Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 285. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Samtök útgerðarmanna innan EB: Vilja meiri festu gegn Islendingum BrusseL Frá Krútófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMTÖK útg'erðarmanna innan Evrópubandalagsins, COGECA og EUROPECHE, áttu fyrir helgina fúnd með Cardoso e Cuhna fram- kvæmdastjója fiskimáladeildar EB um samstarf þessara aðila við bandlagið. Útgerðarmennirnir eru mjög óánægðir með hið takmark- aða samráð sem við þá er haft. Þeir benda á að áhrif skriffinna á niðurstöður samninga séu alltof mikil og vísa til þess að íslendingar vaði yfir fiskmarkaði innan EB án þess að láta nokkuð í staðinn. Allt frá inngöngu Spánar og Portúgals í EB hefur starfsemi ráð- gjafamefndar bandalagsins um sjávarútvegsmál legið niðri vegna deilna um hvemig skuli standa að Danmörk: Fiskvinnsla á barmi gjaldþrots flölgun í nefndinni. f nefndinni hitt- ast fulltrúar atvinnugreina og emb- ættismenn. Um þetta deiluatriði hefur náðst samkomulag og nefndin mun koma saman fljótlega upp úr áramótum. Útgerðarmennimir krefjast og aðildar að samningavið- ræðum við ríki utan EB og benda í því sambandi á að útgerðarmenn eða aðrir séu iðulega með ráðherr- um sem koma til að semja við bandalagið. Samkvæmt heimildum í Brussel eru slíkir formgallar á þessari beiðni að óhugsandi er talið að á hana verði fallist. Sorgmædd armensk kona grætur við kistu eiginmanns síns, beið bana í jarðskjálftum í borginni Spítak í Armeníu. Svíþjóð: Veldur nýtt alnæmislyf þáttaskilum? Stokkhólmi. Reuter. TILRAUNIR hafa verið gerðar með nýtt lyf við al- næmi í Sviþjóð og sagði Bo Oberg, prófessor í ónæmis- fræði við Karolinska- sjúkrahúsið í Stokkhólmi, að það eigi eftir að marka þáttaskil í baráttunni gegn hinum banvæna sjúkdómi. Oberg sagði að við tilraunir á öpum og frumuvefjum úr mönnum hefði lyfið, sem heitir Fluorodeoxythymidine (FLT), stórlega dregið mátt úr starf- semi alnæmisveirunnar. Komið hefði í ljós að það hefði minni hliðarverkanir en önnur lyf. Að sögn Obergs þarf að gera frekari tilraunir með lyfið í a.m.k. tvö ár áður en hægt verður að taka það í notkun. Sovétmenn biðja um stórvirk hjálpartæki Moskvu, Jerevan, Washington. Reuter. SOVÉZKA stjórnin bað þjóðir heims í gær um að senda stórvirk hjálpartæki til skjálftasvæðanna í Armeníu, einkum lyftikrana og tæki til að skera í gegnum steypu og stál. Auk þess væri þörf fyrir ýmiss konar lækningatæki, m.a. nýrnavélar, þar sem nýrnaskemmd- ir hjá fólki sem kramist hefði undir væri alvarlegasti vandi, sem læknalið ætti við að glíma á skjálftasvæðunum. Björgunarmenn hafa unnið í kappi við klukkuna við leit að fólki, sem talið er að enn kunni að leynast á lifi í rústum. Sovézkir Qölmiðlar sögðu í gær að seinagangur og skipulagsleysi einkenndi björgunarstörf. Af opin- berri hálfú er talið að milli 40 og 45 þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftunum og að hálf milljón manna sé heimilislaus. Nuuk. Frá Nils Jttrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA fiskvinnslan rambar á barmi gjaldþrots vegna óeðlilegs undirboðs fyrirtækja f Noregi, Kanada, Færeyjum og Grænlandi, er njóta styrkja og niðurgreiðslna, að þvf er Poul Torring, formaður samtaka danskra fiskvinnslu- stöðva, sagði f viðtali við græn- lenzka útvarpið. ViU hann að nið- urgreiddar fiskafúrðir frá rfkjum utan Evrópubandalagsins (EB) verði tollaðar. Terring sagði fyrirtæki í framan- greindum löndum hafa selt fiskafurð- ir á verði, sem væri undir fram- leiðslukostnaði danskra vinnslu- stöðva. Grænlendingar seldu t.a.m. fískafurðir á mun lægra verði en fyrirtæki innan EB gætu staðið und- ir. Dönum sviði sárt að horfa upp á þetta því það væru í raun danskir skattgreiðendur sem borguðu halla- rekstur grænlenzku fiskvinnslunnar. Danskir styrkir, sem rynnu til græn- lenzku fiskvinnslunnar, jafngiltu því að danskir skattgreiðendur niður- greiddu hvert kíló þorskafurða, sem Grænlendingar framleiddu, um 6 danskar krónur, eða 41 íslenzka. Gorbatsjov Sovétleiðtogi komst við er hann kannaði ástandið á skjálftasvæðunum um helgina. Þakkaði hann erlendum björgunar- mönnum og sagði að aðstoð frá öðrum ríkjum væri fegursta dæmið sem til væri um samstöðu allra þjóða. Júrí Dubínín, sendiherra Sov- étríkjanna í Bandaríkjunum sagðist í gær djúpt snortinn yfír viðbrögð- um Bandaríkjamanna við hörmung- unum á skjálftasvæðunum og sagði þau til marks um bætt samskipti risaveldanna. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovézkra stjómvalda, sagði Sovétmenn mjög þakkláta fyrir þá aðstoð, sem borist hefði. Úm þátt 'Bandaríkjamanna sagði hann: „Okkur finnst bandaríska þjóðin vingjamleg og drenglynd.“ Gorbatsjov var hins vegar harður í garð þeirra er dreifðu gróusögum þess efiiis að áætlað væri að flytja armensk böm frá Armeníu til Rúss- lands vegna jarðskjálftanna. Þá þótti honum gmnsamlegt hve margir spyrðu hvers vegna það hefði ekki verið varað viðslq'álftun- um og sagði ýmsa reyna að koma af stað þjóðemisátökum mitt í öllum hörmungunum. Embættismenn vísuðu á bug full- yrðingum sovézkra fjölmiðla, sem sögðu í gær að ringulreið ríkti í flugumferðarstjóm á skjálftasvæð- unum. Tvær flugvélar, sem voru að flytja björgunarmenn og hjálpar- gögn, fórast rétt fyrir lendingu í Lenínakan og Jerevan, önnur á sunnudag en hin í gær. Fjölmiðlar gagnrýndu einnig skipulagsleysi á skjálftasvæðunum. Pravda, málgagn kommúnista- flokksins, veittist harðlega að stjómendum björgunaraðgerða og sagði að seinagangur við að koma stórvirkum björgunartækjum til staða þar sem Tjöidi fólks væri enn grafinn í rústum, kostaði í raun mannslíf. Almenningur og yfirvöld um all- an heim hafa bragðist vel við hjálp- arbeiðni Armena og sovézkra stjómvalda. Um 10 þúsund læknar og björgunarmenn vora komnir til Armeníu á hádegi í gær og aðstoð hafði borizt með um 200 flugvélum, þar af 38 frá 23 erlendum ríkjum. Moskvuútvarpið gaf hins vegar til kynna í gær að aðstoð hefði ekki öll borist þangað sem hennar væri þörf. Til að mynda hefði ekki tekizt enn að finna helming íbúa armensku borgarinnar Spítak, eða um 10.000 manns, í gær þar sem stórvirk björgunartæki vantaði þar enn. Sambandslaust væri við borg- ina, hún væri rafmagnslaus og göt- ur tepptar. Útvarpið sagði lífslíkur íbúa, sem taldir væra leynast í rústunum, dvína með hverri mínútu. Sjá fréttir af náttúruham- förunum á bls. 36. 36 biðu bana í lest- arslysi í Lundúnum Lundúnum. Fri Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALA látinna i lestarslysinu f Lundúnum var f gærkvöldi komin f 36, en 32 til viðbótar voru f Iffshættu. Þá voru um 80 menn á sjúkrahúsi með minniháttar meiðsi. Aðkoman á slysstað var hræðileg og með ólíkindum að einhver skuli hafa komist Iffs af úr vögnunum sem verst voru leiknir. Slysið átti sér stað á mesta annatfma. Slökkviliðsmenn, sem önnuðust björgunarstarf- ið, sögðu að farþegamir hefðu verið með ólfkind- um rólegir. „Þegar við komum ríkti grafarþögn yfir öllu,“ sagði einn þeirra í samtali við bresku sjónvarpsfréttastofuna ITN. „Jafnvel þeir, sem voruNþiyllilega slasaðir, voru æðralausir." Slyáið varð með þeim hætti að tvær lestir vora á sömú' braut á leið inn til Lundúna. Þegar sú fyrri kom að Clapham-stöðinni f suðvesturhluta Lundúna, sem sögð er umferðarmesta jámbraut- arstöð í heimi, þurfti lestarstjórinn að stöðva hana áður en hún gat haldið að brautarpallinum, þar sem fyrir var önnur lest. Kom þá næsta lest aðvffandi og ók á fullri ferð aftan á þá fyrri. Helst er talið að bilun í merkjakerfi hafi orsakað áreksturinn. Björgunarstarfíð var mjög erfitt, því fjöldi slas- aðra var klemmdur inni í lestarflakinu. Voru björgunaraðgerðir hafnar fimm mínútum eftir áreksturinn. Þá bragðust margir nærstaddir veg- farendur skjótt við og hófu þegar að hjálpa lítt slösuðum farþegum úr brakinu. Á tímabili var óttast að sjúkrahús myndi skorta blóð vegna slyss- ins og var þá boð látið ganga út til almennings um blóðskort. Innan þriggja klukkustunda hafði á annað þúsund manns gefið sig fram til blóðgjaf- ar. Frá slysstað við Clapham-lestarstöðina f Lundúnum f gær. Morgunblaðið grennslaðist fyrir um það hvort íslendingar kynnu að hafa verið í annarri hvorri lestinni sem á rákust. Hjá íslenska sendiráðinu fengust þær upplýsingar, að ekki væri kunnugt um að svo væri og hjá Scotland Yard var svarað á sömu leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.