Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 37

Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 37 Walesa í París: Bann við starfi Sam- stöðu tefur umbætur Segir V esturlandabúa búa við velsæld en ekki halda í heiðri andleg verðmæti París. Reuter. PÓLSKI verkalýðsleiðtogínn og Nóbelsverðlaunahafinn Lech Walesa sagði í gœr að bann pól- skra stjórnvalda við starfi fijálsu verkalýðssamtakanna Samstöðu, sem hann stjómar, væri hindrun i vegi umbóta, »perestrojku, í landinu. Walesa var staddur f París í boði Francois Mitter- rands, Frakklandsforseta, í til- efiii af 40 ára afinæli Mannrétt- indayfírlýsingarinnar siðastlið- inn laugardag. Walesa ræddi á laugardag í fyrsta sinn við sov- éska andófsmanninn Andrej Sak- harov, einnig Nóbelshafa, sem sömuleiðis var boðið til borgar- innar og á laugardagskvöld komu þeir fram við hátíðarhöld ásamt Nóbelshöfundinum Elie Wiesel og Javier Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, sem kom frá Ósló þar sem hann tók við friðarverð- iaunum Nóbels fyrir hönd friðar- gæslusveita SÞ. Walesa hélt fréttamannafund í gær skömmu áður en ætlunin var að hann legði af stað heimleiðis úr fyrstu för sinni til Vesturlanda frá 1981 er Samstaða var bönnuð. Hann sagði að koma yrði á raun- verulegu stjómmálalegu, efnahags- legu og félagslegu lýðræði ef um- bótastefna Míkaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, perestrojka, ætti að bera árangur en pólsk stjómvöld hafa tekið undir umbótahugmyndir Gorbatsjovs. A sunnudagskvöld átti hann fund með Pólveijum í, útlegð og sagði þá að breytingar yrðu að gerast með rólegum hætti í Póllandi, ekki með byltingu. Það yrði að þrýsta á stjómvöld en með skynsamlegum hætti. Walesa bauð Sakharov í heimsókn á hótelherbergi sitt á laugardagsmorgun og s'agði þá hafa orðið sammála um að kveða þyrfti í kútinn leifamar af stalfnismanum í báðum löndunum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Sakharov," sagði Walesa við fréttamenn. Hann sagð- ist vilja njóta reynslu Sakharovs og vonaði að þeir ættu eftir að hittast oftar. Sunnudeginum eyddi pólski and- ófsmaðurinn að mestu leyti í heim- sóknir til franskra verkalýðsleið- toga. Eftir fund með erkibiskupnum í París, Jean-Marie Lustiger, ræddi Walesa við fréttamenn en hópur þeirra fylgdi honum hvert fótmál. Hann sagði að Vesturlandabúar virtust þjást af einkennilegum skorti á andlegum verðmætum. Parísarborg væri mjög falleg en andlaus. Lustiger hafði eftir Walesa að Vesturlandabúar væm auðugir og nytu borgaralegra réttinda en virtust ekki trúa á neitt. Forseti Frakklands, Francois Mitterrand (fyrir miðju) ræðir við Andrej Sakharov (t.v.) og Lech Walesa (t.h.) í embættisbústað forset- ans, Elysee-höll. Andófemennirnir tveir voru heiðursgestir við at- höfii í tilefhi 40 ára afinælis Mannréttindayfirlýsingarinnar síðastlið- inn laugardag. Fyrsti svissneski kven- ráðherrann segir af sér Eiginmanninum bárust upplýsingar frá henni úr ráðuneytinu Zllrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðaina. ELISABETH KOPP, dómsmálaráðherra Sviss og fyrsti kvenráð- herra landsins, sagði af sér embætti f gærmorgun. Tryggð hennar við eiginmanninn, Hans W. Kopp, varð henni að falli. Hún viður- kenndi á föstudag að hafa ráðlagt honum að láta af embætti sem varastjómarformaður f fyrirtækinu Shakarchi AG hinn 27. október síðastliðinn eftir að hún heyrði orðróm í ráðuneytinu um að fyrirtæk- ið tengdist mesta eiturlyfjaágóðahneyksli sem upp hefúr komist i Sviss. Þangað til á föstudag höfðu þau hjónin fúllyrt að hún bland- aði ekki starfí og einkalifi saman. En hið gagnstæða kom í ljós og um helgina hvöttu fjölmiðlar og stjórnmálamenn ráðherrann svo til einróma til að segja af sér. Hans W. Kopp, sem er lögfræð- um verið umdeildur. Sögusagnir um ingur eins og kona hans, hefur löng- hann fóru strax af stað þegar frúin Araiat ávarpar allsherjarþingið í dag: Viðurkennir landa- mæri Israels frá 1967 Jerúsalem. Reuter. ZUrich. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins YASSER Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, ávarpar í dag allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna f Genf og ætlar þá að viðurkenna landa- mæri Israels eins og þau voru fyrir árið 1967. Bassam Abu Sha- rif, pólitiskur ráðgjafi Arafats, skýrði frá þessu í gær í viðtali við ísraelskt dagblað. Sharif sagði í viðtalinu við Yedi- oth Ahronoth, víðlesnasta dagblað í ísrael, að Arafat ætlaði að skýra nánar ályktanir Þjóðarráðs Pal- estínu, sem samþykktar voru á þinginu í Alsír í síðasta mánuði. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Islands í Genf, situr fund allsherjarþingsins fyrir íslands hönd. Fastafulltrúar fjölda ríkja, meðal annars hinna Norðurland- anna, hjá Sameinuðu þjóðunum í New York sitja fundinn í Genf. Sverrir Haukur sagði að það hefði ekki komið til tals að Hans G. And- ersen sendiherra íslands hjá Sam- einuðu þjóðununum í New York kæmi til Genfar. Sverrir Haukur sagði að á fimmtudag yrðu greidd atkvæði um fimm tiljögur, þijár gamlar og tvær nýjar. Önnur hinna nýju er um viðurkenningu á Pal- estínuríki. Hann vildi ekki tíunda hvemig atkvæði íslands myndi falla. kom til greina sem ráðherra haust- ið 1984. Þá var hann helst gagn- rýndur fyrir að hafa lamið ritarana sína fyrir að gera villur. Sameinað þing kaus Elisabeth Kopp ráðherra þrátt fyrir það. Rannsókn á rekstri hlutafélagsins Trans K-B var þá þegar hafin og stendur enn. Hans W. Kopp var stjómarformaður þess. Það virðist hafa falsað ársreikninga og varð gjaldþrota 1982. í sumar báru Qölmiðlar Hans W. Kopp á brýn að hafa svikið tvær og hálfa milljón sv. franka (75 milljónir ísl. kr.) undan skatti. Málið er í rann- sókn. Og að lokum tengdist nafn hans ' eiturlyfj aágóðahneykslinu mikla. Fjölmiðlar greindu fyrst frá því 7. nóvember síðastliðinn að „Líban- onsambandið", eins og stór eitur- lyfjahringur er kallaður, hefði kom- ið ágóða af eiturlyfjasölu í umferð svo milljörðum svissneskra franka skipti í gegnum svissneska banka og fyrirtæki í Sviss. Eitt þessara fyrirtækja er Shakarchi AG. Hans W. Kopp hafði verið varastjómar- formaður þess í fimm ár 27. októ- ber sl. Hann sagði þá af sér, viku áður en það var bendlað við eitur- lyfjahringinn í íjölmiðlum, og sagð- ist gera það vegna anna. Hann þvertók fyrir að hafa verið varaður við eða fengið upplýsingar úr ráðu- neyti konu sinnar. Vinsæll ráðherra Elisabeth Kopp var vinsæll ráð- herra. Hún þótti vinna störf sín vel þótt allir væm ekki alltaf sammála henni, sérstaklega ekki um harða afstöðu varðandi flóttamenn sem leita hælis í Sviss. Hún kaus að fara áfram með dómsmálin þrátt fyrir umræðuna um mann hennar og sagðist geta greint á milli starfs og einkalífs. Formaður þingflokks Fijálslynda flokksins, flokksins hennar, taldi hana færa um það og meiri hluti sameinaðs þings sýndi henni traust með því að kjósa hana varaforseta landsins fyrir næsta ár í síðustu viku. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Kopp viður- kenndi að hafa varað mann sinn við. Hún segist hafa átt við hann örstutt samtal 27. október og að- eins sagt honum það sem starfs- stúlka hennar hefði frétt en ekki ljóstrað neinu upp sem henni var trúað fyrir sem ráðherra. Hún seg- ir að hann hafi þegar verið búinn að ákveða að hætta hjá Shakarchi og segist hvorki hafa gerst sek um löglegt né siðferðislegt brot í emb- ætti. En yfirlýsing hennar á föstu- dag olli slíkum usla að henni er ófært að halda áfram í embætti. Hún lætur af ráðherrastörfum í lok febrúar. Það er ekki ólöglegt í Sviss að skipta illu fengnu fé, eins og ágóða af eiturlyfjasölu, í nýja seðla. Stjórnvöld vinna nú að því að semja ný lög sem munu banna það. Elisa- beth Kopp lagði nýlega til að þau yrðu samþykkt sem fyrst og átti að svara fyrirspumum um málið í ' þinginu í vikunni. Annar ráðherra mun svara þeim í hennar stað. ÚRVAL AF JÓLASKRAUTIÁ HLÆGILEGU VERÐI • SJÓN ER SÖGU RÍKARI OPIÐ 13-18 VIRKA DAGA 10-22 LAUGARDAG BARNANÁTTFÖT SETUBÍLL IfOlMÍAMimBUMNjNl LAUGAVEGI 91 KJALLÁRA SÁ BESTI í BÆNUM • STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HLÆGILEGT VERÐ KR. 500 KR. 395 -615 KODDAIi HANDKLÆÐI JAKKAFÖT FRA 690 190 - 1.500 VERKFÆRA URVAL LAKKSKOR HERRASPARISKÓR FRÁ - 1.450 KULDASKÓR - - 1.200 VERKFÆRAKASSAR ~ 690 FERÐATÖSKUR - 2.180 LEDUR JAKKAR - 5.900 PEYSUR FRÁ KR. 390 ÚLPUR - - 990 BUXUR - - 500 ísvél - 590 12 BJÓRGLÖS -585 SÆNGURVERASETT M/LAKI KR. 1.290 SÆNGUR KR. 1.99(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.