var m.a. þeirri hugmynd kast- að fram að íslendingar sendu 20-30 togara til veiða við Kínastrendur. Lýstu menn yfir áhyggjum sínum vegna stöðu íslands á tímum örra breytinga í alþjóðaviðskiptum. anlega nýtt sér tækifæri í Kína vegna aukins fijálsræðisjiar í landi. Kvaðst hann telja að við Islendingar ættum að taka okkur til fyrirmynd- ar peningakerfið í Hong Kong. Seðlaprentunin væri þar í föstum skorðum eins og peningakerfið hér á landi fyrir árið 1914. Tveir einka- bankar hefðu réttinn til seðlaprent- unar og þeir gætu aðeins beitt hon- um m.t.t. þess forða af dollurum sem þeir hefðu. Hörður Sigurgestsson, formaður Iandsnefndarinnar gerði á fundin- um nokkra grein fyrir starfi hennar á síðastliðnu starfsári jafnframt því að leggja fram starfsáætlun. Hörð- ur sagði að nú væru liðin rúmlega fimm ár frá stofnun Iandsnefndar- innar og hafi verið breið samstaða helstu hagsmunasamtaka atvinnu- lífsins, fyrirtækja og stofnana um stofnun nefndarinnar. Fyrir at- vinnulíf á íslandi hafi verið eðlilegt að að velja Alþjóðaverslunarráðið sem vettvang til að fylgjast með þróun alþjóðlegra efnahagsmála. Rakti Hörður þátttöku lands- nefndarinnar í þingi Alþjóðaversl- unarráðsins þar sem nefndin átti tvo fulltrúa og á ársfundi ráðsins í Istanbul voru 3 fulltrúar. Annað lið í starfi nefndarinnar sagði hann hafa verið að fá hingað til lands, áhugaverða ráðamenn og ræðu- menn til þess að tala á fundum landsnefiidarinnar. Þar nefndi Hörður, Lord Cocdfield, einn af varaformönnum framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins, Art- hur Dunkel,aðalframkvæmdastjóra GATT, Eric Ellen framkvæmda- stjóra Counterfeiting Bureau og Mutsimo Hashimoto, forstjóra Evr- ópudeildar Sumitomo samsteyp- unnar og William Eberle, formann viðskiptanefndar Alþjóðaverslunar- ráðsins en hann hélt erindi um meginstrauma í alþjóðaviðskiptum. Þá fékk stjóm landsnefndarinnar ýmsa gesti á fundi sína til að ræða þýðingarmikil mál að sögn Harðar. í stjóm Alþjóða verslunarráðsins fram til 1990 vom kosnir þeir Frið- rik Pálsson, Gunnar J. Friðriksson, Ingimundur Sigfússon, Ragnar Halldórsson, Sigurður Helgason (stj. formaður Flugleiða), Tryggvi Pálson og Víglundur Þorsteinsson. Fyrir em í stjórninni Hörður Sigur- gestsson formaður, Erlendur Ein- arsson, Halldór Jónatansson, Ólafur B. Thors og Páll Siguijónsson. Fyrirtæki Hagnaður Hewlett Pack- ardjókst um 27% HAGNAÐUR Hewlett Packard fyrirtækisins á reikningsárinu 1988 sem lauk þann 31. október varð 816 miHjónir dollarar sem er 27% aukning frá fyrra ári. Velta ársins nam rúmum 9,8 milljörðum doll- ara og jókst um 22% milli ára. Hewlett Packard á íslandi velti 230 milljónum króna á árinu og skilaði fyrirtækið um 4 milljónum króna í hagnað. Hewlett Packard var stofnað árið 1939 og starfa nú hjá fyrirtækinu yfir 87 þúsund starfsmenn í yfir 70 þjóðlöndum. Á síðasta reiknings- ári námu pantanir rúmum 10 mill- jörðum dollara og varði fyrirtækið alls um 1 milljarði í rannsóknastarf- semi. Að sögn Frosta Bergssonar, framkvæmdastjóra Hewlett Pack- ard á íslandi, má rekja aukningu hjá fyrirtækinu til nýrrar kynslóðar tölva sem byggja á HP völund- arsmíði eða HP-PA, þar sem m.a. er notuð RISC tækni til að hanna afkastamiklar tölvur á ódýran máta. Frosti sagði að fyrirtækið hér á landi hefði mætt minni tölvusölu á þessu ári með aðhaldsaðgerðum og væri afkoman viðunandi. T.d. hefði ákveðnum fjárfestingum verið seinkað sem ekki væru taldar rétt- lætanlegar miðað við útlitið. Sofið saman sitt í hvoru rúmi REGUMATIC iagast að líkama hvers og eins. Rúmbotninn stillir hver eftir þörfum og dýnan gefur hæfilega eftir. REGUMATIC dýnu er hægt að setja í flest rúm. ENGAR TVÆR MANNESKJUR ERU EINS. REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR. jggg iMMiMÍMSiiBHI ■HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.