Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 68
68 - MOROUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER '1988 r t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR JÓNSSON, lóst á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 12. desember. Kristín Hjaltadóttir, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Bjarni Einarsson, Þurfður Eyjólfsdóttír, Elísabet A. Eyjólfsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Ásmundur Eyjólfsson, Þurfður ísólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Fóstra mín, GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR frá Minna-Hofi, lést í Heilsuverndarstöðinni laugardaginn 10. desember. Kristfn Björgvinsdóttir. t FRÚ KRISTBJÖRG VILHJÁLMSSON yfirkennari, Kaupmannahöfn, lést þann 8. desember sl. Vandamenn. t Móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNA GUÐLAUGSDÓTTIR, Nóatúni 24, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 9. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Minningarathöfn um móður mína, MARGRÉTI ÁRNADÓTTUR frá Gunnarsstöðum, Hringbraut 91, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Kristfn Gfsladóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIGERÐUR GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Heiðarvegi 5, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 4. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristín Guðfinnsdóttir, Örn Guðmundsson, Árni Guðfinnsson, Kristfn Hjaltadóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Ari Páll Tómasson og barnabörn. t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÁSMUNDSDÓTTUR frá Vffilsnesi, Háagerði 59, Reykjavfk, verður í Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 13. desember, kl. 15.00. Jarðsett verður frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Sigrfður Júlfusdóttir, Sigurgfsli Eyjólfsson, Sólveig Ása Júlfusdóttir, Steinar Freysson, Þorbjörg Júlíusdóttir, Þórólfur Magnússon, Frfmann Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA BJARNADÓTTIR, Háteigsvegi 22, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. desember kl. 15.00. Ketill Sigfússon, Sigríður Ágústsdóttir, Hörður Árnason, Úlfar Ágústsson, Jóseffna Gfsladóttir, Anna Jóna Ágústsdóttir, Birgir Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: SæmundurL. Jóhannes- son stýrimaður Fæddur 26. september 1908 Dáinn 8. desember 1988 í 90. sálmi Davíðs sem er bæn guðsmannsins Móse er fjallað um tímann og eilífðina. Þar segir að fyrir Drottni séu þúsund ár sem dagurinn í gær og líf mannanna er líkt við blóm sem blómgast að morgni en visnar og fölnar að kveldi. Tíminn er vissulega afstætt hugtak en allt, lifandi sem dautt, lýtur lögmálum hans — því lögmáli sem öllum er áskapað. Þótt tíminn frá síðustu aldamótum til dagsins í dag virðist óralangur þegar horft er yfir veginn og miðað við líðandi stund, þá er hann aðeins næturvaka í eilífðinni, eins og segir í sálminum. Það er lögmál mannlegs lífs að sú kynslóð sem oft hefur verið kölluð aldamótakynslóðin er nú að hverfa. A Islandi er það sú kynslóð sem öðrum fremur hefur lagt grunninn að því velsældarþjóðfélagi sem við búurrí nú í. Fólk sem með þrotlausu erfiði og ótrúlega mikilli vinnu breytti þessu þjóðfélagi úr fremur frumstæðu samfélagi í háþróað menningarsamfélag. Því miður fékk þessi kynslóð ekki að njóta verka sinna sem skyldi, en afkomendur hennar og öll framtíðin mun njóta góðs af verkum hennar. Sæmundur L. Jóhannesson sem nú er kvaddur var bam þessarar kynslóðar. Hann var einn af hetjum hversdagslífsins, maður sem lagði sitt af mörkum og vel það til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Hann var einn þeirra fjölmörgu ís- lendinga sem kynntust harðri lífs- baráttu, hún herti hann til átaka þannig að hann bognaði aldrei. Ungur lærði hann þá lexíu að treysta á sjálfan sig, standa vörð um sig og sína og að iðjusemi og samviskusemi em þeir lyklar er ljúka upp þeim hurðum sem mest varðar. Sæmundur fæddist að Vaðli á Barðaströnd 26. september árið 1908. Þegar hann var tveggja ára dmkknaði faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, er þilskipið Gyða fórst í Arnarfirði með allri áhöfn. Bróðir Sæmundar, Johannes, fædd- ist að föður sínum látnum. Má nærri geta hversu erfið lífsbaráttan hefur verið fyrir móður Sæmundar, Guðrúnu Guðmundsdóttur, að sjá sér og tveimur sonum sínum far- borða. Það kom því af sjálfu sér að Sæmundur þurfti að leggja heimilinu lið jafnskjótt og hann varð fær til þess. Ekki var um ann- að en erfiðisvinnu að ræða og skóla- ganga kom ekki til greina umfram það sem lágmark taldist. Baráttan fyrir brauðinu var svo hörð að eng- inn hefur hugleitt væntingar og þrár sem ungur maður hefur eflaust borið í bijósti sér og hæfileiki til náms og mennta mátti sín lítið fyr- ir öðm sem varð að vera veiga- meira. A unglingsámm vann Sæmundur alla algenga vinnu til sjávar og sveita. Hann var harðduglegur og eftirsóttur til verka og honum tókst að veita móður sinni og yngri bróð- ur mikilvægan stuðning í lífsbarátt- unni; Hann stundaði síðar nám í Stýrimannaskólanum og útskrifað- ist sem stýrimaður árið 1939. Síðan hóf hann störf sem stýrimaður á togumm og var lengst af á togaran- um Gylfa frá Patreksfirði. Fyrstu árin sem Sæmundur starfaði sem stýrimaður vom viðsjálverðir tímar. Seinni heimsstyrjöldin geisaði með öllum sínum hörmungum. Það vom hættuferðir sem íslensku skipin lögðu í yfir hafið með farm sinn og óþarfi er að rekja það hér að þær ferðir kostuðu svo miklar fórn- ir að ef miðað er við fólksfjölda var mannfall íslendinga ekki minna en sumra styijaldarþjóðanna. Sæ- mundur sigldi öll stríðsárin og var vemdarhendi haldið yfir honum, skipi hans og skipsfélögum. Þeim hlekktist aldrei á og komust farsæl- lega til hverrar hafnar. Það hafa menn sem vom með Sæmundi til sjós sagt mér að þar sem annars staðar hafi dugnaður og samviskusemi einkennt störf hans. Hann gerði kröfur til annarra og gat gert það, þar sem hann gerði enn meiri kröfur til sjálfs sín. Jafnframt var hann þó umhyggju- samur og varkár. Árið 1949 urðu þáttaskil í lífi Sæmundar. Þá fluttist hann frá Patreksfirði til Hafnarfjarðar þar sem hann átti heima til æviloka. Sæmundur var á sjó fyrstu árin eftir að hann fluttist suður en hóf síðan störf við vélgæslu í Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi þar sem hann starfaði síðan uns hann varð að lúta þeirri reglu sem gilda um aldursmörk starfsmanna ríkis- fyrirtækja. Það þarf ekki að leiða að því getum að það hefur verið mikið átak að skipta fyrst um umhverfi og síðan algjörlega um starfsvett- t Fóstursonur minn, sonur minn, bróðir okkar og fósturbrófiir, ÞORSTEINN BRYNJÓLFUR PÉTURSSON bóndi, Ytra-Felli, Dalasýslu, lést sunnudaginn 11. desember sl. Halldóra Ingiriður Ólafsdóttir, Pétur Ólafsson, Jóhann G. Pétursson, Ólafur Pétursson, Einar G. Pétursson, Agnes Pétursdóttir, Björgvin H. Kristinsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, BJARNEYJAR STEFÁNSDÓTTUR. Ársæll Júlfusson, Þorsteinn Ársælsson, Helga Skúladóttir, Bjarney Ríkarðsdóttir, Axel Aðalsteinsson og barnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður vang. Sæmundur var góður sjómað- ur og starfið hafði átt rík ítök í honum. Þótt hann væri ekki marg- máll um störf sín var þó auðheyrt að viss söknuður hafði fylgt því að hætta sjómennsku, rétt eins og hjá flestum öðrum sem gera það starf að ævistarfi sínu. En það hefur líka verið erfitt að eiga stórt heimili og sjá bömin sín aðeins eins og gest- ur, eins og sjómennirnir verða að gera. Fyrstu árin eftir að Sæmund- ur hætti sjómennsku var líka þrengra í búi en verið hafði. Heimil- ið var stórt og það þurfti ýtrustu sparsemi og aðgæslu til þess að láta enda ná saman. En hjónin bæði voru samstiga í því að búa sem best að bömum sínum og koma þeim til manns og var ekki spurt um fyrirhöfn og erfiði til þess að svo gæti orðið. Það kom t.d. oftsinn- is fyrir á stórhátíðum þegar strætis- vagnar gengu ekki milli Hafnar- flarðar og Reykjavíkur að Sæmund- ur fór fótgangandi til Reykjavíkur í veg fyrir Gufunesrútuna eða gekk heim að lokinni vakt. Skylduræknin var slík að hann gat ekki hugsað sér að sleppa úr einum einasta vinnudegi og á löngum starfsferli hafa það örugglega ekki verið margir dagar sem hann var frá vinnu vegna veikinda eða af öðrum orsökum. Sæmundur kvæntist Sigurveigu Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði árið 1939. Þau hjón eignuðustu sjö böm og eru sex þeirra á lífi. Elsti sonurinn, Jóhannes, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést í blóma lífsins árið 1983. Kona hans var Margrét Thorlacius. Eftirlifandi em: Guðrún, innheimtustjóri, gift Jóni Rafnari Jónssyni; Margrét, fóstra, gift Þorkeli Erlingssyni; Gullveig, ritstjóri, gift Steinari J. Lúðvíkssyni, Hjalti, loftskeytamað- ur, kvæntur Jennýu Einarsdóttur; Logi, verkamaður, kvæntur Jó- hönnu Gunnarsdóttur, og Frosti, prentari, kvæntur Dagbjörtu Bald- ursdóttur. Það eru nú röskir tveir áratugir frá því að sá er þetta ritar kom inn í fjölskyldu Sæmundar og Sigur- veigar. Þau kynni leiddu fljótt til vináttu sem var utan venjulegrar tegundar. Sæmundur L. Jóhannes- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.