Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 JOOP! BJOÐUM VID AFALLRI OG KOPERINGU Ólympíuskákmótið í Þessalóníku: Herslumuninn skorti hjá íslensku sveitinni Skák Karl Þorsteins ÞEGAR upp var staðið frá tafl- mennsku á Ólympíumótinu í Þessalóníku er aðallega tvennt sem skilur eftir. Glæsileg tafl- mennska sovésku Qandvinanna Kasparovs og Karpovs sem Iögðu grunninn að fáheyrðum yfir- burðum sovésku sveitarinnar í karlaflokki og sigur ungversku stúlknanna í kvennaflokki. Polg- ar-systumar þrjár ásamt Madl tókst þannig að rjúfa óslitna sig- urgöngu sovéska kvennaliðsins á Ólympíumótum frá upphafi. Það munaði sex vinningum á sovésku sveitinni og helstu keppni- nautum þeirra í karlaflokki. Þar voru auðvitað fremstir í flokki heimsmeistarinn Garrý Kasparov og áskorandinn Anatolý Karpov sem lögðu grunninn að yfirburðum sovéska liðsins og tefldu báðir af þvílíkri snilld að mótspyma and- stæðinga virtist oft á tíðum heldur léttvæg. Heimsmeistarinn Garrý Kasparov hlaut 8V2 vinning í 10 skákum og árangur heimsmeistar- ans mældist upp á 2.877 ELO- skákstig! Karpov stóð félaga sínum lítt að baki, þótt skákir hans hefðu jafnan rólegra yfirbragð en flug- eldasýningar heimsmeistarans. Inn- sæi hans í rólegri stöðubaráttu er með ólíkindum og ósjaldan var and- stæðingurinn knúinn til uppgjafar jafnvel án þess að vita hvar glappa- skotin voru. Karpov hlaut 8 vinn- inga í 10 skákum og árangurinn var upp á ein 2.800 ELO-skákstig. Auðvitað stóðu aðrir sveitarmeðlim- ir sovésku sveitarinnar þeim kump- ánum langt að baki og á tíðum virt- ist taflmennska þeirra Júsupovs, Beljavskýs, Ehlvests og Ivanchuks heldur litlaus og ósannfærandi. í raun var sigurinn líka tryggður löngu fyrir síðustu umferð og verð- ur þá jafnan erfiðara að halda fullri einbeitingu við slíkar aðstæður. Keppnin um silfursætið var ólíkt meira spennandi. Fyrirfram var álitið að enska liðið með stórmeist- arana Short, Speelman, Nunn og Chandler innanborðs væri líklegt til að hreppa hnossið. Sú varð niður- staðan eftir miklar sviptingar í síðustu umferð. Þá tefldi sveitin við Hollendinga og þegar þremur skák- um var lokið var staðan tveir vinn- ingar gegn einum þeim hollensku í vil. Það sem meira var að staða Nunns virtist vonlaus gegn van der Sterren. Hollendingurinn hafði peð framyfir og sigur myndi tryggja honum áfanga að stórmeistaratitli og sveitinni annað sætið. En taugar Hollendingsins brustu, honum yfirs- ást einföld flétta andstæðingsins og jafntefli var niðurstaðan og eftir stigaútreikning voru ensku sveitinni veitt silfurverðlaun. Hollendingar hlutu þess í stað bronsverðlaunin. Það var ekki hlutskipti íslensku sveitarinnar að beijast um sigur- sætin að þessu sinni. Sveitin lenti í 15. sæti af 107 þátttökusveitum, auðvitað langt frá því marki sem stefnan var sett á. Þó munaði ekki miklu á vinningatölu sveitarinnar og þeim sem voru í efstu sætunum. Þannig skilur einungis 2'/2 vinning- ur að íslensku sveitina og þá er skipar annað sætið. Ekki mikill munur ef haft er í huga að í Dubai var munurinn 4 '/2 vinningur, þrátt fyrir að fimmta sætið væri stað- reynd þá. Niðurstaðan er auðvitað sú að Monrad-kerfið sem teflt er eftir á mótinu er meingallað til að úrskurða um „réttlát" úrslit fyrir neðan efstu sætin. Heppnin með andstæðinga er of veigamikill þátt- ur í kerfinu til þess að svo megi vera. Það er íhugunarvert að skoða t.d. hvemig liðin hafa komist í efstu sætin á mótinu. Á meðan sum liðin hafa staðið í toppbaráttunni mótið á enda hafa önnur látið sér nægja að sitja um miðbikið og lagt áhersl- una á góðan endasprett. Kerfið byggir á því að sveitir með jafn- marga vinninga tefli ætíð saman í hverri umferð. Það var áberandi hjá mörgum sveitum hve vel var gætt að þessum málum þannig að samið var frekar um jafntefli á öll- um borðum í viðureignum frekar en að leggja í áhættu og reyna að sigra. Refsingin kæmi þá einfald- lega í næstu umferð er liðið fengi sterkari andstæðinga. Brautar- gengi sveitanna framan af móti skiptir þannig litlu máli. Það er ein- ungis spumingin um úrslit í síðustu tveimur eða þremur umferðunum sem er örlagavaldur um lokaniður- stöður. Þá leggja sveitimar ofur- kapp á að vinna stóran sigur og vonast til að góður sigur fleyti þeim ofar á töflunni. Það var stefna íslensku sveitar- innar að glíma við erfiðustu and- stæðingana eins fljótt og kostur væri. Þannig mætti eyða þeirri áhættu að þurfa að glíma við þær í síðustu umferðunum og hrapa nið- ur í mótstöflunni ef tap hlytist. Þessi ráðagerð tókst að hluta til því strax í fimmtu umferð sat liðið á efsta borði andspænis sovésku snillingunum. Viðureignin tapaðist. Jóhann varðist mjög vel gegn heimsmeistaranum og tókst að halda jöfnu eftir erfiða stöðu. Jón L. hafði góðar gætur með svörtu mönnunum gegn Júsupov og gerði snemma jafntefli. Margeir tapaði á hinn bóginn sorglega gegn Ehlvest. Hafnaði jafnteflisboði í tímahraki og missti síðan af snjallri björgunar- leið í framhaldinu. Helgi tapaði gegn Ivanchuk. Þegar tvær um- ferðir vom eftir á mótinu var staða íslensku sveitarinnar þokkaleg. Vinningstalan hin sama og í Dubai fyrir tveimur árum. Tékkneska liðið reyndist sveitinni á hinn bóginn erfiður andstæðingur í næstsíðustu umferð. Lengi vel var útlitið bjart og jafnvel útlit um sigur í viðureign- inni en hjólin voru skjót að snúast og tap varð niðurstaðan, IV2-2V2. Stóran sigur þurfti því í síðustu umferð til að ná frambærilegu sæti og slíkt var hvergi óhugsandi ef lið í veikari kantinum væri andstæð- ingur okkar. Sú von brást hrapal- lega því við útreikninga kom í ljós að andstæðingamir yrði lið A- Þjóðveija. Sveitina skipa þaul- reyndir skákmeistarar og afskap- lega traustir og því auðvitað ekki eftirsóknarverðir andstæðingar þegar stóran sigur þarf. Viðureign- in endaði líka með skiptum hlut, báðum sveitum til sárrar gremju. Jón L. hlaut slæman skell gegn Bönsch. Hann beitti leikaðferð sem þjálfari sveitarinnar Spassky hafði bent á sem athyglisverða leið í æf- ingarbúðunum fyrir keppnina og lítillega hafði verið skoðuð þar og álitin leiða til tvísýnnar stöðu. Þar varð okkur heldur betur á í mess- unni því öflugt mótsvar gerir af- brigðið ótefiandi enda tapaði Jón skákinni í raun án þess að fá nokk- um tíma kost á að byija hana. Margeir bætti um betur og sigraði Knaak í skemmtilegri viðureign þar sem allt var lagt undir á meðan Jóhann og Helgi gerðu jafntefli við sína andstæðinga. Ef leita skal skýringa á brösugu gengi á mótinu má vafalaust finna margt til. Heimsbikarmótið í Reykjavík sat vitaskuld i Jóhanni og Margeir enda hefur lítill tími gefist til hvíldar eftir það og aðrir sveitarmeðlimir tefldu hvergi nærri af þeim krafti sem þeir eiga til. Liðið var í heild einnig heldur ófar- sælt í viðureignum sínum og fékk minna úr þeim en efni stóðu til. Kannski var boginn spenntur full hátt í mörgum viðureignum. Hugar- farið var að sigra í viðureignum og Spassky a.m.k. lét þá skoðun sína í ljós að mótinu loknu að vænlegra til árangurs hefði verið að leggja minna í viðureignirnar framan af í stað þess að flækja taflið að óþörfu. Örygginu var einnig ekki til að dreifa hjá liðsmönnum. I mótinu öllu var einungis í þremur umferð- um sem enginn liðsmanna tapaði skák. Slíkt er auðvitað ekki líklegt til árangurs ef haft er til saman- burðar að í Dubai voru þær um- ferðir níu hjá íslenska liðinu. Af þessum ástæðum voru stórir sigrar afar fátíðir hjá sveitinni jafnvel gegn veikari sveitum. Gífurleg þróun er hjá mörgum þjóðum um þessar mundir sem til þessa hafa verið kunnar fyrir flest annað en frambærilega skákmenn. Filippseyjar komu mest á óvart nú. Stórmeistarinn Torre er þaðan en flestir aðrir liðsmenn sveitarinnar voru með öllu óþekktir. Það aftraði ekki liðinu sem í síðari umferðum mótsins sat sleitulaust í efstu sæt- unum og hafnaði að lokum í sjö- unda sæti á mótinu. Kvennaflokkur: Ungversku stúlkurnar rufu einokun sovéska liðsins Fyrir Ólympíumótið vakti keppn- in í kvennaflokki ekki síður eftir- væntingu en hjá karlpeningnum. Auðvitað er enn mikill styrkleika- munur milli kynjanna en til leiks voru nú mættar Polgar-systurnar ungversku, Zsuza, Judith og Soffia sem til þessa hafa neitað að tefla í sérstökum kvennamótum, ásamt Madl. Þær hafa vakið athygli hvar- vetna sem þær hafa teflt fyrir góða frammistöðu og mikil eftirvænting ríkit hvort þeim tækist að klekkja á sovéska liðinu sem einrátt hefur verið um sigursætið á mótum til þessa. Sovéski stórmeistarinn Gu- 1. borð: Jóhaxm Hjartars. - - 0 1 >/2 >/2 0 >/2 1 0 V2 1 1/2 V2 6 50 2. bor* Jón L. Ámason 1 V2 1 1 V2 V2 1/2 V2 - V2 1 0 - 0 7 58,3 3. bor* Marf?eir Péturas. 1 1 - V2 0 >/2 - 0 V2 V2 1 1 >/2 1 71/2 62,5 4. bor& Helffi Ólaísson 1 1 V2 1 0 - >/2 '/2 1 V2 0 - 1/2 V2 7 58,3 1. varam. Karl Þorsteins — 0 1 — — 1 V2 - 0 - — - - - 2>/2 50 2. varam. Þröstur Þórhallss. 1 1 0 - 2 66,7 4 2'/z 2>/2 3'/2 1 2>/2 l>/2 l>/2 2>/2 l>/2 21/2 3 l>/2 2 ' ■ ‘ 1 1 1 1 ■ ' ' '______________V f'í t. .... ..I t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.