Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir |»ig?
Innritun er hafin í námið sem hefst í janúar 1989.
Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækling um námið,
bæklingurinn er sendur í pósti til þeirra sem þess óska.
Nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790.
^TÖ^ðslan
Borgartúni 28.
Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið
gómsætum réttum þannig að allirfinna
eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin.
Verð pr. mann aðeins kr. 995.-
Borðapantanirísíma 2 23 22.
HÓTEL
LQFTLEiÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
p '&C0Uft m
Áskriftarsíminn er S3033
Skuldunautar
Morgnnblaðsins
eftir Björn Bjarnason
Tilefni þessarar greinar er með-
ferð orðsins skuldunautur á síðum
Mbl. en blaðið notar orðið æ oftar
í merkingunni lánardrottinn. Orða-
bók Menningarsjóðs skýrir orðið
skuldunautur á eftirfarandi hátt:
Skuldunautur K sá sem skuldar
(andrætt skuldareigandi): s. minn
sá sem skuldar mér.
A síðum Mbl. má hinsvegar finna
orðið skuldunautur í andræðu
merkingunni. Ég nefni hér þrjú
dæmi. Fyrsta dæmið er frá 1. júlí
1987 en þá mátti lesa í frétt Morg-
unblaðsins:
„Til þess að koma í veg fyrir
allsherjar gjaldþrot létu félagarnir
þrír m.a. hjá líða að greiða opinber
gjöld og er helsti skuldunautur
gjaldþrotabúsins því skattheimtan."
(Bls. 28.)
Ég leyfði mér að skrifa ritstjórn
Mbl. (án birtingar) og benda henni
á, að þótt þessi notkun orðsins
skuldunautur hefði áður sést á
síðum Mbl. þá væri hún samt röng.
Þann 17. ágúst 1987 birtist svo
önnur frétt í Mbl.:
„Allar rekstraráætlanir hafa
staðist og hægt hefur verið að
standa í skilum við alla skuldunauta
og eru þvi allir ánægðir...“ (Bls.
18.)
Eg leyfði mér aftur að skrifa
Mbl. (án birtingar) og gagnrýna
þessa notkun orðsins skuldunautur
og nú var bréfið stílað á Matthías
Johannessen ritstjóra.
Þar sem ég hafði vetursetu er-
lendis þá get ég ekki sagt hve oft
skuldunauta hefur borið á góma á
síðum Mbl. meðan ég ekki sá blað-
ið, en þann 8. nóvember 1988 þeg-
ar ég hóf minn daglega Moggalest-
ur þá sé ég að orðið skuldunautur
er komið alla leið í fyrirsögn í frétt
í Mbl. í þessari nýju merkingu
Morgunblaðspennanna:
„Kaupfélag V-Skaftfellinga leit-
ar samninga við skuldunauta sína“
(Bls. 4.)
Ég hefi nú gefist upp á að skrifa
einkabréf til ritstjóra Mbl. og sný
ég mér því til eigenda Mbl. í Ár-
vakri hf. og jafnframt til lesenda
Mbl. til þess að bera þetta mál
undir þá því að mér finnst þessi
sérkennilega meðferð Moggamanna
á orðinu skuldunautur alls ekki vera
einkamál þeirra.
MINOLTA
LJÓSRITUNARVÉLAR
NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR
I
D-100
Japönsk snilldartiönnun, þýsk ending og I
nákvæmni. Lágt verð og rekstarkostnaður
D-10
Lttil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifborðiö!
Sú ódýrasta á markaðnum.
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka,
hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri.
Ekjaran
ABMUtA 72. SlMI 01) • 30 22, 100 REYKJAVlK
Breytt merking orða
Það er í sjálfu sér ekkert óeðli-
legt þótt merking orða breytist enda
er það alþekkt. í skóla var okkur
kennt hvernig merking orðsins
sæmilegur breyttist og bent var á,
að slíkt væri eðlilegt í þróun máls-
ins. Að vísu má segja, að þetta
geti verið þreytandi meðan á breyt-
ingunni stendur því að sífellt þarf
að spyija hvora merkinguna menn
eru að nota. Þessi misserin verður
alltaf að spytja viðmælendur sína
þegar þeir segja einhvern vera á
fertugsaldri hversu gamall maður-
inn er því að það virðist sem orðið
sé farið að merkja að 40 ára aldrin-
um hafí verið náð. En auðvitað er
ekki hægt að spyija fjölmiðlafólkið
því að ekki næst til þess. Á endan-
um fer maður svo að reikna með
aldrinum 30—49 ára þegar einhver
er sagður vera á fertugsaldri. Málið
er orðið ónákvæmara um sinn en
eftir nokkur ár verður sjálfsagt far-
ið að gera ráð fyrir að maður á
fertugsaldrinum sé 40—49 ára og
málið að þessu leyti öðlast fyrri
nákvæmni á ný þótt merkingin sé
breytt.
Sama orðið getur líka haft tvær
andræðar merkingar og var mér í
þessu sambandi bent á orðið söku-
nautur, sem getur bæði merkt
ákærandi og ákærður. Það hefur
hinsvegar aldrei angrað mig, að
orðið sökunautur hafi tvær nánast
andræðar merkingar þar sem ég
nota aldrei orðið sjálfur og minnist
þess ekki að hafa séð það oft. En
orðið skuldunautur er mikið notað
og því ekki eins einfalt mál að nota
það í tveimur andræðum merking-
um.
Breytt merking orðsins
skuldunautur
Eins og bent hefur verið á þá
breytist merking sumra orða í
tímans rás og virðist orðið skuldu-
nautur ekki ætla að verða undan-
skilið í því efni. Útbreiðsla Mbl.
mun sjá til þess.
Orðið skuldunautur merkti áður
sá, sem skuldaði. Sá, sem átti skuld-
ina, hét hinsvegar lánardrottinn.
Lánardrottinn var stundum jafn-
framt kallaður skuldareigandi. Það-
an er kannski breytingin á merk-
ingu orðsins skuldunautur komin.
Skýringin gæti þó verið sú, að
menn skilji orðið nautur sem eig-
andi (skuldarinnar) í stað þiggjandi
(skuldarinnar), þ.e. þiggjandi þeirra
peninga, sem sköpuðu skuldina.
Það er auðvitað nokkuð ruglandi,
að orðið nautur skuli stundum þýða
gefandi, en sú merking á augljós-
lega ekki við hér þar sem þá væru
peningarnir eðli málsins samkvæmt
ekki taldir til skuldar og ekki skuld-
ar maður það, sem manni er gefið.
Annars tjá mér fróðir menn, að
orðið nautur í samsetningunni
skuldunautur sé dregið af sögninni
að njóta, þ.e. þeir, sem njóta skuld-
arinnar, eða þeir, sem skulda.
Það er augljóst, að það veldur
óþægindum þegar merking orðsins
skuldunautur er að snúast við. Það
er auðvitað nauðsynlegt að vita
hvort verið er að tala um skuldar-
eigandann eða skuldarann, lánar-
drottninn eða skuldunautinn nú á
þessum þrengingatímum því að ef
ekki er hægt að greina hafrana frá
sauðunum þá gæti maður lent í að
greiða skuldunautum sínum í stað
þess að rukka þá. Það þarf auðvitað
ekki að taka það fram, að þeir, sem
ekki þekkja muninn á debet og
kredit, endast aldrei lengi í viðskipt-
um. Það yrði heldur ekkert smámál
fyrir bókara þessa lands ef þeim
er gert að kreditfæra alla þá reikn-
inga, sem þeir hingað til hafa debet-
fært í góðri trú vegna þess að reikn-
„ Að breyta orðinu
skuldunautur í Biblí-
unni í eitthvert annað
orð því að ekki gengur
leng-ur að Biblían sé í
ósamræmi við Morgun-
blaðið.“
ingar skuldunautanna reyndust í
raun vera reikningar lánardrottn-
anna. En þegar merkingarbreyting
orðsins er orðin algjör þá hverfa
auðvitað óþægindin og allir verða
væntanlega ánægðir með breyting-
una rétt eins og eftir breytinguna
úr vinstri akstri yfir í hægri akstur
árið 1968. En orðið skuldunautur
hefir merkingu utan viðskiptalífsins
og því þarf að fara með gát þegar
merkingu orðsins er breytt.
Hvað er svona merkilegt við
orðið skuldunautur?
Allir þeir íslendingar, sem fermd-
ir eru uppá faðirvorið, eða meir,
kannast við orðið skuldunautur. Þar
er það notað í samningaviðræðum
við guð vorn og ætlað til skuldajöfn-
unar á móti syndum. Þar sem krist-
in trú er undirstaða siðfræði vorr-
ar, þ.m.t. viðskiptasiðfræði vorrar,
dugir oss náttúrulega ekki að
breyta bara skuldunautum í lánar-
drottna í bókhaldi fyrirtækja vorra
heldur verðum vér einnig að breyta
vegvísunum, þ.e. merkingu orðsins
skuldunautur í kristinni siðfræði.
Oss dugir ekki minna því að vér
getum ekki tekið til við að fyrirgefa
lánardrottnum vorum í bænum vor-
um eins og þeir Moggamenn gera
nú þegar.
Að vísu hefi ég ekki enn reynt
að svara rukkunum Mbl. með því
að bjóða þessum „skuldunaut"
mínum að fýrirgefa honum skuld
mína á áskriftargjaldinu í kristileg-
um anda. Kannski ég reyni það
næst. En ætli Árvakur hf. grípi þá
ekki fljótt í taumana því að ég þy-
kist viss um að þótt ritstjórn Mbl.
hafí týnt merkingu orðsins skuldu-
nautur geta rukkarar Árvakurs hf.
enn greint skuldunauta frá lána-
drottnum. Það sýnir a.m.k. síðasti
áskriftarreikningurinn minn glögg-
lega.
Hvað með kirkjuna?
Ef orðið skuldunautur festist
endanlega í merkingunni lánar-
drottinn á síðum Mbl. þarf kirkjan
auðvitað að bregðast við því á ein-
hvern hátt þar sem Mogginn er nú
mun meira lesinn en Biblían. Kirkj-
an á í raun um tvo kosti að velja;
annarsvegar að leggja aukna
áherslu á að skýra út fýrir ferming-
arbörnum merkingu orðsins skuldu-
nautur og hinsvegar að breyta orð-
inu skuldunautur í Biblíunni í eitt-
hvert annað orð því að ekki gengur
lengur að Biblían sé í ósamræmi
við Morgunblaðið.
Prestar tjá mér, að böm kunni
yfírleitt faðirvorið áður en þau
koma til fermingarundirbúningsins
og þetta sé í raun eina orðið í faðir-
vorinu, sem sum þeirra spyija um
merkinguna á. Prestar gætu því
tekið þetta orð betur fýrir í ferming-
arundirbúningnum til að stemma
stigu við þessari merkingarbreyt-
ingu. Það er eðlilegra, að prestar
geri þetta en íslenskukennarar þar
sem prestar komast ekki hjá því
að tala um orðið skuldunautur en
íslenskukennari þarf í raun aldrei
að minnast á það.
Kirkjan getur einnig sem best