Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 28
go 88ci HaaMaaaa .st huoaouww<í .niGAjanuoHOM 28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Hvers vegna? eftir Sigiirlinna Sigurlinnason Hvers vegna fyrirhugar fjár- málaráðherra hækkun vörugjalds á áður skattskylda vöruflokka og fell- ir áður skattfria vöruflokka undir skattskyldu? Er þetta ekki gengis- felling undir öðru nafni? í hvað á að nota peninga sem þannig kunna að innheimtast? Kannske er meiningin að nota þessa peninga að hluta eða að öllu leyti til að borga fólkinu í fiskinum, sem fékk ekki endurgreiddan þann kostnað er það hafði lagt út við veiðar og vinnslu? Af hveiju þarf ætíð að fara krókaleiðir? Hvers vegna tók ekki fiskgeirinn skrefið til fulls, þegar þau stofnuðu til uppboðsmarkaða fyrir fisk og seldu erlendan gjaldeyri, sem fyrir afurðimar fékkst, á sömu mörkuð- um á markaðsverði? Þá hefðu mætt þar fulltrúar þeirra stofnana, meðal annarra, sem auka þjóðartekjumar hvað mest; seðlabanka og hinna. Kannske hefðu þeir ekki mætt, bara tekið erlend peningalán og látið „frjálshyggjumenn" um að „braska“ með gjaldeyri á fískmörk- uðunum. Hvers vegna leitaði Halldór sjáv- arútvegsráðherra til fjögurra óháðra epdurskoðenda til að taka kúrsinn á veiðum og vinnslu? Treysti hann ekki þjóðhagsstofnun, fjárlaga- og hagsýslustofnun eða öllum hinum opinberu stofnunum sem eru að reikna? Var ekki hægt að safíía rekstrar- og efnahags- reikningum þessara 30 veiða- og vinnslufyrirtækja hjá viðskipta- bönkum þeirra og nota heila- og vélakostinn við Kalkofnsveg? Eða þurfti að auka þjóðartekjumar með nýju apparati? Þama er kannske komin upp nýjung, ódýrt skilvirkt apparat, sem fær aðeins greitt fyr- ir unnin verk og starfar eftir „ftjáls- hyggju". Líklega hafa engar starfsgreinar á íslandi framkvæmt eins mikla hagræðingu og fyrirtæki í sjávarút- vegi og væri sú hagræðing enn lengra á veg komin, væru fyrirtæk- in ekki svelt, þ.e. skammtaðar tekj- ur af yfírvöldum. Flestar fískvinnslustöðvar eru vel reknar miðað við náttúrulegar að- stæður og gengju vel ef kontóristar væru ekki með puttana í því sem þeir valda ekki og hafa ekki kunn- áttu til. Til dæmis, þegar veiðar eru stöðvaðar svo að hvalimir fái frið til að éta, þá skortir fiskvinnsluna hráefni. Einnig skortir fiskvinnsl- una stundum hráefni vegna þess að fiskvinnsla, sem einnig á skip neyðist til að láta skipið sigla með aflann til að ná í aur. Fiskvinnslan hefur aðlagað sig betur en margir aðrir geirar gerviaðstæðum okkar þjóðfélags. Þegar ekki er fiskur til vinnslu segja þeir upp fólki, með fyrirvara um endurráðningu þegar og ef fískur kemur. Þá fer fólk á atvinnuleysisbætur, aðrir reikna og telja í umslögin; það eykur líka þjóð- artekjumar. Þetta fer eftir sama lögmáli og fullorðinn vinur minn fór eftir; hann hætti að raka sig sjálf- ur, fór til rakara; hætti að aka sjálf- ur, réð sér bílstjóra. Hann sagði: „Ég geri þetta af þjóðhollustu, það eykur þjóðartekjumar." Ekki hefur birst í blöðum að reiknistofnanir þær sem hugsaðar eru sem okkar fjárhaldsmenn, hafí sagt upp fólki vegna tímabundins „hráefnis- skorts". Ef nú einhver hefði frumkvæði að því að láta heila apparatið fara í „röntgen-myndatöku", myndu vafalaust koma í ljós ýmis krabba- meinsæxli, sum tiltölulega góð- kynja, önnur hættuleg. Sjúklinginn þyrfti að „leggja inn“. Eftir þennan verknað myndi aðalframkvæmda- stjóri samfélagsins eða Halldór fá fjóra endurskoðendur til að taka kúrsinn og í leiðinni reikna út þjóð- artekjumar. Þær myndu vafalítið lækka miðað við núverandi forsend- ur útreikninga, en líklega stór- hækka miðað við höfðatölu þeirra sem ynnu „haguýt störf“. (Enginn skyldi taka þetta til sín persónu- lega, það er kerfið sem verið er að ræða.) Gengi ísl. krónunnar hefur aldrei komist á blað í alþjóðlegum gengis- töflum. Þar stendur Nígería okkur framar. Hvað er gengi? Þetta er við nán- ari athugun nokkuð víðtæk spum- ing. Fiskvinnslustöðvar á Islandi eru flestar reknar í formi hlutafé- laga. N.N. á 1.000 króna hlut í vel reknu frystihúsi, sem skilaði veru- legum hagnaði árið 1986. Hann gat selt þennan hlut sinn fyrir 1.300 krónur í ársbyijun 1987, en í dag er spuming hvort hann fengi 500 krónur fyrir hlutinn, ef þá einhver vildi kaupa hann; gengi hlutabréfs- ins fallið um 50% eða meira. Gengi gjaldmiðla eða peninga (ávísana sem Seðlabanki íslands gefur út fyrir hönd ríkisins og bankastjórar Seðlabankans undir- rita með eigin hendi) miðast við, eða ætti að miðast við hvað fæst fyrir peningana í vörum eða þjón- ustu. Matvæli em stór liður í kaup- um hvers einstaklings; upptekinn matarsöluskattur á matvæli lækk- aði þannig gengi ísl. krónu um 25% gagnvart matarkaupum. Auk þess, svo við höldum okkur við matvæli, lækkaði gengi ísl. krónunnar á ár- inu um 26-27% gagnvart erlendum gjaldmiðlum; þar af vom formlegar gengisfellingar 6% í febrúar og 10% í maí, mismunurinn gengissig. Þannig kostuðu matvæli, sem áður var hægt að kaupa fyrir 100 krón- ur nú liðlega 150 krónur, miðað við erlend matvæli sem em stór hluti körfunnar. Gengi íslensku krónunnar væri Sigurlinni Sigurlinnason „Við megTim ekki alltaf hafa að viðkvæði „þeir“, sem í raun eng- inn veit hver er, gera aldrei neitt af viti. Við erum öll „þeir“.“ rétt metið t.d. með því að kaupa algengar nauðsynjar hér á landi fyrir, segjum 10.000 krónur (há upphæð vegna verðbólgu; árið 1980 1 ísl. kr. = 1,05 dönsk. kr., árið 1988 6,80 ísl. kr. = 1 dönsk kr.), skipta þessum ísl. krónum í sterl- ingspund, þýsk mörk eða japönsk yen og kaupa sams konar varning í viðkomandi löndum. Ef við fáum meira fyrir peningana okkar erlend- is, þá er ísl. krónan of hátt metin, þarf gengisfellingu, þ.e. við fengj- um færri erlenda peninga fyrir krónuna og gætum þar af leiðandi keypt minna. Ef við á hinn bóginn fáum meira fyrir peningana hér heima en erlendis, þá er krónan of lágt metin, þarf gengishækkun. Tíðar innkaupaferðir utan er glöggt dæmi um gengisstöðuna. Nú er það því miður svo að við búum við gervigengi, krónan er of hátt metin, gengisfelling er óum- flýjanleg. Það skiptir ekki höfuð- máli í hvaða formi hún er fram- kvæmd, þó eðlilegast sé að gengið sé ávallt rétt skráð og ekki þurfi að fara ótal krókaleiðir til að sjá hver hinn rétti kúrs er. Ef við tökum erlend lán til að halda uppi kaup- mætti almennings og rekstri sjávar- útvegsins, þá er það í raun gengis- felling; erum þá ekki matvinnung- ar, þjóðin eyðir meiru en hún aflar og þá er nauðsynlegt að bregða fleiri stoðum undir atvinnulífið, öðr- um en þjónustu við okkur sjálf. Það er röng stefna, sem einn þekktari stjómmálamaður okkar hélt nýlega fram í blaðagrein, að það sé allt í lagi að reka ríkissjóð með halla í nokkur ár til að halda uppi lífskjörum. Gleggst dæmi um það em Bandaríkin, sem líklega verða rekin með 150 milljarða doll- ara halla yfirstandandi flárhagsár; hallinn að vemlegu leyti fjármagn- aður með lánum frá Japan og Vest- ur-Þýskalandi. Dæmi um hið gagn- stæða er Bretland, sem líklega kem- ur út með 12-15 milljarða hagnað í greiðsluafgang, enda hafa Bretar lyfst úr öldudal nánast volæðis í það að bera höfuðið hátt; þar hefur jú dóttir kaupmannsins verið við völd í 9 ár. Nefna má, að hún telur Breta vera of litla efnahagseiningu til að vera utan Evrópubandalags- ins, en við Islendingar teljum okkur vera stóra og hafa efni á að taka upp nýtt „efnahagskerfi" með hverri nýrri ríkisstjóm. En eitt atriði er íhugunarvert áður en lengra er haldið. Gerður hefur verið samanburður á því hvað það kostar á klukkustund að halda starfsmann í fiskiðnaði, umreiknað í dollara. Á íslandi kostar það $10, í Bandaríkjunum $8 og Bretlandi $5. Bónus innifalinn á íslandi og launatengd gjöld í öllum löndunum, en á íslandi em þau 35% ofan á laun. Nú er ekki verið að býsnast yfir því að fólk almennt fari með of feit launaumslög heim, en við verðum að sjá til þess að geta mætt samkeppni í verði á erlendum mörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.